Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 5
reynslu, sem er nákvæmlegu eins og reynsla allra annarra. Borgaralegar hversdagssálir cru hér nógar.... Oss vantar tiibreytingu í hið svip- lausa þjóðlíf vort og bókmenntir. Oss vantar frumleik, hugrekki og hreinskilni. í bók sinni, íslenzk myndlist, segir Bjöm Th. Bjömsson listfræðingur um þetta tímabil: Á áratugnum frá 1918 til 1928 var örvun til lista af opinberri hálfu minni en á nokkru öðru tímabili aldarinnar til þessa. ... Nærri stappaði jafnvel, að forráðamenn þjóðarinnar sýndu hinni uppvaxandi listamannakynslóð beina óvild, og opinberlega var látið að því liggja hvað eftir annað, að fjölgun listamanna værí þjóðfélagslega varhugaverð. Astandið virðist því á ýmsan hátt hafa verið óhagstætt fyrir íslenska listþróun og nýjungar í listum og menningarmálum átt erfitt upp- dráttar á þeim tímapúnkti sem Bandalag ís- lenskra listamanna hélt innreið sína í íslenskt þjóðlíf. Á þvi herrans ári 1928 Nú víkur sögunni til ársins 1928, sem er merkisár í íslenskri menningarsögu. Þá var Menningarsjóður Islands stofnaður og lista- menn tóku höndum saman og stofnuðu Banda- lagið. - En Róm var ekki byggð á einum degi og ekki voru allir listamenn jafnhrifnir af slíkum samtökum. Ef til vill hefur sumum þótt vegið að því rómantíska sjónarmiði að listamenn ættu að vera frjálsir og óháðir en ekki njörvað- ir í félagasamtök með ákveðin lög og reglur. Fyrst og fremst var þó um tvenns konar sjónarmið að ræða, gamli og nýi tíminn áttust við; hugmyndir þeirra sem heima sátu, rót- grónar í bændasamfélaginu, og svo hinar nýju og uppreisnargjörnu menningarhugmyndir sem komu að utan. En stundum er líka erfitt að draga menn í menningarpólitíska flokka i þessu sambandi, þvi auðvitað höfðu þeir líka sínar persónulegu skoðanir á málinu eins og Einar Jónsson myndhöggvari sem segir þetta í bréfi til Guðmundar frá Miðdal í janúar 1928: ... þá veiztu aðjeg hef frá byrjun ekki viljað ganga í þennan fjelagsskap. Það „lyktaði“ - að mjer fannst eitthvað svipað og „sýningin“ og hcnnar forkólfar forðum. (Hér á Einar senni- lega við sýningu Listvinafélagsins 1927, sem var mjög umdeild.) Þarna kom Jón Leifs og vildi strax hremma mig, og sagði mér að Gunn- ar Gunnarsson ætti að verða formaður, þetta greip mig strax gróflega ónotalega upp á sama hátt og svo margt annað hefur gripið mig illa og sem oft hefur áður hefnt sín, efjeg ekki hef hlýtt rödd þeirrí. ... Annars er mjer með öllu ókunnugt til hvaða góðs fjelagsskapur þessi er stofnaður. Hér má bæta því við til skýringar, að viss óvild var á milli svilanna Einars og Gunnars Gunnarssonar vegna einhverrar fjölskyldumis- klíðar, það er ef til vill ein ástæðan fyrír áhuga- leysi Einars. En Einar skipti svo um skoðun varðandi félagið, því hann var einn af stofnend- um þess um haustið. Sumarið 1928 var Jón Leifs í Baden-Baden. Hann var greinilega með allan hugann við fyrirhugaða félagsstofnum og í júlímánuði sendi hann Guðmundi bréf ásamt uppkasti að félagslögum og tillögum um félags- menn. Jón bað Guðmund að athuga plöggin í kyrr- þey og hafa „hljótt um málið fyrst um sinn, svo að ekki byrji neinn undirróður á móti áð- ur en til framkvæmda kemur“. Sagðist svo ef til vill koma heim í snögga ferð og vonandi með umboð frá þeim er væru erlendis, „... og vona ég að þá verði hægt að stofna félagið.Selb- hilfe“ (sjálfhjálp) er eina ráðið, sem skilið hefur verið eftir handa okkur listamönnunum, en hlutverk félagsins er svo margt og margvís- legt, að það verður ekki talið í bréfi.“ Þegar Jón fór heim síðsumars lagði hann lykkju á leið sína, sem sjá má á þessum orðum Gunnars Gunnarssonai- skálds, er hann skrif- aði löngu seinna í eftirmælum um Jón Leifs: Það gæti verið upp á dag fyrir 40 árum síðan fundum okkar bar saman í fyrsta sinni: Sumar- ið 1928 gerði hann sér ferð frá Beríín til Norð- ur-Sjálands gagngert þeirra erinda, að fela mér formennskuna í hinu hugmyndaða banda- lagi síriu. Færðist ég undan á þeim forsendum, að heimilisfang slíkra samtaka og þá um leið formanns þeirra yrði að vera á Islandi heima. En Jón Leifs var löngum maður fylginn sér: hann mundi ekki gangast fyrir stofnun banda- lagsins öðrum kosti, lét hann mig vita. Þegar hann kvaddi hafði honum tekizt að telja manni sér tíu árum eldri hughvarf: heimilisfang bandalagsins skyldi verða Reykjavík, enda þótt af þriggja manna stjórn formaðurinn sæti úti í Danmörku, ritarínn í Þýzkalandi, - eini heimamaður stjórnarinnar var fjallagarpurinn Guðmundur frá Miðdal... Jón Leifs kom til íslands með Brúarfossi í ágústlok, svo hann hefur sennilega verið á var á seyði? Hvað voru þeir að bralla þessir listamenn sem svo kölluðu sig? Jú, í vasa eins þeirra; reyndar þess sem mest virtist liggja á og mætti fyrstur, voru merkisplögg, umboð er- lendis frá sem boðuðu eitthvað nýtt... Það var sem sé á haustdögum árið 1928, að listamenn héldu stofnfund Bandalags íslenskra listamanna. Jón Leifs, aðalhvatamaðurinn að stofnuninni, hafði upp á vasann umboð frá listamönnum erlendis, en þeir voru um helm- ingui' stofnfélaga. Jón Leifs sagði að þessum listamönnum þætti „óviðeigandi að í landi list- anna væri ekki til neitt stjettarfélag lista- manna“, gefum Jóni orðið áfram: Þeim [listamönnunum] fannst ófært að þessi stjett, sem í flestum mentalöndum er meira metin en nokkur önnur stjett, skyldi á Islandi vera minna metin en nokkur önnur, - skyldi í rauninni ekki vera til, því að fram að þessu hafa íslenskh■ listamenn staðið utan síns þjóð- fjelags, - síðan þeir hættu forðum að halda uppi heiðrí þjóðarinnar við hirðir norrænna konunga. Nú var frekast litið á þá sem ölmusu- menn eða fífl, sem ættu eiginlega engan rjett á sjer í borgaralegu þjóðfélagi. Það átti að vera fyrsta hlutverk Bandalagsins að breyta þessu... (Mbl. 1. sept. 1936.) HÓTEL Hekla við Lækjartorg á þriðja áratugnum. Stofnfundur Bandalags íslenskra lista- manna fór fram þar 6. september 1928. BÆJARBRAGURINN í Reykjavík fyrir 70 ár- um var æði ólíkur því sem nú er orðið. Mynd- in er úr Austurstræti og er tekin nokkrum árum eftir stofnfund BÍL. s7C?NE?»"tin oc iu-jSTcrrr::r-u?.. 1. Annlc Lcifs 2. Asgriaur Jónsson ð. Asaundur Svcinccon 4. B^crs^in Cu&rundccen 5. EryndólTur fcrónrscn 6. Eoviö StcfÁr.cson 7. D6ra SisurÖGBon 6. Lccert Laodcl g. Söjert StcfinsEcn 10. • Binar ScnedilctBGon 11. Einar H. Kvaran 12. Einar Jónsson 13..Snil Thoroddscn 14 Énil Talters 12. Finnur JónsBcn 16. FrlöriSc Asnundsson BrcJtKiui 17. Cufcnunuur Einarsccn 16. Cu&nundur Friöíénsscn 19. Guór.. Gislason Hngalín 20. Guón. Kantan 21. Gunnsr Gunncrsscn 22. Gunnlaugur Blcndal 23. Halldór Kilían Laxr.ess 24. Haraldur Sigurósccn '25. Indriöi SinsrsBon 26. Jakob Thcrarensscn 27. Jchánn Jónsson 2S*. Jóhanhes Kíarval 29. Jón Jóncson 30. -Jón Leirs 31. Jón Stcíánjison 32. Jón Sveinsscn 3o. Jón Poricirsscn 34. Júliana Svcinadóttir 35. Kristin J cndsdóttir Cö. Kristía SlEÍásdóttir 37. KriEtíia Albertson át. Hri-----n GuótiundEEOn 3£. M-c Sarmndss m 40. fíU lEÖlfEEOn 41. Fjctur JónsEon 42. Rikaröur JónBSon 43. SIeTús Zinarsson 44. EtcTán tri Hvitedal 43. Fórbcrsur Fórðarson 46. Fómrinn Jónsson. S T J 0 H N jcosia i Etofnfundi >. 6. sept. liZL: Gunnsr GunnarSsón foranöur, Jón Leifs riiari. GuOcúndnr Linarsson EirIdXcri Varanenn 6t;ór-ia—irmer; Gu&nundur Bagalin. PáU IsólfEEÖn, Finnur Jónsson. Lcgmaóur: Stefin Jóh- Stefínsson. F i árgEr.luaaftur: 4J- PLAGG sem til er með nöfnum stofnenda. Ekki er þó vitað hverjir þessara listamanna sátu stofnfundinn í eigin persónu - og hverjir voru aðeins nöfn á skrá hjá Jóni Leifs. heimleið frá Þýskalandi þegar hann kom við hjá Gunnari í byrjun ágúst. Hið opinbera er- indi hans heim var að hljóðrita þjóðlög, enda kom hann heim með styrk frá þýsku vísinda- akademíunni og Menntamálaráði íslands. En hann hafði einnig með í farteskinu umboð frá íslenskum listamönnum er dvöldust erlendis, um að stofna samtök listamanna. Fyrir 70 árum Hví blakta flökk við húna? / Hví skríðist gjörvöl borg? / Fólkið hið fagurbúna / flykkist um stræti og torg / - eitthvað á þessa leið orti Jón Helgason eitt sinn - og mætti ég ráða sög- unni núna, þá hefði ég látið þessar ljóðlínur eiga við 6. september 1928 - en svo var nú víst ekki, því miður. En það hefur þó áreiðanlega vakið forvitni margra höfuðstaðarbúa, þennan septemberdag 1928, þegar nokki-ir jakkaklæddir menn, flestir með hatta, lögðu leið sína hver eftir annan yfir Lækjartorg og hurfu inn í Hótel Heklu sem stóð Hafnarstrætismegin við torgið. Þeir höfðu brett upp kragana þvi það voru skúraleiðingar þennan haustdag þótt hlýtt væri í veðri. Hvað Stjórn Bandalagsins hafði, lögum sam- kvæmt, þann hátt á að senda félagsmönnum lög og aðrar samþykktir til undirskriftar. Svar- bréf bárust víðsvegar að. Það er fróðlegt að líta á nokkur þeirra, frá fyrstu mánuðum þessa ný- stofnaða félagsskapar. Bréfin eru öll skrifuð til ritarans, Guðmundar frá Miðdal. Eggert Stefánsson og Ásmundur Sveinsson voru báðir í París á þessum tíma og frá báðum bárust bréf í október. Eggert: „Kæri herra! Jeg sendi hér með 10 kr. og lög félagsins und- irskrifuð af mér, ... með óskum um gæfu fyrir félagið.“ Ásmundur: „Kæri vinur! Eg sendi þér hér með félagslögin en íslenska peninga hef ég ekki hér þar af leiðandi sendi ég þetta bréf fyrst til Helga Hjörvar og bið hann að koma því til þín ásamt 10 krónum. Mér líst vel á þessa félagsstofnun." Pjetur A. Jónsson skrifaði frá Bremen í nóvember og þakkaði kærlega fyrir eintökin af lögum „Bandalags íslenskra listamanna", hann sagðist senda annað eintakið undirskrif- að, sömuleiðis 10 mörk, sem hann bað Guð- mund Einarsson að skipta í Reykjavík, ekki væri hægt að fá íslenskar krónur í Þýska- landi. Og frá New York kom bréf í sama mánuði frá Emil Walters, sem þakkaði fyrir þann heið- ur að fá að vera einn af stofnendum Bandalags íslenskra listamanna. „Eg get fullvissað yður um það að eg ber mikinn áhuga fyrir Islandi og íslenskri list og mun jafnan vera fús að hjálpa eftir megni.“ Þannig voru flestir sem erlendis voru ánægð- ir með þennan félagsskap, þótt sumir sem skrif- uðu seinna ættu í basli með að borga félags- gjöldin. Má nefna Jóhann Jónsson í Potsdam við Berlín, sem svaraði ekki fyrr en í janúar: ... Orsökin fyrír þessum altof langa drætti á endursendingu lagaeintaksins með undirskrifí minn er fátækt ein - og bið ég afsökunar á þeirri ósæmilegu staðreynd! Eg var að veigra mér við - eins og vonandi er skiljanlegt - að senda undirskrift mína „blánkur“. En þó verð- ur nú sá endirínn á að verða, enda er mér það langtum geðfelldara en hitt: að verða „strikað- ur út“ affélagaskrá þessa þarfasta félagsskap- ar, sem hingað til mun hafa veríð stofnað til i íslensku menningarskym, sem ég ekki einasta tel mér stórsæmd að fá talist til, heldur sjálf- sagða og ljúfa skyldu.“ Sá andi sem sveif yfir vötnunum við fasta- borðið á Weinstube Lutter & Vegner var orð- inn að veruleika, Bandalag íslenskra lista- manna, hafði hafið göngu sína. Stjórnar- starf þess og starfsemi öll var þung í vöfum til að byrja með. Aðalstjórnin, þrír menn hver úr sinni höfuðgrein listanna - skáldlist - tónlist - myndlist, sátu í þremur löndum. Gunnar Gunn- arsson formaðurinn í Danmörku, Jón Leifs rit- arinn í Þýskalandi og Guðmundur Einars- son gjaldkerinn í Reykjavík. Þrátt fyr- ir ýmsa byrjunarörðugleika gáfust menn aldrei upp, því eins og Gunnar Gunnarsson sagði i ■ einu bréfa sinna - „sigla má þó á gefi“. Þá juku andstæð sjónarmið félagsmanna einnig á erfið- leikana. Má nefna sem dæmi að inntökuskil- yrði í félagsskapinn voru til að byrja með varla „hönnuð“ fyrir íslenkst þjóðfélag og þegar leit- að var álits stofnenda vegna hugsanlegra nýrra félagsmanna mátti heyra ýmsar mishljóma raddir. Úr bréfi Guðmundar Friðjónsson- ar frá Sandi í janúar 1930: Eigi er mér kunnug list eða snild sumra, sem þér hafíð á spöðunum í félagið ... Annars er vandi að draga skáld í dilka og slíkt hið sama, aðra menn, sem eru mitt á milli hús- gangs og bjargálna í listaefnum. Þorbergur og Kiljan eru að mínu viti þess háttar menn og þeirra bjargálnir helst í því fólgnar að þeir fara stundum vel með íslensku. En Hallbjörn er þó fremri þeim að því leyti... En bæta skal eg þvi við, að mér er meinilla við „ismana", sem sr. Friðrik í Vesturheimi kallar „djönklist“, á heppilegan hátt. Þess háttar rassakastamenn hefði eg viljað hafa utan félags. Þau samtök, sem má rekja til fundanna i Berlín 1925 og voru stofnuð í Reykjavík 1928, undir nafninu Bandalag íslenskra listamanna, áttu því í töluverðum örðugleikum framan al með að sameina og sætta þessi rótgrónu þjóð- legu viðhorf annars vegar og nýja alþjóðlega menningarstrauma sem knúðu dyra á íslenskt samfélag. Rauður dregill og lúðrablástur voru ekki til staðar við stofnun þessara ágætu samtaka, fremur eins og varla hafi mátt fréttast um hana út fyrir raðir stofnfélaga. Fróðlegt að velta því fyrir sér hvers vegna listamennirnir sjálfir voru margir jafn tregir til, jafnvel staðir í spori eins og heimildir sýna. - Mín skoðun er sú að margt komi til: Listamenn voru löngum litnir hornauga sem stétt, nánast litið á þá sem stéttleysingja, þeir áttu óvissan og óskil- greindan stað í þjóðfélaginu sem var í mótun. Þeir voru óvanir að láta til sín taka eða krefj- ast nokkurs - hikandi, jafnvel hræddir, vildu ekki styggja stjórnvöld og þjóðina og vera álitnir eins konar skæruliðahópur. Á þessum sjónarmiðum sést stundum örla hjá Guðmundi frá Miðdal og Gunnari Gunnarssyni þótt þeir yrðu samt í forsvari samtakanna. (...“tók eg nauðugur að mér formannsstöðuna" segir Gunnar í einu bréfa sinna). Þegar Jón Leifs minnir æ á það í bréfum sínum að nú þurfi „að róa í þingmönnum", segir Guðmundur frá Miðdal að slíkt sé „dónaleg atvinna" og ósam- boðin þeim sem beint hugsa." Gunnar segir í sínum bréfum ekki vilja gera annað en það sem „stjórn og þjóð lítur hýru auga“. Og þá má ekki gleyma því að Guðmundur vai' sá eini þeirra sem var hér heima og á honum brann eldurinn. Um deyfðina og hægaganginn heima fyrir segir hann að sér sé „áhugalaust fólk minna virði en skíðastafir hvað þá skíðaferð- ir!“ Þegar loks birtist eitthvað á prenti um stofnun Bandalagsins í janúar 1929 var það út í Þýskalandi - og fékk Jón Leifs skammir fyrir hjá löndum sínum! Sú aldalanga menningarþróun sem hafði átt sér stað erlendis: Listamenn losnuðu úr viðjum bændasamfélagsins, þeir bundust samtökum SJÁ NÆSTU SÍÐU LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. SEPTEMBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.