Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 5
EF HÆGT ER að tala um tóbak sem gæðavöru, þá er hún framleidd hér í Real Fabrica de Tabacos, þar sem búnir eru til Havanavindlar. BAR í Havana, kenndur við bræður tvo, og umhverfið er dæmigert. sögðu í þessari mögnuðu borg, öll auðvitað ríkisrekin. Beint á móti því er fagur garður með minnismerki um þjóðhetjuna José Marti (1853-1895), risapálmum sem mynda hvolf- þak yfir steinbekkjunum sem ætlaðir eru hitaþjökuðum vegfarendum og fleirum. Þeir eru um þessar mundir, daga og nætur, mjög setnir af vændisbjóðandi fulltrúum beggja kynja, en þessi atvinnugrein blómstrar í borginni, og ekki aðeins í Parque Central. A öllum götum sem gangendur hafa auðveld- lega komist upp með að leggja undir sig, vegna farartækjafæðar, eru ágengar konur bjóðandi blíðu sína, ungir menn bjóðandi systur sínar, og sjálfa sig ef hitt gengur ekki, jafnvel á opinberu baðströndunum á þessi atvinnugrein sína dyggu sölufulltrúa. Þessi þáttur ástarmiðlunar er ekki nýr í sögu Havana. Hann mun hafa blómstrað þar frá örófi alda, en þó er hæpið að það hafi þekkst fyrr en á síðustu árum að börn keppt- ust við að bjóða ferðamönnum afnot af van- þroskuðum líkömum sínum, sem því miður nú er hér alltof algengt. Til að fara á sólbaðsströnd frá Havana er styst um það bil hálfrar stundar akstur til St. Maria. Það er afbragðs aðstaða, þó án flestra nútímalegra þæginda, en í staðinn er þar mjög náttúruleg útivist. Upp af fjörukambin- um standa auðir gn'ðarstórir herskálar með jöfnu millibili á margra kílómetra strand- lengju. Þessa skála fylltu rússneskir her- menn, meðan vinskapur Kúbverja og Sovét- ríkjanna var hvað einlægastur, til að fylgjast með hugsanlegri innrás Bandarikjamanna, sem innfæddum virðist ekki hafa verið trú- andi fyrir. Innfæddir hermenn voru í óbein- um skiptum við hina að berjast fyrir lífi sínu á víglínum hér og þar í heiminum þar sem kommúnistar voru að berjast til valda, á sama tima og hermenn í þúsundatali frá rússneska stórveldinu flatmöguðu á sólgull- inni strönd við Mexíkóflóann, ekki svo að skilja að þeim hafi verið það of gott. Betl er algengt og ágengni sumra betlara afar hvimleið, en þörf þeirra fyrir að eitthvað sé að þeim rétt er sorgleg staðreynd. Foreldrar, kannski i sumum tilfellum ein- stæðir, reka börn sín harðri hendi til að leggja útlenda ferðamenn í einelti til að nuða út úr þeim smáaur. Sá sem þetta ritar varð vitni að harmleik, sem átti sér stað við strætisvagnastoppistöð. Kona sem stóð í röðinni og beið eftir vagni vakti athygli því hún var sífellt að hrinda hranalega frá sér 7-9 ára gömlum dreng, greinilega syni sínum hágrátandi, í hvert sinn sem hann reyndi að nálgast hana, þau voru bæði heldur þokkalega klædd. Þegar vagninn kom þéttist röðin. Þá skaut hún sér inn í hópinn og faldi sig fyrir barn- inu, sem reyndi að troða sér líka í átt til hennar inn í hópinn en án árangurs, kraftur hans var þorrinn vegna gráts og úrræðaleys- is. Þegar vagninn fór af stæðinu kom í ljós að móðurinni hafði tekist að smeygja sér inn í hann, því hún var horfin. Drengurinn gjör- samlega yfirbugaður fleygði sér á giúfu nið- ur á jörðina við gangstéttina, fjær götunni, og tárin streymdu niður í moldina, sem hann klóraði í með báðum höndum af krampa- kenndum ákafa. Nærstöddum rann til rifja óhamingja þessa vesalings barns, sumir gengu til hans og reyndu að hugga hann og réttu honum smáaura, áreiðanlega af litlum efnum. Það sem hér átti sér stað er gott dæmi um það hvernig allsleysið elur af sér grimmd og miskunnarleysi, jafnvel gagnvart sínum nán- ustu, en auðvitað er Kúba ekki eini vettvang- ur slíkra atburða. Nokkru fjær bak við Capitolio er mikið um verslanir, vísar að stórmörkuðum sem ein- göngu er hægt að versla í með dollurum, sem má segja að sé ráðandi gjaldmiðill á eynni. Verð á varningi í þessum verslunum, sem er í mjög takmörkuðu úrvali, er í hærra lagi en þarna versla ekki bara ferðamenn. Innfædd- ir eru aðalviðskiptavinirnir, þó eru sérbúðir fyrir þá sem selja reyndar ekki annað en það unnt að ferðamenn séu ekki áreittir. Þeir sem til þessa starfa eru valdir eru ættaðir frá norðurhéruðum Kúbu, ekki sérlega vask- legir á velli en fjöldinn bætir það sjálfsagt upp. Ef til þeirra er leitað eru þeir boðnir og búnir að greiða götu ferðamannsins, sem reyndar kemur naumast ósk sinni á framfæri án þess að ráða við spánska tungu, önnur mál talar má segja enginn á Kúbu, því þá líka það, stærsti hópur jarðarbúa talar einmitt þeirra mál. Hundahald er talsvert í Havana en því skyldi betur sleppt, margir þessara greyja eru vannærðir, sumir hundar orðnir hárlaus- ir að hluta eða alveg og auðu blettirnir settir kaunum. Það má vera að þessar vesalings skepnur, sem svona er komið fyrir, hafi villst frá eigendum sínum, dragi fram lífíð á því nauma sem kastað er til þeirra uns yfir lýk- ur. Umhverfisvernd er óþekkt hugtak á Kúbu, það er ekkert verið að baksa við að koma því úr augsýn sem við köllum drasl og stingur í augu þar sem það er niðurkomið, nei maður á bara að venjast því. Ef það skyldi nú fara að leggja af því óþægilegan ódaun, sem er eins víst, er því kannski loks hent í sjóinn. Á Kúbu búa 12 milljónir manna (þar af 2,5 í Havana, segir i ferðabæklingum, en 1,2 segja Kúbverjar sjálfir), þeim nægja tvö dagblöð, annað þein-a, Gramma, kemur út daglega í fjögurra síðna litlu broti, það selst illa, þó tæplega verðsins vegna, hitt kemur út einu sinni í viku. Þijú tímarit eru gefin út í land- inu. Þau birtast óreglulega, eða á höppum og glöppum, eins og sagt er. Tvær sjónvarpsdagskrár standa íbúunum til boða með innlendu eða suður-amerísku af- þreyingarefni og norður-amerísku stundum eftir kl. 10 á kvöldin, þá á frummáli þótt fáir skilji það. Sjónvarpsfréttir eru auðvitað sjálfsagður hlutur, þar eru innlendar fréttir fyrirferðar- miklar eins og vera ber og sist eru þær til þess að draga kjark úr íbúum landsins eða ala á svartsýni. Hins vegar eru fréttii-nar frá Evrópu oft á þá lund að maður gæti ætlað að þar væri allt að fara til andskotans. Kröfu- göngur í þessu landi, fjölmennir fjöldafundir óánægðra landsmanna í öðru o.s.frv. Ekkert af þessu þekkist á Kúbu, svo augljóst er að evrópskir þjóðarleiðtogar gætu sitthvað lært af kúbverskum stéttarbræðrum. En efnahagsástandið er vægast sagt ekki gott og er ýmsu kennt um, ekki síst þvi sem manni sýnist órökstyðjanleg ákvörðun Bandaríkjastjómar að setja viðskiptabann á landið, sem að sjálfsögðu hefur afgerandi áhrif, en það eitt er ekki höfuðorsök þess hvemig komið er. Mönnum skyldi enn í fersku minni að það var ekki síst lamað efnahagsástand Austur- Evrópukommúnistaríkjanna sem varð þess valdandi að veldi þeirra hrundi eins og spila- borg á einum og sama degi má segja. Núverandi kúbverskt stjórnarfar er byggt upp á sama pólitíska gmndvelli, gæti ekki verið að einmitt þar sé hundurinn grafinn? Spyr sá sem ekki veit. Svo virðist sem Kúbverjum detti ekki í hug að einhverra stjórnarbreytinga verði að vænta að forystu Castro lokinni, en hann er sagður orðinn heilsutæpur, þeir velta aðeins fyrir sér hvort næsti foringi verði betri eða ven-i, meiri eða minni mannvinur, en það eitt, að fenginni reynslu, skiptir þá meginmáli. Ferðamannaþjónustan sem gaf landinu drjúgar tekjur á fyrstu áratugum aldarinnar hefur nýlega verið endurvakin og er sögð skila vaxandi tekjum í þjóðarbúið. Margir ferðamenn fyrri tíðar voru bandarískir auð- menn sem létu sér ekki nægja lauslætið, glaðværðina og hið Ijúfa líf í Havana. Þeir sóttust eftir að komast yfir auðlindir landsins og reyndar tókst það í einhverjum mæli, í mikilli óþökk stjórnvalda, svo grunnt heftir verið á því góða milli Kúbverja og Banda- ríkjamanna alla þessa öld, ef ekki lengur. Reist hafa verið ný baðstrandarhótel sem uppfylla kröfur sólarlandagesta á völdum strandsvæðum, fjarri fjölbýli og hugsanleg- um átroðningi innfæddra, þetta gefst nógu vel til að glæða vonir yfirvalda um batnandi hag. Að auki eru Bandaríkjamenn að íhuga slökun á viðskiptabanninu sem sjálfur foringi Kúbu hefur opinberlega fagnað, svo hugsan- lega, ef þetta tvennt dugir, munu líka vaxa blóm í Kúbuhögum innan tiðar, sem væri svo sannarlega óskandi með tilliti til langþjáðrar alþýðu þessa sólríka eylendis. Nú líður að brottför frá La Habana, roðinn á austurhiminhvelfingunni virðist eins og lítið eitt upplitaður á þessari stundu. Skyldi það boða að dögun sé í nánd? Það hljóta margir heitast að þrá eftir langa nótt. Höfundurinn býr í Vínarborg. nauðsynlegasta og það skammtað, þarf að sýna skilríki til að fá afgreiðslu. Nægi skömmtunarseðillinn ekki fyrir því sem við- skiptavininn vanhagar um getur hann vænt- anlega fengið það í annarri sams konar versl- un eða hann neyðist til að fara í dollarabúð. Verðlag á þjónustu og öllu því sem ferða- menn þurfa á að halda er miklu hærra en innfæddir þurfa að greiða fyrir sams konar, enda stæðu þeir ekki undir því. I almenningsvögnum greiða þó allir jafnt og er það sáralítil upphæð en taki maður sér far með vörubíl, sem er með yfirtjaldaða bekki á pallinum, verður ferðamaðurinn að greiða þrefalt meira, jafnvel þótt hann sé í fylgd innfæddra, engin miskunn. Hvort því verður svo öllu skilað til húsbóndans, í ríkis- kassann, eru fáir til frásagnar um. Fólk sem getur þrengt að sér í húsnæði sínu leigir gjarnan hluta af íbúðum sínum til ferðamanna og það löglega, hefur pappíra upp á það og greiðir skatta af tekjunum, aðr- ir gera þetta án leyfa á sanngjarnara verði og mæla Kúbverjar með að taka slíkt ft-am yfir. Kona ein með leyfisbréf bauð upp á stór- huggulega vistarveru en á óheyrilegu verði, sagðist eiga íslenskan viðskiptavin, og sýndi nafn hans og heimilisfang í litlu islensku sjávarþorpi, hún bað fyrir góða kveðju til hans en nafn hennar er Victoria Rivero Nu- nez, taki til sín sem eiga. Sama gildir um verðlag leigubíla, þeir sem starfa með leyfum eru á himinháu gjaldi, en bílstjóra hinna ómerktu er hægt að semja við og tosa verðið niður úr skýjunum. Ætla má að hér séu það skattkröfur og skattsvik hins vegar sem valda. Á Kúbu er óteljandi margt bannað en flest hægt ef maður þekkir mann sem á pening, segja Kúbverjar og þeir eru margir natnir við að verða sér úti um aukapening, annars gengi eigið úthald hreinlega ekki upp. I miðborginni er fólk úti um allar götur að selja eitthvað, konur heimabakaðar kökur, brauðsamlokur, hnetur í kramarhúsum o.m.fl. Karlar selja líka sitthvað, allt niður í steina í sígarettukveikjara og bæði kynin sí- garettur í lausasölu, hugsast gæti að ágóðinn af því nægði til að fjármagna eigin reyking- ar. Kúberjar eru kynblendingar að miklum meirihluta, aldökkir sjást oftar en alhvítir, Spánverjarnir sem fyrir voru þegar innflutn- ingur á Afríkuþrælum í hundraða þúsunda tali hófst blönduðust þeim þeldökku auðveld- lega þegar þrælahaldinu illræmda lauk. Kyn- þáttamismunun er óþekkt á Kúbu, enda bönnuð með lögum, en hvort það eitt dugar til að gera kynþáttunum eins ljúfa samlifun og raun ber vitni skal ósagt látið, en sýnir glögglega að á því þurfa ekki að vera nein vandkvæði. Kúbverjar eru hreinir og snyrtilega klæddir, þeir þurfa veðurfarsins vegna oftast ekki meiri klæðnað en þann sem dugir til að hylja sárustu nekt sína. Þeir eru sérlega elskulegt, fallegt fólk, sí- brosandi, hjálplegir og í alla staði aðlaðandi manneskjur en þeir eru stundum því miður knúnir til að gefa skít í eignarrétt annarra á verðmætum, sem þeir oftast nær hafa miklu meiri þörf fyrir, og er þeim því þessi árátta varla láandi! Stór þáttur í menningu Kúbverja er þeirra eigin tónlist sem er í ætt við suður-ameríska samba-músík, hún er þægilega áreitin og lokkandi og sú eina sem maður heyrir á veit- ingastöðum eða á öðrum vettvangi þar sem tónlist þykir við hæfi. Popptónlist virðist alls ekki hafa fest rætur í landinu, sem bendir til að kúbverskum almenningi sýnist sín þjóð- lega tónlist yfir poppið hafið, og þar skjátlast þeim ekki. (Fullyrðing greinarhöf.) Lögreglumenn eru á sveimi úti um alla borg, þeir gæta þess svo vel sem þeim er STYTTA í Havana af Don Kíkóta. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. ÁGÚST 1998 5 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.