Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Qupperneq 15
BEINT TIL MARS EFTIR REYNI EYJÓLFSSON „Um miðja næstu öld yrði Marsnýlendan nokkrar þús- undir manna en gæti aukist í milljónir eða jafnvel tug- milljónir með tímanum. Þó Mars sé miklu minni en Jörð- in er þurrlendið þgr samt jafnstórt þurrlendi Jarðary/ RAUÐA stríðsplánetan Mars hef- ur verið þekkt frá grárri forn- eskju og lífslíkur þar voru tald- ar nokkuð góðar allt til ársins 1965. Sú von kulnaði þá til mik- illa muna þegar bandarísk geimflaug sendi þaðan allmarg- ar svart-hvítar myndir, sem sýndu gígþakta staðhætti er minntu mjög á yfírborð Tunglsins. Ekkert bólaði á „skurð- um“ eða neinu álíka, sem Lowell og sam- starfsmenn hans þóttust sjá á Mars í byrjun aldarinnar og töldu vera verk vitsmunavera. Rannsóknir á Mars Nánari rannsóknir á Mars með geim- flaugum kringum 1970 sýndu að landslag þar er miklu fjölbreyttara en fyrstu mynd- irnar gáfu til kynna. M.a. var bersýnilegt að (leysinga)vatn hafði grafið þar farvegi, gil og gljúfur, sum hver mörg hundruð kílómetra löng. Um miðjan áttunda áratuginn voru tvær sjálfvirkar rannsóknastöðvar látnar lenda á Mars. Þær fundu engin óyggjandi merki um líf, en skiluðu annars miklum og merkilegum gögnum. Af þeim og öðrum upplýsingum má ráða að núverandi aðstæð- ur á Mars eru ekki sérlega lífvænlegar. Yfír- borðið er vita gróðurlaus eyðimörk, sem minnir á Sprengisand. Loftið er örþunnt þannig að loftþrýstingur er aðeins um 1% af þvi sem gerist á Jörðu hér og uppistaðan í því er koldíoxíð. Hitinn getur komist svolítið upp fyrir frostmark þegar best lætur á dag- inn en dettur niður í fimbulkulda (um 90 gráða frost) á nóttunni. En þar er samt mik- ið af einni mikilvægustu forsendu lífsins, vatni, sem þó fyrirfinnst ekki sem vökvi á yfirborðinu af skiljanlegum ástæðum. Nyrðri pólhettan er talin vera úr ís að mestu leyti og eins er álitið að gífurlegt magn af vatni sé undir yfirborði plánetunnar sem sífreri. Rannsóknastöðin, sem lenti á Mars sl. sumar, staðfesti fyrri vitneskju að öllu leyti. Það er því ljóst að aðstæður á Mars eru miklu kaldranalegri en nokkurs staðar á Jörðinni, jafnvel verri en á Everesttindi. Þrátt fyrir það er alls ekki talið útilokað að frumstætt líf leynist undir yfirborði Mars og mjög líklegt að jafnvel nokkuð þróað líf hafi þrifist þar í fymdinni (fyrir um 3 milljörðum ára) þegar sldlyrði voru betri. Þessar kenn- ingar fengu byr undir báða vængi fyrir skemmstu þegar vísbendingar um ævafomt líf fundust í lofsteini frá Suðurskautslandinu ættuðum frá Mars. Uppgötvun lífs utan Jarðarinnar yrði tvímælalaust langmerki- legasta vísindaafrek allra tíma og myndi hafa gífurlega víðtæk áhrif á viðhorfin um stöðu mannsins í Alheimi auk þess sem hún gæti e.t.v. leitt til lausnar á gátunni um eðli og uppmna lífsins. Vert er að geta þess, að þó aðstæður á Mars séu ekki beinlínis mild- ar eru þær þó þær langbestu, sem fyrirfinn- ast í Sólkerfinu utan Jarðarinnar. Allar hin- ar pláneturnar em annaðhvort alltof heitar eða kaldar til að líf geti skrimt á þeim. Áætlanir um Marsleiðangro Áhugi á mönnuðum geimferðum til Mars hefur lengi verið umtalsverður og í lok sjö- unda áratugarins töldu margir að stórveldin myndu hefja kapphlaup um þær að loknum glæsilegum leiðöngmm Bandaríkjamanna til Tunglsins. Svo varð þó ekki eins og kunn- ugt er og meginástæðan fyrir því er hversu erfiðar og um fram allt dýrar slíkar ferðir hafa verið taldar. Segja má að vegalengdin til Mars sé þúsundfalt lengri en til Tunglsins en á hinn bóginn má meðalhraði geimflaug- ar í Marsleiðangri vera tuttugufaldur á við Tunglferð. Þar af leiðir að ferðalag tii og frá Mars tekur um ár í stað viku þegar Tunglið á í hlut og eldsneyti og vistir þurfa að sama skapi að vera um fimmtugfalt meiri. Ein- hverra hluta vegna hefur alltaf verið gengið út frá því, a.m.k. í Bandaríkjunum, að leið- angur til Mars yrði að byggja upp frá geim- stöð á braut umhverfis Jörðu. Það er: fyrst yrði að koma geimstöðinni upp og þar yrði síðan sett saman gríðarmikið geimskip fyrir leiðangurinn, sem flytti með sér nægilegt eldsneyti til heimferðarinnar. Að loknu út- fluginu væri geimskipinu komið á braut um- hverfis Mars en lítil geimferja með hluta áhafnarinnar (2-3 menn) send niður á yfir- borðið. Viðdvöl þar yrði stutt; væntanlega skemmri en mánuður og að henni lokinni hæfist heimflugið. Þetta er m.ö.o. sama að- ferðin og notuð var í Tunglferðunum fyrir um 30 árum. Þannig er augljóst að bróður- parturinn af leiðangurstímanum færi í óvirkt langflug en eiginlegur rannsóknatími á Mars yrði allsendis óhæfilega stuttur. Kostnaður við þessa tilhögun myndi verða óheyrilegur. Áætlun frá um 1990 gerði ráð fyrir um 450 milljörðum Bandaríkjadala ($). Vart þarf að taka fram að Bandaríkjaþing hefur daufheyrst við öllum beiðnum um fjár- framlög til svona framkvæmda. Beint til Mars Árið 1996 kom út í Bandaríkjunum bók eftir liðlega fertugan geimflugs-verkfræðing (aerospace engineer) að nafni Robert Zu- brin. Bókin verður hér kölluð Beint til Mars þó hún heiti The Case for Mars á frummál- inu. Bókarhöfundur gerir grein fyrir nýjum og stórmerkilegum hugmyndum um tilhög- un mannaðs Marsflugs. Byggingu sérstakr- ar geimstöðvar á braut umhverfis Jörðu er sópað út af borðinu svo og smíði sérstakrar risa-Marsflaugar. Þess í stað er áætlað að nota gamalreyndar geimflaugar á borð við Saturn V (USA) eða Energia-B (Rússland) sem farkosti, lítið breyttar. Flauginni yrði fyrst skotið á braut umhverfis Jörðu og það- an til Mars í nánast beinu ft'amhaldi. Ahöfn yrði 4 manns, sem hefðust við í sérstökum og rúmgóðum „dósarlaga“ bústað (habitat). Þegar til Mars kemur er bústaðurinn látinn lenda mjúkri lendingu með loftbremsu (aer-- oshell) og eldflaugahemlun. Á Mars bíður ómönnuð geimflaug albúin til heimferðar með fulla geyma af eldsneyti (metani) og súrefni, sem búið hefur verið til úr loft- hjúpnum (þ.e. á staðnum) með vetni og bún- aði, sem sendur var á undan með sömu flaug. Þessi ómannaða heimferðar- og elds- neytisvinnsluflaug verður hér eftir kölluð HEF til einfóldunar. Nærri samtímis lendir HEF nr. 2 í um 800 km fjarlægð og þar er strax byrjað á eldsneytisvinnslu til að undir- búa heimferð næstu Marsfara (úr bústað nr. 2), eða sem varaflaug fyrir þá nýkomnu. Áhöfnin í bústaðnum (nr. 1) kemur honum'*r fyrir, setur út Marsjeppann (sem tekur fjóra leiðangursmenn og er með 1000 km lang- drægi) og stundar rannsóknir og sýnatöku í 18 mánuði áður en heimflugið hefst. Þessi aðferðafræði byggir alfarið á þekktri tækni og búnaði. Kostnaður er áætlaður 20-30 milljarðar $, sem telst vera hóflegt, séð í þessu samhengi. Það sem hér hefur verið lýst er þó aðeins upphafið að öðru og meira skv. dr. Zubrin því næsti mannaði bústaður (nr. 2) ásamt ómannaðri HEF nr. 3 lenda á Mars skömmu eftir að fólkið úr fyrsta leiðangrinum er komið aftur til Jarðar. Bústaður nr. 2 er lát- inn lenda hjá HEF nr. 2 og HEF nr. 3 aftur um 800 km þaðan. Tveim árum síðar er svo mannaður bústaður nr. 3 ásamt ómannaðri* HEF nr. 4 sendur af stað og þannig koll af kolli. Þegar fram í sækir myndu áhafnimar ekki snúa aftur til Jarðar; þær myndu setj- ast að á Mars, hefja matjurtaræktun í gróð- urhúsum, vinnslu á jarðvarma, framleiðslu á nytjahlutum úr plasti/málmi o.s.frv. þannig að nýlendan yrði sjálfri sér nóg að sem flestu leyti. Verulegur innflutningur yrði þó frá Jörðinni, en greitt yrði fyrir hann með vörum framleiddum á Mars, t.d. tvívetni (deuterium) og tækniþekkingu. Um miðja næstu öld yrði Marsnýlendan nokkrar þús- undir manna en gæti aukist í milljónir eða* jafnvel tugmilljónir með tímanum. Þó Mars sé miklu minni en Jörðin er þurrlendið þar samt jafnstórt þurrlendi Jarðar því engin eru höfin. Dr. Zubrin lætur ekki hér við sitja en ger- ir áætlanir um að jarðbreyta (terraform) Mars þegar tímar líða, þ.e. gera Marsum- hverfið líkt því sem er á Jörðinni þannig t.d. að menn þurfi ekki að vera í geimbúningum útivið en geti andað að sér súrefni úr loftinu. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og má reyndar líkja henni við tröllaukna land- græðslu en það liggur utan ramma þessar stuttu ritgerðar að fara nánar út í þá sálma. Niðurlag Menn kunna að spyrja: af hverju skyldu menn leggja þetta á sig; eru ekki næg verk- efni, vandamál og landrými hér á Jörðinni? Svarið er afdráttarlaust nei, fyrst og fremst verður að rannsaka Mars til þess að komast til botns í ráðgátunni um uppruna lífsins og líf í Alheimi. I öðru lagi þarf mannkynið að eignast nýtt framvarðarland (frontier) til að kljást við, en það er vænleg aðferð til að komast frá þeirri vísindalegu stöðnun, sem er orðin áberandi og stafar fyrst og fremst af sívaxandi skrifræði og afskiptasemi (reg- ulation) stjórnvalda á svo til öllum sviðum. Hér verða aðeins nefnd tvö vandamál, sem ekki hefur tekist að leysa þó gífurlegum fjárhæðum hafi verið varið til þeirra. Annað er beislun kjamasamruna til óþrjótandi mengunarlausrar orkuframleiðslu. Hitt er lækning illkynja sjúkdóma á borð við* ki’abbamein. I báðum þessum tilvikum hefur sorglega lítið áunnist sl. 30 ár. Hvernig geta íslenskir áhugamenn stutt við bakið á dr. Zubrin og markmiðum hans? Benda má á tvennt: Kaupa bókina (The Case for Mars), t.d. af vefnum (http:/Avww.amazon.com eða http://www.- magick.net/mars) og/eða gerast áróðurs- menn fyrir geimrannsóknum með þvi að ganga í National Space Society, 922 Penn- sylvania Avenue S.E., Washington D.C. 20003, USA; árgjald 35 $. Á næstu öldum og árþúsundum mun mað- urinn grandskoða alla afkima Alheimsins og* afhjúpa og skilja alla hans leyndardóma. Könnun nágrannaplánetunnar Mars er mik- ilvægur áfangi á þeirri braut. Höfundurinn er úhugomaður um geimferðir og býr ( Hafnarfirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 1. ÁGÚST 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.