Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 16
I u~ iL .11!!_ í£ f 5S lí w i¥ ii i H.JL.ILJI íí f Morgunblaðið/Anna Bryndis Krístinsdóttir. FJÖLMENNI sótti tónleikana á djasshátíðinni. Hér spila Mads Winding og Alex Riel. jasshátíðin í Köben er flest- um hátíðum umfangsmeiri og það tekur á taugarnar að I þurfa að velja úr fimm hund- I ruð tónleikum þar sem helstu stórsnillingar djassins ausa úr gnægtahorni listar sinnar ég komst ekki yfir nema tuttugu og ferna tónleika þá níu daga sem ég var á hátíðinni í hópi tugþúsunda djassglaðra gesta frá flestum heimshornum - og get ekki einu sinni getið þeirra allra í þessum skrifum. Upphafsdagur djasshátíðarinnar var mikill gleðidagur í Danmörku; leikurinn við Brasilíu í átta liða úrslitunum í sjónvarpinu. Ég og mín spúsa höfðum vonast eftir að lenda á Kastrup *í upphafi leiks, sjá seinni hálfleik á Ráðhús- torginu og halda svo í Copenhagen JazzHouse þar sem stórsveit Woody Hermans átti að leika. Þoka kom í veg fyrir þá draumsýn. Öllu flugi frá íslandi seinkaði og leikinn sáum við heima í stofu og Woody Herman-bandið var löngu búið með tónleikana þegar við tylltum fótum á Amákri við Eyrarsund. Ég hlustaði eitt sinn á meistara Herman í holdinu. Það var á djasshátíð í Holstebro 1974. Hann fór á kostum á klarinettið og alt- inn og allt varð vitlaust þegar hann söng Caledonia. Bandið svíngaði ad helvede til og liðið sem bjó í einbýlishúsahverfinu við hlið hátíðarsvæðisins sendi eftir lögreglu og heimtaði að lækkað yrði í hljómsveitinni. Nú er Woody löngu látinn og Frank Tiberi, ten- óristinn sem lék með honum í Holstebro, ^stjórnar bandinu. Félagar mínir danskir sögðu mér að það hefði tekist með ágætum. Ný lög í bland við Four Brothers og At The Woodchopper's Ball. Það var heldur hráslagalegt í Kaupmanna- höfn þegar við Linnetar héldum á útitónleika Brasilíukvartetts Thomasar Clausens í Nautahöllinni við Hálmtorg og hittum Skuld- arana vestmanneysku. Það var dálítið erfitt fyrir Thomas og Jan zum Vohrde og brasil- ísku hrynsveitina að skapa hitabeltisstemmn- ingu í svalanum við Hálmtorg, en tónlistin bjó þó yfir hinni réttu sambasveiflu og píanóleik- ur Thomasar var brilljant að vanda. Þaðan héldum við á Café Sommersko, þar sem Ric- hard Boone átti að syngja með tríói trommar- ans Claus Munks. Enginn djass var á Sommersko - bara fótbolti. Herlegheitin ^höfðu verið færð á Café Victor, sem er ekki langt þar frá. Þegar þangað var komið sat Claus við trommurnar, Hugo Rasmussen sló bassann, S^ren Christiansen píanó og Jesper Thilo blés í saxinn. Enginn Richard Boone. í pásunni sögðu þeir félagar okkur að Richard væri fársjúkur, kominn með súrefnistæki og spilaði ekki á hátíðinni. Það þarf ekki að koma á óvart, því þegar hann var hér síðast á RúRek95 var hann helsjúkur og kostaði það hann mikið átak að ljúka tónleikunum á Ömmu Lú þar sem Jazzvakning hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt og hann blés í básún- una - líklega í síðasta skipti. Jesper og Hugo eru Islendingum að góðu 'ífckunnir og léku vel að vanda, en sérstaka at- hygli vakti Seren Christensen, sem er einhver besti svíngpíanisti af yngri kynslóðinni sem ég hef heyrt og með skálmið úr Harlem á hreinu. Þessu fyrsta kvöldi lukum við í tón- leikasal Tívolís, þar sem Svend Asmussen- kvartettinn lék. Svend er alltaf jafn ungur í MARAÞON- • • DJASS I KOBEN EFTIR VERNHARD LINNET Djasshátíoin í Kaupmannahöfn var haldin í tuttugasta sinn þriðja til tólfta júlí sl. Fimm hundruo tónleikar voru víosvegar um borgina - þó fyrst og fremst í mioboTgh^i þar sem Axelstorg, Kóngsins garður og Grábræðratorg voru meðal miðstöðva útiatriðanna. Helstu tónleikar inn- andyra voru haldnir í Copenhagen JazzHouse, Sirkusn- _____um, tónleikasal Tívolís og Þjóðminjasafninu._____ SÖREN Kristiansen, Hugo Rasmussen, Jesper Thilo og Klaus Munk heilluðu áheyrendur á Kaffi Viktor. anda þótt hann sé orðinn áttatíu og tveggja ára og tók salinn með trompi. Áhöfnin hefur verið sú sama frá því hann kom fyrst til ís- lands 1993; Jakob Fischer á gítar, Jesper Lundgaard á bassa og Aage Tanggaard á trommur. Jakob og Jesper átti maður eftir að hlusta á daglega meðan á hátíðinni stóð. Þeir hafa löngum verið eftirsóttustu djassleikarar Dana og meira að segja var Jesper auglýstur á tveimur stöðum á sama tíma einn daginn. Tónleikar Svend voru jafnskemmtilegir og venjulega og meðal nýrra laga á efnisskránni var Memories of you, sem Eubie Blake samdi árið 1930. Tileinkaði Svend flutninginn minn- ingu vinar síns, Stephanes Grappellis. Kvar- tettinn er nú á leið til íslands þar sem hann mun m.a. leika í tilefni 25 ára afmælis Nor- ræna hússins 22. ágúst. Ýmsar helstu stórstjörnur hátíðarinnar komu fram í Sirkusnum, sem alltaf er skemmtilegt hús í að koma þótt hljómburður geti verið erfiður. Það vafðist þó ekkert fyrir meistarasöngvaranum Tony Bennett að koma tónlist sinni til skila. Hann kunni að beita röddinni svo að alls staðar heyrðist, hvort sem voru hvíslandi tónar eða voldug kraftbeiting, og í frábærri túlkun á Fly Me To The Moon þurfti hann ekkert á hljóðnema að halda. Þetta var í fyrsta skipti sem Tony söng í Kaupmannahöfn og með honum lék djasskvartett undir stjórn píanistans Ralphs Sharons, sem hefur starfað með honum í fjóra áratugi. Þeir þrír meistarakrúnerar aldarinnar, sem túlkað hafa bandaríska sönglagið öðrum bet- ur, eru Bing Crosby, Frank Sinatra og Tony Bennett, eða Antony Dominick Benedetto eins og hann heitir fullu nafni. Bæði Bing og Frank töldu hann besta krúner sem þeir hefðu heyrt og nú er Tony orðinn sjötíu og tveggja ára og hefur aldrei verið djasslegri þótt röddin sé farin að ryðga - eða kannski þess vegna. Það er munurinn á óperusöngvar- anum og krúnernum að hinn síðarnefndi verð- ur oft enn betri með aldrinum þar sem röddin skiptir ekki höfuðmáli heldur fraseringin og tilfinningin - ryðið eykur bara túlkunarmátt- inn - djasssöngvarinn er enn betur settur og má allt eins vera ryðgaður frá barnsaldri eins og meistari Armstrong. Það var stórkostlegt að heyra túlkun Tonys Bennetts á lögum eins og Autumn Leaves, Speak Low og In A Mellotone eftir Duke Ell- ington og hann leyfði meðleikurum sínum svo sannarlega að sletta úr klaufunum í spunan- um. Það voru fleiri söngvarar sem komu fram í Sirkusnum en Tony Bennett. Sú danska Cecilia Norby söng lög eftir Gershwin með Stórsveit danska útvarpsins undir stórn Jims McNeelys, sem lengi var píanisti Stan Getz - og helsta söngstjarna djassins um þessar mundir, Cassandra Wilson, söng með kvartett sínum, en þar er tónstjóri bassaleikarinn Lonnie Plaxico sem lék í íslensku óperunni með kvartett trompetleikarans Jons Faddis. Ég hef oft haft efasemdir um snilli Cassröndu Wilson, en þarna í Sirkusnum fuku þær út í veður og vind - hún fór hreinlega á kostum, hvort sem hún túlkaði gamla blúsa eins og Come On In My Kitchen eftir Robert John- son, gömul eða ný dægurlög á borð við Old Devil Moon og Time After Time eða djass- verk eins og Seven Steps To Heaven eftir Victor Feldman. Tony Bennett fraserar líkara Billie Holliday, en Cassandra Wilson er arf- taki hennar í djasssöngnum. Cecilia Norby hefur unnið stóra sigra á' alþjóðlegum vett- vangi, en mér finnst hún einum of köld í túlk- un sinni. Slíkt einkennir margar norrænar djasssöngkonur - þó skal undanskilja Monicu Zetterlund. Ég held Cecilia hafi verið heitari í gamla daga þegar hún söng Round Midnight með Frontline. Það voru ekki bara söngvarar sem réðu rfkjum í Sirkusnum. Þar héldu líka Mingus- stórsveitin og kvartett Charlies Lloyds tón- leika. Mingus-stórsveitin er ekkert drauga- band, þótt meistari Mingus hafi legið í gröf sinni í nær tuttugu ár. Það er altistinn Steve Slagle sem stjórnar sveitinni og meðal blás- ara er annar altisti, Bobby Watson, sem hér lék í Austurbæjarbíói með djasssendiboðum Arts Blakeys um það leyti sem Mingus dó. Á píanóið lék Kenny Drew júníor, sonur hins ástsæla píanista sem túlkaði þjóðlegan dansk- an djass manna best í kompaníi við Niels- Henning. Kenny hvílir nú í Assistentskirkju- garði eða Hjástoðargarði þar sem Ben Webst- er, Fjömismennirnir Jónas, Konráð og Brynjólfur, svo og H.C. Andersen hvíla enn; hvað sem líkamsleifunum í Þingvallakirkju- garði líður. Drew yngri átti þá ósk heitasta að fá að heimsækja gröf föður síns en ströng dagskrá hljómsveitarinnar á tónleikavertíð leyfði ekki slíkt. Þeir komu til Hafnar rétt fyr- ir konsert og héldu til ítalíu eldsnemma morguninn eftir. „Eg kem aftur í haust," sagði júníorinn, sem var af fyrra hjónabandi Kennys - amer- ísku, „og heimsæki leiðið hans pabba." Stórsveit var lúxus sem Charles Mingus gat sjaldan veitt sér. Hann varð yfirleitt að vinna með minni hljómsveitum. En þessi fjórtán manna sveit, Mingus Big Band, endur- skapar verk hans á fágætlega kraftmikinn hátt. Hápunktur tónleikanna var flutningur á svítu Mingusar er hann hljóðritaði 1963: The Saint And The Sinner Lady. Flutningurinn var einkar sannfærandi þar sem Ijóðrænn glæsileiki hélst í hendur við tryllta undiröldu hins míngusíska sveiflukaoss. Tenórsaxófónleikarinn Charles Lloyd hefur aldrei verið einn af þeim stóru í mínum huga, en honum hefur tekist að finna margan snill- inginn til að leika í kvartettum sínum. Það var í kvartett hans að píanistar á borð við Keith Jarrett og Michel Petrucciani urðu frægir og nú er innanborðs einn helsti djasspíanóleikari Evrópu, Svíinn Bobo Stenson. Píanósólóar hans eru snilld og áslátturinn svo tær og hreinn að unun vekur. Ekki eru bassaleikar- inn og trommarinn af verri endanum, Andre- as Jormin og Billy Hart, sem báðir hafa leikið í Reykjavík. Charlie Lloyd hafði dálítið gam- an af að tala milli laga og átti erfitt með að botna sögur sínar, en áheyrendur gáfu honum kurteislega til kynna að þeir væru á línu Jóns Páls Bjarnasonar gítarleikara: „Minna kjaftæði, meiri músík." Það má segja að Svíar geti af sér djasspí- anósnillinga eins og Danir bassasnillinga og í Copenhagen JazzHouse mátti heyra einn hinna yngstu í tríói bassaleikarans Mads Vindings þar sem Alex Riel slær trommurnar - Esbjörn Svensson. Esbjörn hefur sótt margt til Keiths Jarretts og hans líkra eins og flestir yngri djasspíanistar, en hann býr líka yfir vissri villimennsku sem hentar Alex Riel betur en Mads. Það kom sérlega fram í frum- sömdum verkum hans - Monk og Cecil Ta- ylor-tilbrigði flutu þar með og farið var á ystu nöf í hljómavinnslunm. Esbjörn á ýmislegt ólært, en það kæmi mér á óvart ef hann yrði ekki í hópi helstu djasspíansita Evrópu er þroskinn eykst. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.