Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 14
GREINARHÖFUNDURINN á slóðum Sigrid Undset í Lillehammer. sín um skeið er þau bjuggu í Osló. Fyrri eigin- kona Svarstad virðist hafa verið ófær um að ala þau upp og setti þau á stofnun. Kristín LavranzdóHir Ritstörfín voru Sigrid Undset í senn andleg og fjárhagsleg nauðsyn. Forlagið ýtti á eftir henni að skila nýrri bók á ári hverju. Árið 1919 flutti hún bamshafandi til Lillehammer með Anders sex ára og Maren Charlottu fimm ára. Þá var hjónabandi hennar og Svar- stad í reynd lokið, þótt ekki skildu þau að lög- um fyrr en mörgum árum síðar. Fyrir hana var þetta mikill ósigur. A næstu þremur árum skrifaði Sigrid höfuðverk sitt, trílógíuna um Kristínu Lavranzdóttur (1920-1922). Það vek- ur undrun og aðdáun að hún skyldi við þessar erfiðu aðstæður skrifa slíkt stórverk. I viðtali við Trausta Ólafsson segir Tordis Órjesæter m.a.: „I Krossinum lýsir hún sálarlífi konu sem komin er á efri ár. Eftir að ég sjálf komst á þennan aldur er mér ljóst að sú lýsing er jafnnæjn og sett fram af jafnmiklu innsæi og lýsingin á ungu stúlkunni í Kransinum, sög- unhi um æskuár Kristínar, sem ég hreifst svo mjög af á unglingsárum.“ (Mbl. 16.1.1994.) Árið 1921 hafði Sigrid keypt gamalt bjálka- hús og nefndi það Bjerkebæk. Þar var heimili hennar til dauðadags. Á þessum árum vann Sigrid við skriftir til klukkan þrjú á nóttunni, svaf til klukkan sjö. Þá komu bömin inn til hennar og síðan vann hún í rúminu til kl. 11.30. Þá fór hún á fætur og vann allan dag- inn. Sigrid Undset kom til íslands í júlí 1931, ásamt sonum sínum tveimur. Fyrsti viðkomu- staðurinn var Akureyri og ferðaðist hún eink- um um Norðurland. Greint er á hálfri síðu frá þessari för en enginn íslendingur er nafn- greindur. Bækurnar um Kristínu Lavranzdóttur voru mikið lesnar á norsku hér á landi. Helgi Hjörvar las nokkuð úr þeim í útvarp 1940-41 en þær komu síðar allar út í íslenskri þýðingu hans og Amheiðar Sigurðardóttur: Kransinn 1955, Húsfrúin 1956 og Krossinn 1957. Metro-Goldwyn-Mayer í Hollywood hafði áhuga á að kvikmynda Kristínu Lavranzdótt- ur og bauð Sigrid Undset 50.000 dollara íyrir kvikmyndaréttinn. Þetta var árið 1937 en Sigrid hafnaði boðinu. Mosse - barn Guðs Dóttirin Maren Charlotte hafði strax á öðm ári fengið krampaköst og þau ágerðust. Fjög- urra ára gömul sagði hún aðeins fáein orð. Ár- ið sem Sigrid lauk við trílógíuna um Kristínu Lavranzdóttur ráðlögðu læknar Sigrid að senda dótturina, sem alltaf var kölluð Mosse, á stofnun fyrir van- gefna. Þar mundi henni líða best. Ári síð- ar fór Sigrid til að skoða De Kellerke An- stalter á Jótlandi. Sú stofnun var talin fremst í umönnun van- gefinna. Sigrid Undset hafði aldrei séð svo marga vangefna sam- an komna og margir bára glögg merki um fötlun sína. Hún treysti sér ekki til að senda Mosse á stofnun, tók þá ákvörðun að hún yrði áfram heima og fékk konu til að gæta hennar. Fötlun og veikindi Mosse urðu til þess að Sigrid fór lítið að heiman áram saman og aldrei lengi í senn. Telpan lifði í sínum eigin heimi, hafði unun af tónlist og smekk fyrir fal- leg föt og hti. Smám saman varð dóttirin meir og meir ósjálfbjarga, átti erfitt með að standa og það þurfti að mata hana. Mosse lést árið 1939, þá 23 ára. Mikill helgiblær er yfir frásögn Tordis af útför hennar, en Sigrid kallaði dóttur sína barn Guðs, l’enfant de Dieu. Tordis Órjesæter fjall- ar mikið um Mosse, örlagaríkan þátt í ævi Sigrid Undset, sem aðrir hafa horft framhjá í umfjöllun um hana. Nóbelsverðlaun í bókmenntum í nóvember 1928 var Sigrid Undset til- kynnt að hún hefði fengið Nóbelsverðlaunin. Fyrsta fréttaskeytið varpar ljósi á viðhorf hennar, eitthvað á þessa leið: „Ég er þakklát fyrir þennan heiður, ákaflega þakklát. Fleira hef ég ekki að segja. Nú þarf ég að fara og bjóða bömunum mínum góða nótt.“ Það var fjárhaldsmaður hennar og vinur sem fór með henni á Nóbelshátíðina í Stokk- hólmi. Sigrid fékk sér ný fot og Tordis lýsir þeim nákvæmlega. Til er mynd af henni ferð- búinni á hátíðina. Við okkur blasir alvarleg kona og gáfuleg en það er engin gleði í svipn- um. Sigrid Undset var örlát kona. Til marks um það er að hún gaf Nóbelsverðlaunin, sem voru 156.000 n.kr. Hún stofnaði sjóð sem bar nafn dóttur hennar og lagði rúmlega helming verð- launafjárins í hann. Tilgangur sjóðsins var að styrkja foreldra vangefinna barna til að geta haft þau heima í stað þess að senda þau á stofnun. Fyrsta' árið bárust 109 umsóknir og ekki var hægt að sinna nema hluta þeirra. Annan sjóð stofnaði hún og kenndi við Guðmund biskup góða sem hún hafði mikið dálæti á. Til- BJÖRKEBÆK í Lillehammer, heimili Sigrid Undset. gangur sjóðsins var að styrkja böm kaþólskra til að ganga í kaþólskan skóla. Sjálf hafði hún sent Hans son sinn í slíkan skóla í Osló. Það sem eftir var af fénu gaf hún rithöfundasam- bandinu. f heimsstyrjöldinni seldi hún svo Nóbelsmedalíuna til aðstoðar fínnskum böm- um. Slíkt göfugljmdi er sérstakt. Kaþólska kirkjan Kaþólska kirkjan hafði höfðað sterkt til Sigrid Undset alla tíð. „Lengi hefur mér fund- ist að allar leiðir lægju til Rómar og ég get ekki beðið eftir að fara þangað," segir hún á einum stað. Það var árið sem hún lauk við Krossinn sem hún byrjaði að sækja námskeið við St. Torfinns-kirkjuna í Hamar skammt frá Lillehammer. Hún gekk kaþólsku idrkjunni á hönd 1924, en áður þurfti hún að skilja form- lega við Svarstad. Móðir hennar snerist einnig til kaþólskrar trúar. Kirkjan varð Sigrid það athvarf og akkeri sem hún þurfti á að halda. Hún skrifaði mörg rit um kaþólsk málefni og dýrlinga og kom fram á vegum kirkjunnar. Tordis fjallar mikið um þennan stóra þátt í ævi Sigrid Undset, en segja má að hún hafi gengið lengra og lengra inn í kaþ- ólsku kirkjuna eftir því sem á ævi hennar leið. Allir eldar brenna út um síðir Sigrid Undset varð formaður norska rithöf- undasambandsins 1935 og formaður „Fritt Norge“ í heimsstyrjöldinni síðari. Hún tók einarða afstöðu gegn Þjóðverjum og Knut Hamsun. Sigrid Undset flýði frá Noregi und- an þýska innrásarliðinu, fyrst til Svíþjóðar þar sem hún fékk að vita að Anders sonur hennar hefði fallið í Noregi fyrir þýskri kúlu, síðan til Ameríku þar sem hún dvaldist til stríðsloka, skrifaði og flutti fyrirlestra. Fyrir- lestrahaldið átti illa við hana og hún var brátt þrotin að kröftum, lífslöngunin horfin. Eftir stríðið flutti hún aftur til Lillehammer. „Sköpunargáfan er horfin," segir hún í bréfi. Sigrid Undset naut mikillar virðingar alla tíð. Hún var t.a.m. sæmd íslensku fálkaorð- NÝBAKAÐUR Nóbelsverðlaunahafi á leið til verðlaunaafhendingarinnar í Stokkhólmi 1928. Af þessu tilefni hefur Sigrid Undset fengið sér nýjan pels og hatt. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.