Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUVBLAÐSINS - MENNING US I IIt 29. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Ljósmyndasafn Jóhann Rafnsson, aldraður maður í Stykkis- hólini, hefur áratugum saman safnað göml- um ljósmyndum frá Stykkishólmi og vfðar af Vesturlandi. Hann hefur nú gefið Stykkis- hólnisbæ safn sitt og bíður það þess að kom- ast í viðeigandi sýningaraðstöðu sem því miður er ekki til sem stendur í Bókasafni Stykkishólms. Blaðamaður Lesbókar hefur litið á safnið og valið úr myndir frá fyrri hluta aldarinnar og frá því fyrir aldamót, þar sem Hólmarar sjást bæði í garðveizlum og við daglegt amstur. Kúba er nú orðin ferðamannaland og Haraldur Jó- hannsson, sem raunar býr í Vínarborg, hef- ur verið þar á ferðinni og hann segir frá ýmsu sem fyrir augu ber á Kúbu; frá fólkinu sem er bæði geðþekkt og fallegt, en hann segir líka frá niðurníðslunni og fátæktinni, sem gerir fólk grimmt. Hann varð vitni að hræðilegum harmleik þar sem móðir faldi sig fyrir 7-9 ára gömlum dreng, sem líklega var sonur hennar, og stakk hann af á stoppistöð strætisvagna en drengurinn varð eftir í örvæntingu. Marz Síðan heimsveldin tvö, Sovétrfkin og Banda- ríkin, stóðu í kapphlaupi um geimferðir, hafa áætlanir um risageimflaug og ferðir með henni til Marz legið niðri. Reynir Eyj- ólfsson skrifar um bók sem út kom 1996 og er eftir geimflugsverkfræðinginn Robert Zubin, þar sem hann setur fram nýstárlegar kenningar um Marzferðir, sem raunar taka heilt ár, og sömuleiðis hugmyndir um mann- aðar rannsóknarstöðvar á þessari plánetu þar sem jafn mikið þurrlendi er og á jörð- inni, en lífsskilyrðin verri en á Everesttindi. Brynjólfur biskup Sveinsson (1605-1675) var mikilvirkt latínu- skáld og á fyrstu sumartónleikum í Skálholti í júlíbyrjun var frumflutt tónverk eftir Báru Gríinsdóttur við latneskan texta hans. Text- inn er tekinn úr sjöunda og síðasta ljóði Maríukvæðis er Brynjólfur orti á árunum 1662-1667. f Ijóðinu birtast mjög kaþólsk viðhorf sem Brynjólfur vissi vel af, enda virðist hann hafa gætt þess að ljóðið kæmi ekki fyrir augu annarra fyrr en að sér látn- um. Lewis Carroll þekkja flestir sem höfund Lísu í Undralandi. En hann er líka höfundur ljóðabálks, sem heitir Leitin að snarkinum og f tilefni hund- rað ára ártíðar Lewis Carroll hefur verið opnuð sýning í Nýlistasafninu og ber hún nafn ljóðabálksins; Leitin að snarkinum. Þetta er samsýning 13 listamanna frá Þýskalandi og íslandi, sem eiga það sameig- inlegt með persónum ljóðsins að vera á ferðalagi, frá Berlín til Reykjavíkur og síð- an frá Reykjavík til Berlínar, þar sem þeir munu eiga stefnumót næsta sumar í Haus am Waldsee. Og á leiðinni glíma þau við spurninguna: „Hver er þessi snarkur?11 FORSÍÐUMYNDIN: Göngufólk ó Laugaveginum, vinsælli gönguleið milli Landmannalauga og Þórsmerk- ur. Ljósm. RAX. SNORRI HJARTARSON EF TIL VILL Enginn sá það helstríð og umkomuleysi á grænni hæð ég gekk fram á rjúpu Það var fleygur ungi, fastur á gaddavír hékk hann á brjóstinu og barði smáum vængjum, svört augun undrun og kvöl Mér tókst að losa hann af löngum gödduimm hélt honum snöggvast, svo hvarf hann mér ílyngmóinn Lífíð er seigt lífíð græðir djúp sár og góð er græn jörðin -> Og ef til vill fagnar hann upprisunótt fuglinn minn með brjóstið tætt og blóð undir vængjum. Snorri Hjartarson, 1906-1986, hugðist ungur leggja fyrir sig myndlist, en sneri sér að skóldskap og varð eitt listfengasta skóld þjóðarinnar um sína doga. Bókmenntaverðlaun Norðurlandoróðs hlaut hann 1981. VERZLUNAR- MANNAHELGI RABB / AFRÍDEGI verzlunar- manna, sem nú er framundan, er alveg víst að verzlunarmenn eiga ekki allir frí; hinsvegar er fjöldi fólks í fríi sem aldrei kemur nálægt verzlun. En svona eru tryppin rekin. Þessa helgi ber uppá þann tímapunkt í sumrinu að það telst enn í há- marki. Aftur á móti er stutt í að ágústhúm- ið fari að minna okkur á lækkandi sól. Fyrr á árum héldu ótrúlega margir bæj- arbúar í halarófu út á malarvegina og eyddu verzlunarmannahelginni í i-ykmekk- inum, ef ekki var rigning. Nú eftir að við höfum eignast alvöru vegi er umferðin að sönnu mikil, en það er hún líka allar helgar sumarsins og það hef ég séð á vegunum undanfarin ár að verzlunarmannahelgin sker sig ekki verulega úr. Margir hafa meira að segja þá reglu að sitja sem fastast heima um þessa helgi, því útvarpsstöðvarn- ar, Umferðarráð og löggæzlan hafa samein- azt um ýktar fréttir af ógurlegum umferð- arstraumi svo elztu menn muni ekki annað eins. Það er kyndugt að hlusta á allan þennan tilbúnað í útvarpsstöðvunum; fyrst æsinginn yfir öllu því sem til stendur og áskoranir um að þjóðin láti sig nú ekki vanta á Halló Akureyri eða aðrar uppá- komur. Síðan er þessu öllu lýst eins og spennandi fótboltaleik og menn tala á inn- soginu til að lýsa sem hraðast þessari óskaplegu umferð, þar sem yfirleitt gerist þó ekki neitt sem betur fer. Fastir liðir eru þar eins og venjulega með einstaka lestar- stjórum sem geta ekki haldið uppi eðlileg- um umferðarhraða og skapa hættu hvar sem þeir aka. Að undanförnu hefur lögreglan farið offari með sviptingu ökuleyfis og þá ekkert tekið tillit til aðstæðna. Sjálfsagt er að beita aðhaldi með sektum, en þegar farið er að rífa af mönnum bílinn og svipta þá öku- leyfí fyrir að fara lítillega yfir mörkin við beztu aðstæður og þar sem engin umferð er, þá er réttlætiskennd hins almenna og löghlíðna borgara misboðið. Dómarar hafa líka hvað eftir annað riftað sviptingu og telja ekki lagastoð fyrir reglugerðinni. Fyr- ir alla muni, látum ekki öfgarnar alveg stjórna þessu. A þjóðvegunum kemst fólk ekki í snert- ingu við náttúruna á sama hátt og þegar farið er ríðandi og einkum þó gangandi um landið. í mesta þéttbýli landsins, á Reykja- víkursvæðinu, þarf ekki langt að fara til þess að njóta stórkostlegrar náttúru, en ég hef grun um að æði mörgum borgarbúum yfirsjáist um þá staðreynd. Þó eru sífellt fleiri sem fara í gönguferðir og má segja að nú sé í tízku að ganga á Esjuna frá Mógilsá. Þaðan liggja stígar á brattann og má sjá af fjölda bíla sem þar er lagt að þetta er ekki bundið við fámennan hóp klif- urgarpa. Það þykir jafnvel sjálfsagt að taka börnin með í Esjugöngu, en flestir fara ekki lengra en að klettabelti, sem lítið ber á tilsýndar, en er þó efst í fjallinu. Fæstir komast því á tindinn, sem raunar er þó fremur bunga en tindur. Nú þegar Kjalar- nes og Reykjavík eru gengin í eina sæng er spurning hvort ekki sé hægt að ráðast í að gera þennan efsta hjalla færan, því tak- markið með fjallgöngu er að komast alla leið upp. Þeir sem kjósa að gönguleiðin sé eitt- hvað minna á fótinn en í hlíðum Esju eiga margra kosta völ í næsta nágrenni Reykja- víkur og innan borgarlandsins. Því beini ég ekki síður til fólks úr bæjum og byggðum vítt og breitt um landið, sem kemur til Reykjavíkur og helflur kannski að göngu- túr í Kringlunni sé það áhugaverðasta í höfuðstaðnum. Þarft verk heíúr verið unnið með lagningu göngustíga og má minna á fagra gönguleið um Fossvog, á göngubrú yfir Kringlumýrarbraut og síðan meðfram strönd Skerjafjarðar. Aðrar nærtækar gönguleiðir, sem ástæða er til að benda á, eru til dæmis um Elliðaár- dal sem er hrein perla með skógarstígum og ána rennandi á fallegum flúðurn. Þó skyggir á að ekkert rennsli skuli vera í syðri farveginum þar sem Kermóafoss var helzta skartið, en við því er ekkert að gera; við drekkum allt það vatn, eða notum á ann- an hátt, sem áður myndaði fossinn. Umhverfis Elliðavatn er bæði vinsæl reiðleið og gönguleið og þar ríkir oft sú sér- staka og undurblíða fegurð í góðu veðri sem hvergi verður nema við vötn. Hólmsá, sem heitir Bugða þar sem hún rennur lygn út í vatnið, er meinleysisleg en gat verið hættu- legur farartálmi á leiðinni að Elliðavatni og varð þar stundum mannskaði. Þar drukkn- aði bróðir Einars skálds Benedikssonar, mikill efnismaður, þegar hesti hans fataðist sundið. Ejrvindur bóndi í Útey í Laugardal fórst þar einnig í kaupstaðarferð á síðustu öld, maður á bezta aldri. Frá Bugðu er skammt til Rauðhólanna, eða þess sem eftir er af þeim. Venjulega er sagt að hólarnir hafi verið eyðilagðir þegar efni var tekið úr þeim í flugvöllinn í Vatns- mýrinni á stríðsárunum. En það sem eftir stendur er ævintýralegt umhverfi þar sem margskonar gróður hefur numið land, en sést ekki nema þar sé farið um gangandi. Heiðmörkin er nánast einn samfelldur skrúðgarður með rómantískum göngustíg- um en mér er fyrirmunað að skilja þessa of- uráherzlu á ræktun barrtrjáa í umhverfí eins og þessu. Sú ræktun hefði mátt vera meira í hófi, en þeim mun meiri áherzla á íslenzka birkið, ekki sízt lágvaxnari kvæmi sem klæða einkum hraun í fegurri skrúða en aðrar trjátegundir. Sé haldið lengra suður eftir Heiðmörk- inni liggur vegurinn upp bratta brekku á horni Vífilstaðahlíðar og sveigir síðan vest- ur með henni. Við hlíðarhomið er merkt gönguleið í Búrfellsgjá og að Búrfellsgíg; þangað eru 3-4 km. Enda þótt þessir staðir séu nánast við bæjardyr Reykjavíkursvæð- isins eru ugglaust margir þar sem þekkja sig betur í Oxford Street eða á kránum í Dýflinni og á sólgylltum ströndum Spánar. Það er ævintýri að ganga eftir hrauntröð- unum upp að Búrfellsgíg, þar sem gaus fyr- ir 7000 árum. Þeir sem alls ekki þora út á vegina um verzlunarmannahelgina gætu með því að aka í fáeinar mínútur og ganga liðlega hálftíma, átt friðsæla og eftirminni- lega stund í þessum myndrænu tröðum þar sem hraunelfan beljaði fram og hitinn var slíkur að grjótið efst í tröðunum hefur lekið niður eins og bráðið vax. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. ÁGÚST 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.