Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 16
ur trúboðsstöðvanna svo mikill að undrun sætti, enda voru kjör indjána þar með besta móti; vinnudagur var 8 stundir við léttari störf, en styttri við þau erfiðari. Nýgiftu fólki var látið í té húsnæði og allt sem þurfti til stofnunar heimilis án endurgjalds, raunar hafði sú ráð- stöfun tíðkast áður fyrr í ríki inkanna. Og eins og þá var land, framleiðslutæki, hús o.fl. sam- eign manna. Jesúítar kenndu indjánum ýmsa ræktun og hjá þeim blómstraði ýmis konar iðri- aður. Skipasmíðastöðvar risu á bökkum Paraná og Paraguay. Prentsmiðja var reist, hin fyrsta við Río Plata. „Jesúítar voru síðar hraktir burt og stöðv- arnar lögðust af eftir að Spánverjar seldu Portúgölum landsvæði þetta, en indjánamir hurfu aftur í fang frumskógarins og tóku upp hálfvillta lifnaðarhætti forfeðra sinna. Þrásinnis beiddust þeir af spænskum yfirvöldum að jesúítar yrðu sendir þeim að nýju. En því ákalli var aldrei sinnt. Og enn, eftir tvö hundruð ár, lifir í fjarlægustu afkimum frumskógarins minning um horfna munka sem færðu þeim Paradís á jörð,“ segir í ferðabók Kjartans Ólafssonar, Sól í fullu suðri. „HVAÐ ERU SPÁNVERJAR AÐ GERA HÉR?" Þó að indjánar sýndu nýlenduherrunum lengi vel mikið langlundargeð, þrátt fyrir yfirgengi- legar þrengingar og þrælkun, fór svo að lokum að hatur þeirra og óánægja braust fram í upp- reisnum og óeirðum, einkum er á leið 17. öldina. Einn slíkur atburður átti sér stað í Mexíkó árið 1692, en það er don Carlos de Siguenza y Góngoro sem lýsir atvikum: „Þótt ég hefði heyrt af götunni hávaðann, opnaði ég ekki gluggann, enda vanur drykkjulátum indjánanna, sem ávallt þreyttu okkur, fyrr en þjónninn minn kallaði í ofboði: „Herra, það eru óeirðir úti fyrir!“ Þá flýtti ég mér að opna gluggann, og þegar ég sá, að ógn- arlegur fjöldi manna streymdi inn á torgið, fór ég þangað út. Ég komst út á homið á Provideneia-götu, og þar stóð ég agndofa, og þorði ekki að hætta mér lengra. Þama var ara- grúi af fólki, ekki aðeins indjánar, heldur af öli- um kynþáttum, sem hrópaði af miklum ofsa og fyrirgangi, og lét steinum rigna yfir höllina, eins og stormhviðu. Þeir, sem ekki grýttu stein- um, en þeir vom ófáir, sveifluðu slám sínum, eins og fánum, og enn aðrir köstuðu fram háðs- glósum. Þama í götunni, þar sem ég var mdd- ust áfram heilu flokkarnir. Spánverjar, sem þama vom staddir höfðu bmgðið sverðum sín- um, en þeir höfðu numið staðar við að sjá það sama og ég, en svertingjamir, kynblendingam- ir og allir þeir, sem heyra til lýðnum, hrópuðu: „Dauða yfir undirkónginn, og alla þá, sem styðja hann!“ og indjánarnir hrópuðu: „Dauða yfir Spánverja og alla yfirstétt, sem rænir frá okkur maísnum!" Og þeir hvöttu hver annan til að vera hugdjarfir, því ekki væri uppi annar Cortés, sem gæti undirokað þá, og síðan réðust þeir inn á torgið, þar sem hinir vora, til að grýta steinum. „Heyrið konur,“ sögðu indjánakonurnar hver við aðra á sínu máli, „fóram með gleði í þetta stríð, og þar sem guð vill, að við gerum út af við Spánverjana, skiptir okkur engu, þótt við deyj- um án skrifta! Er þetta ekki okkar land? Hvað em þá Spánverjamir að gera hér!“ En þótt ólgan færi sívaxandi meðal indjána • börðu Spánverjar niður með hörku hverja til- raun til uppreisnar, enda bratust þær út í ör- væntingaræði, en vora lítt skipulagðar. Eins og fram kemur í lýsingunni hér á undan era það ekki lengur indjánar einir sem tilheyrðu hinni þrælkuðu undirstétt; til hennar töldust einnig svertingjar, sem höfðu verið fluttir ánauðugir til þeirra svæða í álfunni þar sem indjánum hafði örast verið útrýmt, og svo kynblendingar sem spænska stjórnin flokkaði niður í 24 mis- munandi blendinga. Auk hinnar hreinu, spænsku yfirstéttar vora svo kreólamir: hvítir, innfæddir íbúar álfunnar sem áttu þar sitt fóðuriand. Þeir vora ekki jafn- réttháir Spánverjum og áttu ekki jafngreiðan aðgang að stjómsýslunni. En seinna meir þeg- ar nýlenduveldið tók að ganga Spánverjum úr greipum urðu kreólamir leiðandi afl, auk þess sem kynblendingar fóra í auknum mæli að krefjast réttar síns. En frumbyggjarnir sem eftir lifðu - hinir hreinu indjánar, afkomendur azteka og inka - urðu að lúta þeim örlögum að falla í gleymsku og týnast á einöngraðum svæð- um, jafnfjarri nútímanum sem fortíðinni þegar álfan tilheyrði þeim einum. Þeirra hlutskipti varð að strita og sakna. HEIMILDIR: Burland, Cottie A.: Peru under the Incas, 1967. Cobo, Bernabe: Historia del nuevo mundo. Dagur Sigurðarson: Rógmálmur og grásilfur, 1971. Díaz del Castillo, Bernal: The Discovery and Conquest of Mexico, 1956. Gallagher, D.P.: Modern Latin American Literature, 1973. Historia documental de Mexico 1,1984. Ingibjörg Haraldsdóttir: Ljóð, 1991. Kjartan Olafsaon: Sól í fullu suðri, 1954. Neruda, Pablo: Canto general, 1982. Sigurður Hjartarson: Þættir úr sögu rómönsku Ameríku, 1976. Sigurgeir Einarsson: Inkarnir i Perú og hemám Spánverja þar, 1945. Tímarit Máls og menningar, 4.tbl. 1981. Höfundur er rithöfundur og bókavörður. ÞILJA með nokkram einkennandi dæmum um húðflúr maóría. MAÓRÍAR Muninum á því sem er ekta í list frumbyggja og seinni tíma eftirlíkingum og fjöldaframleiðslu má líkja við ilm- inn al ■ nýslegnum engjum og gervigrasi að áliti Braga Ásgeirssonar, og sú skoðun styrktist til muna eftir heim- sókn á sýningu á list maóríþjóðflokksins, Nýja-Sjálandi, á British Museum í London, sem stendur til 1. nóvember. AÐ ERU meiri viðbrigði en orð fá lýst, að koma utan frá Islandi og reika samdægurs um sali British Museum. Líta öll þau undur er þar era saman komin víða að úr heim- inum, og ef heppnin er með ná að skoða einhverja af þeim mögnuðu sýningum sem þar era reglulega settar upp, eiga sér langan undirbúning og að- draganda og frábæriiega er staðið að. Hver sem sýningin annars er hverju sinni, getur maður naumast óskað sér að hafa verið heppn- ari, auka einmitt á þann sérstaka hátt við þekk- ingu sína á einhverju mikilfenglegu menningar- skeiði úr fortíð, sem maður vissi að vísu að væri til en hafði aldrei náð að hafa á viðlíka skilvirk- an hátt í beinu sjónmáli. Framgerðirnar búa yf- ir einhveijum óútskýranlegum neista sem eftir- gerðir hafa sárasjaldan til að bera í jafn ríkum mæli, og seinni tíma fjöldaframleiðsla á sölu- markaði til muna síður. Þau djúpu sannindi fær maður jafnaðarlega beint í æð, líkast vímuefni sem veitir sér um æðakerfið, lyftir sálinni í háar hæðir, en hefur snöggtum önnur og farsælli fráhvarfseinkenni, gera hverjum og einum gott. Og trauðla gat rýnirinn frá fámenna útsker- inu verið lánsamari, en að rekast einmitt inn á sýningu á munum og minjum maóríaþjóðflokks- ins á Nýja Sjálandi. Svonefnt Maoritanga, sem er heitið á sérkennum menningar hans, er ein- stæð, færir heim sönnur á að jafnvel í handverki byggist árangurinn á allt öðrum lögmálum en ÚTSKURÐUR úr samkomuhúsi sem sýnir stríðsmann með vopn. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.