Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Síða 10
GAMLI bærinn í Brokey. Myndin er tekin fyrir 1902 en þá var þessi bær rifinn og byggt tveggja hæða timburhús sem stóð þar til 1955. LYSTIVAGNINN í Stykkishólmi. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin, en á þessum lystivagni var hægt að komast í ökutúr um bæinn og næsta nágrenni. HEYBAND flutt í land í Stykkishólmi, að líkindum einhverntíma fyrir miðja öldina, en úti í eyjum öfluðu menn heyja. STYKKISHÓLMUR 1868. Þessa elztu mynd sem til er af bænum tók Sigfús Eymundsson. VEIZLUHÖLD í Stykkishólmi 1909 í tilefni vígslu nýrrar hafskipa- bryggju. Myndin hefur dofnað en sýnir þó að Hólmarar eru f sínu fínasta pússi og klæddir eftir tízku tímans. GARÐVEIZLA utan við Egilshús sem byggt var 1867 og er eitt af þeim húsum frá síðustu öld sem setja svip á staðinn. Enda þótt húsinu sé vel við haldið hefur það breyzt talsvert í útliti. Þama má sjá að klassískar „tilvitnanir" hafa verið settar á gaflinn til skrauts; annarsvegar súlur með súlnahöfuðum og hinsvegar útskorin vind- skeið. Athyglisverður er einnig hinn virðulegi dyraumbúnaður. Mað- urinn í tvíhnepptum frakka lengst til hægri er Sigurður Sigurðsson, sýslumaður. VIRÐULEGIR borgarar í Stykkishólmi, samankomnir í sextugsaf- mæli Guðmundar Guðmundssonar læknis, föður Ásu Wright sem flutti til Trinidad og stofnaði síðan sjóð sem við hana er kenndur. Ungi maðurinn lengst til vinstri er Sigurður Ágústsson, síðar kaup- maður og alþingismaður, en Ágúst Þórarinsson faðir Sigurðar er þriðji frá vinstri. Ekki er vitað með vissu hvar afmælisbarnið er á myndinni og ekki heldur hver konan er fyrir miðju. Maðurinn með kúluhattinn hægra megin við hana er Sæmundur Halldórson kaup- maður í Sæmundarbúð og lengra til hægri eru Páll sýslumaður og Ebeneser Sívertsen smiður. SVEINN GUÐMUNDSSON ISLANDS LIUA Vorgeislar sólar sindra sigrandi brosa móti, grænum túnum og glókollum blóma. Mannsins hugur mildast mundin linast á skafti. Hugur leitar lífsins strauma. Vefja skulum vinir vorið faðmi okkar og sækjum þangað sóma þjóðar. Enginn er öðrum meiri, allir á sama fari. Skaparinn öllum gjafir gefur. Öfunda þú skalt engan, allt er frá þér tekið. Engum hlífír engill dauðans. Urðaðu ekki pundið, yrktu reit þinn fagran, vorið hvetur vitund mannsins. Sæktu á brattann sonur, sæktu á brattann dóttir, í veði er sæmd þinnar þjóðar. Fjallkonan þér flytur friðarkveðjur sínar. Fagna þú á þessum degi. Vorið er í önnum að yrkja kvæði lífsins og bendir eins og bandstafur sólar. Ég trúi því og treysti og tek í hönd á öllum, sem treysta vilja bróðurböndin. Berið kveðjur kærar í kotbæi og hallir. Til sérhvers manns er ljósið lítur. Höfundurinn hefur búið ú Miðhúsum í Reyk- hólahreppi síðan 1955 og verið fréttaritari Morgunblaðsins. HRAFN A. HARÐARSON SLIKJA A heiðum upp eru hallir djúpt í jörðu með gluggum sem gleðja guð á lygnum dögum: líkt og augu manna eru þeir speglar sálar móður jarðar. Horfíst þú í augu við hana í eftirstormslogni sérðu slikjuna í augnbotnunum græna, gula, bláa. Það er slikja hryggðarinnar. Höfundurinn er skáld í Kópavogi. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1.ÁGÚST1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.