Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Qupperneq 9
Hagalín tekinn tali i útvarpsþættinum Bókavöku (1969-70). Stjómendur þáttarins voru Indriði Q. Þorsteinsson (tv.) ogjóhann Hjálmarsson. heimsstefnu, að öllum boðum um stefnumið- un, sem bárust hingað að utan með sendiboð- um, var hlýtt. Og menn dignuðu hver um annan þveran fyrir þessu lúmska erlenda valdboði en ekki Guðmundur Gíslason Haga- lím. Og auðvitað margir fleiri. En allar götur síðan fyrir seinna stríð hefur pólitíska daðrið blandað ótta við öfgaöflin ráðið of miklu í landinu. Fræg tilvik hafa gerst síðan, sem standa upp úr sögulega séð, en undantekn- ingarlaust hafa borgaraleg öfl engu látið skipta, þótt einstaklingar hafi beðið skaða af viðureigninni. Svo var um Héðin Valdimars- son, Jónas Jónsson frá Hriflu, Stefán Jóhann Stefánsson og Guðmund Gíslaon Hagalín svo einhver dæmi séu nefnd. ftir að lukkuriddarar öreigastefnunnar í bókmenntum Vesturlanda höfðu eitr- að svo andrúmsloft bókmenntanna hér, að þeim hafði tekist að breyta landslagi þeirra, fyrst með Rauðum pennum, snerist Guðmundur Hagalín öndverður gegn því að boðaðir skyldu pólitískir flmleikar í bókum hjá annars vel skrifandi mönnum. Hann hóf að gagnrýna þessar vinnuaðferðir beint. Halldór Laxness var því miður lengi vel mjög handgenginn Moskvuvaldinu og hafði skrifað bók sína Gerska ævintýrið fyrir stríð, þar sem hinum frægu réttarhöldum yfír gömlum flokksforingjum í Sovét er lýst og tekið undir við landráðabrigsl Stalíns. En að öðru leyti var flest talið til fyrirmyndar í Sovétríkjun- um. Sem andsvar við þessari bók og í anda þess andófs sem frjálsir menn töldu sér skylt að viðhafa gegn svona áróðri skrifaði Guð- mundur Hagalín bókina Gróður og sandfok, sem kom út árið 1943. Aldrei fram að þeim tíma hafði Guðmundur skrifað stakt orð í bækur, sem flokkast gátu sem andróður gegn Sovét. En þegar ljóst var orðið að félagar þeirra á Vesturlöndum, og þá líka Islandi, ætluðu sér allt að sovéskri fýrirmynd og höfðu því til sanninda lengi á stefnuskrá sinni að taka landið með byltingu, varð að taka til hendi og eyða tíma til andsvara við stefnu, sem látin var taka til listanna. Guðmundur skrifaði um bækur í blöð, enda því vanur frá því hann var blaðamaður og rit- stjóri. Hann flutti suður frá ísafirði að stríði loknu og jók smámsaman skrif bókadóma, en varð síðar fastur ritdómari hjá Morgunblað- inu. Rithöfundar höfðu verið í einu félagi fram til 1944. Þá klofnaði félagið vegna þess að margir þóttu kenna þar ný pólitísk vinnu- brögð. Var það allt mjög í samræmi við tíðar- andann, þar sem öfgastefna vinstrimanna þótti bera vitni um gáfur, þegar henni var blandað við listir og bókmenntir. En hinir, sem töldu sig líka hafa nokkur mannréttindi, sættu sig ekki við forréttindastétt. Guðmund- ur Hagalín var einn af stofnendum Félags ís- lenskra rithöfunda árið 1944, ásamt mörgum helstu skáldum þjóðarinnar á þeim tíma. Hann gerðist formaður félagsins fyrstu árin og var alla tíð helsta driffjöðrin í þeim félags- skap. Undir ævilok var hann þó orðinn tals- maður sameiningar rithöfunda og vann að því með félögum sínum. Orðið var við óskum gamla höfðingjans og rithöfundar sameinað- ir, en ekki leið á löngu þangað til í Ijós kom að svik voru í tafli og sömu skiptareglur voru upp á teningnum og þegar rithöfundar klofn- uðu. Skipti engu máli þótt Sovétríkin væru á útleið með líkin í lestinni. Hér skyldu líkin ráða áfram. En Guðmundur þurfti ekki að lifa þann dag. vistarf Guðmundar Hagalín var mikið að vöxtum. Hann var forkur duglegur að hverju sem hann gekk og vflaði ekki fyrir sér löng og tíð ferðalög. Starf hans fyrir Alþýðuflokkinn var mikið að vöxtum. A meðan hann bjó á ísafirði sat hann í miðstjórn flokksins og þurfti oft að sækja fundi til Reykjavíkur. Ferðálög voru þá með öðrum hætti en núna og varla um annað að ræða en sjóleiðina suður og þá var ekki spurt um veður. En Guðmundur var vanur sjósóknari frá unglingsárum og brá hvorki við sjórok né svellaðar hleinar. Yfir- leitt lagðist Guðmundur fast á árar þar sem {ess var þörf. Hann var ritstjóri Skutuls á safirði um árabil og Eimreiðarinnar. Skóla- stjóri Kvöldskóla iðnaðarmanna á Isafirði og formaður Barna- og gagnfræðaskóla ísa- fjarðar og prófdómari þar um skeið. Þá var hann erindreki Stórstúku íslands og Bóka- fulltrúi ríkisins frá árinu 1955. Á framantöldu sést að Guðmundi Hagalín var fátt óviðkom- andi. Með öllu þessu vann hann síðan fullt starf rithöfundar, eins og bókafjöldinn, sem frá honum kom, sannar glögglega. Þegar Guðmundur Hagalín var í essinu sínu var hann alveg ógleymanlegur. Eins og gefur að skilja um svo athafnasaman mann tók hann daginn snemma. Hann skrifaði bækur sínar á gamla Remington-ritvél, en hafði þann sið að láta vinstri hönd hvfla ofan á kúptri hlíf sem umlukti stafagrindina. Það var einskonar nærfærið samband milli höf- undar og vélar og vinstri höndin, sem hann skrifaði með líka, hafði fyrir löngu nuddað allt lakk af hlífinni svo sá í bjart stálið á stór- um bletti. Ur þessu tæki spruttu Vestfirðing- ar og annað fólk í upphafinni mynd skáld- skaparins. Hann byrjaði að skrifa klukkan fimm á morgnana. Á það hafði hann vanist á meðan hann þurfti að mæta í vinnu dag hvern til að geta brauðfætt fjölskylduna. Það þarf mikla vinnugleði til að ástunda svona starf, en þó einkum frásagnargleði, en hana skorti Guðmund aldrei. Hann bókstaflega ljómaði af henni. ú er öld síðan það undur gerðist í Lokinhömrum við Arnarfjörð, að þar fæddist drengur. Þetta undur gerist alltaf þegar böm fæðast. En undrið í Lokinhömrum hélt áfram. Það óx upp og dafnaði og spratt út úr einangrun síns tíma og gerðist sagnamaður hjá þjóð, sem alltaf hefur virt sagnir og minni mikils. Starf þessa manns miðaðist allt við að upplýsa og leiðbeina og segja frá sínu fólki, sem hafði lif- að við einangrun eins og hann sjálfur í fyrstu. Úr því urðu margir kúnstugir karlar og kerl- ingar, sem hafa nú verið dregin fram til geymdar í margvíslegri bókmenntaflóru þjóðarinnar. Konur og kýr Eftir Kristínu Viðarsdóttur UNGUR drengur kemur til sum- ardvalar í sveit þar sem hann þekkir engan. Hann er litinn hornauga af heimamönnum vegna þess að hann er úr kaupstað, eng- inn sýnir honum hlýju eða skilning og hann saknar móður sinnar afar sárt. Hin aðkomumanneskjan á bænum, Reykja- víkurstúlkan Fía, sem er talsvert eldri en drengurinn, áreitir hann kynferðis- lega eftir að hafa unnið traust hans með móðurlegum blíðuhótum. Hver kemur svo „móðurleysingjanum“ til bjargar við þessar óbærilegu aðstæður? Það gerir önnur móðir sem sjálf hefur verið rænd afkvæmi sínu. Hún gengur stráknum í móðurstað og fyllir samtímis upp í það tómarúm sem hvarf afkvæmisins skapar í lífi hennar. Þessi nýja „móðir“ drengsins er ekki kona heldur kýr. í skáldsögu Guðmund- ar G. Hagalíns, Blítt lætur veröldin, hafa dýrin mannlega eiginleika og mannfólkið stundum dýrslega. Sagan er þroskasaga drengsins Jonna og ræður skynjun hans að mestu ferðinni, þótt sjónarhomið vfld á köflum frá honum. Frásögnin hverfist um samband Jonna og Fíu sem fyrst í stað er þrungið kyn- ferðislegri spennu og ofbeldi, en breytist síðan í samband móður og barns. Þang- að til flýr drengurinn þessa spennu í móðurlegan faðm kýrinnar Stórhyrnu, en gerir sér um leið óljósa grein fyrir því að samband hans við dýrið er á ein- hvern hátt óviðeigandi og bannað. Hann fær til dæmis ekki af sér að segja nokkr- um manni frá því, enda nær hann varla utan um þá hugsun sjálfur hvers eðlis þetta samband er. í bréfi til móður sinn- ar reynir hann að koma því í orð þegar hann segir: „Hún er nærri því eins og nokkurs konar, ja eins og ég væri kálf- urinn hennar...“ (57). Við svo búið hættir hann að skrifa og þurrkar loks allt út sem hann hefur sagt um kúna. Mörkin á milli manna og dýra eru þurrkuð út, eða í það minnsta máð verulega. Strákurinn verður að kálfi og í upplifun hans fær kýrin mennska eiginleika. Hann sér móður sína í Stórhymu og ákall hans þegar hann kúrir hjá henni í fyrsta sinn er sambland af máli manna og dýra: „Ma-a-mma!“ (30). Móðir drengsins get- ur verið hvort sem er kona eða kýr, því samband móður og afkvæmis virðist í merkingarheimi sögunnar vera hafið yf- ir hefðbundið flokkunarkerfi náttúrunn- ar. Það er nánast sett á trúarlegt plan, líkt og sjálf náttúran sem umvefur Jonna og Stórhyrnu þar sem þau hvflast í ilmandi grasinu: Þungur, en hljóðlátur niður barst frá elfinni, er flutti vorfórnir jökulsins út til hins bláa sjávar. Grasið angaði, og ofan úr hlíðinni barst sætrammur ilmur af eini, björk og víði - og hinn vímandi eim- ur af gróandi reyr. Og spói, sem sat á þúfu í mónum fyrir neðan hvamminn, lét nefið slúta og horfði ofan í jörðina, hreyfingarlaus og þögull eins og trúaður maður við altari (31). Jonni leitar athvarfs í náttúrunni eins og hjá kúnni og verður hún öðrum þræði griðastaður andspænis kulda og af- skiptaleysi mannanna. Náttúran er þó annað og meira en einföld andstæða menningarinnar því hún speglar einnig flókið sálarlíf og náttúru fólksins á bæn- um sem drengurinn fær smám saman meiri innsýn í um leið og hann skynjar og endurskapar hina lifandi náttúru allt um kring. Hann kemst að því að ekki er allt sem sýnist í veröld manna, þar er hægt að villast, alveg eins og hann villist í myrkri úti á víðavangi kvöld nokkurt þegar hann leitar að kúnum. Þar minnir drengurinn á annað barn sem hann verður samferða undir lok sögunnar, móðurlausan og syrgjandi drenghnokka sem veit „ekki nokkur lifandi ráð í voða- lega stórri og skjóllausri veröld“ (249). Jonni hefur „móðurina“ Fíu til að leiða sig út úr myrkrinu en það sama verður ekki sagt um fullorðnar persónur sögunnar. Allar eru þær bjargarlausar og einar í baráttu sinni við eigin kenndir og óuppfylltar þrár, innbyrðis tengsl þeirra eru flókin og þær losna ekki und- an fortíð sinni. Það rennur smám saman upp það ljós fyrir Jonna að sumu fólki verður ekki bjargað, hversu eðlilegt sem það kann að virðast á yfirborðinu: Hún þóttist svo sem vera góð og blíð, lét þannig þessi veröld, sem hún amma og fleira gamalt fólk - og svo presturinn - höfðu öðru hverju verið að tala um, kom með ilm og gælur, strauk og raulaði. Fuh! Og svo var þá í henni fólk, svo leyfði hún sér að hafa frískt og rétt skapað fólk, sem átti bágt og ekki var hægt að hjálpa! (229) Persónugerð veröldin myndar um- gjörð um hinn smærri heim mannanna og verður brölt þeirra bæði brjóstum- kennanlegt og kostulegt. Þeir eru eins og peð í eilífri hringrás náttúrunnar sem kankvís himintunglin skiptast á að vaka yfir. Veröldin er óendanlega stór og mennirnir eftir því smáir. Hver persóna hringsólar í sínum litla heimi og fær les- andinn örlitla innsýn í hann með Jonna, sem upplifir sig eins og gest sem komið hefur inn á miðja bíósýningu, og „ekki einu sinni á boðstólum útdráttur úr efn- inu“ (179). Bældar tilfinningar heimilisfólksins á Grundum fá loks magnaða útrás í átök- um um líf eða dauða nautsins á bænum. Þar stendur baráttan á milli karlanna og kvennanna, að Fíu undanskilinni, því konumar vilja slátra nautinu en karl- amir gefa því líf. Átökin snúast ekki síð- ur um Fíu en nautið og spegla þau meg- inátök sögunnar milli veraldar hinnar helgu móður og þeirra holdlegu kennda sem Fía vekur hjá karlpeningnum. Fía kemur beint úr sollinum í Reykjavík og granar drenginn strax að fortíð hennar sé í meira lagi vafasöm. Hann bregst af offorsi við kynferðislegum tilburðum hennar sem vekja honum viðbjóð og kallar hana bæði mellu og dragmellu. Karlarnir eru hálfgerðir tuddar í sam- skiptum sínum við hana framan af sög- unni, þeir era ofbeldisfullir og grófir og girnast hana og sýna henni fyrirlitningu í senn. Nautið verður fulltrúi þessarar kynferðislegu spennu sem strákurinn bæði óttast og heillast af, en eftir dauða þess umhverfist samband þeirra Fíu í saklaust samband móður og barns. Jonni þarf ekki að takast á við sínar eig- in líkamlegu kenndir því hann á enn ör- uggt skjól í fórnfúsum faðmi móðurinn- ar. Fía rúmar þannig báða þættina sem sagan hverfist um, hún er ýmist móðir eða mella, en getur ekki verið nema ann- að í einu. Móðurhlutverkið fyllir líf hennar tilgangi um stund, en þrána eftir þessu hlutverki á hún sameiginlega með barnlausri húsmóðurinni á bænum. Kon- urnar beinlínis hungrar í slíkt hlutverk, en í sögunni virðist samband móður og barns vera það eina sem getur bægt annars óhjákvæmilegri þjáningunni í til- veranni frá mannskepnunni. Fullnæging móðurinnar felst hins vegar í útþurrkun á eigin sjálfi þar sem uppfylling á þörf- um afkvæmisins verður henni allt. Gildir þá kannski einu hvort hún er kona eða kýr. I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.