Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 8
ÍBÚAR álfunnar vöruðust ekki óvini sína; bæði inkar og aztekar gátu sýnt mikla grimmd, en þeir áttuðu sig ekki á grimmlyndi Spánverjanna, slægvisku þeirra og ágirnd. Málverk eftir Diego Rivera. ÞEIR KOMU MEÐ ELDI OG SVERÐI UM LANDVINNINGA SPÁNVERJA I / ILJÓÐABÓK sinn Cantx) general (Allsherjarsöng- ur) rekur Pablo Neruda sögu Rómönsku Amer- íku frá upphafi. Hann greinir frá því hvemig landvinningar Spánverja sneru við frumbyggjum álfunnar á þeim dögum þegar ríki inka og azteka stóð með mestum blóma og íbúarnir uggðu ekki að sér eða þeirri hættu sem fylgdi fámennum hópi torkennilegra manna er komu aðvífandi að landi þeirra á skipum sínum. Þegar þessum gerólíku kynþáttum laust sam- an og menning indjánanna hrundi eins og spilaborg. Eftir að þeir komust undir yfirráð hvítra manna hefur niðurlæg- ingin fylgt þessum stolta kyn- þætti, einsemdin verið fylgi- kona hans og söknuður eftir löngu horfnum dýrðardögum. Pablo Neruda rekur í ljóðum sínum sögu sem er andstæð þeirri sem stendur í skólabók- um og er ef til vill lygi frá rót- um, eða að minnsta kosti ekki nema hálfur sannleikurinn. I viðleitni sinni að finna uppruna álfunnar og menningar hennar hefur hann ferð sína áður en Kristófer Kólumbus kemur til sögunnar og raunar áður en maðurinn sjálfur birtist. I fyrsta hluta bókarinnar, sem heitir Ljósker á jörðu, yrkir hann um gróðurinn, dýrin, ám- ar og steinana, og minnir á að náttúran var til löngu áður en maðurinn kom til að þekja hana lygum sínum og gervum. Hann snýr aftur til frumstæðrar náttúru mannsins og finnur þar frumkrafta þess kyn- þáttar sem síðar meir fæddist til þessarar jarðar. Ljósker á jörðu er sköpunarsaga Neruda og segir frá því þegar kviknaði á fyrsta jarð- arljósinu, þegar fyrsta titrandi augnlokið lyftist. Hann leitar til móður náttúru til að rekja aftur sporin til þeirrar sögu sem spænsku landvinningamennirnir gerðu að engu. Hann snýr aftur til landa sem enginn hefur nefnt eða talið, í því skyni að skyggnast á bak við misvísandi og handahófskenndar nafngiftir Spánverjanna og sagnaritara þeirra til að geta nefnt þau á nýjan leik án íhlutunar hinna langtaðkomandi og framandi manna. Og hann kemst á slóðir upprunalegrar paradísar þar sem maður og náttúra eru eitt. Arákinn í Suður-Chile verður vart greindur frá skógartrjánum; gjörvöll náttúran styður manninn og menntar hann, í henni er að finna öflug meðul, hulin þeim sem ekki lifa samkvæmt henni. Neruda segir frá því hruni sem verður þegar landvinningamað- urinn nauðgar brúðarblómi ættbálksins og ræðst á jörðina. Og samt, þegar hann lýsir borgarrústunum í Macchu Picchu, spyr hann sig upp úr miðjum hamingjudraumi mannsins hvort sag- an hafi ekki þá þegar verið farin að skerða frelsi manns og náttúru á undan Spánverjum. Hvort Macchu Picchu með sínum nákvæmlega tilhöggnu, homréttu steinum hafi ekki líka verið reist með tilkostnaði mannlegrar fórnar. Og hann biður löngu dána forfeður sína að stíga fram og tala gegnum sig og fylla bikar nýs lífs með gömlum sársauka sínum. Inkarnir i Perú „Af öllum horfnum menningarsamfélögum heimsins talar inkaríkið ef til vill skýrast tii okkar í dag,“ segir breski fræði- maðurinn C.A.Burland. „Þeir gerðu marga hluti vel og stýrðu ríki sínu af festu og eftir kjörorðinu: „Til sérhvers manns sam- kvæmt þörfum hans, frá hverjum manni samkvæmt getu hans“. Þeir byggðu ágæta vegi í þessu erfiða landi og samgöng- ur voru prýðilegar þrátt fyrir að þeir þekktu ekki hjólið og kunnu ekki að skrifa; þeir voru frábærir landbúnaðarmenn og skipulögðu út í æsar efnahagslíf sitt, og samt hrundi veldi þeirra sökum óeiningar við innrás Spánverja." En ekki einung- is af þeim sökum, heldur vegna þess hversu ólíkir þessir kyn- þættir voru og menning þeirra; hversu margt skildi þá að. Ibú- ar álfunnar vöruðust ekki óvini sína; bæði inkar og aztekar gátu sýnt mikla grimmd, en þeir áttuðu sig ekki á grimmlyndi Spánverjanna, slægvisku þeirra og ágimd. Það finnst engin fullnægjandi skilgreining á stjórnarfari inkanna. Þama var fullkomið einræði eins manns sem hafði með höndum konungsvald; þama var ríkisrekið velferðarþjóð- félag og þarna bar sérhver einstaklingur ábyrgð gagnvart rík- inu og fékk umbun frá því. Það bar í sér eitthvað af öllum þeim stjómkerfum sem við þekkjum núna og var í raun einstakt á sínum tíma og jafnvel í allri veraldarsögunni. En það hefur verið lítið svigrúm fyrir einstaklingsþarfir í svo skipulögðu ríki og engin leið að komast hjá vinnu. Ætlast var til vinnusemi þegnanna umfram allt og hlýðni við lög og reglur samfélagsins. Skortur Perúbúa á framkvæði var eitt af því sem stuðlaði að sigri Spánverja; þegar inkinn, sonur sólarinnar, var fallinn í hendur óvinunum var enginn til að stjórna og herinn tvístraðist í ráðleysi og ótta. Sóldýrkunin tók á sig ýmsar myndir í álfunni. Hjá aztekum krafðist guðinn mannfórna, en ekki hjá inkum. Þeir blótuðu EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR MENNIRNIR EFTIR PABLO NERUDA Lengst í nafnlnusum útjaðri Ameríku leynist Arákinn meðal streymandi vatna umlukinn kulda allrar jarðar. Sjáið suðrið stóra og einmanalega. Enginn reykur finnst í hæðum fjallanna aðeins bjartar snjóbreiðurnar og napur vindurinn sem auðnin hefur afneitað. Ekki hlusta í grósku skógarins eftir söngvum leirkerasmiðjunnar. Allt er hjúpað þögn vinda og vatns. En út um laufþykknið horfír stríðsmaðurinn og frá lerkitrjánum berst óp. Tígursaugu blika í snæviþöktum hæðum. Sjáðu hversu hljóðlega spjótin doka heyrirðu hvernig þýtur íloftinu sem örvarnar kljúfa. Sjáðu brjóst hans og fætur og hárið svarta sem glansar í skini mánans. Sjáðu reginauðn stríðsmannanna. Hér er enginn. Söngfuglinn kliðar eins og vatnsbuna á stjörnubjartri nótt. Kondórinn þenur sitt svarta vænghaf. Hér er enginn. Heyrirðu? Fótatak púmunnar berst um loftið og laufíð. Hér er enginn. Hlustaðu. Hlustaðu á trén hlustaðu á trén íArákaníu. Hér er enginn. Sjáðu steinana. Sjáðu steinana í Arákaníu. Hér er enginn. Aðeins trén Aðeins steinarnir, Aráki. Berglind Gunnarsdóttir þýddi: Það er brot úr Ijóðinu sem hér birtist. ekki mönnum nema í ýtrastu neyð. (Þjóðflokkurinn Chimu á vesturströnd inkaríkisins leit aftur á móti á sóhna sem grimman guð og dýrkaði mán- ann sem mildaði miskunnar- laust sólarljósið.) En yfir höf- uðguðum inkanna, sólguðnum og systur hans, tunglgyðjunni, var samt æðra afl, hinn heilagi skapari alheims, Viracocha. Öll fyrirbæri himins höfðu til að bera mátt, svo sem regnbog- inn og þraman. Perúbúar lögðu stund á stjamfræði og til voru kynstrin öll af goðsögum um stjörnumar. Mynd sólguðsins Inti er sýnd á hUð- inu á Tiahuanaco. Upp af höf- uðbúnaði hans rísa logagylltir snákar eins og eldingar með höfuð af púmu eða kondór- fugli, og hann heldur á elding- arsnákum. A kinnum hans era tár, en sú var trú Perúmanna að gullið væri tár sólarinnar og því að sjálfsögðu helgað guðn- um. Brons var aðallega notað í verkfæri, með notkun þess sýndu Perúbúar tæknikunn- áttu sem stóð öðrum þjóðum álfunnar framar. Ennfremur var meðal þeirra talsverð silf- ursmíði og steinsmiðir voru þeir mestir allra í samanlagðri veraldarsögunni. Vegna þess að allt gull tilheyrði sólguðnum einum þekktu íbúar inkaríkis- ins ekki ágirnd og einkaeign- arréttur fyrirfannst þar ekki. Margir gullgripanna sem ink- ar smíðuðu vora frábærir að gerð og fegurð, svo sem skjöldurinn sem sýndi sól og mána meðal stjarnanna og sköpunarsöguna. Hálfri annarri öld eftir að Spánverjar höfðu brætt allt gullið og mótað ur því stengur svo auð- veldara væri að flytja það milli landa minnt- ust indjánar enn þessa undragripar og sagnaritarar lýstu honum í bókum. Töframenn gegndu svipuðu hlutverki og kollegar þeirra í Evrópu á sama tíma. Þeir sáu um minniháttar vandamál, en allar æðri og vandasamari framkvæmdir vora í höndum prestanna. Bölvun þein-a gat drepið fólk, blessun þeirra bætt hverja kröm. Prestar sáu einnig um tímatalið. Auk þeirra störfuðu læknar sem voru ýmist karlar eða konur. Lækningarmáttur þeirra var náðargáfa frá guðunum og krafturinn kom bæði frá himni og jörðu. Jörðin lét í té jurtir sínar, en sólin ljós sitt og lærdóm. Lækningin fór fram með trúarlegu ritúali, sunginn var seiður yfir sjúklingnum og framdir töfrar. Þannig greip trúin inn í allt líf manna á þann hátt sem erfitt er fyrir nútímamenn að skilja. Allt í lífi manna rann saman í eina órofa heild þar sem öllu var vel fyrir séð; menn óttuðust ekki dauðann og sættu sig við lífið. Slík heildarsýn alls hlýtur á vissan hátt að hafa stuðlað að ánægju meðal fólksins, jafnvel hamingju, segir Burland. Framleiðni var feiknarmikil því einnig vinnan bar í sér guðlegan tilgang, en var ekki eintómur þrældómur án annars markmiðs en að viðhalda sjálfum sér og sínum. Allt sem var ríkinu og þegnum þess til góða bar í sér guðlegan kjama og maðurinn var að sínu leyti hluti hins guð- lega. Þessi lífsskilningur er fjarlægur nútímamönnum með allri sinni efa- og vísindahyggju; ef til vill eru listir eini vettvangur- inn þar sem mönnum gefst kostur á að nálgast hið trúarlega af viðlíka dýpt. Ef hópur manna nú myndi haga daglegu lífi sínu á jafn innfjálgan hátt og inkarnir gerðu væri hann eflaust kallað- ur ofstækismenn eða jafnvel brjálæðingar. En guðir Per- úmanna stóðust þó ekki fyrir hermönnum Spánverja; þar mætti bronsöldin jámöldinni í ójöfnum hildarleik. „Suðrið var gullið undur,“ segir í Canto general, og víst horfðu Spánverjarnir soltnum augum á dýrðarljóma gullsins. Þegar þeir rændu gullinu vanhelguðu þeir hinn mikla guð sólar og lífs. Og þegar þeir sigraðu son sólarinnar, Atahualpa Yupanqui, bundu þeir enda á veldi inkanna í Perú. Þótt Atahu- alpa hafi sjálfur verið grimmlyndur verða með dauða hans táknræn skil í sögu Rómönsku Ameríku. Glæst saga inkaríkis- ins var á enda rannin, það sem síðar varð táknaði fyrir þegna þess og niðja hörmulega niðurlægingu og upplausn. Sigurfór Spánverja varð svo afdrifarík að hún gerbreytti sögu álfunnar; með dýpri skilningi mætti segja að þar með glötuðu íbúar hennar uppranaleika sínum eða „sakleysi", og við tók nýtt til- veruskeið, ný saga. Spánverjar voru vægðarlausir við síðasta inkann í Perá. Hann var hafður um hríð I haldi, en svo þótti Spánverjum hann ógna öryggi sínu og standa í vegi fyrir frekari framkvæmdum í landinu. Um síðir bjuggu þeir til málamyndakærar á hendur honum og dæmdu hann til dauða, en fyrir aftökuna tók hann kristna trú, enda lofuðu þeir honum að þá yrði dauðdaginn kvalaminni. Sagnaritarar eru mjög harðorðir í garð Spánverja um þennan skammarlega verknað og telja að með honum hafi þeir ritað blóðugustu blöðin í allri landvinningasögunni. „Nótt- in féll yfír Perá eins og svartur logi,“ segir Pablo Neruda í Canto general. Höfundur er rithöfundur og bókavörður. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.