Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 7
LOFTSTEINAR Tinu Born eru hluti af sýningu hennar með Hannesi Lárussyni á miðhæð safnsins. GRETE Peschken nýtur aðstoðar fjölskyldunnar við að mála „stemmningu" sínar í Bjarta sal. Á veggnum fyrir ofan hanga verk Huldu Hákon. LEWIS CARROLL LEITIN AÐ SNARKINUM (KVÖL í ÁTTA KÖSTUM) Annað kast: Kafteinninn talar, erindi 1-4. Sínum kafteini gáfu þeir hátimbrað hrós - allt hefði hann sem prýðir einn mann! Og hans göfgi og viska um leið kæmu í Ijós eflitu menn framan íhann! Stórt landabréí'keypti hann, þar sást bara sjór, það sýndi ekki aflandi neinn vott: Um mannskapinn bylgja affögnuði fór er þeir fundu hve kortið var gott. „Hvað mun okkur varða um Merkators kvarða, um hans miðbauga og belti ogþá grein?" Æpti kafteinn um mar, en hans menn veittu svar: „SUk merM eru siðvenjan ein! ÞvQík kort sýna öll bara eyjar og fjöll!" (Mælti áhöfnin þakklátum róm). „En vor kafteinn fékk oss þetta öndvegishnoss - já algjört og fullkomið tóm!" Þýðing efr/r Þórarin Eldjám höfum umsjón með sýningunni sköpum henni ramma en setjum engar línur innan þess ramma," segir Hjálmar. „Hugmyndin var sú að stefna saman þýskum og íslenskum lista- mönnum á sýningu þar sem ákveðin saga væri höfð að leiðarljósi en án þess þó að grípa til stjórnarhátta sem beitt er í vaxandi mæli inn- an listheimsins í dag þar sem sýningarstjórinn trónir sem alvaldur yfir vinnu listamannanna og hefur síðasta orðið í listsköpun þeirra." Hann bendir á að hið auða sjókort geti einnig verið lýsing á stöðu listarinnar í dag, „öll landamæri hafa horfið, múrar hafa verið felld- ir og í dag eru engar ákveðnar stefnur, línur eða hugsjónir við lýði í listheiminum," segir Hjálmar. „Við erum í raun stödd á nokkurs konar núllpunkti við upphaf nýrrar aldar." Listamennirnir sýna saman í pórum, einn þýskur og annar íslenskur en auk þess sýnir Magnús Pálsson myndbandsverMð Eye Talk II í Svarta sal. í forsal sýna saman Antje Dorn og Tumi Magnússon. „Hugmyndin um leitina að SnarMnum gefur manni möguleika á nánast hvers konar útfærslu sem er," segir Tumi. Antje sýnir óvenjulega útfærslu á tjöld- um, verk sem eru á mörkum skúlptúrs og málverks, auk plastslangna sem hún hefur sveigt eftir endilöngum veggnum og á slöng- urnar eru ritaðir bókstafir sem lesast sem ákveðin tujóð. Saman við verk hennar ganga málverk/veggmyndir Tuma, litaklessur á víð og dreif um veggi salarins sem þéttast á tveimur stöðum í kringum málverk sem þar hanga og eru þakin klessum í ólíkum litbrigð- um ýmissa efna. Goethe-slofnunin í Reylqavik Hrafnkell Sigurðsson og Inge Mahn og Ásta Ólafsdóttir og Wolfgang Miiller sýna í Gryfjunni. Annars vegar eru það stórar Ijós- myndir Hrafnkels, vetrarstemmningar frá ís- landi, og gólfverk Inge Mahn og hins vegar verkefni sem Ásta og Wolfgang hafa þegar hleypt af stokkunum og endurvakið Goethe- stofnunina í Reykjavík. Þarna í innra rými Gryfjunnar hefur skrifstofan verið endurreist með sófahorni og bókahillum, landakorti, skrifborði, faxtæki og síma. „Fyrst Sam- bandslýðveldið Þýskaland vill ekki lengur reka Goethe-stofnun á íslandi hlýtur einka- framtakið að koma til," segir Wolfgang. „Það ekki með nokkru móti haldið áfram. Eftir dá- litla stund leiddi hann mig ráðvilltur á svipinn í burtu." Nútimalegasta verkið Því hefur verið veitt athygli að i „Leitinni að snarkinum" kemur fram raunsærri lýsing á mönnum og málefnum en í bókunum frægu um Lísu. Sagan í Jjóðinu er ekki sögð út frá sjónarmiði barna heldur hinna fullorðnu. Per- sónur eru dregnar skýrari línum og þær virð- ast mynda einskonar þversnið af þjóðfélaginu með lyftustrákinn og slátrarann á öðrum end- anum en verðbréfasalann og bankastjórann á hinum. Samtímamenn Carrolls sáu líka beinar fyrirmyndir Ijóðsins í ýmsum atburðum sem höfðu vakið mikla athygli í pressunni, til að mynda rannsóknarferðir gufuskipanna Alert og Discovery til Suðurskautsins 1875. Bresk- ur almenningur sá víst ekki mikinn tilgang í þessum ferðum því Suðurskautið er alhvít auðn. Þannig er Uka eyjan sem leiðangurinn í ljóðinu lendir á: ekkert nema auðn. Og í allri þessari auðn, sem kemur líka fram í sjókort- inu góða, fær hið skýrt dregna borgaralega samfélag, með stéttskiptum siðvenjum sínum og kurteisisreglum, einhvern annarlegan blæ. Ritskýrendur hafa einnig bent á að „Leitin er ekM hægt að beita mælistikunni um stærð lands og fólksfjölda þegar menning á í hlut. Menning má aldrei bara vera fjárhagslega hagkvæm. Haldi þessi stefna áfram verður engin Goethe-stofnun rekin nema í Kína." Um 300 dagblöð í Þýskalandi hafa þegar fengið vitneskju um framtaMð og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Fólk hefur sett sig í samband við hina endurreistu menningar- stofnun og lýst yfir ánægju sinni, jafnvel boð- ið fram bókagjafir og ýmsa aðstoð við rekst- urinn. „Það er mjög gott að finna hversu mik- ils stuðnings framtakið nýtur meðal fólks í Þýskalandi," segir Wolfgang. í SÚM-sal sýna þær Osk Vilhjálmsdóttir og Daniela von Waberer. Þar hefur Ósk m.a. sett upp neyðarskýli en Daniela sýnir slidesmynd- ir. „Mig langaði til að sýna íslenskum áhorf- endum aðra hlið á Berlín en hinar hefðbundnu túristaímyndir borgarinnar," segir Daniela. „Um leið gætu þessar myndir af dyrum og hliðum, inngöngum og útgöngum virst ósköp hversdagslegar, og verið frá hvaða stað sem er, kannski finnst sumum þær jafnvel leiðin- legar, hver veit?" segir Daniela kímin á svip. Hulda Hákon og Grete Peschken sýna í Bjarta sal. Verk Huldu eru frá sýningu henn- ar í Galleríi Sævars Karls fyrr á árinu, Por- trett af nútímahetjunni, fótboltamönnum. Grete leitast við að kalla fram þýska stemmn- ingu með því að mála veggi sýningarsalarins í sérkennilega brún-gulum lit sem lengi hefur notið vinsælda sem innanhúsmáling í heima- landi hennar. I salnum hangir loftljós með skermi sem prýddur er ljósmyndum frá „ósköp venjulegu og lítt þekktu þorpi í Aust- ur-Þýskalandi," eins og Grete orðar það. Á palli á miðhæð safnsins er að finna verk Tinu Born og Hannesar Lárussonar. Á veggj- unum eru myndir af loftsteinum eftir Tinu sem hún lýsir sem e.k. sjónrænum ramma um verk Hannesar Lárussonar, lítið rými með gluggum sem stendur á gólfinu. „Um leið og loftsteinarnir eru ógn við þetta hýsi þá minna þeir á íslenskt landslag, þetta endalausa ber- angur þar sem ekkert er nema hraunið og himinninn og þú færð það á tilfinninguna að himnarnir séu að hrynja," segir Tina. Hún sýnir einnig myndbandsverk um veiðimann á ferð í skógi og kynjaveru sem verður á vegi hans þar. „Kannski að þar sé kominn Snark- urinn," veltir Tina fyrir sér. að snarMnum" sé nútímalegasta verk Lewis Carrolls því þar sé lýst hinu fullkomna tómi sem gapir við nútímamanninum, hvort sem honum er það ljúft eða leitt. Leitin að snark- inum verður þá að stökM út í óvissuna með til- heyrandi Hfsháska og kvölin í undirtitíinum að exitstensíalískri angist. Bókmenntafræðing- urinn Martín Gardner hefur túlkað „Leitina" á þann veg og segir að bókstafurinn „B" (to be) drynji eins og pákuslag í gegnum angist- ina í ljóðinu. I sama streng tekur kollegi hans Richard Kelly í nýlegri bók um Carroll: „í öll- um verkum Carrolls leynist óttinn við ringul- reið og tóm; ógnina við þá Ijúfu skynsemi sem einkennir rökfræðileg og kristileg sjónarmið hans. Ég lít á vit-leysuna (nonsense) í verkum hans sem fágaða vörn gegn merkingarleysi lífsins og óbærilegri tilhugsun um ekkert líf eftir dauðann." Þjóðverjinn Oliver Sturm tek- ur undir þessi sjónarmið í eftirmála að splunkunýrri þýðingu sinni á Ijóðinu en bætir við að það sé fyrst og fremst tónlistin í ljóð- inu, já taktviss hrynjandin sem skapi ákveðna röð og reglu í ginnungagapinu. - Og úr því nú er minnst á þýðingu, þá er sjálfsagt að geta þess að þýðing Þórarins Eldjárns á ræðu kafteinsins, sem birtist hér á síðunni, er mun nákvæmari en samt léttari og áreynslulausari en þýska þýðingin. Það verður að vera eiHhvað þar sem ekkert er Snúum okkur aftur að sjókortinu sem kafteinninn dregur upp tíl að róa leiðangurs- mennina: „Hvað mun okkur varða um Merkators kvarða / um hans miðbauga og belti og þá grein ... Slík merM eru siðvenjan ein." Þarf nokkuð að taka fram að undanfarin misseri hafa næstum allar stefnumarkandi línur máðst út í vestrænum þjóðfélögum? Manifest hafa molnað, landamæri gufað upp, hugsjónir horfið og berlínarmúrar brotnað. Það sem menn héldu að væri náttúruleg sMp- an heimsins og jafnvel manneðlisins hefur einhvern veginn leyst upp. Það eru engar Márar línur, stefnur og venjur sem vísa okkur veginn inn í nýtt árþúsund. Og hvað mun okk- ur þá varða um Merkators kvarða? Fyrr á öldum, áður en línur og gráður voru reiknaðar út og teiknaðar inn á kortin, þurftu kortagerðarmenn að reiða sig á frásagnir sjó- farenda og þá voru höfin full af ófreskjum, skrímslum, marbendlum og hafmeyjum. Stór hluti úthafanna var óþekktur, já eins konar tóm sem ímyndunaraflið fylltí smám saman. Kortagerðarmenn og fræðimenn í þá daga hlutu líka að vera skáld. Tómið er nefnilega óbærilegt mannlegri vitund; það verður að vera eitthvað þar sem ekkert er. íslendingar þekkja það vel af gömlum þjóðsögum um blóm- legar útílegumannabyggðir í Ódáðahrauni sem var ókannað og ókortíagt fram á þessa öld. Nýjustu fregnir herma að landsvirkjunarmenn hafi nú í sumar verið að mæla þessa auðn norð- ur af Vatnajökli þvera og endilanga, í hvaða til- gangi vita væntanlega allir. En það er önnur saga, eða hvað? Áður fyrr bætti hver einasta ferð á úthöfin nýju fyrirbæri á kortin en stað- festi líka frásagnir af „þekktum" hlutum. Þannig eru til fjölmargar samhljóma sagnir af Wakwak-eyjunni en á henni stóð eitt risavaxið tré þar sem héngu mannslíkamar í stað laufs. Þeir hrópuðu alltaf „wakwak" um leið og þeir féllu til jarðar á haustin. ÞýsM listfræðingurinn Michael Glasmeier hefur bent á „framfarir" í kortagerð með tíl- heyrandi reikningskúnstum hafi útrýmt frá- sagnarlistinni úr fræðum kortagerðarmanna. Fræðin urðu að andlausu reikningsdæmi og frásagnarlistin einber skáMskapur. Hvort það á einhverntíma eftír að breytast, skal ósagt látið. Glasmeier sér reyndar vonarneista í rit- um franska rithöfundarins Georges Perec, einkanlega í bóMnni Esp'eces d|espaces. Þar er prentað á fyrstu blaðsíðu sjókortíð úr Leit- inni að snarkinum og bóMn hefst síðan með þessum orðum „Efni þessarar bókar er í rauninni ekM tómið sjálft, heMur miMu frem- ur það sem er þar allt um Ming eða inni (sjá mynd). Til að byrja með er það reyndar ekM miMð: eiginlega ekM neitt, ekkert áþreifan- legt, í raun og veru aðeins óefnislegt: umfang, ytri heimur, umhverfi, rýmið umleiMs okkur". Bók Perecs reynist vera eins konar handbók í persónulegri kortagerð sem byrjar í svefn- herberginu en tekur síðan fyrir húsið, götuna, borgarhverfið, borgina, landið, heimsálfuna og að lokum alheiminn. Grundvöllurinn í kortagerð Perecs er rýmið umleiMs sérhverja manneskju. Einmitt þar er forsendan fyrir samruna fræða og frásagnarlistar, segir Glasmeier í ritgerð sem heitir því táknræna nafni: „Tóm, reynsla og Ijóðlist." Og er þá einhver boðskapur með þessu öllu saman? Eg veit það ekM. Við skulum allavega ekM láta Landsvirkjun eina um að kortleggja auðnina. Virkjum líka ímyndunaraflið. Sjó- kort Lewis CaiTolls býður upp á að hver og einn gerist sinn eigin kortagerðarmaður. Og „njótum þess morgunglöð" yrMr íslenskt skáld „að villast rétta leið!" HJÁLMAR SVEINSSON + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. ÁGÚST 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.