Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 19
BER VIRÐINGU FYRIR LAGLÍNUNNI Kontrabassaleikarinn Rgy Brown er eitt gf stóru nöfnunum í djassheimin- um; nefndur í sömu andrá og Dizzy Gillespie, Oscar Peterson, Milt Jackson og fleiri. Síðustu ár hefur hann starfrækt eigið tríó og 13. septem- ber nk. heldur bassa- leikarinn tónleika á djass- hátíð í Reykjavík ásamt tríói sínu. GUDJON GUDMUNDSSON tók saman það helsta um Brown og sló á þráðinn til hans í Kaliforníu. BROWN er fæddur í Pittsburgh árið 1926 og er því 72 ára gam- all. Tvítugur fluttist hann til New York til að reyna fyrir sér í heimsborg djassins. Dizzy Gil- lespie réði hann á stundinni í sína hljómsveit þar sem fyrir voru m.a. Charlie Parker og Bud Powell. 1948 stofnaði Brown eigið tríó með Hank Jones og Charlie Smith. Snemma á sjötta áratugnum hóf hann svo að leika með Jazz at the Philharmonic og barst leikurinn um allan heim á átján árum. Þar kynntist Brown píanóundrinu Oscar Peterson. Þeir störfuðu síðan saman í fimmtán ár í tríó sem kennt var við Peter- son. Samstarfi þein-a lauk árið 1966 og síðan hefur Brown komið víða við með eigin tríó og með öðrum, þar á meðal Arna Egilssyni bassaleikara og tónskáldi í Los Angeles. Með góðan húsráðanda Nýlega gafst tækifæri til að hlýða á tvo diska sem Telarc útgáfan hefur gefið út með þessum meistara kontrabassans. Sommer- time kom út sl. vor með tríói Brown, Geoff Keezer píanista og Gregory Hutchinson trommuleikara. Gestaleikari á disknum er sænski gítarleikarinn Ulf Wakenius. Some of My Best Friends are Singers, kemur út eftir um einn mánuð. Þessir diskar skutu strax öllum vangaveltum um aldur út í hafsauga, Brown er við hestaheilsu, teknískur, lag- rænn og með allt um lykjandi sveiflu og frá- bæra meðreiðarsveina. Vegna mikils tímamismunar milli Islands og Kaliforníu átti eftirfarandi viðtal sér stað árla morguns í lífi Ray Brown. Hann virkaði líka nývaknaður og virtist lítið gefinn fyrir sparðatíning og kjaftæði og svaraði spurn- ingum stundum dálítið eins og austurlenskur spámaður. Brown kvaðst hlakka mikið til að koma til Islands. Með honum í för verður píanóleikar- inn magnaði Geoff Keezer og Kareem Rigg- ins á trommur. Brown er mjög afkastamikill djassleikari á þeim aldri sem margir huga að því að draga sig í hlé. Hann var spurður að því hver leyndardómurinn væri. „Ég er með góðan húsráðanda," svaraði Brown eins og það svaraði yfirleitt spurning- unni. Hann hló síðan stutt og spurði hvort fyiirspyrjandi skildi hvað hann ætti við. Varð fátt um svör. Síðan hélt Brown áfram alvarlegri í bragði: „Eg nýt þess ennþá að RAY Brown. ELDUR SEM EKKI SLOKKNAR CHRISTIAN McBride er án efa einn fremsti kontrabassaleikari yngri kynslóðarinnar. í svokölluð- um blindingsleik, (Blindfold), í djasstímaritinu bandaríska, Down Beat, í maí sl. hlýddi McBride m.a. á Gumbo Hump af 3 Dimensional, geisladiski Ray Brown með Gene Harris, píanó, og Jeff Hamilton, trommur. McBride þurfti engar upplýsingar um flytjendur: „Pabbi! Ray Brown. „Gumbo Hump“. Hvað get ég sagt ykkur um fóður minn? Hann er meistari. Mitt mat er að Ray Brown er eins nærri fullkomnun og hægt er að komast. Hann hefur fullkominn hljóm, fallegan timbur- hljóm, og óaðfinnanlega skynjun fyrir tíma. Hann spilar réttu nóturnar. Verst þykir mér hve lengi hann beið með að verða svo frábær hljómsveitarstjóri." Michael Bourne sem tók viðtalið við McBride vildi vita hvers vegna hann kall- aði Ray Brown föður sinn. Raunverulegur faðir McBride er einnig bassaleikari. „Paul Chambers og Ron Carter voru áhrifavald- ar mínir þegar ég féll fyrir djassinum og þeir eru það enn. En þegar ég loksins heyrði Ray Brown spila kviknaði eldur sem hefur ekki slokknað síðan.“ CHRISTIAN McBride. leika tónlist. Hvers vegna ætti ég að hætta núna?“ „Útgefendur markaðs- sinnaðri en ég" Some of My Best Friends.... er sería sem Brown vinnur að fyrir Telarc og þegar eru komnir út saxófónleikararnir og píanóleik-^ ararnir og söngvararnir koma út í næstá mánuði, eins og fyrr er getið. Brown var giftur Ellu Fitzgerald 1948-1952 en hann segir að söngvaradiskurinn sé ekki tileink- aður neinum. „Upphaflega ætlaði ég að gera einn disk um hvert hljóðfæri en hafði aldrei í huga að hafa söngvarana með. En plötuútgefendur, sem eru markaðssinnaðri en ég, bentu mér á þann fjárhagslega ávinning sem ég gæti haft af því. Svo hef ég unnið með mörgum söngv- urum og það lá eiginlega beint við að gera þetta. Helst vil ég líka gera disk með trompetleikurum og gítarleikurum og hugs- anlega einnig básúnum eða blönduðum hljóð^* færum sem fáir leika á.“ -En hvaða hljómsveitarskipan hefur hann mest yndi af? „Ég hef gaman af margs konar samsetn- ingum en tríóið er engu að síður í uppáhaldi. Tríóið veitir bassaleikaranum frelsi, hann getur leikið laglínur og fær mikið rými fyrir snarstefjun. Frá mínum bæjardyrum séð gefur tríóið mér tækifæri til að gera margt sem ég gæti ekki gert í annars konar hljóm- sveit,“ segir Brown. Hsefileikaríkur pianisti Hann hefur starfrækt sitt eigið tríó í næst- um tólf ár. Benny Green var píanisti hans í mörg ár en arftakinn er Geoff Keezer sem e^, hreint magnaður píanóleikari og fer á kost- um á Summertime. „Ég héyrði Keezer spila fyrir nokki’um ár- um í Philadelphia og líkaði strax „sándið". Svo kom að því að það vantaði píanóleikara til að hlaupa í skarðið eitt kvöld fyrir Green og Keezer var á lausu. Ég sendi honum tvo diska með tríóinu sem voru nýlega komnh- út og sagði honum að við ætluðum að spila eitt- hvað af þeim. Kannski gæti hann lært nokk- ur af lögunum sem flest voru frumsamin. Hann hringdi strax aftur og spurði hvert af þessum lögum ætti að spila. Ég sendi honuni j^ lista með tólf lögum. Næsta dag hafði hann lært þau öll og sagði að ég gæti sjálfur valið af listanum. Þetta fannst mér sýna að Keez- er er maður sem tekur af skarið og er auk þess afar hæfileikaríkur.“ Hljóðfseraleikarar betri í dag Líklega búa fáir núlifandi djasstónhstai’- menn yfir viðlíka reynslu og löngum starfs- ferli og Ray Brown. Hann lék með fnim- kvöðlum bíboppsins, Gillespie og Parker, og er núna foringi yngstu kynslóðar djass- manna og fetar þar í fótspor Art Blakey sál- uga. Brown segir að þrátt fyrir allar breyt- ingar og þróun standi hið fomkveðna ávallt óhaggað: „It don’t mean a thing if it ain’t got that swing“. ^ „Hjá því verður ekki komist, það ef gi-undvöllurinn. Þó er margt annað sem ger- ir djass að lifandi listformi. Fmmleiki er einn þátturinn og ég hallast líka að því að hollt sé að bera virðingu fyrir laglínunni," segir Brown. Þegar hann er beðinn um að bera saman frumkvöðlana og yngstu kynslóð djassleik- ara segir hann að í grundvallaratriðum megi segja að djassmenn séu betri hljóðfæraleik- arar núna en kannski ekki jafn skapandi. Einstaklingshyggjan í heettu? „Það sem einkennir djassspilara í dag er að þeir æfa sig meira en djassmenn fyrri kynslóða gerðu. Ungir djasstóníistarmenn eru í raun betri hljóðfæraleikarar en mþr- kynslóð var þegar hún var á sama aldri. En ég held að greiður aðgangur að tónlist á geisladiskum, hvar sem menn em staddir í heiminum, geti átt þátt í því að kæfa ein- staklingshyggju í tónlist sem var aðals- merki tónlistarmanna fyrri tíðar, sem ekki höfðu svo greiðan aðgang að upptökum. Mér dettur allt í einu í hug maður á íslandi sem hefur undir höndum geisladisk sem kemur ekki út fyrr en eftir mánuð. Fyrir tuttugu ámm var þetta ekki hægt. Fyrir tuttugu árum hefði blásari þurft að reiða sig á eigin tónsköpun og síður verið líklegur til að leita í smiðju annarra. Ég held því að# sannir frumkvöðlar í djasstónlist birtisf okkur sjaldnar en þeir koma engu að síður. Þetta er endalaus þróun svo lengi sem menn fást til þess að leika á hljóðfæri," seg- ir Brown. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. SEPTEMBER 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.