Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Síða 4
LITAST UM ÁKÚBU EFTIR HARALD JÓHANNSSON Á Kúbu er óteljandi margt bannað en flest hægt ef maður þekkir mann sem á pening, segjc 3 Kúbverjar. Þeir eru sérlega elskulegt fólk, síbrosandi, hjálplegir og í alla staði aðlaðandi manneskjur. Stór þáttur í menn- ingu Kúbverja er þeirra eigin tónlist sem er í ætt við suður-ameríska samba-músík. Enda þótt Kúbverjar séu 12 milljónir láta þeir sér nægja tvö dagblöð. NIÐUR við höfn í Havana, höfuðborg Kúbu, stendur vínbarinn Dos Hermanos sem á sér langa sögu, hann var fyrr á öldinni vinsæl ölkrá sjómanna sem áttu lengri eða skemmri viðdvöl í þá at- hafnamikilli viðskiptahöfn í mynni Mexík- óflóa. Aðrir gestir í borginni litu og gjaman þar inn, þegar þeim þótti henta að blanda geði við fulltrúa ólíkustu þjóða, örvaða af veigum Bakkusar. A þriðja áratugnum undu sér gjaman á þessari kunnu gleðikrá listamenn, sumir langt að komnir, svo sem tónskáldið George Gershwin frá Bandaríkjunum, spánska leikrita- og ljóðskáldið Federico Garcia Lorca og síðar rithöfundurinn Emest Hemingway o.m.fl. Nú hefur þessi bar fengið gljáandi vegg- þiljur og nýja viðskiptavini sem era hvorki sjómenn né listamenn, nema þá aðeins af til- vlljun. Þeir sem koma þar nú era Pétur og Páll af götunni að fá sér hressingu og svo hin- ir sem líta inn nafnsins vegna í borinni von um að finna þar andrúmsloft liðinnar tíðar. Nær miðborginni ekki langt undan stend- ur dómkirkjan, sem munkar af jesúítaregl- unni hófu byggingu á árið 1750. Þeir náðu þó ekki að verða viðstaddir vígslu hennar árið 1788 því þeir vora flæmdir burt af eynni í nafni Spánarkonungs árið 1767. Kirkjan og torgið sem hún stendur við era byggð í ein- földum nýlendubyggingarstíl og er torgið talið til þeirra fegurstu í allri Suður-Amer- íku. Talið er, þó ekki með fullri vissu, að jarð- neskar leifar Kristófers Kólumbusar hafi verið geymdar hér í dómkirkjunni þar til þær vora fluttar til Spánar í lok nýlendu- styrjaldarinnar. í grennd við dómkirkjuna, sem Jóhannes páfi messaði í er hann heimsótti Kúbu fyrir skömmu, vekur stór heimilisiðnaðarmarkað- ur eftirtekt, því þar er margt listrænt og haglega gerðra muna að finna. Enn verður á vegi manns þekktur bar, „Bodegita del Medio“, en hann sat Hem- ingway mörgum stundum meðan hann vann að bók sinni „Hverjum klukkan glymur" á herbergi sínu númer 511 í Hótel Ambros Mundos, sem er skammt undan. Hér hefur engu verið raskað, allt eins og það var þegar skáldið reyndi að varpa öndinni léttar frá erfiði skriffinnskunnar. Nú hefur kúbverska ríkið, eigandi alls rekstrar á eynni, séð sér leik á borði og þrefaldað verð veitinga á þessari krá, sem gerir Kúbverjum ókleift að setjast niður, jafnvel líka óbreyttum ferða- mönnum. Nú er Capitolio í sjónmáli, glæsibygging frá tíð hins illræmda Machado keisara. Hún var vígð árið 1929, og er eftirlíking á Capitolio í Washington í Bandaríkjunum. I þessari byggingu, sem er tengd sáram minn- ingum, er nú vísindastofnun landsins frá ár- inu 1960. Breiðgatan Paeso de Marti eða Prado liggur frá austurhlið Capitolio til innsigling- ar í Havanahöfn, sem er 10 km löng náttúru- smíð. Þetta fyrram fagra breiðstræti hefur naumast átt sér annað líkt á sínum tíma, rúmlega 20 metra breiður upphækkaður göngustígur er á milli akbrautanna, á honum handrið til beggja handa. Með stuttu millibili standa fimm sæta út- höggnir marmarabekkir, upp úr miðju baki hvers þeirra gnæfa skreytt málmblómker. Þriggja til fjögurra metra háir þriggja álma ljósalampar á báða vegu standa á milli trjáa sem með laufkrónum sínum mynda hvolfþak yfir allri götunni til hlífðar sterkri sól. Svona hefur það verið, en nú er hætt að grípa fram í fyrir hendur eyðingarmætti tím- ans, í stað rósanna í blómakerunum sem era löngu dauðar er ekkert sett í staðinn, trén era smám saman eitt og eitt að týna tölunni, stundum er ljós á einni álmu ljósastikanna, kannski á tveim, en oftar en skyldi era öll slokknuð og það fyrir fullt og allt, því ljós- kerin era brotnuð af og horfin. Iburðarmiklar húsbyggingar, fagurlega skreyttar, sitt hvoram megin við akbrautirn- ar, era í þann mund að gefast upp á tilver- unni og byrjaðar að falla til jarðar í dufti og grófri möl, jafnvel era haugar þessara hí- býlaleifa farnir að skríða út á akbrautirnar en það traflar umferð farartækja ekkert að ráði, bæði fæðar þeirra vegna eða þá óhæfni sökum aldurs til að láta gamminn geisa. Því skyldi annars verið að tjasla upp á þessar minjar auðs og velmegunar sem nú er löngu liðin tíð og var síst til orðin af hinu góða, eins og „allir“ vita? Talsvert víðáttumikill trjágarður prýddur sæg af minnismerkjum um menn sem hafa orðið merkir fyrir hitt og þetta gegnum tíð- ina í sögu þessa lands er nokkurs konar skiptimiðstöð strætisvagna sem koma og fara til allra átta, einhvers konar Lækjartorg í Reykjavík í gamla daga. Þarna bíður fólk um hádaginn hundraðum saman eftir að geta troðið sér inn í vagn til að komast leiðar sinnar, en þetta fer fram í friði og spekt, hreint eins og engum liggi neitt á. Fólkið bara stendur í tvö-þrefoldum röðum og bíð- ur, stundum lengi. Eflaust þætti einhverjum æskilegt að geta tyllt sér ögn, ekki síst ef hitinn era uppáþrengjandi, en þeir fáu bekk- ir sem ennþá gefa kost á setu á sér era löngu setnir, en alls ekki af þeim sem bíða strætis- vagns, heldur af þeim sem ekkert hafa annað að gera en sitja. Þeir era margir, enginn þekkir tölu þeirra og miklu fleiri en þeir sem hafa orðið svo lánsamir að ná sér hér í sæti. Einhvem tíma hefur verið hér sægur af vönduðum ásetuhæfum bekkjum, með skreyttum málmfótum og hliðarörmum, en sætunuin úr velhefluðum og vönduðum fjöl- um, fjóram til fimm í hverjum bekk, hefur fækkað, stundum bara eitt eftir en það þolir einn til tvo sitjanda. En þegar öll era farin er hreint ekki um annað að gera en sniðganga bekkinn sáluga, jafnvel þótt hliðararmarnir standi stoltir enn og hafi gert lengi. Það er aldrei að vita nema einhver hafi einhvem tíma tíma til að koma með nýjar setur, þá verður aftur kominn bekkur í svo til upp- runalegri mynd. Til hliðar við Capitolio stendur þjóðleik- húsið Theater Garcia Lorca, feikn fógur barokkbygging, fleiri leikhús era að sjálf- GJALÐIÐ fyrir margra áratuga kommúnisma er ( Havana eins og annarsstaðar. Niðurníðsla og fátækt hvert sem litið er. Þessi gata er þó ekki í neinum afskektum smábæ, heldur í miðborg Havana. /V'-yynT KÚBVERJAR eru bæði fallegt og gott fólk. Þessir þrír ungu menn eru dæmi um mismunandi litarhætti og kynblöndun. EFTIRLÍKING: Capitolio, glæsibygging frá tíð hins illræmda keisara Machado. Hún er nánast kópía af Þinghúsinu í Washington. Vísindastofnun Kúbu er nú í þessu húsi. »»»■ •<» •cll 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR I.ÁGÚSTI998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.