Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 16
4 Morgunblaðið/Ásgeir Þórarinn Ingvarsson. TURANDOT flutt í Forboðnu borginni í Peking. Á miðju sviði eru Sharon Sweet og Kristján Jóhannsson í hlutverkum Turandot og Calafs. ASTIN BRÆÐIR ÍSHJARTAÐ Ópera Puccinis, Turandof, verður frumsýnd í Forboðnu borginni í Peking í d ag og fer Kristján Jóhannsson með aðalkarlhlutverkið ÁSGEIR ÞÓRARINN INGVARSSON var í Peking í vikunni, fór á æfingu og segist heimkominn fús til að fljúga aftur til Peking til | þess eins að sjá óperuna í lutta í heild. ✓ ÁSGEIR Þórarinn Ingvarsson, Kristján Jóhannsson og Sharon Sweet að æfingunni lokinni. EG FÆ enn gæsahúð bara við það að heyra nafnið Turandot, svo stórkostleg var æfingin sem ég fékk að sjá í Peking á þessari óp- eru eftir Giacomo Puccini. Þessi uppfærsla á óperunni hefur bæði verið nefnd mesti listaviðburður í Kína á þessari öld og óperuupp- færsla aldarinnar á heimsvísu. Því þetta er engin venjuleg uppsetning, óperan er sungin á þeim stað, þar sem höfundurinn lét hana gerast; í Forboðnu borginni í Peking. Það er orðið nokkuð dimmt og svalt, þegar mér er ekið í Audi frá lúxushótelinu, þar sem ég hef misst af stefnumóti við Kristján Jó- hannsson, beinustu leið að Menningarhöll fólksins, lítilli höll á milli múra Forboðnu borgarinnar og Torgs hins himneska friðar. Það er að vísu ekki auðvelt að komast inn, vopnaðir verðir við alla innganga, en með að- Tstoð góðra manna tekst það. Og þar í hallar- garðinum mætir mér sjón svo ég hef aldrei séð aðra eins; raðir af kínverskum hermönn- um, klæddir í stórkostlega gyllta búninga með gríðarstór spjót, áhorfendapallar með ijós- kösturum, svo ofboðslega háir og birtan frá þeim að sviðinu og tröppunum upp að salnum, þar sem keisararnir veittu áheyrn íyrr á tím- um. Kórinn, sem stendur í tröppunum, og hljómsveitin, bæði frá Maggio Musicale Fior- entino, fá mann til að titra af aðdáun. Ég sé meistara Zubin Mehta stjórna tónlistinni og leikstjórann heimsfræga, Zhang Yimou, fylgj- ast með, að allt sé eins og það á að vera. Og f svo kemur það allra besta; Kristján okkar Jó- hannsson, syngjandi svo undurfagurt Nessum Dorma á meðan Peking-himinninn vakir yfir sýningunni og húmar meir og meir. Ég hef setið aleinn á Kínamúrnum, með engan, nema einmana kráku, til að sjá mig meitla nafn mitt á einn steininn í hleðslunni. Ég hef tyllt mér niður á kantinn á sökklinum á ljósástaur á miðju Torgi hins himneska frið- ar og getað nánast þreifað á andrúmslofti kommúnisma, uppreisna, mótmæla og grimmdar mörg þúsund ára sögu. Ég hef rölt um niðurnídd hutong-hverfi, þar sem allir brosa við manni eða stara á mann eins og maður sé geimvera, farið á fætur klukkan fimm um morgun og séð þúsundir manna íylgjast með því, þegar fáninn er dreginn að húni á Torgi hins himneska friðar við sólar- upprás, farið síðan í Tiantan-garð, sem er fal- legasti garður Peking og séð fleiri þúsund manns iðka ótrúlegustu æfingar í morgunsár- ið, hrópandi, þegjandi, hlaupandi, standandi, sveiflandi sverðum af fæmi áratuga þjálfunar og dansandi valsa þess á milli. Ailt þetta og allt annað, sem ég hef upplifað hingað til, nær ekki að slá við því, sem ég sé nú af Turandot, svo stórkostleg upplifun er að sjá þessi mörg hundruð manns lýsa ævintýrinu um ást er- lenda prinsins Calafs á Turandot, prinsess- unni með íshjartað. Þetta er einfaldlega það allramikilfengleg- asta, sem ég hef á ævinni orðið vitni að. Zhang Yimou, leikstjóri mynda á borð við Rauði lampinn (Raise the red lantem) og Shanghai-þrenningin (Shanghai Triad), vinnur hér tvímælalaust sitt mesta leikstjóra- afrek til þessa. Þetta er í annað sinn, sem hann leikstýrir Turandot, og í bæði skiptin fer HERMENN sitja eins og Kínverjum einum er lagið og bíða þess að að sér komi. ’ 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.