Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Síða 4
Ljósmynd: Mats Wibe Lund REYKHÓLAR - Bær Guðmundar ríka hefur að öllum líkindum verið á hólnum nálægt þar sem kirkjan er. Reykhólar voru eitt af sex höfuðbólum í eigu Guðmundur en að auki átti hann 36 jarð- ir og stundaði umfangsmikil viðskipti. RÁÐGÁTAN UM GUÐMUND RÍKA EFTIR HJORT HJARTARSON Guðmundur fæðist með silfurskeið í munni og kvænist inn í eina ríkustu ætt landsins. Sól hans rís með framför- um í siglingatækni, viðskiptastríði á meginlandinu, nýj- um mörkuðum fyrir íslenskar afurðir og veiku miðstjórn- arvaldi. Þetta opnaði áður óþekkta möguleika til auð- söfnunar sem Guðmundur var í aðstöðu til að nýta sér. NÍUNDA maí árið 1446 boð- ar nýbakaður hirðstjóri norðan lands og vestan, Einar Þorleifsson, saman þing á Sveinsstöðum í Vatnsdal. Þar er upp tekið nítján ára gamalt mál gegn mági hans, Guðmundi ríka Arasyni, sem snýst um svokallaða Norðurreið Guðmundar. Vitni eru leidd fram, vitnisburðir skráðir og daginn eftir kveður Einar Þorleifs- son upp úrskurð: (Stafsetning höf.) Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eða heyra sendi ég, Einar Þorleifsson hirðstjóri fyrir norðan og vestan á íslandi kveðju guðs og mína kunnugt gerandi þá er liðið var frá hingaðburð vors herra Jesú Kristí þúshund- ruð fjögur hundruð fjörutigir og sex ár þriðju- daginn næsta eftir Jónsmessu postula ante portam latinam á Sveinsstöðum í Vatnsdal á almennilegu þingi kom fyrir mig Þorsteinn Þorgrímsson og Bjöm Kárason og Þorvarður Olafsson og Einar Hallfreðarson beiddu mig og kröfðu allir og sérhver styrks og aðfarar við Guðmund Arason fyrir það rán og heim- sóknir er hann hafði þeim veitt í sinni norður- reið eftir því sem þeir létu þar sýna og sverja. Nú sakir þess að mér líst þetta fullt útlegð- arverk og lýsti ég Guðmund Arason útlægan og óheilagan, hvar hann kann takast utan griðastaða og því fyrirbýð ég hverjum manni héðan í frá hann að hýsa eða heima halda eða hafa, styðja eða styrkja eða nokkra björg veita í móti kóngsins rétti og landsins lögum undir slíka sekt sem lögbók vottar... Með þessum úrskurði rýmir Einar hirð- stjóri mág sinn út af peningum sínum, en það þýðir að eignir Guðmundar falla undir konung og erfingja Guðmundar. Nokkuð nákvæm skýrsla er til um eignirnar, gerð á hinu sama sumri sem Guðmundur var dæmdur. Ef aðeins er litið til jarðeigna hans, höfuðbóla ásamt meðfylgjandi hjáleigum, eða jörðum sem hann heimti af landskuld, þá eru þær þannig taldar og metnar sumarið 1446: Meðfylgj. Samtals Höfuðból jarðir/hjál. virt á Reykhólar ............. 33 596c Brjánslækur ........... 15 295c Núpur ................. 33 834c Saurbær ............... 17 375c Kallaðames............. 38 458c Fell.................... 6 120c Til viðbótar þessum jörðum átti Guðmundur 36 aðrar. Samtals var jarðeign hans því metin á 3512 hundruð árið 1446. Þótt sleppt sé öllum útreikningum og getgátum um hve mikil verð- mæti þetta væru á nútímavísu, getur engum dulist að hér er um mikil auðæfi að tefla. Fjög- ur fyrstu höfuðbólin sem tiltekin eru að fram- an voru í eigu hans og konu hans eftir að þau gengu í hjónaband, en óvíst hvaða jarðir fylgdu þeim. Hitt mun nærri lagi að Guð- mundur hafi um það bil fjórfaldað þær eignir á 23 árum. Mörgum hefur orðið á að spyrja hvernig honum áskotnaðist allur þessi auður. í úrskurði mágs hans, Einars Þorleifssonar hirðstjóra, er talað um rán og heimsóknir. Þar með var gefinn tónninn fyrir það sem á eftir kom, en spumingin um auðsöfnun Guðmundar hefur aldrei verið án grunsemda um þjófnað og ofríki. Ef til vill er hún áleitnari en ella vegna þess að Guðmundur hvarf snögglega af sjónarsviði sögunnar, án þess nokkur viti af- drif hans með vissu. Hann hvarf sem sagt sporlaust. - Hér verður reynt að varpa ljósi á hvernig Guðmundur auðgaðist, hvað réði upp- gangi hans og falli og grafist fyrir um afdrif hans. Guðmundur sest að ó Reykhólum Guðmundur Arason var ekki af kotungum kominn. Hann er fæddur 1395 eða síðar, sonur HÉR VIÐ LAND voru enskar verslunarduggur og fiskiduggur nánast árið um kring, en víst er að Guðmundur ríki auðgaðist mjög á við- skiptum við Englendinga. Tréskurðarmyndin er af ensku 15. aldar skipi, trúlega svipuðu þeim sem voru við ísland og Guðmundur ríki átti viðskipti við. Ara Guðmundssonar á Reykhólum og fyrri konu hans, Ólafar Þórðardóttur frá Núpi í Dýrafirði. Kvonfang Guðmundar var sótt inn í eina ríkustu ætt landsins. Hún hét Helga og var elst barna Vatnsfjarðar-Kristínar, dóttur Björns Einarssonar Jórsalafara, og seinni manns hennar, Þorleifs Arnasonar. Öll önnur böm þeirra Kristínar og Þorleifs gengu að eiga börn Lofts ríka Guttormssonar utan áð- umefndur Einar hirðstjóri, sem ekki kvæntist. Með því mnnu í eina sæng ætt Lofts ríka, eða Skarðverja, og ætt Vatnsfirðinga. Mikill auður kom þarna saman og mægðirnar þannig að mönnum hefur orðið hugsað til mægða milli konungsætta síðari alda. Þótt Guðmundur sé Arason en ekki Lofts, og að því leyti eins og dálitið á skjön í skipuriti þessara mægða, er ekki að sjá annað en vel hafi verið gert við hin ungu brúðhjón og að hvomgt þeirra hafi tekið niður fyrir sig. Bæði hafa mátt ágætlega við kaupmála sinn una, en þau gengu í hjónaband þriðjudaginn 5. októ- ber 1423 að viðstöddum auðugustu höfðingjum norðan lands og vestan. Brúðhjónin settust að á föðurarfleifð Guðmundar, Reykhólum, og bjuggu þar meðan Helga lifði og allt þar til Guðmundur hvarf. Þessu stærsta búi Guð- mundar er m.a. lýst svo árið 1446, að þar hafi verið 45 kýr, 51 uxi, tvævetrir og þaðan af eldri, þar af 7 í eyjum gamlir, 25 veturgömul naut, 26 kálfar, 180 ær í kvíum, 247 gamlir sauðir, 132 veturgamlir sauðir, 180 lömb í Þorskafirði, þ.e. á fjalli, 8 vinnuhestar, 9 full- orðnar hryssur, 11 ungar og 16 ung hross önn- ur, 8 svín gömul, auk grísa. Sama auðsæld blasir við innanstokks á Reykhólum: Sængur 33, flestar nýjar með áklæðum og rekkjuvoð- um, 6 manna línlök og 5 glituð línhægindi, 2 mundlaugar stórar og 5 litlar. Tinföt 32 smá og stór, 90 tréfot, 12 stórkönnur, 11 hálfkönn- ur, 13 smátintir, 68 vínstaup og 18 stór drykkj- arhorn, sum búin með silfiir, og meir en 100 borðdiskar útlenskir. Vendir og reflar voru um alla stórustofu og litlustofu, tvenn fortjöld fyrir framan hjónasæng og tvenn tjöld í kring- um sængina og allt annað er hafa þurfti til bú- skapar innan garðs og utan. Fullbúin smiðja með öllum tólum, stórkeröld, fótur, trog, skál- ar og spænir, dúkar og diskar og tilheyrandi borðbúnaður, ásamt öðrum þarfindum. í fata- hirslum voru 13 alklæðnaðir með tvígild klæði, tveir skarlatsstakkar og stakkur sem kallaður er fuglastakkurinn góði. Þótt hér sé vitnað til skrár yfir eignir Guð- mundar frá því skömmu áður en hann hvarf, er enginn vafi að þau Helga byrjuðu búskap sinn myndarlega. Ásamt Reykhólum erfði Guðmundur Núp og Brjánslæk og Helga lagði Saurbæ á Rauðasandi í bú með sér. Þótt Reykhólar séu stærsta búið, þá voru þetta allt höfuðból þar sem rekin voru stórbú. Það er að vísu ekki lögmál, en margreynt, að gæði hafa tilhneigingu til að safnast þang- að þar sem þau eru næg fyrir. Guðmundur var að því leyti vel fallinn og líklegur til auð- söfnunar. Hann fékk gott start, eins og sagt er nú á dögum, og virðist hafa nýtt sér það vel. Frá jarðaumsýslu hans greinir aðallega í heimildum sem skráðar eru eftir að hann hvarf. Þær heimildir eru margar hæpnar, eins og tæpt verður á síðar. Hins vegar er áreiðan- legt, að auk þess að „sópa“ jörðum að þeim höfuðbólum sem hann fékk í arf eftir föður sinn, komst Guðmundur yfir tvö önnur höfuð- ból, Kallaðarnes í Bjarnarfirði og Fell í Kolla- firði, ásamt tilheyrandi jörðum. - Hvernig fór hann að því? Plágan mikla í upphafi 15. aldar er gjarnan notuð til að útskýra jarðeignasöfnun kirkju og auðugra einstaklinga. Gunnar Karlsson sagn- fræðingur hefur hins vegar gert sannfærandi athugasemdir við þær skýringar - og reyndar efnahagslegar afleiðingar plágunnar almennt. Þær athugasemdir verða ekki raktar hér en því slegið fóstu að hafi plágan leitt til lækkun- ar jarðaverðs, þá er víst að sú lækkun kom öðrum en Guðmundi til góða. Hann var of seint á ferðinni til þess og gat að auki keypt flestar þær jarðir sem hann hafði hug á, burt 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 17. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.