Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 13
SKÚTAN YEMAYA skoppar á öldunum á leið til íslands. VIKINGAS LOÐ EFTIR REIN NORBERG Athvarf mikið er til ills vinar þótt á brautu búi, en til góðs vinar liggja gagnvegir þótt hann sé fírr farinn. (Hávamál) ÞETTA var allt Önnu að kenna. Hún kom frá íslandi til þess að eyða áramótunum með mér í Sví- þjóð. Gamlárskvöld kalla íslend- ingar það. Kvöld umhugsunar og íhugunar. Kvöldið varð eins og þau eru oftast í Svíþjóð, með freyðandi kampavíni og snafs. Þar sem gest- ur okkar var langt að kominn og af ættlegg Egils Skallagrímssonar var umtalsefni kvölds- ins víkingar, leiðangrar þeirra og siglingai'. Við lásum upp úr Hávamálum og þegar leið á kvöld- ið fannst okkur við öll vera komin af víkingum, og lofuðum að heimsækja Sögueyjuna, sem er þama langt úti í stormasömu Atlantshafmu. Anna yrði fertug þá um sumarið og hafði hugsað sér að halda upp á afmælið með mikilli veislu. Okkur var öllum boðið að taka þátt í her- legheitunum í Reykjavík þann 26. júní. Því lengra sem leið á kvöldið þeim mun styttra varð til íslands, og þegar við skáluðum fyrir nýju ári lofuðum ég, Kelle bróðir minn og Anders, sem er danskur vinur, að koma siglandi á afmælisdaginn. - Það verður besta gjöfin! sagði íslenski gest- urinn og lyfti glasi til heiðurs sjómönnunum. Við tökum á móti ykkur sem víkingum úr austur- vegi... A nýársdag hafði fjarlægðin til Sögueyjarinn- ar aukist tii muna. (Það var nú enginn sem meinti neitt í alvöru með þessu, að sigla til ís- lands, huggaði ég mig við). En þar skjátlaðist mér. Kelle bróðii- og Anders höfðu setið fram á Hér er sagt frá siglingu frá Svíþjóð til íslands á skútunni Yemayu, sem er tvístöfnungur úr tré, tíu metra löng, þrír og hálfur á breidd með tveggja metra bugspjót. Skútan hafði fengið nýjan við á þilfarið, nýj- an dúk á káetuna, nýja hlera, auka olíutank, Garmin GPS staðsetningartæki og sitthvað fleira. Nú skyldi siglt í fertugsafmæli Onnu á Islandi. — FJlKoAa.*JA , -1 Rl A„ Q SIGLINGALEIÐ Yemayu frá Svíþjóð til íslands. nótt efth- að við hin höfðum lagt okkur, og rætt um loforð kvöldsins. Þetta er góð hugmynd, sögðu þeir. - Gleymið þessu, mótmælti ég. Það er ekld hægt að sigla YEMAYU á Altlantshafinu aftur. Hún er í svo lélegu ástandi, skrokkurinn er óþéttui’, seglin eru tuttugu ára gömul, lúkarinn lekur, þilfarið er fúið, femisolían er flögnuð, of lítill olíutankur, olíudælan er léleg, skautin út- slitin - ég hef ekki efni á þessu! - Við leggjum til fimmtán þúsund (skr.) hvor, skaut Kelle bróðir inn í upptalningu mína á því sem úr sér var gengið á Yemayu. - Það ætti að nægja til að gera hana sjóklára, sagði Anders og brosti, Við hjálpum til með að vinna verkið. Þai- lá ég í því. Það eina sem gæti bjargað mér núna vai’ Anna. Hún hafði lofað að tekið yi’ði á móti okkm- sem víkingum úr austurvegi. Nú var bara að finna mótttöku sem hún gæti aldrei staðið við. - Allt í lagi, sagði ég við morgunverðarborðið, þar sem ég hafði fundið gott ráð til að koma mér út úr þessu. Við komum! En þá viljum við fá magadans á hafnarbakkanum! Anna brosti við mér. - Það skal gert, sagði hún. Ef þið komið siglandi til Reykjavíkur þá lofa ég að mótttök- umar verða austurlensk tónlist og magadans- meyjai’ á hafnarbakkanum! Þar lá ég í því. - Maður verður að standa við orð sín, jafnvel þó þau séu hástemmd sagði Kelle og benti með fingri til áherslu. Yemaya er tvístöfnungur úr tré, tíu metra löng og þrír og hálfur á breidd með tveggja metra bugspjót. Skrokkurinn er smíðaður úr furu af skipasmiðnum Ingvar Mattson í Söderköping eftir teikningum frakkans Jacques Toumelins af Kurun, kútter sem hann lét byggja í byrjun fimmta áratugarinns, og sigldi á í kringum hnöttinn. Að breytá Colin Archer var eins og gera puls- ur úr kjöti af heilagri kú. Það féll mér vel. Skipasmiðurinn Ingvar Mattsson hafði einnig ákveðnar hugmyndir hvemig bátur á að líta út og hækkaði afturhlutann og gaf Yemayu sín önnur sérkenni. Fjómm ámm eftir að kjölurinn hafði verið lagður hífðum við upp 60 fermetra af seglum á möstrin tvö og Yemaya var tilbúin að sigla til Vesturindía. En það var fyrir meira en tuttugu ámm. Eftir viku vinnu var jafnvel ég farinn að trúa því að hægt væri að gera Yemayu sjóklára fyrir sumarið. Nú var búið að skrapa, sparsla og bera á, svo hún ilmaði af tjöra, terpentínu og línolíu. Eftir aðra viku um páska hafði hún fengið nýjan við á þilfarið, nýjan dúk á káetuna nýja hlera, auka olíultank, viðgerða olíuspíssa, end- urnýjaða olíudælu og fimmhundmð auka kíló á kjölinn. Þar að auki loftnet fyrh’ Garmin GPS staðsetningai’tæki sem sett var á aftast. Engir dauðir útreikningar lengur á sextantinn með óvissum sólarhæðum. Seglin vom áhyggjuefni. Að sauma ný var ekki innan fjárhagsrammans. Þegar maður hi’ingir í sænska seglakaupmenn og spyr hvort þeir selji notuð segl, mæth’ maður oft þvi við- móti sem ætla má að maður fengi ef spurt væri um notaðan klósettpappír. Svona lagað versluðu þeir ekki með! Það er ekki nóg með að þeir hafi góðan bjór í Danmörku, þar era einnig margir samvinnufús- ir seglakaupmenn. Þar fengum við tveggja ára gömul segl sem hægt var að sníða og breyta uppsetningum á, og fengum klýfi, stórsegl og messan, auk þess skaut og auka reipi, allt fyiir sexþúsund krónur sænskar. Andres er sælkeri og hefur siglt með mér áð- ur. Reynsla hans af kosti mínum á hafi, hátíðar- máltíðum sem oftast era samsetning á pulsum úr dós sem era hitaðar upp með hvítum baun- um, varð til þess að hann bauðst til að útvega vistir til fararinnar. Það er ágætt að dreifa ábyrgðinni, hugsaði ég, þegai’ ég varð þess var að hann tók að sér vandamálið: um val á ostum og víntegundum. Anders og Kelie höfðu komið kvöldið áðui’ og Yemaya lá djúpt í vatni, fullfermd af vistum og eldsneyti til langferðai’. Það var föstudagurinn þrettándi, sá dagur sem engin hjátrúai-fullm’ vill hefja siglingu. Við áttum eftir að sigla yfir þúsund sjómílur svo það var enginn tími til að bíða betri dags, ef við átt- um á ná þeim degi sem við höfðum lofað að koma til Reykjavíkur. Kannski var það hraki, en við vonuðumst til að sigrast á því vonda með því að tvöfalda það, og slepptum landfestum nákvæmlega klukkan þrettán þrettán. Sólin venndi í lognsléttum sjó þegar við sett- um vélina í gang og lögðum í átt til hafs. Smá gola var fyrir utan Vinga svo við drápum á vél- inni og hífðum upp nýju seglin. Vindurinn bar okkur áfram á nokkurra hnúta ferð þar til hann lognaðist út af er skyggja tók. Um kvöldið kom þoka og við létum stýringuna í hendur stafræna sjóstjórnandanum mister Gannin, sem höndug- lega skilaði okkur til Skagen. Um morguninn fylltum við olíutankana og héldum áfram, fórum hjá norðm-hluta Dan- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.