Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 9
Á ÁRI HAFSINS Ljósm. Ragnar Th. Sigurðsson. Ljósm. Ragnar Th. Sigurðsson. HERÐUBREIÐ varð til við gos undir ísaidarjökli á síðasta jökulskeiði. VIÐ STRÖND Grænlands. Svona litu strandhéruð íslands út á síðasta jökulskeiði. KEMUR NÝTT JÖKULSKEIÐ? EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON LEGA ísaldarjökulsins á síðasta jökulskeiði fyrir um 25.000 árum þegar hann var í hámarki. HOLLT er að skyggnast yfir jarðsöguna og kanna hvemig veðurfar á jörðinni hefur breyst á síðustu ármilljón eða svo. Pá kemur fljótt í ljós að mannkynið er ofurselt duttl- ungum veðursins og nokkuð reglubundnum sveiflum á hitastigi um alla jörðina. Ef til vill gleymist sumt af þessu í erli dagsins og í viðleitni manna við að reisa sér hverful minnismerki. Hvað seg- ir sagan? Jökulskeiðin koma og fara Á umliðnum 600.000 árum hafa fimm jökul- skeið gengið yfir jörðina. Meðalárshiti lækkar þá um 6-12 stig á norðurslóðum en um helming þessa nálægt miðbaug. Tugir miUjóna rúmkíló- metra af jökulís hrannast upp á landi og stór hafsvæði eru þakin hafís allan ársins hring. Risavaxnir hveljöklar teygðu sig suður eftir meginlöndunum. í Evrópu náði jökull síðasta jökulskeiðs til London, Hamborgar og inn á strönd^ Póllands. Eins og hin Norðurlöndin hvarf ísland að mestu undir jökulís. í Skandin- avíu var jökullinn 2-3 km þykkur en hér um og yfir 1 km á þykkt. Einir 5.000-10.000 ferkíló- metrar íslands voru íslausir á mismunandi tímabilum jökulskeiðsins, aðallega fjalllendi til stranda. Landið var umkringt hafís að meira eða minna leyti. Síðasta jökulskeið hófst fyrir um 120.000 árum að undangegnu brokkgengu 10.000-12.000 ára löngu hlýskeiði. Á 10.000 ár- um eða svo náðu jöklar um helming síðari há- marksútbreiðslu sinnar. Þeir minnkuðu a.m.k. þrisvar og stækkuðu þrisvar næstu 100.000 ár- in án þess að jökulskeiðinu lyki. Stærst varð klakahellan í heild fyrir 25.000-30.000 árum. Þá náðu skriðjöklar á Islandi víða út á landgrunn- ið en sjávarstaða var rúmum 100 m lægri en nú er. Tvö til þrjú kuldaköst með jökulframrásum einkenndu annars hæga hlýnun sem olli því að jökulísinn minnkaði á norðurhveli næstu 15.000-18.000 árin eftir að hámarki jöklunar var náð. Fyrir um 10.000 árum hófst afar snögg „hitabylgja" sem enn stendur; það er hlýskeiðið sem mannkynið hefur blómstrað á. Jökullinn hvarf næstum alveg á innan við 1.000 árum. Fyrir um 8.000 árum var tveimur stigum hlýrra í meðalári en nú. Á núverandi hlýskeiði hafa orðið umtalsverðar veðurfarssveiflur, af stærðargráðunum 2.500 ár, nokkur hundruð ár og svo nokkrir áratugir. Hvað veldur? ísöldin (sú síðasta af a.m.k. þremur slíkum tímaskeiðum í sögu jarðar) hefur staðið í um 3 milljónir ára og skiptist í meira en 20 jökul- skeið og hlýskeið. Augljóst er að þama fer fram óviðráðanleg sveifla og harla regluleg. Aðrar hitafarssveiflur eru minni og óregluleg- ar, sumar hverjar. Þó má greina í gögnum úr ískjömum, setlögum á sjávarbotni og á landi að t.d. hitafar sveiflast duglega á um það bil 20.000 og á 40.000 ára fresti. Á öllum þessu langtímasveiflum og öðrum skammvinnari em að sjálfsögðu skýringar. En þær eru flóknar og þeim tengjast tilviljanakenndir atburðir. Til dæmis hafa öflug eldgos kælandi áhrif á veður- far og stórir loftsteinar sem ná yfirborðinu hafa það líka. Aukið magn gróðurhúsagasteg- unda (t.d. metans og koldíoxíðs) hefur þveröf- ug áhrif. Meginskýringin á langtímasveiflunum er þó talin vera sú að frávik í hreyfingum jarð- ar á brautinni um sólina valdi breytilegri inn- geislun sólar og þar með mestum hitafars- sveiflum. Frávikin eru þrenns konar. Braut jarðar er sporöskjulaga og er sólin ekki í miðju sporöskjunnar. Munar um 5 milljónum kíló- metra á stystu og lengstu fjarlægð frá sólinni. En miðskekkja þessi er ekki stöðug. Þyngdar- tog frá hinum rekistjörnunum breytir henni reglubundið og nær sú skekkja hámarki á 96.000 ára fresti. f öðru lagi riðar jörðin á öxli sínum. Meðalhalli öxulsins miðað við miðbaug sólar er 23,5 gráður en frávikið (riðan) verður líklega vegna óreglulegrar massadreifingar í jarðkúlunni. Frávikið vex uns hámarki er náð (hluti úr gráðu) á um 40.600 ára fresti. Loks veltur möndullinn um lóðrétta línu líkt og skopparakringla sem er látin halla um leið og henni er sleppt. Þá hnitar snúningsöxullinn hæga hringi. Jarðai'öxulhnn sveiflast einn svona hring á 26.000 árum. Inngeislun sólar á t.d. norðui'hvel jarðar breytist auðvitað í takt við öll þessi frávik. Sé hún tengd öllum sveifl- unum í gangi jarðar kemur fram að upphaf og lok jökulskeiða og framrásir jökla innan þeirra, sem og hop, falla nokkuð vel að inngeislunar- lágmörkum og -hámörkum. Hvað stjórnar veðrinu hér og nú? Afstaða tiltekins svæðis á jörðinni til hafs og lands varðar miklu um veðurlagið þar. Einnig skiptir miklu máli á hvaða breiddargráðum svæðið er. Varmanám lofthjúps (m.a. háð magni koldíoxíðs og fleiri gróðurhúsagasteg- unda), varmanám yfirborðs, flutningur varma með loftstraumum og hafstraumum og endur- varp hitageislunar frá yfirborðinu eru allt stór- vægir þættii'. Flókið samspil veðurkerfa (hæða/lægða), uppgufunar, daggarmarks (við hvaða hitaskilyrði geta ský myndast?) og fleiri þátta ráða veðrinu á hverjum stað á gefnum tíma; þ.e. skýjafari, hitastigi, vindi og úrkomu svo nefndar séu aðalbreyturnar. Á mörkum kalds og hlýs sjávar (og einnig á landi) í nánd við 60. breiddargráðu á norðurhveli verða til harðir loftstraumar. Þessir vindar ná upp í há- loftin og þar leita þeir í austur með snúningi jarðar. Þessir „þotuvindar“ eða jetsfreams á ensku bylgjast til hliðar og upp og niður með miklu afli og stýra að nokkru gangi lægða. Mynstur þotuvindanna er breytilegt og gengur hægt að skilja stefnu- og hraðabreytingar vind- anna. Engu er hallað þótt sagt sé að hafið gegni lykilhlutverki hvað varðar þotuvindana og veð- urbreyturnar. Það er bæði stórt, þekur nærri 2/3 hluta jarðkúlunnar, geymir mikinn varma og er á sífelldri hreyfingu. ísþekja á hafinu er ennfremur afar mikilvæg þó ekki væri nema fyrir þá sök að endurvarp inngeislunar frá hvít- um eða Ijósum fleti er mikið. Annað atriði má benda á, rpjög mikilvægt. Þegar sjór frýs skilar hann salti í sjóinn sem verður þá þyngri en ella og sekkur. Enn annað kemur til sem ýtir undir þyngdarsökkið hér norður frá. Atlantshafssjór- inn er saltur og þyngri en pólsjórinn. Á mörk- um þessara sjávargerða, t.d. norðan við ísland, kólnar aðvífandi, saltur Atlantshafssjór hratt og sekkur. Þannig verður til, bæði hér nyrðra og umhverfis Suðurskautslandið, risavaxin færibönd sem sturta milljöðrum tonna á klukkustund af sjó niður undir hafsbotn þai- sem hann leitar í átt að miðbaug og kemur „úr kafinu“ öldum síðar. Þessir djúpstraumar eiga sinn þátt í að knýja yfirborðsstrauma í hafinu ásamt staðvindum og seltumun. Þeii' jafna varma um heimshöfin. Djúpstraumamir stýra því veðurfari að nokkru leyti. Lóðrétta hrær- ingin i sjónum viðheldur líka næringaríkum sjó á mótum ólíkra sjávargerða. Allir ofangreindii- eðlisþættir eru meira eða minna samtengdir; mynda eitt kerfi. Breytist einn, verða viðbrögð til í öllu kerfinu, ýmist jákvæð viðbrögð eða nei- kvæð, séð af sjónarjóli íbúanna sem gista jörð- ina hverju sinni. Timinn er afstæður Þegar þess er gætt að helstu hitafarssveifl- urnai' eru af stærðargráðunni hundrað eða tug- þúsund ár er ekki að undra að það eru minni- háttar sveiflur sem raska lífi okkar og hafa raskað lífi kynslóðanna á undan okkur. Flestar eru sveiflumar tilviljanakenndar að sjá. Fyrr eða síðar kemur þó að því í mannkynssögunni að mikil upp- eða niðursveifla ríður yfír. Okkur hefur lærst að þær koma og fara snöggt, miðað við lengd og eins að lítil þúfa getur velt stóm hlassi þegar jafnvægi milli veðurfarsþátta, sjáv- arstöðu og ísþekju er annars vegar. Þannig geta smávægilegar breytingar, að því er virðist, á lofttegundainnihaldi andrúmsloftsins, gróður- þekju landa og útbreiðslu hafíss í fyrstu leynt upptakti að skyndilegri kollsteypu veðurfars- ins. Áreiðanlegar vísbendingar em um að með- alhiti getur hrapað um nokkur stig á 2-3 ára- tugum og þar með innleitt nýtt jökulskeið. Jök- ulþekja landsins myndi þá stækka í nokkuð hægari takti við Veðurfarssveifluna. Vandinn við að „sjá í gegnum“ alls kyns smávægilegar breytingar, sem litla eða enga þýðingu hafa, reynist mikill. Þó má fullyrða að koldíoxíð í loft- hjúpnum eykst jafnt og þétt meðalhiti á megin- hluta jarðkúlunnar hækkar, hafsborðið hækkar lítillega og hafís og jöklar em flestir á undan- haldi. Tölfræðilega séð, er heldur meira um öfgar í veðurfari en undanfama áratugi. Einmitt vegna þessa afstæða tímaþáttar er ekki fært að velta sér upp úr fjarlægri framtíð heldur horfa til samtímans og ákvarða hvað gera skuli til að dempa mannlega þáttinn í veð- urfarssveiflunni og standa vörð um hafið, hrein- leika þess og straumakerfi. Hvað ef... Veðurfar á jörðinni gæti þróast með tvenn- um hætti næstu áratugi. í öðm tilvikinu færi svo að það hlýnaði jafnt og þétt uns meðalárs- hiti víðsast hvar væri orðinn 2-3 stigum hærri en nú um miðja næstu öld. Þá væri svipað að búa hér og í Skotlandi og jöklar á íslandi minnkuðu líklega um þriðjung á því tímabili. Hafið stæði um hálfan til einn metra hærra en nú; jafnvel ívið meira. I hinu tilvikinu færi í hönd kaldara tímabil en nú er og eyddi smám saman hitastigsaukningunni. Þá leitar umhverfi okkar til stöðu sem svipar því sem var á norðurhveli jarðar á síðustu öld. Ef kólnunin reyndist langvinn og hröð, og ekki hlýnaði á ný eftir miðja næstu öld, gæti verið um upptaktinn að nýju jökulskeiði að ræða. Þá keyrist hitastigið hratt yfir í kuldalegan öfgann. Yrði nú fljótlega svipað að búa hér og norðarlega í Grænlandi, jöklar stækkuðu og nýir tækju að myndast á bæjarfjöllunum en hafsborðið lækkaði fljótt niður fyrir núverandi stöðu og þaðan af neðar. Upphaf síðari at- burðarásarinnar gæti dregist í tíma margar aldir eða eitt til tvö árþúsund því lok núverandi hlýskeiðs geta leikið á árþúsundum en ekki öldum eða ái'atugum. Ekki þarf að orðlengja að veruleg hlýindi í áratugi eða öld myndu valda jai'ðarbúum mikl- um vandræðum. Mestu varðar um stækkun eyðimarka eða þun'kasvæða og hækkun sjáv- arborðs. Strandborgir og láglend strandsvæði væru að hluta í uppnámi og miklir fólksflutn- ingar kæmu til. Mikilvæg fiskimið liðu undir lok. Á móti kemur að framleiðsla sumra haf- og landsvæða ykist umtalsvert. Enn síður þai'f að orðlengja um áhrif nýs jökulskeiðs á alla jarð- arbúa. Umhverfi allra gjörbreyttist og allt mannkyn yrði að þjappa sér saman og breyta um lifnaðarhætti. Tilraun til að lýsa framvind- unni í nokkrar aldir er óþörf. Hitt er víst að menn verða að leggja á sig miklar rannsóknir og væntanlega breytta lífs- hætti, eigi að minnka áhættuna af föndrinu við veðurfarið sem fylgir iðnvæðingu og neyslu- samfélagi. Þar bera allir ábyrgð, þó í mismikl- um mæli sé. Skuldbindi íslendingar sig til að setja mörk á aukningu gróðurhúsagasa frá samfélaginu hér er engin afsökun til fyrir því að breyta á annan hátt; allra síst á ári hafsins. Höfundurinn er jarðeðlisfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. OKTÓBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.