Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Side 2
DEILUR UM SKÁLDSAGNALISTA RANDOM HQUSE KONUR BÚA TIL EIGIN LISTA LISTI Random House-bókaútgáfunnar í Bandaríkjunum yfir hundrað bestu skáld- sögur aldarinnar á ensku sem sagt var frá hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu hefur vakið gríðarmikil viðbrögð. Mótmælin hafa meðal annars birst í nokkrum listum sem hinir og þessir hópar fólks og almenningur hefur valið á netinu. Inn á þá lista hefur meðal annars ratað fjöldi vísindaskáldsagna sem sumir bókmenntamenn eru ekki sérlega ánægðir með. Listi Random House þykir endurspegla á mjög skýran hátt hvemig dómnefndin var skipuð en í henni sátu átta hvítir breskir og bandarískir karlar og ein kona. Konur eru sérstaklega óánægðar með útkomuna en á meðal þeirra 404 bóka sem dómnefndin taldi koma til greina á Ustann í upphafi voru 76 eftir konur en aðeins átta þeirra voru á með- al þeirra hundrað bestu. Konur hafa gagn- rýnt það mjög að aðeins ein kona, breska skáldkonan A.S. Byatt, var í dómnefndinni, og hafa í framhaldi af því birt sinn eigin lista á netinu yfir hundrað bestu skáldsögur ald- arinnar á ensku eftir konur. Á lista kvennanna er einungis valin ein bók eftir hvern höfund og bókunum ekki rað- að í gæðaröð frá einum upp í hundrað. Á þessum lista er íjöldi bóka og höfunda sem konur og aðrir vildu hafa séð á lista Random House, svo sem eins og To Kill a Mocking- bird eftir Harper Lee, The Golden Notebook eftir Doris Lessing, Beloved eftir Toni Morrison, July’s People eftir Nadine Gordi- mer og I Know Why the Caged Bird Sings eftir Maya Angelou sem þó getur ekki talist skáldsaga í ströngum skilningi. Af öðrum bókum á listanum sem vekja athygli mætti nefna The Bell Jar eftir Sylvia Plath sem virðist njóta mikilla vinsælda vestan hafs nú, A Good Man is Hard to Find eftir Flannery O’Connor, The Awakening eftir Kate Chop- in, The Volcano Lover eftir Susan Sontag, Three Lives eftir Gertrude Stein, The Joy Luck Club eftir Amy Tan, The Color Purple eftir Alice Walker og The Live and Loves of a She-Devil eftir Fay Weldon. Það var hins vegar sláandi að á lista sem háskólanemar í Radcliffe College bjuggu til var ekki nema tæpur fjórðungur bóka eftir konur þrátt fyrir að mikill meirihluti nem- enda væri kvenkyns. í þremur efstu sætum háskólanemanna, sem allir voru undir þrí- tugu, var The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald í fyrsta sæti en hún hafði verið í öðru sæti á lista Random House en auk þess lentu nokkrar barnabækur á meðal þeirra hundrað bestu. Annað sem þótti vanta á lista Random House voru svokallaðar undirróðursbók- menntir. Nokkrar þeirra voru á hinum upp- haflega 404 bóka lista, þar á meðal bæði Na- ked Lunch eftir William Burroghs og One Flew Over the Cuckoo’s Nest eftir Ken Kes- ey en þær voru hvorugar á lista hundrað bestu. HEIMUR UÓÐSINS LJÓÐAVAKAN „Heimur ljóðsins" verður haldin í Deiglunni í Listagili á Akureyri annan sunnudag, 9unda ágúst. Á þessari ljóðavöku verða flutt ljóð frá liðn- um öldum og allt fram á okkar dag í eins kon- ar Ijóðræðu ferðalagi gegnum aldir og ólík menningarsvæði. Inn í þá dagskrá verður felld tónlist, sem tengist eða fellur vel að ljóðunum sem lesin verða. Sigurður Jónsson er hvatamaður að ljóða- vökunni, en myndlistarmenn á Akureyri hafa skreytt salinn, þar sem setið verður við smá- borð og hægt að fá sér hressingu ef svo ber undir. Arthúr Björgvin Bollason mun stjóma dagskránni og verða leiðsögumaður um heim ljóðsins og með honum lesa rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Steinunn Sig- urðardóttir. ♦ ♦♦ BLÉS TIL ÞRIÐJA SÆTIS SIGURÐUR Þorbergsson, básúnuleikari í Sin- fóníuhljómsveit íslands, varð í 3. sæti í básúnu- keppni, sem haldin var í sambandi við málm- blásaraviku í Lieksa í Finnlandi. Níu keppend- ur frá Norðurlöndum hófu keppni og komst Sigurður í úrslitakeppnina, einn þriggja kepp- enda. Sigurvegari varð Jessica Gustafsson frá Svíþjóð og í 2. sæti varð John Kotlo Finnlandi. Málmblásaravika sem þessi hefur verið hald- in árlega síðan 1980; síðustu viku júlímánaðar í Lieksa. Þar eru haldnir um 20 tónleikar auk námskeiða og tónlistarflutnings af ýmsu tagi. Básunukeppnin nú var sú fyrsta sinnar teg- undar. ---------♦-♦-♦------- Samspil í Garðabæ NOREGI NORÐUR-evrópsk áhugaleiklistarhátíð hefst á laugardaginn kemur í Harstad í Norður-Nor- egi. Þar verða sýndar þrettán leiksýningar frá tíu löndum, Norðurlöndunum, Eystrasalts- löndunum og Rússlandi. Auk leiksýninganna verður boðið upp á fjölmörg námskeið og námsstefnur, starfræktar leiklistarbúðir fyrir unglinga og skipuleggjandi hátíðarinnar, Nor- ræna áhugaleikhúsráðið, heldur aðalfund sinn. Fulltrúi íslands á hátíðinni er Reykvíska leikfélagið Hugleikur, sem sýnir verkið Sálir Jónanna ganga aftur eftir Ingibjörgu Hjartar- dóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Gutt- ormsdóttur í leikstjórn Viðars Eggertssonar. Sýning Hugleiks var valin til fararinnar af dómnefnd skipaðri af Bandalagi íslenskra leik- félaga, sem er aðili að Norræna áhugaleikhús- ráðinu. LISTAVERKIÐ Samspil eftir Pétur Bjarnason hefur verið afhjúpað í Garða- bæ; í Búðakinn við Reykjanesbraut. Héðins-fyrirtækin Héðinn-Smiðja hf., Héðinn-verslun hf. og Garðastál hf. gáfu Garðabæ verkið í tilefni af 75 ára af- mæli fyrirtækjanna 1. nóvember síðast- liðinn, en þau hafa starfað í Garðabæ um áratuga skeið. Myndverkið er 4,7 metrar á hæð og vegur um 7,5 tonn. Það er byggt upp af 20 einingum, sem unnar eru úr 65 mm þykkum járnplöt- um. Einingarnar eru tengdar saman þannig að hver þeirra grípur inn í aðra og eru aðrar festingar ekki notaðar. Verkið er unnið í vélsmiðju Héðins hf. í Garðabæ. Höfundur myndverksins er Pétur Bjarnason myndlistarmaður. Hann út- skrifaðist frá Myndlista- og handíða- skóla fslands árið 1982, var gestanemi í Aachen í Þýskalandi 1984-1985 og lauk M.A.-prófi í höggmyndalist frá National Hoger Institut voor Schone Kunsten í Antwerpen árið 1988. Hann hefur hlotið ljölda viðurkenninga fyrir störf sín og var honum veittur starfsstyrkur úr menningarsjóði Garðabæjar árið 1992. NORÐUR-EVROPSK LEIKLISTARHÁTÍÐ í Kristinn MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Asmundar Sveinssonar. Gallerí Hornið, Hafnarstræti Manuel Moreno sýnir til 12. ágúst. Kjarvalsstaðir Stiklað í straumnum. Úrval verka úr eigu Lista- safns Reykjavíkur. Til 30. ágúst. Landsbókasafn íslands, Háskólabókasafn Trú og tónlist í íslenskum handritum fyrri alda. Til 31. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið alla daga nema mánudaga kl. 13-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Höggmyndir eftir Sigurjón Ólafsson í neðri sal, málverk eftir Nínu Tryggvadóttur í efri sal til 2. ágúst. Gallerí Fold, Kringlunni Hadda Fjóla Reykdal og Helga Fanney Jóhannes- dóttir sýna til 12. ágúst. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b Samsýning 13 þýskra og íslenskra myndlistar- manna. Gallerí 20 fermetrar, Vesturgata lOa Helgi Hjaltah'n Eyjólfsson sýnir. Perlan Nanna Dýrunn Björnsdóttir og Mark Dickens sýna til 24. ágúst. Gallerí Fiskur, Skólavörðustíg 22c Franz Graf og Eva Wohlgemuth sýna ásamt tón- listarmönnunum Jóhanni Eiríkssyni og Guðmundi Markússyni. Listasafn Reylqavíkur, Hafnarhúsinu Koriur, úrval úr Errósafni Reykjavíkurborgar. Til 23. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sýningin Fimmt til 2. ágúst. Listasafn ASÍ Nanna Bisp Buchert sýnir í Ásmundarsal og Arin- stofu. Guðný Halldórsdóttir sýnir í Gryfjunni til 2. ágúst. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Elanor Symms sýnir til 22. ágúst. Mokkakaffl, Skólavörðustíg Jón Gunnar Ámason. Sumarsýning. Hafnarborg, Hafnarflrði Sýn. „Hafnarfjarðar-Mótíf ‘ til 3. ágúst. Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóminjasafn fslands, Hafnarfirði Sumarsýning á Ijósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suður- götu Handritasýningin Þorlákstíðir og önnur Skálholts- handrit. Til 31. ágúst. SPRON ^jódd Harpa Björnsdóttir sýnir til 24. okt. Hótel Edda, Laugarvatni Elín Rebekka Tryggvadóttir sýnir til 20. ágúst. Listasafn Árnesinga, Selfossi Yfirlitssýning á verkum Magnúsar Tómassonar. Ketilshús, Akureyri Samsýn: Sólveigar Baldursdóttur, Guðrúnar Pá- línu og Hrefnu Harðardóttur. Gallerí Svartfugl, Akureyri Jónas Viðar Sveinsson sýnir. Ljósmyndakompan, Akureyri Guðbrandur Sigurlaugsson sýnir. Slunkaríki, ísaflrði Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, Guðrún Halldórsdótt- ir og Katrín Elvarsdóttir sýna til 12. ágúst. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Anna Líndal sýnir til 28. ágúst. TONLIST Laugardagur Sumartónleikar Skálholtskirkju; The Clerk’s Group flytja trúarleg söngverk kl. 15. og á síðdeg- istónleikunum kl. 17. leika Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Jaap Schröder fiðluleikari. Sumartónleikar á Norðurlandi: Reykjahlíðar- kirkja, Duo Lewark-Portugall. Hallgrímskirkja: Ulrich Meldau organisti leikur kl. 20.30. Norræna húsið: Helga Pórarinsdóttir lágfiðiuleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanleikari kl. 16. Tríó Natazsa Kurek á Jómfrúnni kl. 16-18. Sunnudagur Sumartónleikar Skálholtskirkju; The Clerk’s Group flytja trúarleg söngverk kl. 15. og kl. 16.40. leika Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Jaap Schröder. Sumartónleikar á Norðurlandi: Akur- eyrarkirkja, Duo Lewark-Portugall. Sumarkvöid við orgelið í Hallgrímskirkju: Ulrich Meldau org- anisti kl. 20.30. Mánudagur Sumartónleikar í Skálholtskirkju: Helga Ingólfs- dóttir semballeikari og Jaap Schröder leika kl. 15. Þriðjudagur Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Pierre Morabia píanóleikari halda tónleika í Listasafni Kópavogs kl. 20.30. LEIKLIST Borgarlcikhúsið Grease, fim. 6. ágúst, fos., lau. íslenska óperan Carmen negra. Rokk-, salza-, poppsöngleikur, fös. 7. ágúst, lau. Iðnó Þjónn í súpunni fím. 6. ágúst, fós., lau. íslenska óperan Hellisbúinn fim. 6. ágúst, lau. Tjarnarbíó, leikhúsið Light Nights, leiknir þættir úr íslendinga sögum og þjóðsögum á ensku lau. 1. ágúst., fim., fós., lau. i'jölskyldu- og húsdýragarðurinn Hrói höttur, mið. 5. ágúst, fim., fós. Kaffileikhúsið Rússíbanarnir sun. 2. ágúst. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1.ÁGÚST1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.