Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 11
+ 5 BANKASTRÆTI 7a - Hús málarans - Sólon íslandus. Húsið var reist árið 1926 . Það var Jón Björnsson kaupmaður sem lét Einar teikna húsið fyrir sig. Árið 1958 var húsið hækkað og var nýja hæðin gerð úr timbri og steini. Hún er síst til prýði fyrir húsið og í alls engu samræmi við gerð þess. :»ííSkííS'.’,*•. v.yy INGÓLFSSTRÆTI - Gamla bíó - íslenska óperan. Árið 1925 bað P. Petersen Einar um að gera uppdrátt að nýju lifandimynda- leikhúsi. Húsið er byggt í hreinum nýklassískum stíl. LAUGAVEGUR 36 - Bakarí Sandholt. Árið 1925 tók Einar að sér að teikna íbúðarhús og bakarí fyrir Guðmund Ólafsson og Sandholt. Húsið er eins og Gamla Bíó í nýklassískum stíl. FRÍKIRKJUVEGUR 11. Thor Jensen stórkaupmaður lét reisa húsið eftir teikningum Einars árin 1907-08. Húsið er í nýklassískum stíl, en klætt bárujárni sem verður að teljast einkennandi fyrir íslenskan byggingarstíl á þessum tíma. ISLENSK byggingarlist á sér ekki mjög langa sögu. En einmitt það gerir hana óvenjulega og áhugaverða. í dag stöndum við fyllilega jafnfætis öðrum þjóðum á sviði byggingarlistar, þrátt fyrir það að hér var ekki til sú atvinnumannastétt sem við í dag köllum arkitekta fyrr en í upp- hafi þessarar aldar og voru þeir í þá daga kailaðir annað hvort húsa- eða byggingarmeist- arar. Almenn umræða um sögu byggingarlistar- innar hefur aukist undanfarin ár og sem betur fer virðast flestir í dag telja húsaverndun og virðingu fyrir gömlum byggingum sjálfsagðan hlut. Til skamms tíma voru það nær einungis gömlu timburhúsin sem talin voru i útrýmingar- hættu, en nú er farið að gefa meiri gaum að stein- steypuhúsum frá því á fyrri helmingi þessarar aldar. Þau eru ekki síður mikilvægur kafli í ís- lenskri byggingarlistar- sögu. Umfjöllunarefni mitt í þessari grein er afmarkað svið í íslenskri byggingar- listarsögu, eða það tímabil þegar Islendingar upp- götvuðu byggingarefnið steinsteypu og fóru að nota hana nær eingöngu sem efnivið við hús- byggingar. Flestir þekkja til verka þeirra Rögn- valdar Ólafssonar og Guðjóns Samúelssonar. Þeir eru færri sem þekkja til samtímamanns þeirra sem var ekki síður afkastamikill á tíma- bilinu 1920-’30, en einmitt á þeim áratug var mikil gróska í byggingu steinsteypuhúsa í borg- inni. Þessi maður, sem mér fínnst kominn tími til að kynna fyrir almenningi, hét Einar Er- lendsson og starfaði hann sem húsameistari í hartnær hálfa öld. Hver var Einar Erlendsson? Einar Erlendsson fæddist 15. október árið 1883. Foreldrar hans voru Erlendur Árnason húsasmíðameistari og Agústa H.J. Ahrenz, og var hún af þýskum ættum en faðirinn Húnvetn- ingur. Kona Einars hét Sigríður Lydia Thjell og eignuðust þau hjónin tvö börn. Ekki kemur margt fyrir á prenti um uppvaxtarár Einars. A unga aldri lærði hann trésmíði eins og faðirinn og tók Einar sveinspróf í þeirri grein. Því næst hélt bann utan til náms í húsagerðarlist í Tekniske Selskabs Skole í Kaupmannahöfn. Þar var hann við nám í alls þrjú ár eða frá 1901-1903 og svo aftur veturinn 1904. Þegar Einar kom aftur heim til íslands gerðist hann aðstoðar- maður Rögnvaldar Ólafssonar sem þá var ráðu- nautur landsstjórnarinnar í húsagerð. Báðir höfðu þeir orðið að hverfa frá námi áður en þeir luku því. Þeir höfðu svipaðan bakgrunn, nema hvað Rögnvaldur hafði lokið stúdentsprófí og lesið guðfræði í eitt ár við Prestaskólann áður en hann hóf nám sitt í húsagerðarlist í Dan- mörku. Einar var aðstoðarmaður Rögnvaldar frá 1905-1917, en vann jafnhliða á sinni eigin teiknistofu. A þeim þremur árum sem liðu frá fráfalli Rögnvaldar og þar til að Guðjón Samúelsson tók við starfí húsameistara, gegndi Einar stöðu byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Guðjón varð fyrstur manna til þess að gegna starfí húsa- meistara ríkisins þegar til þess var stofnað árið 1920, en hann var einnig fyrstur Islendinga til þess að ljúka prófí í arkitektúr. Einar gerðist aðstoðarmaður Guðjóns og gegndi því starfi þar til Guðjón féll frá, en þá tók Einar við stöðunni næstu fjögur árin eða frá 1950-54. Einar starfaði ekki einungis fyrir hið op- inbera heldur starfrækti hann eigin teiknistofu og teiknaði fyrir fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga. Hann þótti fmmlegur og hagsýnn teiknari og voru hús hans því vinsæl. Asamt því að vera af- kastamikill á bygginga- sviðinu, þá var Einar at- hafnasamur á sviði félags- mála og hófust afskipti hans af þeim nokkuð snemma. Hann var ein- ungis 15 ára gamall þegar hann gerðist aukafélagi í Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur, líklega á meðan hann var í trésmíðanáminu við Iðnskól- ann. Hann var virkur í féiaginu og átti síðar eft- ir að verða formaður þess um fimm ára skeið, á árabilinu 1936-40. Einar var kosinn heiðursfé- lagi á 100 ára afmæli félagsins árið 1967, en hann hafði þá verið félagsmaður í Iðnaðar- mannafélaginu í 70 ár. Meðal þeiira félaga og fyrirtækja þar sem Einar var einn af stofnend- um voru íþróttafélag Reykjavíkur, Sparisjóður Reykjavíkur og Rotaryklúbburinn. Einnig sat hann í ýmsum nefndum á vegum bæjarins og var meðal annars varaborgarfulltrúi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík árin 1942-1950. Jafn- framt var hann kosinn sjöundi þingmaður Reykvíkinga árið 1942. Einar Erlendsson var iðnaðarmaður sem þekkti vel til allra framkvæmda við húsabygg- ingar og hugaði ekki síður að tæknilegum atrið- um utan sem innan, en jafnframt hafði hann gott listrænt innsæi og er það það sem gerði hann að vinsælum og virtum húsameistara. Upphaf ferils Einars sem húsameistara Einar Eriendsson byrjaði feril sinn sem að- stoðarmaður Rögnvalds Ólafssonar. Er hann kom heim frá Danmörku hófst hann þegar handa við að teikna hús. A þeim tíma var timbur enn algengasta byggingarefnið. Einar var menntaður trésmiður og kunni því vel til verka. Eftir brunann mikla í Reykjavík árið 1915 má segja að smíði timburhúsa leggist svo til alveg af. í stað timbursins kom steinsteypan. Einar virðist ekki hafa verið iengi að tileinka sér nýja byggingarefnið og byrjaði hann snemma að EINAR Erlendsson húsameistari. ÞINGHOLTSSTRÆTI 29a - Borgarbókasafn. Húsið var reist árið 1916 úr steinsteypu í nýbarokk-stíl, EFTIR SIGRÍÐI BJÖRK JÓNSDÓTTUR Einar Erlendsson hóf feril sinn sem aðstoðarmaður Rögnvaldar Ólafssonar og átti síðan eftir að teikna nokkur þeirra húsa sem hvað hæst ber í íslenskri steinsteypuklassík. Hann var orðinn mjög fær í að notfæra sér byggingarstíla eins og klassík og barokk og flest húsanna sem hann teiknaði á tímabilinu 1920-30 eru einmitt sambland af þessum tveimur stíltegundum. prófa sig áfram. Til þess að gefa einhverja mynd af ferli Einars fyrir 1920 verða hér nefnd nokk- ur þeirra húsa sem hann teiknaði fyrir þann tíma. Eitt frægasta timburhús sem Einar teiknaði er Fríkirkjuvegur 11 sem athafnamaðurinn Thor Jensen lét reisa fyrir sig árin 1907-08. Húsið er í nýklassískum stíl, en er klætt með bárujárni sem verður að teljast mjög einkenn- andi fyrir íslenskan byggingarstfl. I æviminn- ingum sínum segir Thor frá því að hann hafi sjálfur leitað fyiirmynda að húsi sínu í bókum á Landsbókasafninu en síðan fengið húsameistar- ann Einar Erlendsson til þess að sjá um út- færsluna. Timburhúsið sem enn stendur við Skólabrú 1 var reist árið 1907 eftir teikningu Einars. Sama ár vann Einar að endurbyggingu Fálkahússins og hefur húsinu ekki verið breytt síðan. Við Kirkjustræti 2 stendur hús Hjálpræðishersins eða Herkastalinn eins og hann er oft nefndur. Húsið teiknaði Einar árið 1916.1 fyi-stu var hús- ið aðeins tvflyft en var hækkað um tvær hæðir árið 1929 og sá Einar um að teikna viðbótar- hæðirnar tvær svo að ekki er hægt að sjá annað en að húsið hafi átt að vera fjórar hæðir í upp- hafi. Herkastalinn er byggður í nýrómönskum stfl. Það er ekki klassísk fornöld sem er fyrir- myndin í það skiptið heldur evrópskir miðalda- kastalar. Eftir að húsið var hækkað um tvær hæðir er þetta einkenni ekki eins áberandi. Til þess að líkja eftir hleðslu hefur steypan verið lögð í mót, en þetta má sjá víðar á húsum sem eru byggð um þetta leyti. Síðar átti Einar efth- að teikna einbýlishús í nútímalegri og klassísk- ari kastalastfl. Árið 1916 er við Þingholtsstræti 29A reist hús það sem nú hýsir Borgarbókasafn, eftir teikn- ingum Einars. Húsið er gert úr steinsteypu en er í nýbarokk-stfl. í miðbæ Reykjavíkur eru fleh-i hús sem Einar hefur teiknað. Við Hafnar- stræti standa þrjú stórhýsi eftir Einar. Þetta eru Hafnarstræti 10-12 sem gekk undir nafninu Edinborgarhúsið , Mjólkurfélagshúsið númer 5 og hús Helga Magnússonar kaupmanns en þar er Rammagerðin nú til húsa. Öll þessi hús bera einhver einkenni nýklassíkur. Einnig teiknaði Einar húsið sem stendur við Austurstræti núm- er 14 og verður minnst á það síðar. Einar var orðinn mjög fær í að notfæra sér byggingarstfla eins og klassík og barokk. Flest þeirra húsa sem hann teiknaði á tímabilinu 1920-30 eru einmitt sambland af þessum tveim- ur stflum. Á þessum árum 1915-20 teiknaði Guðjón Samúelsson nokkrar byggingar í „hefðbundnum stfl“ sem þegar hafði náð vinsæidum. Guðjón hafði lært að byggja í nýklassískum stíl í Aka- demíunni í Kaupmannahöfn. Sökum velgengni sinnar hugðist Guðjón ekki ljúka prófi í arki- tektúr en koma heldur til stai-fa á íslandi þar sem næg verkefni biðu hans. Það var Jón Magn- ússon, þáverandi forsætisráðherra, sem lofaði Guðjóni embætti húsameistara ríkisins ef hann aðeins lyki námi sínu. Hefur það vafalaust haft áhrif á þá ákvörðun Guðjóns að ljúka náminu áður en heim skyldi haldið. Einari Erlendssyni var ekki boðin staðan heldur gegndi hann henni aðeins tímabundið eða í rúm tvö ár, eða meðan Guðjón var að Ijúka námi. Einar hafði þegar þetta var ekki hlotið húsameistararéttindi vegna þess að hann hafði, eins og margir íslend- ingar sem fóru til náms í Kaupmannahöfn á þessum árum, ekki lokið prófi í greininni. Hann fékk ekld húsameistararéttindi fyrr en árið 1939 og hafa menn líklega talið hann þá hafa sannað sig í 818141. I bókinni Islenzk bygging eru til- teknir þríi’ samstarfsmenn Guðjóns, þar á meðal Einar Erlendsson. Þar segir: Einar Erlendsson var mjög fær húsameistai-i, og auk þátttöku sinnar við ríkisbyggingar, hafði hann á eigin spýtur staðið fyrir byggingu margra merkra húsa í Reykjnvík. Meðan Einar starfaði með húsameistara íikisins gætti hann með mikilli umhyggju hinna miklu fjármuna, sem runnu í miljóna tali gegnum skrífstofu hans. Einar átti langa starfsævi og gafst honum tækifæri til þess að vinna með þeim tveimur mönnum sem minnst er sem frumkvöðlanna tveggja í íslenskri byggingarsögu í upphafi ald- arinnar. Einar sat ekki aðgerðalaus þennan tíma heldur var hann þvert á móti mjög at- hafnasamur húsameistari. I hugum margra er Guðjón sá eini sem teiknaði þessi nýklassísku fínu hús sem standa víðs vegar í miðbæ Reykja- víkurborgar. Það eru ekki eins margir sem þekkja til verka Einars Erlendssonar. En hann á heiðurinn af mörgum þeirra húsa sem setja ekki hvað síst stórborgarbrag á þessa litlu borg. Nýklassík Hugtakið steinsteypuklassík hefur verið not- að í umfjöllum um þau steinsteypuhús sem byggð voru í Reykjavík ó órabilinu 1920-30. í þessum húsum eru klassísk stfleinkenni útfærð í hið nýja byggingarefni sem þá var nýlega komið fram. Húsin voru mótuð að erlendri fyrirmynd en annað byggingarefni notað. Húsin bera ekki eingöngu nýklassísk einkenni heldur er í þeim að finna fleiri stíleinkenni fyrri tíma, þetta hefur líka verið kallað sögustíll. Hugtakið klassík í þessu samhengi á því fremur við um eitthvað gamalt og viðurkennt. Einar Erlendsson hefur gjarnan verið nefndur faðir steinsteypuklassík- ur en einnig byggðu aðrir í þeim stfl. Einar Erlendsson var afkastamikill á þessu tímabili eða á milli 1920 og 1930. Erfitt er að velja einstök hús til umfjöllunar þar sem úi-valið er mikið og gott. Það liggur þó beint við að velja til umfjöllunar nokkur hús sem standa við tvær af elstu götum borgarinnar, Bankastræti og Laugaveg. Einar teiknaði tvö hús sem standa í Bankastræti og eni það húsin númer 5 og 7a. Það fyrra hýsir nú Islandsbanka. Það er þó nær óþekkjanlegt ef borin er saman frumteikning Einars af húsinu. Öllu þekktara er Hús málar- ans, í dag oftast kallað Sólon Islandus, sem er númer 7a. Húsið var reist árið 1926 og heldur enn sínum ytri einkennum, fyrir utan efstu hæð- ina sem var bætt við löngu síðar. Næsta hús stendur að vísu hvorki við Bankastræti né Laugaveg, en er þó vel sjáanlegt frá Laugaveg- inum. Þetta er Gamla Bíó sem stendur við Ing- ólfsstræti, kannski betur þekkt sem ísienska óperan. Það hús er í hreinum nýklassískum ISLENSK STEINSTEYPUKLASSIK I VERKUM EINARS ERLENDSSONAR 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998 + LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.