Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 6
# /¦ f f HUNDRAÐ ARA ARTIÐ LEWIS CARROLL HVER ER ÞESSI SNARKUR? Þao kennir ýmissa grasa á samsýningu 13 listamanna frá Þýskalandi og íslandi sem opnuo hefur verið í Nýlistasafninu. Titill hennar, Leitin að Snarkinum, vísar til samnefnds Ijóðabálks Lewis Carrolls en hann þekkja kannski flestir sem höfund Lísu í Undralandi. HULDA STEFÁNSDÓTTIR lýsir leit listamannanna sem~ m.a hefur haft í för meo sér endurreisn Goethe- stofnunarinnar í Reykjavík. LJÓÐABÁLKURINN Leitin að Snar- kinum eftir Lewis Carroll lýsir leit að einhverju sem enginn veit hvað er og svarið sem fæst í síðustu línu lokaer- indisins er ef eitthvað er óljósari en sú spurning sem lagt var af stað með. „Snarkurinn er Boojum." Leitin heldur áfram og eini leiðarvísirinn er galautt sjókort, án allra lína, gráða og bauga. Listamennirnir 13 sem taka þátt í samsýning- unni Leitin að Snarkinum í Nýlistasafninu eiga það sameiginlegt með persónum Ijóðsins að vera á ferðalagi, frá Berlín til Reykjavíkur og síðan frá Reykjavík til Berlínar. Á leiðinni glíma þau við spurninguna: „Hver er þessi Snarkur?" Er það tilgangur lífsins? Lista- verkið? Fegurðin? Hamingjan? eða eitthvað allt annað - kannski ekki neitt? Næsta sumar munu listamennirnir aftur eiga stefnumót og þá í Haus am Waldsee í Berlín. Þátttakendur eru Ásta Ólafsdóttir, Hannes Lárusson, Hulda Hákon, Hrafnkell Sigurðs- son, Magnús Pálsson, Ósk Vilhjálmsdóttir og Tumi Magnússon frá íslandi og Antje Dorn, Daniela von Waberer, Grete Peschken, Tina Born og Wolgang Miiller frá Þýskalandi. Um- sjón með sýningunni höfðu Hjálmar Sveins- son og Michael Glasmeier. Listin í dag sem autt sjókorf Hið alauða og alhvíta sjókort segir Hjálmar vera e.k. táknmynd sýningarinnar. „Við sem VERK eftir Antje Dorn. Morgunblaðið/Golli LEITIN AÐ SNARKINUM J KVÖL í ÁTTA KÖSTUM) Iljóðbálkinum „The Hunting of the Sn- ark" eftir Lewis Carroll getur að líta alautt, alhvítt sjókort. Á því eru engar línur, gráður eða baugar sem hægt væri að sigla eftir; ekki einu sinni höf, lönd og strendur. Að vísu stendur norður, austur, vestur, lengd, breidd ... utan við rammann en það undirstrikar aðeins al- hvítt tómið á kortinu sjálfu. Og varla þarf að taka fram að ekki hjálpar hætis hót að mæli- kvarðinn skuli vera gefinn upp í mílum. Engu að síður dregur kafteinninn þetta kort upp úr pússi sínu og segir drjúgur með sig, eftir að hafa viðurkennt að hafa ekki hundsvit á sigl- ingarfræði, að kortið sé alfullkomið einmitt vegna þess að það sé alautt. Leilin að hamingjunni Bálkurinn fjallar í 141 erindi um nokkra landkrabba - bakara, slátrara, hattagerðar- mann, bjór, kjuðakrítara, lögfræðing, banka- stjóra og lyftustrák - sem fara í sjóferð til að leita að „snarki". Þeir lenda síðan á eyðieyju þar sem bakarinn hverfur eftir að hafa orðið var við snarkinn, að því er virðist. Raunar veit enginn hvað orðið „snarkur" þýðir; það finnst ekki orðabókum fremur en ýmislegt annað í skáldskap Carrolls. Tuttugu árum eftir að „Leitin að snarkinum" kom út, það er að segja árið 1897, skrifaði Carroll vinkonu sinni bréf þar sem hann talar um að líta megi á Ijóða- bálkinn sem allegóríu um eilífa leit mannsins að hamingjunni. Sú skýring er ágæt, svo langt sem hún nær, en er einum of nærtæk til að geta talist áhugaverð. Hinu er ekM að leyna að tónninn í kvæðinu er fremur dökkur og gæti því átt ágætlega við hugarástand þess sem hefur aldrei fundið hamingjuna. Að eigin sögn fékk Carroll hugmyndina þegar hann var á spássitúr á sólríkum sumar- degi 18. júlí 1874 rétt við borgina Guilford. Honum datt þá allt í einu í hug dálítið ein- kennileg ljóðlína: „For the Snark was a Booj- Flestir þekkja Lewis Carroll qf sögu hans um Lísu í Undralandi en færri þekkjg sennilega Ijóðabálkinn hans um leitina ao snarkinum. HJALMAR JONSSON fjallar hér um kvæoið sem Carroll sagoi sjálfur einu sinni ao mætti lesa sem allegóríu um eilífa leit ___________mannsins að hamingjunni.___________ um, you see", án þess að hann hefði hugmynd um hvað orðin „snark" og „boojum" þýddu. En orðin hljómuðu vel í hans eyrum og meira þarf skáld ekki til að hefja smíði á löngum og dýrt kveðnum Ijóðabálki. Ofangreind Ijóðlína varð síðan síðasta línan í síðasta erindi bálks- ins, þannig að úkoman varð reyndar lausn á reikningsdæmi þar sem kemur í ljós að x er jafnt og y án þess að nokkurs staðar komi fram hvaða stærð x er eða y-ið. Carroll sjálfur lét í það skína að kvæðið hefði runnið upp úr honum nokkurn veginn viðstöðulaust og án frekari bollalegginga, en það er ekki alveg rétt. Carroll var alvöruskáld sem lagði metn- að í skáldverk sín en hann kaus að skapa sér þá ímynd að vera skáld í hjáverkum sem hefði ekkert fyrir ljóðabullinu. Honum nægði bara að fara í spássitúr í góðu veðri og þá yrði þetta allt til af sjálfu sér. Og klisjan sú hefur orðið furðu lífseig einhverra hluta vegna. Sannleikurinn er sá að Carroll orti kvæðið í náinni samvinnu við teiknarann Henry Hollyday sem teiknaði myndir við snarkinn og það tók hann næstum þrjú ár að ljúka bálkinum. Hvað formið snertir þá stældi Car- roll þekkt ballöðuform - með endarími og inn- rími - sem nefnist „Chevy-Chase-Strophe" eftir hetjuljóði óþekkts höfundar: „The Hunt- ing of the Cheviot". Líkt og fyrirmyndin skiptist „Leitin að snarkdnum" niður í „fits" eða þætti. En undirtitill ljóðsins er „An Agony in eight Fits" sem mætti kalla á ís- lensku: „Kvöl í átta köstum". Rétturinn til að lila tvöföldu lífi Lewis Carroll (1832 - 1898) hét réttu nafni Charles Lutwidge Dodgson og var stærðfræði- kennari við Christ Church College í Oxford eins og margir vita. Hann var snillingur í að dulbúa sig og tala í gegnum grímur í skáldskap sínum enda hafa ritskýrendur þóst greina Car- roll sjálfan á bak við einn þátttakandann í leit- inni að snarkinum. Bakarinn, hin ólánsama hetja bálksins, þjáist nefnilega af svefnleysi, eins og Carroll, og á erfitt með að muna ná- kvæmlega hver hann er. Auk þess mætir hann til skips íklæddur sjö frökkum, hverjum yfir öðrum, og þrennum skóm. Sú múndering und- irstrikar væntanlega ekki aðeins trúðshlutverk bakarans, heldur líka dulargervin eða lögin sem dylja sjálf höfundarins. Reyndar lagði Carroll ríka áherslu á rétt sinn til að lifa tvöföldu lifi og tók því óstinnt upp ef einhver dirfðist að rugla þeim saman stærðfræðikennaranum Mr. Dodg- son og skáldinu Carroll. Öfugt við Oscar Wilde kaus hann að búa í tveimur aðskildum heimum Lewis Carroll LATrTUDE NORTH EQUATOR |m SS 10 |c By Q IIX M 0 H M < Q c 3 2 0 3 H M U > Þ H ' ÍD N z 6, H X X « 0 z o í o < w Scale of Miles.......... Ocean chart Sjókort Lewis Carrolls býöur upp á að hver og einn gerist sinn eigin kortagerðarmaður. og lenti í mestu vandræðum ef þeir nálguðust of mikið. Isa Bowman, ein af fjölmörgum barn- ungum vinkonum Carrolls, rifjar upp á einum stað að Carroll hafi einu sinni sagt sér langa og bráðskemmtilega sögu af hundi sem gat staðið klukkutímum saman hreyfingarlaus „en svo kom eitthvað fullorðið fólk til okkar" skrifar Bowman „sem þekkti Mr. Dodgson og fór að hlusta. Þá fór hann allt í einu að stama og gat 4 '* 6 ŒSBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1.ÁGÚST1998 ¦4-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.