Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 2
Ný dómnefnd bókmennta- verðlauna Norður- landaróðs NÝ DÓMNEFND Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs hefur veríð skip- uð samkvæmt tilnefningum mennta- málaráðherra landanna. Nefndin er skipuð til fjögurra ára. I nefndinni eiga nú sæti: Henrik Wi- vel menningarritstjóri og May Schaek bókmenntagagnrýnandi frá Danmörku, varamaður Peter Laugesen skáld; frá Finnlandi Marja-Liisa Nevala forstjóri og Mary-Ann Backsbacka rithöfundur, varamenn Anna Hollsten fíl. mag. og Elisabeth Nordgren bókmenntarit- stjóri; fulltrúar íslands Jóhann Hjálm- arsson skáld og Dagný Kristjánsdóttir dósent, varamaður Sveinbjöm I. Bald- vinsson rithöfundur; frá Noregi Einar 0kland rithöfundur og Linn Ullmann bókmenntagagnrýnandi, varamaður Karin Moe rithöfundur; frá Svíþjóð Hei- di von Born rithöfundur og Birgit Munkhammar bókmenntagagnrýnandi, varamaður Astrid Trotzig rithöfundur. Fjórir hafa setið áður i nefndinni Flestir hinna nýskipuðu dómnefndar- manna hafa ekki setið áður í nefndinni, að undanskildum Mary-Ann Bácks- backa, Jóhanni Hjálmarssyni, Dagnýju Kristjánsdóttur og Heidi von Bom. Dómnefíidin tilnefnir tvö verk frá hverju landi fyrir sig, en rithöfundasam- bönd Grænlands, Færeyja og Sama- lands hafa rétt til að leggja hvert fram eitt verk. Tilkynnt er um tilnefningar 1. desember ár hvert. Á fundi í Kaupmannahöfn 26. janúar 1999 sker dómnefndin úr um hver hlýt- ur Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1999. Verðlaunin era 350.000 danskar krónur og verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Helsingfors 8.-9. febrúar 1999. UNNIÐ er af krafti við tónlist- arhúsið í Kópavogi og þar verða Tónleikar í Kópavogi eftir áramót, því húsið verður vígt 2. janúar. TÍU TÓNLEIKAR TIL JOLA TÓNLEIKAR í Kópavogi eru hafnir enn eitt haustið og eru tvennir að baki, en 10 framundan til jóla. Þeir verða í Listasafni Kópavogs og Digraneskirkju, en 2. janúar 1999 verður nýtt tónlistarhús vígt í Kópa- vogp og flytjast tónleikarnir þangað. Jónas Ingimundarson, sem er maðurinn á bak við Tónleika í Kópavogi, sagði, að það væri ef til vill ekki fjarri lagi að segja að tónleikarnir ættu sinn þátt í því að nú væri verið að byggja sérstakt hús yfir tónlistina. Á fyrstu tónleikum haustsins kom fram Áshildur Haraldsdóttir og Howard Klug og Anna Guðný Guðmundsdóttir á öðrum. Á mánudaginn syngur Kristín R. Sigurðar- dóttir við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar og sunnudaginn 20. september verð- ur „amerísk innrás“, þegar Sigurbjörn Bernharðsson, Sigurður Gunnarsson og Nína Margrét Grímsdóttir flytja verk eftir Haydn, Sjostakovits og Brahms, en þau starfa öll í Bandaríkjunum. Mánudaginn 5. október leika Sigurður Ingvi Snorrason og Anna Guðný Guð- mundsdóttir verk eftir Schumann, Brahms, Poulenc, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Hundrað ára afmælis HUOÐSKREYTT HUÓÐBÓK HLJÓÐSKREYTT hljóðbók, skáldsagan Draumur þinn rætist tvisvar eftir Kjartan Árnason, verður gefin út í tilefni 10 ára starfsafmælis Hljóðbókagerðar Blindrafélagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem útgáfan hljóð- skreytir hljóðbók með þessum hætti. Forstöðumaður Hljóðbóka- gerðarinnar, Gísli Helgason, segir, að þetta sé eiginlega í fyrsta sinn sem hljóðskreytt hljóðbók er gefin út fyrir al- mennan markað. „Fyrir 15 eða 16 áram gerðum við tilraun með áhrifshljóð þegar við hljóð- skreyttum bókina hans Illuga Jökulssonar „Bara Lennon" en það gerðum við á vegum Hljóðbókasafns Borgarbókasafnsins og Blindrafélagsins sem síðan varð Blindra- bókasafnið. Sigurður Skúlason las þá bókina og við efnistókum hana og hljóðskráðum hveija einustu tilvitnun og hljóðskreyttum bókina með tilvitnunum í texta eftir Bítlana. Þetta tókst mjög vel og hefur blundað í okkur síðan en hugmyndin vaknar nú aftur til lífsins með bókinni hans Kjartans.“ Gísli telur feng í „afmælisbókinni“ sem kemur út um miðjan september. „Bókin hans Kjartans er svo ljúf og falleg. Við fengum Sigurð Skúlason til að lesa hana og með því að nota leik- og áhrifshljóð er hægt að auka áhrifamátt textans til muna. Við höfum lagt mjög mikið í útgáfuna með vandaðri bókar- kápu, í gerð Hlyns Helgasonar myndlistar- manns, og ítarlegri hljóðskreytingu.“ Útgáfa bókanna er nú í höndum Hljóð- Kjartan Árnason Emils Thoroddsen verður minnzt „Við slag- hörpuna" 19. október og 2. nóvember. Fyrri tónleikarnir verða í Listasafninu en þeir síðari í Digraneskirkju; þar sem tón- leikahaldið verður til jóla. Á þessum tón- leikum er Jónas við píanóið og segist ná því að flytja öll lög Emils. Þeir Þorgeir J. Andrésson og Loftur Erlingsson syngja á fyrri tónleikunum og Pétur Pétursson minnist tónskáldsins og á þeim síðari syng- ur Skólakór Kársness undir stjórn Þórunn- ar Björnsdóttur. Næstu mánudaga koma svo fram Orn Magnússon, sem flytur verk eftir Beet- hoven og Debussy, Jóhann Smári Sævars- son og Jónas Ingimundarson með efnisskrá eftir íslenzka og erlenda höfunda, Sigur- björn Bernharðsson og Anna Guðný Guð- mundsdóttir, sem flylja verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Þuríður Jónasdóttir og Stefano Malferrari, sem flytja verk eftir Donatoni, Boulez, Schumann, C.Ph.E. Bach og Sciarino. Fjórtánda desember er svo hefðbundið „Jólabarokk", þar sem Martial Nardeau, Guðrún Birgisdóttir, Camilla Söderberg og Elín Guðmundsdóttir flytja fjölþætta efnis- skrá. Ósögð orð í Normandí NORÐURLJÓSIN, lista og bókmennta- hátíðin í Normandí í Frakklandi, verður að þessu sinni haldin 16.-30. nóvember í Caen og tuttugu öðrum frönskum borgum. Yfir- skrift hátíðarinnar er Konan, undfrskrift kvenrithöfundai' og kvensöguhetjur. Auk norrænna lista- og leiklistarvið- burða munu augú 'manna beinast sérstak- lega að bókmenrifum kvenna á Norður- löndum og meðal gesta hátíðarinnar verða margir norrænir kvenhöfundar. í tengslum við hátíðina hafa komið út eða era væntanlegar eftirfarandi íslensk- ar bækur í frönskum þýðingum: Ég heiti ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdisi Gríms- dóttur, Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sig- urðardóttur og Ósögð orð eftir Kristjönu Sigmundsdóttur. Tilnefnd til verðlauna er ein íslensk bók meðal fjórtán annarra norrænna bóka. Það er skáldsagan Ósögð orð eftir KrisL jönu Sigmundsdóttur. Sú bók kom út í fyrra og fjallar um ellina og öldran frá sjónarhóli þess sem eldist og aðstandanda. bókaklúbbsins en Hljóðbóka- gerðin annast framleiðslu og hljóðvinnslu bókanna. Umfangið er þó nokkurt. „Við höfum gefið út mest tólf bækur ári og á þess- um tíu áram sem við höfum verið að böðlast í þessu eru komnir út um 55 titlar. Meðal annars höf- um við staðið að útgáfu á íslend- ingasögunum í ritstjórn Örnólfs Thorssonar og stefnum að því að allar sögurnar verði komnar á hljóðrænt form um aldamótin. Upplögin sem við seljum af hverri hljóðbók eru frá 250-300 upp í 5-600 eintök. Stundum ívíð meira. Þessari sölu höfum við náð m.a. í gegnum Hljóðbókaklúbbinn sem við stofnuðum fyrir þremur árum en hann hefur reynst okkur vel til markaðssetja bæk- umar okkar á almennum markaði.“ En hljóðbókaútgáfa á sér lengri sögu en áratuginn sem nú er haldið upp á. „Byrjað var að lesa bækur inn á segulbönd hjá Blindrafélaginu árið 1957. Við stofnuðum svo hljóðbókagerð hjá Blindrafélaginu fyrir rúm- um 20 árum sem rann svo saman við Blindra- bókasafn íslands. Þegar svo aðskilnaður varð endurvöktum við Hljóðbókagerðina og nú era því tíu ár síðan Hljóðbókagerðin varð sjálf- stæð og fór að framleiða hljóðbækur fyrir al- mennan markað. Við. höfum þá trú að hljóðbækur séu ekki bara fyrir blinda og sjónskerta heldur fyrir alla. Við höfum reynt að auka okkar útgáfu þannig að hún spanni sem víðfeðmast svið. Hljóðbókinni er ætlað að höfða til allra og við höfum böm jafnt og fullorðna í huga. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfírlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Kjai*valsstaðir -30/60+, samsýning tveggja kynslóða. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið alla daga nema mánudaga kl. 13-16. Gallerí 20 fermetrar, Vesturgata lOa Helgi Hjaltalín Eyjólfsson sýnir. Gallerí Fiskur, Skólavörðustíg 22c Hreinn Friðfinnsson og Egill Sæbjörnsson sýna til 10. sept. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Susanne Christensen sýnir til 13. sept. Gallerí Fold, Kringlan Samsýningin Hvalir. Gallerí Hár og list, Hafnarfirði Brynja Arnadóttir sýnir til 17. sept. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox v. Vatnsstíg: Almee Simons. Gallerí Barmur: Gunnar Magnús Andrésson. Gallerí Hlust, sími: 551 4348: Story, eftir Janet Passehl. Ut sept. Gallerí Listakot Samsýning 13 listakvenna. Til 26. sept. Gerðuberg: Sjónþing Kristins G. Harðarsonar. Til 24. okt. Hafnarborg Jón Óskar, Guðjón Bjarnason og Bjarni Sigur- björnsson. Hanna Kristín Gunnarsdóttir sýnir í kaffístofunni til 14. sept. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sigi-ún Eldjárn. Bridget Woods. Margrét Sveins- dóttir. Til 27. sept. Mokkakaffí, Skólavörðustíg Norræna húsið, Hringbraut Roj Friberg. Til 27. sept. Andy Horner. Ljósmyndir frá Álandseyjum. Til 30. sept. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur Ljósmvndasýning barna. Til 15. sept. Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóminjasafn íslands, Hafnarfírði Sumarsýning á ljósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suður- götu Handritasýning. Til 14. maí. Gallerí Sævars Karls við Bankastræti Sjónþing Kristins G. Harðarsonar. Til 30. sept. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir til 12. sept. Ingólfsstræti 8, Ingólfsstræti 8 Verk Rögnu Róbertsdóttur, Bryndísar Snæbjörns- dóttur og Sólveigar Aðalsteinsdóttur í gegnum gluggann til 17. sept. Listasafn ASÍ Gryfjan: Helena Guttormsdóttir. Ásmundarsalur: Sigríður Ólafsdóttir. Til 13. sept. SPRON, Mjódd Harpa Björnsdóttir sýnir til 24. okt. Listaskálinn, Hveragerði Ljósmyndasýning Mats Wibe Lund. Laugardagur Kaffíleikhúsið: Oliver Manoury, nandoneon, Árni Heiðar Karlsson, píanó, Tómas R. Einarsson, kontrabassi, og Edda Heiðrún Bachman, söng- og leikkona. Kl. 21. Mánudagur Hafnarborg: Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, sópran og William Hancox píanó. Kl. 20.30. Listasafn Kópavogs: Kristín R. Sigurðardóttir, sópran, og Jónas Ingimundarson. Kl. 20.30. Þriðjudagur Selfosskirkja: Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Guðný Guðmundsdóttir píanó. Kl. 20.30. Borgarleikhúsið Grease, lau. 5., sun. 6., fim 19., fös. 18. sept. Sex í sveit, lau. 12., fös. 18. sept. Iðnó Rommj, sun. 6. sept. Þjónn í súpunni lau. 5., fím. 10., fös. 11. sept. íslenska óperan Ávaxtakarfan, frums. sun. 6. sept. Sun. 13. sept. Hellisbúinn lau. 5., fím. 10. sept. Loftkastalinn Bugsy Malone, sun. 13. sept. Fjögur hjörtu, lau. 5., sun. 6. sept. Á sama tíma að ári, lau. 5., sun. 6. sept. Kaffileikhúsið Svikamylla, lau. 12. sept. Skemmtihúsið, Laufásvegi 22 Ferðir Guðríðar, sun. 6., fos. 11. sept. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menn- ing@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 5. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.