Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Blaðsíða 5
 NORDJYLLANDSVÆRKET, „yfirkrítísk“ gufurafstöð á Norður-Jótlandi, ein fullkomnasta stöð sinnar tegundar í heiminum. 18,0 . 1 JW ■ Orkukræfni þjóðarbúskapar, MJ/USD (1985) 9,5 ■ 10,9 Mynd 2: Orkukræfni þjóðarbúskapar 1990 og 2020 Orkukræfni þjóðarbúskapar er skilgreind sem frumorkunotkun lands á hverja einingu í vergri landsframleiðslu þess. Öfuga hlutfallið, landsframleiðsla á hverja orkueiningu sem notuð er í þjóðarbúskapnum, nefnist orkuskilvirkni hans. Á myndinni er orkukræfnin sýnd fyrir 1990 og 2020 og í töflunni hér að neðan sést orkuskilvirknin einnig. BÞróunarlönd Iðnriki 1990 2020 1990 2020 1990 2020 Breyting 1990-2020 Orku- Orkuskii- Orku- Orkuskil- Orku- Orkuskil- kræfni virkni kræfni virkni • kræfni virkni MJ/USD USD/GJ MJ/USD USD/GJ % % Iðnríki 17,5 57,14 9,5 105,26 -45,7 84,2 Þróunarlönd 18,0 55,56 10,9 91,74 -39,4 65,1 Mikilvægur liður í að halda samsöfnun kol- tvísýrings í andrúmsloftinu í skefjum er að nýta orku með sem skilvirkustum hætti, þ.e. að ná hverri krónu eða bandaríkjadal í vergi lands- framleiðslu með sem minnstri orku. Sérstaklega er mikilvægt að iðnvæðing núverandi þróunar- landa, þar sem bæði fólksfjölgun og hagvöxtur verður örastur í framtíðinni, eigi sér stað með eins orkuskilvirkum hætti og verða má. Myndin og taflan sýna að gert er ráð fyrir að orkukræfnin minnki á þessu tímabili bæði í iðnríkjunum og þróunarlöndunum. í B-tilvikinu er gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla vaxi um 2,4% á ári að meðaltali 1990 - 2020 í iðnríkjum, en um 4,6% í þróunarlöndum. Til þessa hvors tveggja er tekið tillit við matið á frumorkunotkun beggja ríkjahópa árið 2020. Minnkandi orkukræfni leiðir til þess að frum- orkunotkunin er metin 45,7 og 39,4% minni en hún væri ef orkukræfnin héldist óbreytt. í þessari minnkandi orkukræfni felst veigamikill skerfur til að hægja á aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu. En þörf er á að að gera enn betur. heiminum en bætir stöðu landanna tveggja gagnvart Kyoto-bókuninni. Og Norsk Hydro gæti reist sitt álver í Kína með rafmagni frá ódýrum kolastöðvum, í stað þess að reisa það á Reyðarfírði, til miklla hagsbóta fyrir stöðu ís- lands gagnvart Kyoto-bókuninni eins og hún er nú, en til óhags fyrir andrúmsloft jarðar - og þai- með jarðarbúa í heild. En þeir áttu sem slíkir heldur engan fulltrúa í Kyoto. Þróunarlöndin eru aðilar að loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna og þau áttu fulltrúa í Kyoto. En þau vildu ekki undirgangast neinar magnskuldbindingar þar. Aðeins almennt orð- aðar skuldbindingar sem erfítt er að festa hönd á. Þau eru að vonum tortryggin í garð iðnríkj- anna þar sem öll umræðan snýst um að draga úr þeirri losun sem fyrir er. Þeim finnst, með réttu eða röngu, að iðnríkin ætlist til að þau dragi líka úr sinni núverandi losun og hefti efna- hagsþróun sína. En þau hafa ennþá litla losun úr að draga eins og sést á vinstri súlunni á 3. mynd. í þeim löndum búa líka þau 40% mann- kynsins sem ekki eiga þess kost að kaupa orku á markaði og einnig sá hluti mannkynsins sem skortir flest, eða jafnvel allt, til að geta lifað mannsæmandi lífi. I ljósi þessa er það skiljan- legt að íbúar þróunarlandanna þykist hafa um annað þarfara að hugsa en losun koltvísýrings í heiminum. Sem fyrr segir kemur það sjónarmið þeirra vel fram í niðurstöðum þeirra hópa sem unnu að úttekt Alþjóðlega orkuráðsins. Þetta er fortíðin. Framtíðin verður hinsvegar önnur. Frá 1990 til 2020 er búist við að mann- kyninu Qölgi um 3 milljarða, úr rúmlega 5 f ríf- lega 8 milljarða, og að 87% af þeirri fjölgun verði í núverandi þróunarlöndum. Það þarf ekki annað en horfa á súluna hægra megin á 3. mynd til að sannfærast um að losun koltvísýrings er vandamái sem aðeins verður Ieyst með sameiginlegu átaki alls mannkyns - með samvinnu iðnrfkja og þróunarlanda. Hugsunarhátturinn þarf að breytast, bæði í iðnríkjum og þróunarlöndum. Menn verða að Milljarðar 30,4 Mynd 3: Orkutengd losun koltvísýrings 1990 og 2020 Þessi mynd sýnir orkutengda losun á koltvísýringi, í milljörðum tonna (Gt) á ári. Taflan hér að neðan sýnir hið sama og auk þess aukninguna milli 1990 og 2020. H Þróunarlönd Zj Iðnriki 1990 2020 Aukning 1990-2020 GtC02 GtC02 GtC02 % Iðnríki 16,2 17,0 0,8 4,9 Þróunarlönd 5,5 13,4 7,9 143,6 Samtals 21,7 30,4 8,7 40,1 Taflan sýnir að búist er við að af heildaraukn- ingunni í losun koltvísýrings frá brennslu elds- neytis milli 1990 og 2020 komi 9% frá iðnríkjum en 91 % frá þróunarlöndum. Ennfremur sýnir hún að árið 2020 hefur mjög dregið saman með þessum rikjahópum í losuninni. Hlutur þróunar- landanna í heimslosuninni hefur vaxið úr 25% 1990 í 44% 2020. Vegna hinnar öru fólksfjölg- unar þar og örari hagvaxtar en í iðnrikjunum munu þau fara fram úr iðnríkjunum í þessu efni fljótlega upp úr 2020 og halda því forskoti þaðan í frá. Þegar þetta er haft í huga og horft á hægri súluna þarf varla frekari vitna við um það að það er vonlaust verk að ætla núverandi iðnríkjum einum að hamla til frambúðar á móti uppsöfnun koltvísýrings í andrúmsloftinu. Aðeins með sam- eiginlegu átaki alis mannkyns má það takast. Að því marki eru eftirfarandi höfuðleiðir sem allar þarf að fara meira og minna samtímis: 1. Að draga enn úr orkukræfni þjóðarbúskaparins umfram það sem 2. mynd gefur til kynna bæði f iðn- ríkjum og þróunarlöndum, þ.e.að auka orkuskilvirknin; 2. Að nýta í vaxandi mæli kolefnissnauðari orku- lindir, svo sem jarðgas; kolefnishlutlausar, svo sem lífræn efni, og kolefnislausar, svo sem kjarnorku, vatns- orku, jarðhita, vindorku, sólarorku og fleiri endurnýjanlegar orkulindir og þróa nauðsynlega tækni til þess fyrir sumar þeirra. (I erindi átta íslenskn höfunda sem lagt verðurfram á 17. þingi Alþjóðlega orkuráðsins í Hosuton í september á þessu ári eru leidd rök að því að með samstilltu átaki um allan heim til að nýta óvirkjaða vatnsorku og jarðhita mætt lækka súluna til hægri á myndinni um 10%..) Flutningur á raforkufrekum iðnaði til þeirra svæða í heiminum þar sem ekki þarf að framleiða raforkuna handa honum úr eldsneyti er liður í þessari viðleitni. 3. Að þróa tækni til að brenna hefðbundnu eldsneyti kolum, olíu og jarðgasi, án þess að koltvísýringurinn sem myndast við brunann fari út í andrúmsloftið. Hér er harða hnetu að brjóta en ef þetta mætti takasl gæti það fljótlega skilaö afgerandi árangri vegna yfirburðastöðu eldsneytisins á orkumarkaði heimsins nú og um næstu áratugi. yfirgefa hver-í-sínu-horni hugsunarháttínn og fara að skoða heiminn i heild. í iðnríkjunum þurfa menn að gera sér grein fyrir því að sam- vinnan við þróunarlöndin um að hemja vöxt koltvísýrings í andrúmsloftinu getur ekki byggst á því að þau dragi úr núverandi losun sinni eða tefji efnahagsframfarir hjá sér. í þró- unarlöndunum þurfa menn að átta sig á þvi að að það er nauðsynlegt að hemja styrk gróður- húsalofttegunda í andrúmsloftinu samtúnis efnahagsframfórum bæði í þessum löndum og iðnríkjunum. Og um allan heim þurfa menn að átta sig á því að það er og verður í nokkra áraugi enn óraunhæft markmið að ætla sér að komá í veg fyrir að styrkur þessara loftteg- unda í andrúmsloftinu vaxi. Það sem málið snýst um er að hemja þennan vöxt með þeim hætti „_..að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu staðnæmist á stigi sem ekki leiðir af sér hættuleg inngrip af manna völdum í loftslagskerfi jarðar" eins og segir í Ramma- samningi Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar. Um þetta viðfangsefni þarf allt mannkyn, bæði iðnríki og þróunarlönd, að sameinast. Meða engu öðru móti verður það leyst. En nauðsynlegt er að gera sér alveg ljóst frá byrj- un að þótt allir verði að taka þátt í samstarfinu gera ekki allir það á sömu forsendum. Um er að ræða verk sem allir bera „sameiginlega, en mismunandi, ábyrgð á“ eins og segir í 10. grein Kyoto-bókunarinnar. Mismunandi, en ekki mismikla, ábyrgð. Hjá iðnríkjunum felst ábyrgðin fyrst og fremst í því að auka enn orkuskilvirknina í þjóðarbúskap sínum og þróa nauðsynlega tækni til þess. Hún felst einnig í þvi að draga enn úr meðallosun koltvísýrings á hverja orkueiningu með því að nýta kolefn- issnauðari orkulindir en til þessa og/eða með því að koma í veg fyrir að koltvísýringurinn frá brennslu kolefnis sleppi út í andrúmsloftið og þróa tæknina til þess. Síðast en ekki síst felst ábyrgð iðnríkjanna í því að hjálpa þróunar- löndunum með tækni og fjármagni til þess að iðnvæðast á orkuskilvirkari hátt en þau gerðu sjálf á sínum tíma, enda séu nauðsynleg skil- yrði fyrir slíkri tilfærslu á tækniþekkingu og fjármagni fyrir hendi í þessum löndum. Alveg sérstaklega skilyrði til flutnings á einkafjár- magni þangað. Abyrgð þróunarlandanna felst aftur fyrst í stað í því að skapa þessi skilyrði í löndum sínum og síðar, þegar þeim vex fiskur um hrygg efnahagslega, að taka virkan þátt í tækniþróuninni ásamt núverandi iðm-íkjum. Það er sameiginlegt verkefni alls mannkyns, iðnríkja og þróunarlanda, að þjappa súl-unni hægra megin á 3. mynd eins mikið saman og frekast er unnt. í hvaða hlutfóllum rauða og bláa hlutanum er þjappað saman á helst að ráðast einvörðungu af því hvar mestur árang- ur verður hverju sinni af hverri krónu sem til þessarar viðleitni er varið. Þessi sameiginlega viðleitni á með öðrum orðum að vera kostnað- arskilvirk. Á það verður varla lögð nógsamleg áhersla. Fé er og verður takmörkuð auðlind og því skiptir höfuðmáli fyrir heiminn í heild að hver króna skili sem mestum árangri. Einn mikilvægur munur er á iðnríkjunum og þróunarlöndunum í þessu tilliti. í iðnríkjunum eru fyrir hendi stór og þunglamaleg orkukerfi sem ekki verður breytt verulega nema á löng- um tíma. I þróunarlöndunum er aftur á móti verið að byggja upp orkukerfin. Þar er því enn færi á að byggja þau upp með öðrum og skil- virkari hætti en gert var í gömlu iðnríkjunum á sínum tíma. En til þess þarf tækni og fjármagn frá iðnríkjunum. Samvinna iðnríkja og þróun- arlanda er hér lykilatriði. Margt bendh- til að ná megi skjótari árangri við að hægja á aukn- ingunni í losun koltvísýrings í heiminum með slíkri samvinnu en með því að iðnrfltin reyni að draga sem mest úr sinni losun heima fyrir. Hlutverk stjómmálamanna um allan heim er að skapa skilyrði fyrh- slíkri samsvinnu. Byggja þarf upp hvata til iðnríkjanna til að gera meira en þau gera nú til að hægja á aukn- ingunni í losun koltvísýrings í heiminum sem heild, jafnframt þvi að þeim væri gefinn kostur á að velja hagkvæmustu leiðina hverju sinni. Að velja á milli þess að draga úr losun heims- ins í heild með ráðstöfunum heima fyrir, og að hjálpa þróunarríki til að iðnvæðast á orkuskil- virkari hátt en ella. Draga þarf úr tortryggni þróunarríkjanna og finna leiðir til að iðnrflti og þróunarríki sem starfa saman geti skipt með sér á sanngjaman hátt ávinningnum af minni losun þannig að báðir hagnist. 1 Eitt exajúl, EJ, er milijarður milljarða júla, en júl (skammstafað J) er grunneining fyrir orku í alþjóðlegu kerfi mælieininga, svonefndu Sl-kerfi, sem nú orðið er hið lögformlega mælikerfi í flestum löndum heims, þar á meðal hér á landi, og metrakerfið er hluti af. Júl er sama og wattsekúnda og 25 watta rafmagnspera notar því 25 júl af raforku á hverri sekúndu svo dæmi sé tekið um stærð þessarar orkueiningar. Ein kílówattstund er 3,6 milljón júl, eða 3,6 megajúl (MJ). En mest kemst al- menningur í kynni við þessa mælieiningu á umbúðum um matvæli þar sem orkuinnihald þeirra (hitagildi) er tilgreint í kílójúlum (kJ) í hverjum 100 grömmum af matvælunum. Eitt kílójúl (kJ) er 1000 júl (J). Höfundurinn er fyrrverandi orkumálastjóri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. ÁGÚST 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.