Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 11
RÚNAR KRISTJÁNSSON EITUR- BYLGJAN Brýst um haf frá breskri strönd, breiðh' hættu um Norðurlönd, eiturbylgjan ógnum kýld alla leið frá Sellafield! Grunnur lífs í lagarhyl lamast við það glæfraspil. Dælt er enn og dauðans vá dreifíst vítt um kaldan sjá! Friðland bráðum finnst ei neitt, feigðarstefnu er ekki breytt. Lífræn gæði glatast senn, gengur seint að vekja menn! Streymir því að ströndum lands, steypir hag til dýpsta grands, eiturbylgjan ógnum kýld alla leið frá Sellafíeld! Höfundurinn býr ó Skagaströnd. HELGI SELJAN SJALFS- BJÖRG 40 ÁRA Fagnað áratugum fjórum, fagnað ávinningum stórum. Ætíð fram af alúð sótt. Frumherjanna fyrstu minnast fengu reynt að sigrar vinnast, ef af vilja góð er gnótt. Margt vill enn á móti ganga, margt þó renni tár um ganga, markaðshyggjan myrk og köld. Áfram stefnt íheiðið háa. Haldið vörð um allt það smáa. Hugsjónirnar hafí völd. Hérna ríkir sól í sinni sólskin er í hjarta inni. Draumsýn veruleika vís. Elliðavatn yndi færir alla góða strengi hrærir. Þessiperla ogparadís. Árna heilla ykkar starfí, áfram ríki viljinn djarfí. Sú er einlæg óskin mín. Yfír Sjálfsbjörg vættir vaki verndi á hverju andartaki. Hafíð alltaf sólarsýn. Höfundurinn er fyrrverandi alþingismaður. Ljóðið er ort í tilefni fertugsafmaelis Sjálfs- bjargar og opnunar útivistarsvæðis við Elliðavatn. AÐ JARÐSYNGJA SESAR EFTIR STEFÁN SNÆVARR „Bjartur fórnar fjölskyldu sinni fyrir málstaðinn rétt eins og alræðissinnar heilu þjóðunum. Hann æsir sig upp í að trúa að allt gangi fjölskyldunni í haginn þegar • •I !• . r I • • vesöldin er sem mest. Og í hreinsununum miðjum sagði Stalín „lífið er betra, félagar, lífið er fjörugra/' og hefur líklega trúað því." ■ HALLDÓR KILJAN Laxness. Portret eftir Sverri Haraldsson. HALLDÓR Laxness speglaði þjóð sína lífs og liðinn. Stundum brá hann upp spé- speglum og hét einn þeirra „Garðar Hólm“. Og það var eins og hann speglaði íslend- inga látinn í eftirmælum sem samin voru um hann. Alvöru fólk skrifaði alvöru greinar um Laxness sjálfan, tildurrófumar um sjálfar sig. Til dæmis kom sviðs-spekingur nokkur því á framfæri að hann væri lærður maður og pró- fessor í meintri minningargrein um Laxness. þá varð mér að orði „segðu mér hvað þú skrifaðir um Kiljan og ég skal segja þér hver þú ert“. Laxness og Hannes Giss Húllumhæið í kringum jarðarfór nóbels- skáldsins var síst minna en forðum tíð í Rómaborg þegar Júlíus Sesar fór í gröfina. I leikriti Shakespeares um rómverska einvald- inn er Markús Antóníus látinn segja yfir moldum aðalpersónunnar „I come to bury Caesar, not to praise him“. Með einkar snjöll- um hætti gefur hann í skyn að hann sé ekki eins hrifinn af Sesari og sumir þeirra sem ráku upp skaðræðisvein við jarðarfórina. Sá ágæti fræðaþulur Jakob F. Ásgeirsson fór ekki eins fínlega í sakirnar í eftirmælum sín- um um Laxness. Þar er honum lýst sem gömlum Moskvudindli og varla nefnt að hann hafi sett saman vænar bækur. Hannes Giss- urarson heggur í sama knérunn en hefur sér til afsökunar að hafa ekki þóst skrifa minn- ingargrein. En heldur þykir mér lítilmann- legt að vega svona að látnum manni. Þeir Hannes og Jakob hefðu getað tekið flokks- systur sína eina sér til fyrirmyndar. Sú var gömul kona sem jafnan hafði hallmælt Stalín en steinhætti því þegar hann hrökk upp af því í hennar sveit talaði maður ekki illa um látið fólk. Hannesi til varnar skal sagt að nóbelsskáldið var enginn guð, hann má gagn- rýna eins og aðra menn. Auk þess skrifar frjálshyggjufrömuðurinn lipran stíl og hefur góða yfirsýn yfir viðfangsefnið. Ég ræði hér um fyrirlestur sem Hannes flutti á ensku á ráðstefnu um Norðurlönd á dögum kalda stríðsins og ber heitið „False Witness: The Strange Case of Halldór Laxness". Til þess er takandi hversu góða ensku Hannes skrifar en hann var við nám í Oxford um nokkurt skeið. Boðskapur hans er sá að Halldór hafi verið hreinn stalínisti árum saman og þagað yfir myrkraverkum kommúnista. í Skálda- tíma hafi komið fram að hann vissi mæta vel hvað var að gerast í Sovétríkjunum á fjórða áratugnum en tók þann kostinn að þegja í þeirri von að Eyjólfur myndi hressast. Lax- ness getur ekld afsakað sig með því að kommúnisminn hafi verið eina haldreipið i baráttunni gegn nasismanum. í fyrsta lagi er bita munur en ekki fjár á þessum tveimur stefnum, í öðru lagi hefði hann frekar átt að styðja vestræna lýðræðishugsjón eins og margir góðir andnasistar gerðu. En hveijar eru rætur meinsins að mati Hannesar? Hann beitir kenningum Hayeks um menningarvita á Laxness. Margur menntamaðurinn er öfga- fullur skynsemishyggjumaður sem vill ólmur sveigja allt samfélagið undir eitt allsherjar- skipulag. Hann vill kerfa hið ókerfanlega rétt eins og Drillo knattspymuna. Afleiðingin er trú á alræði og annan djöfuldóm. Hannes færir sannfærandi rök fyrir því að Halldór hafi haft slíkai’ dillm’, ekki síst þegar hann setti Alþýðubókin a saman. Það er sem sagt heilmikið til í gagnrýni Hannesar. En tilraunir hans til að gera Hall- dóri upp annarlegar hvatir í uppgjörinu við Sovétvaldið eru vægast sagt ósmekklegar. Hann gefur í skyn að Halldór hafi uppgötvað að sannleikurinn um stalínismann myndi komast upp fyrr eða síðar og því væri best að leysa frá skjóðunni. En Hannes gerir sér ekki grein fyrir því að Laxness hafnaði ekki Sovétríkjunum á einni nóttu. Hann fordæmdi innrásina í Ungverjaland harkalega og tók að gagnrýna austantjaldsríkin á vinsamlegan hátt á árunum fyrir 1960. Hið endanlega upp- gjör í Skáldatíma árið 1963 átti sér því all- langan aðdraganda. Auk þess má ekki gleyma því að Laxness var aldrei meðlimur í flokkssamtökum sósíalista og lét þá ekki einu sinni gefa bækur sínar út. Þessar staðreyndír gætu bent til þess að hann hafi ekki verið sovétkommúnismanum eins hollur og Hann- es ætlar. Fjölradda kliður Hvað sem þvi líður verðum við að greina milli manns og rita. Skáldverk geta haft eig- indir sem ekki verða raktar til vilja höfundar. Við getum talað um „ófyrirséðar afleiðingar ritstarfa", textinn öðlast sjálfstætt líf, óháð vilja höfundar. Fyiár rúmum þrjátíu árum kom út ástarsaga á íslandi. Aðalpersónan var bláfátæk, ung stúlka. Eitt augnablikið er hún svo fátæk að hún á ekki einu sinni yfirhöfn, andartaki síðar fer hún í snjáðu gömlu kápuna sína. Þannig hefur sagan þann eigin- leika að vera mótsagnakennd þótt höfundur hafi tæpast ætlað að skrifa þess lags texta. Franska stórskáldið Balzac var íhaldssamt og konungshollt en skrifaði bækur sem draga „óvart“ upp mjög dökka mynd af samfélag- inu. Rússneski bókmenntafræðingurinn Mik- ael Baktín sagði að margþættar, „fjölradda" skáldsögur, væru opnai’ og andstjórnlyndar í eðli sínu, hver sá sem vilji höfundai’ hafi ver- ið. Sögupersónur í slíkum texta eru ekki mál- pípur höfundar, heldur hafa öðlast sjálfstætt líf rétt eins og trébrúðan Pinocchio. Þær tala hver með sínu nefi og bækurnar eru fjöl- radda, „opið samfélag“. Hinn skapandi ringulreið þessai-a bóka er í ætt við kjöt- kveðjuhátíðir miðalda þar sem leyft var að hæðast að yfirvöldum. Öllu var snúið við og fíflið kjörið kóngur, kóngur sem ullaði á vald- ið. Skáldsögur Kiljans eru einmitt mjög kar- nevalskar í eðli sínu, fjölradda og fullar af fyndni kjötkveðjunnar. Þær eru sönn jörfa- gleði andans! Stílbrögðin eru oft andstæð stalínisma höfundar. Ritverk hans eru t.d. full af útúi'snúningum og þversögnum en hin beina, auðræða staðhæfing er mál alræðisins, „gyðingar eru óféti“, „kúlakamir éru afæt- ur“. Annað „andvaldslegt“ stílbragð HaUdórs er sögulokaleysan (og lokleysan, absúrdítet- ið!). Armann Jakobsson bendir á að sögulok- in í bókum Laxness séu gjaman opin, í jieim sé enga endanlega niðurstöðu að finna. Eg vil benda á að ekkert getur verið síður stalinískt en slík „sögulokaleysa“, alræðið krefst end- anlegrar niðurstöðu. Við vitum ekki hvort Olafur Kárason lifir sitt jöklapríl af og okkur er hulið hvemig fara muni fyrir Bjarti og Ástu Sóllilju. Heimsljós og Sjálfstætt fólk gefa engin endanleg svör. Þannig er andsta- línískur þáttur í Sjálfstæðu fólki þótt bókiji kunni að hafa verið samin s amyrkj ubú sk aji til dýrðar. Hversu alræðishneigður sem Lax- ness kann að hafa verið þegar hann reit bók- ina má lesa hana sem andóf gegn alræði. Bjartur í Sumarhúsum er eins og uppreisnar- gjarn alráðungur af Lenínsgerðinni. Hann er fullkomlega einóður eins og Lenín, leggur allt í sölurnar fyrir „málstaðinn", þann að eignast eigin jarðai’skika. Engu líkara er en írska nóbelsskáldið W.B. Yeats hafi haft Bjart í huga er hann yrkir „hearts with one purpose alone through summer and winter seem like enchanted to a stone to trouble the living str- eam“. Bjai’tur fómar fjölskyldu sinni fyrir málstaðinn rétt eins og alræðissinnar heilu þjóðunum. Hann æsir sig upp í að trúa að allt gangi fjölskyldunni í haginn þegar vesöldin er sem mest. Og í hreinsununum miðjum sagði Stalín „lífið er betra, félagar, lífið er fjöragra" og hefur líklega trúað því. Lokaorð/Eftirmæli Heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein sagði að húmor væri ekki hugarástand held- ur heimssýn. Hafi skopskyni verið útrýmt í Þýskalandi Hitlers þýðir það ekki að Þjóð- verjar hafi hætt að gleðjast heldur að þeir hafi séð lieiminn með öðram hætti en áður sagði austurríski hugsuðurinn. Laxness hafði of húmoríska sýn á heiminn til að vera alráð- ungur í reynd. Hann var Æri-Tobbi aldarinn- ar, réttborinn konungur jörfagleðinnar. Mikinn öldung hefur Elli kelling að velli lagt. En orð hans munu lifa því þau era geisl- ar íslands, geislar andans. Höfundurinn er heimspekikennari í Noregi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. ÁGÚST 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.