Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 3
Bræðratunga er höfuðból og sögustaður í Biskupstung- um og þar mun nú vera stærsta bú á Is- landi. Blaðamaður Lesbókar leit á búskap og landkosti í Tungu í fylgd með Sveini bónda Skúlasyni, en í Tungu er þar að auki merkileg kirkja eftir brautryðjand- ann Rögnvald Ólafsson arkitekt. I næstu Lesbók verður fjallað um sögustaðinn Tungu, þar sem þekktar persónur bjuggu svo sem Gissur Þorvaldsson og löngu síðar matróna Helga Magnúsdóttir og enn síðar Magnús Sigurðsson sem þekktur er úr Is- landsklukkunni. LESBÓK MORGUNBLAÐSEVS ~ MEMVEVG LISTTR 4). TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Elín í Eddubæ hét fullu nafni Elín Pétursdóttir Blöndal og bjó í Eddubæ í ofanverðum EHiðaárdal sunnan ánna. Hún var listfeng alþýðu- kona sem bjó við kröpp kjör alla ævi sína. Hugur hennar stóð jafnt til ræktun- ar og búskapar sem myndlistariðkunar. Elínarlundur í Elliða- árdal stendur eftir sem gróskumikill minnisvarði um ræktunarstarf hennar og svo efndi hún til málverkasýningar í hænsnahúsinu og hlöðunni í Eddubæ. Það jafnframt fyrsta og siðasta sýning hennar. íslenskir rithöfundar sækja fram er ein af niðurstöðunum á Bókastefnunni í Frankfurt. Að mati ís- lenskra útgefenda á Bókastefnunni geta þeir ekki kvartað undan áhugaleysi um bækur sínar og hefur þar orðið mikil breyting á síðustu árum. Þrjú íslensk bókaforlög voru með sýningarbása í Frankfurt; Mál og menning og Forlagið saman og Vaka-Helgafell sér - en bara þunnur veggur í milli. Um þjóðerni íslenskt, grænlenskt eða norrænt skrifar Gunnar Karlsson prófessor í tilefni greinar Guðmundar Hansen í Les- bók um siglingar og landafundi íslendinga á þjóðveldisöld. Telur Gunnar að Norðurlanda- menn um árið 1000 hafi vart hugsað um sig sem þegna eða borgara nokk- urs eins lands og hug- myndin um landsfang til- heyri ððrum tíma. Þá orki það barnalega að karpa við aðrar þjóðir um þjóðarafrek og beita hundalógík til að heimfæra sögu- leg afrek upp á eigin þjóð. FORSÍDUMYNDIN: Forsíðumyndina tók Oddur Sigurðsson, Orkustofnun, af Kirkjufossi í Jökulsá í Fljótsdal, en hann er meðal nokkurra fagurra fossa sem hverfa ef Fljótsdalsvirkjun verður að veru- leika. Myndin er birt í tilefni umfjöllunar um virkjunina. Fljótsdalsvirkjun er sú Lhja sem enginn mun vilja kveðið hafa, segir Helgi Hallgrímsson náttúru- fræðingur á Egilsstöðum í sögulegu yfir- liti um allar þær virkjunarhugmyndir sem í áranna rás hafa verið að þróast á vatna- svæði Jökulsár í Fljótsdal og miða nú að því að hiiiuin fögru Eyjabökkum við Snæ- fell verði sökk HHHHHHI : ¦ ¦ FAITH NOSTBAKKEN KÆFÐUR HUÓMUR ÓLAFUR STEFÁNSSON ÞÝDDI Röddin innan í fíngrum mínum er enn djúpt grafín undir húðinni því strengirnir sem hljóma milli olnhoga og úlnliðs mynda kæfandi orð og hrópandi angist sargandi, þvargandi eitthvert hjómlaust lag ósamstilltir; tættír strengir verja sína hljóðu iðju á meðan orðgrafa um sigíhuldum sárum, þehra smáu dropar seytla að yfírborðinu þar sem ég vandlega smyr þeim rangfærðum yfír síðuna, leitandi að veikum hljómi kannski sem græðandi smyrsl 'á hondina sjálfa, til lausnar svo að flóðgáttír opnist, landsvæði nötri umhverfís strengi lífsins og fulikomni hljóminn að langþráðu vori Höfundurínn er ensk skáidkpna. Ljóðið hlauf I. verðtaun f Ijóoasamfeeppni á vegumThe NationoJ Ubrary of Poelry 1997. Þýðandinn er í bókmennianami við Háskóla íslands. RABB Laugardagar eru spennandi. Þá fara börnin út í litlu búðina á horninu og fá bland í poka. Það er aldrei að vita hvað lendir í pokanum, - það fer allt eftir því hvert skeið kaupmannsins ratar tilviljanakennt milli smá- btampanna í búðarborðinu: nokkrir lakkrísar, þrjár karamellukúlur, svoldið bleikt gúmmínammi, gervi-gervi- tennur (ætar), töluvert af logandi sterk- um klumpum, og stundum ein haltu- kjafti-karamella frá Freyju, - þótt þær séu dottnar úr móð. Það er spennandi að hella úr pokanum, - en það veldur líka vonbrigðum, því und- antekningalítið hefur slæðst í hann hitt og þetta sem engan langaði í. Svoleiðis er það líka þegar fullorðna fólkið fær sér bland í poka. Korpúlfsstaðir voru til skamms tíma langt fyrir utan bæinn og virtust ekki koma Reykvíkingum beinlín- is við. Nú er byggðin að umlykja þetta mikla mannvirki. Það er innan seilingar, orðið hluti af borginni. Engum dylst að Korpúlfsstaðir eru ein- stæð bygging með stórfenglega mögu- leika. Þarna eru a.m.k. um 5.500 fermetr- ar undir þaki, sums staðar með mikilli lofthæð, og nýleg úttekt bendir til að byggingin standist kröfur um jarð- skjálftaþol, brunahólf og flóttaleiðir. Til- finningin sem við fengum hér um árið þegar setja átti Errósafnið á Korpúlfs- staði, að húsið væri nánast að hruni kom- ið, stenst sem sagt ekki. Öllu heldur, - málverkasafnið gerði svo miklar kröfur BLAND I POKA um öryggi og fullkomna stjórn á raka og hita, að þær samræmdust ekki svona grófgerðri byggingu. Það hefði nánast þurft að byggja húsið upp á nýtt. En ef starfsemi er sniðin að því sem húsið býð- ur upp á, og nauðsynlegu viðhaldi sinnt, má líta svo á að það sé fokhelt í dag. Ég var svo heppin að fá nýlega leiðsögn Birgis Sigurðssonar rithöfundar um Korpúlfsstaði. Sem barn bjó hann þar sjálfur ásamt móður sinni, þekkir staðinn út og inn, hefur samið um hann bók og sjónvarpsþátt og engan veit ég sem kann betur að segja sögu Korpúlfsstaða. Birgir sýndi okkur ekki aðeins húsakynni þessa stærsta kúabús í Norður-Evrópu á sínum tíma, heldur skýrði hann, um leið og við gengum um híbýli, hlöður og fjós, hversu hugvitssamlega öllu verklagi hafði verið háttað. Þessi bygging er einstæð í borgarland- inu, - ekki aðeins vegna stærðar, heldur vegna þess að hún var áratugum á undan sinni samtíð í allri hönnun, ber vitni styrk hins frjálsa huga og framtaks, áræði, út- sjónarsemi og verkviti þess sem treystir á sjálfan sig og sína samverkamenn, en hafnar þunglamalegum hrammi miðstýr- ingarinnar. Enda fékk Thor Jensen að gjalda þess og miðstýringin svipti grunn- inum undan starfi Korpúlfsstaða. I ára- tugi hefur þetta mannvirki svo staðið nánast ónotað. En nú er að verða breyting á, - það er að færast líf í húsið. Golfklúbbur Reykja- víkur hefur gert upp hluta af eystri álm- unni og fengið leigusamning til 30 ára, nokkrir listamenn hafa aðstöðu í vestur- álmunni, skjalasafn borgarinnar á að flytjast annað og þá losnar pláss í mið- rýminu sem enginn veit hvað á að gera við, en nýjasta hugmyndin er að setja barnaskóla hverfisins til bráðabirgða í vesturálmuna. Bíðum nú aðeins. Hvað eiga Korpúlfsstaðir þá að verða? Bland í poka? Það hefur engin stefna ver- ið tekin, heldur er tilviljun látin ráða hvernig þetta mikla húsnæði er nýtt. Ákvarðanir eru teknar í skjóli þess að þetta sé bara til bráðabirgða. Allir vita að bráðabirgðalausnir hafa tilhneigingu til að vara miklu lengur en nokkur ætlaði, - þær eru stefnumarkandi, - skekkja sam- keppnisstöðu þeirra hugmynda sem á eft- ir koma. Ef þriðjungur Korpúlfsstaða verður settur undir barnaskóla liggur beint við að bæta enn við þegar þörfin kallar. Hefðin hefur skapast og fjármun- um varið í að gera skólaaðstöðu sem besta. Eðlilegt að halda áfram á sömu braut. Er það svona sem við viljum nýta þessa einstæðu, sögufrægu byggingu? Gera hana að hverfisskóla? Fulltrúi foreldra í fræðsluráði hefur lýst andstöðu við þessi áform í ljósi þess að byggingin var alls ekki hugsuð sem skóli og hentar ekki vel til þeirra nota. Staðsetningin er óheppileg, í útjaðri hverfisins og of langt fyrir lítil börn að ganga í skólann. Ég tek undir það og finn að hann óttast eins og ég, að hér sé ekki um bráðabirgðalausn að ræða. Það má líka velta því fyrir sér hvort golfvöllur og barnaskóli eigi samleið. Það er ekki langt síðan menn komust að gagnstæðri niður- stöðu í Fossvogsdalnum. Eg mæli heldur með því að menn einhendi sér í að byggja skóla fyrir þessi hverfi á þeim stöðum þar sem þeim var ætlað að vera, með hagsmuni nemenda og foreldra að leiðarljósi. Auðvit- að áttu menn að sjá þessa þróun fyrir og bygging skóla að haldast í hendur við upp- byggingu í hverfinu. En úr því svo varð ekki verður að hraða framkvæmdum og stefna strax á lausn til frambúðar. í milli- tíðinni má nota færanlegar skólastofur sem fluttar verða annað þegar skólinn verður kominn upp, stofnkostnaður þeirra nýtist þá öðrum. Korpúlfsstaðir verði hins vegar markvisst byggðir upp sem miðstöð menn- ingar, sköpunar og mannræktar, opin öllum borgarbúum. Bókasafn, tölvuver, sýningar- salir, vinnustofur listamanna, fyrirlestra- og fundasalir, líkamsrækt, veitingastaðir og ekki síst leiksvið og kvikmyndahús, sem gluggalausa miðrýmið bókstaflega kallar á. Nóg pláss er fyrir þetta allt og meira til í góðri sambúð við golfarana. Korpúlfsstaðir hafa burði til að verða einstæð menningar- miðstöð, en framtíð þeirra er háð því að menn geri sér grein fyrir því hvernig á að nota þá og standi síðan að framkvæmdum með sömu framsýni og verkviti og mótuðu bygginguna og starfsemi hennar í upphafi. GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. OKTÓBER 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.