Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Side 13
 ^ ">'%***,%u iftrtii Morgunblaðið/Ámi Sæberg ,í KVÆÐINU kemur skýrt fram hversu þungbær þáttur Brynjólfs og ábyrgð í harmsögu Ragnheiðar dóttur hans hefur verið honum,“ segir Sigurður Pétursson lektor. telur að María mey hafi birst sér í draumi þegar hann er í vígsluferð sinni í Kaup- mannahöfn 1639. Síðan rekur hann draum- inn.“ Þar gengur Brynjólfur inn í mikla glæsi- lega höll, kemur í brúðkaup, síðan gengur hann nokkrar hæðir upp í birtu og síðan skellur á myrkur. Þá kemur honum til hjálp- ar maður og leiðir hann skríðandi í gegnum myrkvaðan sal þar til hann kemur að hvílu Maríu guðsmóður sem birtist honum undir nafiiinu Birgit. Síðan er hann leiddur til baka þar til hann sér ljóma eldanna „... sem er þó ekki jafn lifandi og áður“. „Jafnvel þótt við hefðum ekki túlkun Brynjólfs gætum við skilið þetta,“ segir Sig- urður. „Þetta er lífshlaup hans. Hann giftist ári eftir vígsluna í Skriðu í Hörgárdal Mar- gréti, dóttur Halldór lögmanns Ólafssonar. Það var í annála fært hvað þetta hefði verið glæsilegt brúðkaup og margt tiginna gesta. Með því að kvænast Margréti mægðist hann mörgum valdamestu og auðugustu mönnum landsins. Síðan kemur birta fyrstu áranna í embætti, þar sem flest gengur honum í hag- inn. Þau missa að vísu nokkur börn en það var ekki meira ólán en gera mátti ráð fyrir og tvö bamanna komast upp, Halldór og Ragnheiður. Haildór reynist ekki sá náms- maður sem Brynjólfur hafði óskað sér, var sendur til Englands til forfrömunar en þar deyr hann úr berklum skömmu síðar. Ragn- heiður var augasteinn föður síns og hann fær Daða Halldórsson til að kenna henni heima í Skálholti. Síðan kemur sá kvittur upp að að þau Ragnheiður og Daði séu að draga sig saman og Brynjólfur fær Ragn- heiði til að sverja eið að því að hún sé óspjölluð mær. Það gerist 11. maí 1661 en rúmum 9 mánuðum síðar, þann 15. febrúar árið eftir, elur Ragnheiður sveinbam. Þama komum við að afskaplega veigamiklu atriði sem hlýtur að hafa skipt Brynjólf öllu máli. Var þetta meinsæri? Eitt er að eiga óskil- getið barn og kannski var það ekki það- versta sem fyrir gat komið, heldur fyrh' Brynjólf sem sálusorgara og föður að vita ekki hvort Ragnheiður hafi framið mein- særi. Þeirri spurningu verður aldrei svarað. Líklega hefur Biynjólfur talið þetta mein- særi því menn töldu meðgönguna lengri þá en nú er. Sagan hefur viljað gera Brynjólf að hörkutólinu í þessu máh og vissulega hafa reiði og vonbrigði hans verið alveg gífurleg en hann tók samt á sig áfallið og reyndi að gera hlut Ragnheiðar sem bestan úr því sem komið var. Menn gera sér kannski ekki al- mennt grein fyrir því núna að með legorðs- broti sínu var Ragnheiður búin að fyrirgera rétti sínum til arfs eftir foreldra sína. Brynjólfur stendur í flóknum samningum við yfirvöld til að tryggja Ragnheiði arf eftir sig. Konungur veitir henni á endanum upp- reisn æru og það er allt fyrir tHstilli föður hennar en það gerist of seint því Ragnheið- ur deyr rúmu ári eftir að hún á bamið, á 22. aldursári. Lífgjafinn Maria í kvæðinu kemur fram að Brynjólfur er þjakaður af sektarkennd yfir að hafa látið Ragnheiði sverja eiðinn. Hann segist harma að hafa valdið því sem hann kallar friðþæg- ingarákæru. Eg tel að hann geti ekki verið að vísa til neins annars en eiðs Ragnheiðar. Hann ætlaði sér að hreinsa hana af áburðin- um með eiðnum sem hann þurfti alls ekki að gera, því að sverja slíkan eið var nánast óheyírt. Brynjólfur situr síðan uppi með sektarkenndina yfir því hvort hann hafi þvingað dóttur sína til meinsæris. í kvæðinu lýsir hann örvilnan sinni og að hann hafi þráð brotthvarf úr þessum heimi. Þá birtist María guðsmóðir honum í mesta myrkrinu og bjargar honum með því að ganga í fyrir- bæn við Guð. Þetta er lofsöngur til Maríu guðsmóður þar sem Brynjólfur biskup Sveinsson þakkar henni fyrir að hafa bjarg- að sér.“ Fullur forvitni spyr ég um nafn og hlut- verk húsmóður hans (73-75). Leiðsögu- maðurinn góði fræðir mig um að nafn hennar sé Birgit og áminnir mig um að minnast þessara orða þegar ég sé aftur kominn heim til ættjarðarinnar (76-78). Hann lauk máh sínu og skyndilega hvarf hann inn í vistarverur sínar. En þegar ég er kominn niðrn- stend ég kyrr fyrir framan þrepin og nýt ljóma eld- anna sem er þó ekki eins lifandi og áð- ur (79-81). Við ljós sem skín minna og færri lampa bíð ég hér, gestkomandi, smástund meðal íbúanna og lít í kring um mig ef einhver kynni að leyfa mér að setjast við hlið sér (82-84). En ég er ekki gjaldgengur í félagsskapnum né v-, til þess fallinn að hljóta sæti á þessum stað. Ákveðinn í að komast burt tek ég sporið í átt til dyra og kemst aftur á meðal raðanna sem skipað var til beggja handa (85-87). Loks til að komast út úr húsinu tek ég með hendi minni í hurðina sem lætur und- an. Nú eru dyrnar aftur opnar og ég geng út í forgarðinn (88-90). Hér er ég umlukinn myrkri nætur. Eg doka við. Eins og þegar heimm'inn er lost- inn agndofa heiðríkjunnar stend ég framan við dyr þessa kastala. Þá vakna ég (91-93). 'idnt j M htám'Uucýviem. ra-ntaTu J^vmt^vincáU. L dhMm chcx<n cwtntn vtxdum gúkc,ýrcn&Yfyðjjlavcí neglýentiá O fotrA.cT nrru'ttc crmtn imfuídtvTiq, cS o.!t7nc vuccjtdcrc fuéJavorC'y-víitúc kiyusjfaðnr'fflfírttcenttf xnfcns am nwericr muxújé jvtmfUam futciát-am. ijt tuv> u.T ov6tKaa)4X- oi) avittis ctiún, Cxn v.eran cavmerabts.MJútxbcvr utémum. Hifr vrérein."luciSunx judatuín " Qitd iamac íumiriuvvc a/o. n<>uLa.r'\tir OT d jrúxta. Licuiemtx mtiíéiSa lamva.duin Twoa twigtmíú mtus, utjjtm i ordúic) * "dántta, . iDo-ncc jtiúm fUKtefit or ncöjly m\tu\ Scxn{tiM. qnjdoté-Mc, atiion. najirxéiui •í 'íny, iwyúvtu.m^: , icrtiutncf-tnniio iif Uvi laíox ntc •mvx CtricuYð 'LawaJunt btmjman 'tuee-f4eiur,i]xc-i ‘.luctenttb 94-111: Brynjólfur túlkar drawminn _ Þetta var draumur minn, mærin HANDRIT með rithönrt ^ » sæl sem ég tel að þín hágöfgi hafi hluta Mar,SuíS^VeÍnssonar af siöunda veitt mer til þess að minna mig a æois,ns. örlögin áður en breyting varð á högum mínum (94-96). Því ljós eldsins táknaði greinilega gleðinnar sköp en skuggi dauðans sköp dapur- leikans. í þessum helga sal hafði leiðsögumaðurinn brugðið upp mynd af náð, starfi og tíma (97-99). Ég var minntur á að þú værir myndin sem hvfldi í hominu og að þú bærir nafnið Birgit sem merkir björg og að mannþröngin í hús- inu væri gjörvallt mannkynið (100-102). Við dyrnar bauð dyravörður þinn mér að hugsa um þessa björg þá ég væri heim kominn og ég vitna um það að hún hefur oft verið til staðar er hættur steðjuðu að (103-105). Ég harma margfalt að hafa hvað eftir annað valdið þessum hætt- um og friðþægingarákæru af miklum hroka en þinn náðar- kraftur lagði hömlur á endalokin (106-108). Ég tel að þú hafir feng- ið þessu framgengt af mfldi guðs og náð sonar þíns með fyrirbæn- um eins og sendiboði þinn virðist hafa gefið mér til kynna (109-111). 112-123: Réttlæting Brynjólfs fyrir þvi að semja kvseðið Skuldbundinn og tilkvaddur opin- bera ég þetta ófágaða og ómerki- lega minningarkvæði, sönnun þess að ég hef lagt við hlustir, við stall þess sætis sem þú ræður (112-114). Mér bar að segja frá þeim gjöfum Guðs, sem hann útdeilir og gefur til að verða við fyrirbænum þínum, ef einhver sem er í neyð staddur biður um þær (115-117). Og ekki var við hæfi að láta ógetið fyrirboða draumanna sem þú hvattir til og sem fomar bækur fræða um. Nú, þótt ég sé einmana, næ ég aftur krafti fyrir tilstilli þessara tveggja bóka (118-120). Ekki mun ég láta undir höfuð leggjast að hugsa ítrek- að um þig, svo lengi sem hinn minnsti andi knýr veika limi og eftirlifandi kraftur leikur innst í beinum (121-123). 124-138: Ákall Hl Maríu meyjar eg lokaorð Lifðu heil nú sem fyrr, mærin náðarfulla! Skær fyrir tilstilli sonarins, sólarinnar sem stafar birtu. Rís þú milda stjarna og kom þurfandi mönnum til hjálpar (124-126)! Auk heitum þínum heiðvirðum við raddir sjó- manna þegar þú sérð að það er í þágu þjóð- ar sem velkist og erfiðar í ólgandi hafinu (127-129)! Reyn þú að vama þess með um- hyggjusamri bón að mér verði leyft að far- ast hér og sjá tfl þess að ég megi þrauka, örmagna af striti og þróttlaus af ógleði, innst í forgarði húss hvíldarinnar (130-132). Halt þú ætíð áfram að vemda, þú perla himnabúa, með því að biðja ljúfan son þinn þess að hann gefi skipreka þjónum sínum að bjargast á sundi úr hyldýpi dauðans (133-135). Lof sé eitt Guði föður, syni foður- ins og meyjarinnar og anda föður og sonar. Allt sem til er syngi Guðinum eina halelújah (136-138). LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR L ÁGÚST 1998 13 I-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.