Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 5
Bræðratungunafnið varð til. Frá því Eyfröður hinn gamli nam Eystri-Tunguna og reisti bæ í Tungu, hét bærinn svo. I mínu ungdæmi hét hann ekki annað en Tunga í daglegu tali; Skúli í Tungu var þá oddviti og menn töluðu ævinlega um Tunguhverfið. Líkt og flestir fornmenn hefur Eyfröður verið fundvís á feg- ursta bæjarstæðið innan landnámsins, en bæjarásinn og holtin sem nú eru komin undir tún sunnan við bæinn, hafa að líkindum verið vaxin skógi eða kjarri. I þeim skógi hefur ef til vill verið reiðvegur suður að Hvítá, sem myndaði geil eða tröð, og sést á löngum kafla fyrir misfellu sem gæti verið einhverskonar mannvirki. Þar heita Flosatraðir og eru kenndar við gestakomu að Tungu sem síðar verður frá sagt. Með tímanum varð Tunga merkur sögu- staður í Biskupstungum ásamt Haukadal og Skálholti, sem ber þó að sjálfsögðu hæst. Það er til marks um stöðu jarðarinnar og þeirra sem þar bjuggu að Tunga var ein þriggja jarða í Biskupstungum sem aldrei komust undir biskupsstólinn í Skálholti. Heimalandið í Tungu nær vestur í Tungu- eyju, sem tvær kvíslar Hvítár mynda. Eyjan er 230 ha og afar grasgefin. Þar eru bæði flæmi með gulstör og valllendi og þar var stærstur hluti heyfengsins tekinn; gulstörin kúgæft hey á véltæku landi. Heyfengur sem ekki brást var allt fram á þessa öld megin auðlind jarðarinnar og helztu hlunnindin. Á þeim hlunnindum mátti hafa stórbú áður fyrr, þegar vinnuaflið var nánast ókeypis. A hverju ári flæðir Hvítá yífir graslendið og annan áburð þarf að sjálfsögðu ekki þar. Sprettan bregst ekki í Eyjunni og heldur ekki í kalárum svo sem 1951 þegar bændur í Tunguhverfi fengu hag sínum borgið með heyskap í Eyjunni og talið var að 2000 hest- burðir hefðu verið fluttir í land það árið. Guðmundur Erlendsson í Skipholti í Hruna- mannahreppi átti einhver ítök í Tungu 1920 og heyjaði þá í Tungueyju og reiddi heyfeng- inn heim, fyrst norður yfir kvíslina við Eyj- una og aftur austur yfir Hvítá á Kópvatns- eyrum. Það gat hinsvegar verið annmörkum háð að komast með heybandslest úr Eyjunni og þá einkum þeim, að áin er breytileg frá ári til árs; hún var til dæmis djúp 1997, en grunn 1998. Síðast var heyfengur fluttur á báti utan úr Eyju 1940, en á áratugunum síðan hefur kvíslin að vestanverðu verið grynnri og ævin- lega var hægt að komast með heybandslestir yfir hana til 1956. Þá voru túnin í Tungu orðin svo stór að ekki þótti ástæða til að heyja í Eyjunni, enda voru reiðingar og klifberar að ganga úr sér á þessum árum, en vélvæðingin í algleymingi og hin gömlu amboð lögð til hhð- ar. Aður hafði heyband gjarnan verið flutt á 12 hestum utan úr Eyju og reynt að komast 5 ferðir á dag. Síðast var farið til heyskapar út í Tungu- eyju sumarið 1956, en síðan hefur Eyjan ein- ungis verið nýtt til beitar fyrir hross. Á vetr- um þykir þó óráðlegt að hafa hross þar vegna flæðihættu. Fyrir utan Tungueyju nær heimaland Bræðratungu vestur í Sporð, þar sem Hvítá \ og Tungufljót renna saman og Hvítá er síðan í mörkum að austanverðu inn að þrengslum, sem verða í ánni austur af Bergstaðalandi. Tungufljót er í mörkum að vestanverðu, svo og heimalönd nágrannabæjanna. Skipti á heimalöndum bæjanna fóru fram 1954, en það er eftirtektarvert að fram að þeim tíma hafði ekki þótt ómaksins virði að skipta úthaga. Aftur á móti var Pollenginu öllu skipt upp í skákir sem einstakir bæir áttu. Bræðratunga sótti ekki til muna heyfeng í Pollengið og átti þar jafnvel minni hluta en nágrannabæirnir. I óþurrkatíð var heyskapur afar erfiður í Pollenginu, sem vildi fyllast af vatni úr nálæg- um mýrum. Slógu menn þar stundum í vatni og báru blauta og þunga störina á sjálfum sér upp á þurra skika. III Hjónin Sigríður Stefánsdóttir frá Skipholti og Sveinn Skúlason frá Bræðratungu hafa bú- ið á jörðinni síðan 1954 og hefur því verið slegið föstu að í Tungu væri stærsta bú á Suð- urlandi og þá ef til vill á landinu öllu. Er þá bæði miðað við hausatölu búfjár og túnstærð, en ræktað tún í Tungu er 160 ha. Þar af eru 20 ha einungis nýttir til beitar. Mjólkandi kýr í fjósi eru 48, en nautgripir alls um 120. Hrossin eru „allmörg" - nákvæmari upplýs- ingar gefur Tungubóndinn ekki. I þeirri bú- grein tíðkast ekki að nefna tölur. En þar að auki eru 800 fjár á fóðrum. Nú þykir þeim Tunguhjónum kominn tími til að minnka umsvifin og að næsta kynslóð taki við. Kjartan sonur þeirra hefur unnið með þeim við búskapinn og nú í haust verður ákveðið hver framvindan verður. Auk Kjart- ans eiga Tunguhjónin þrjú börn sem upp komust: Guðrúnu, sem býr í Reykholtshverf- Ljósm.Lesbók/GS KIRKJAN í Bræðratungu, byggð 1911, eitt af verkum brautryðjandans Rögnvalds Ólafssonar arkitekts. Ljósm.Lesbók/GS ÚTSÝNI frá Bræðratungu vestur yfir víðlend tún og Pollengið við Tungufljót. Hér er hluti af hey- fengnum kominn á sinn stað og nú þykir jafnvel verra að geyma rúllubaggana inni í hlöðu. Danskur maður, Sven Poulsen, hafði eign- ast Bræðratungu ásamt hjáleigum 1915; hann átti jörðina til 1936 en seldi hana þá íslenzka ríkinu. Frá aldamótum hafði Bræðratunga gengið kaupum og sölum og einn þeirra sem átti hana í skamman tíma var Einar skáld Benediktsson. Hugsjón Svens Poulsens var að upphefja íslenzkan landbúnað, en búskap hóf hann á jörðinni 1924 í samvinnu við Skúla og Valgerði. Á ljósmynd sem tekin er af Tungubænum ári síðar má sjá að húsið er kjallari, hæð og ris og þætti líklega nokkuð lítið núna. Sjá má einnig á myndinni að „stofuhús" bæjarins næst á undan, stendur enn og vitnar um nýj- ung í byggingasögunni, bárujárnið, sem markaði tímamót skömmu fyrir aldamótin. Gamla stofuhúsið stóð fram á stríðsárin og var þar þegar óvenjulegan gest bar að garði í fylgd séra Eiríks Stefánssonar á Torfastöð- um. Þar var rithöfundurinn Halldór Kiljan Laxness kominn til að kynna sér staðhætti í Tungu vegna þess að hann vann þá að ritun íslandsklukkunnar. Ég minnist þess að ein- hverjum sveitungum mínum í Tungunum þótti maðurinn æði spjátrungslegur, en Sveini bónda, sem þá var unglingur heima í Tungu, er minnisstætt að skáldið vildi frekar vera ut- anbæjar en innan og þar leit þessi sérkenni- legi gestur til ýmissa átta. Gamla bæjarstæðið hafði verið á hólnum við kirkjuna frá upphafi. Á bak við bæinn hafði myndast hóll; þar hafði aska margra alda verið látin. Oft hefur verið grafið í hólinn en ekki hefur enn tekizt að komast niður úr öskunni. Eitt af því sem menn urðu að huga að við val á bæjarstæði var vatnsból. Við Tungu er enginn bæjarlækur sjaanlegur en undir bæj- arásnum er þykk klöpp og neðantil í henni er uppspretta. Þangað hefur orðið að fara til þess að ná í vatn í bæinn hvernig sem viðraði, en kýr ogaðrar skepnur voru einfaldlega leystar út og þeim vatnað við lindina. Það er svo tímanna tákn, að lindin sú arna er ekki notuð lengur, heldur nýtur Bræðratunga þeirrar vatnsveitu sem Tungnamenn hafa lagt allar götur ofan úr Bjarnarfelli. IV Kirkja hefur að líkindum verið í Tungu frá því skömmu eftir kristnitöku, þó að heimildir geti ekki um kirkju þar fyrr en alllöngu síðar. Bræðratungukirkja var löngum ein af fimm annexíum Torfastaðaprests, en síðan um 1955 messar Skálholtsprestur í Tungukirkju nokkrum sinnum á ári. Uppúr síðustu alda- mótum var kirkjan í Tungu úr sér gengin af fúa, en 1911 var hún endurbyggð eftir teikn- ingu Rögnvaldar Ólafssonar húsameistara. Hún ber merki um örugga tilfinningu Rögn- valdar fyrir hlutföllum og turninn með sér- kennilegum hatti er á hefðbundnum stað við framgaflinn. Það sem annars einkennir kirkj- una að utanverðu eru oddbogar yfir þrem gluggum á hvorri hlið og sami oddbogi er end- urtekinn í smágluggum á turni, glugga yfir dyrum og raunar einnig í sáluhhðinu. Þess- vegna kemur á óvart að Rögnvaldur skyldi Ljósm.Lesbók/GS LEGSTEINAR frægra ábúenda í Bræðratungu voru áður notaðir sem stétt að kirkjunni, en nú standa þeir á steyptum stöpli. Þarna eru leg- steinar matrónu Helgu Magnúsdóttur, Hákonar eiginmanns hennar, og hins ógæfusama Magnúsar Sigurðssonar og eiginkonu hans. inu, Skúla, sem einnig býr þar og er smiður, en yngstur er Stefán, vélsmiður í Reykjavík. Nýtt íbúðarhús byggðu þau Sigríður og Sveinn skömmu eftir að þau hófu búskap, en því miður var ekki hægt að láta það standa á hinu upphaflega bæjarstæði næst kirkjunni, vegna þess að þar stóð þá eldra húsið; fyrsta steinhús sveitarinnar, sem foreldrar Sveins, Skúli Gunnlaugsson frá Kiðjabergi og Val- gerður Pálsdóttir frá Tungu í Fáskrúðsfirði byggðu 1926. í nútlmanum ímynda menn sér vart, að það hafi verið sérstökum erfiðleikum bundið að bvggja steinhús í Tungu á þessum tíma. Til þess varð þó að koma mótatimbri og sementi á staðinn og akfær vegur náði aðeins upp að Torfastöðum. Þar var byggingarefnið sett á hestvagna og dregið á algerri vegleysu yfir misblautar mýrar og holt fram að Höfða. Það- an var efnið flutt á báti yfir Hvítá og upp í Sporð, en síðan aftur á hestvögnum síðasta spölinn og þá að sjálfsögðu á vegleysu. sleppa þessu stfleinkenni yfir dyrum kirkj- unnar. Tungukirkja er lítið hús, en rúmar þó 50 manns í sæti. Að innan er hún Ijósmáluð, en sperrur og þverbitar í dökkum lit. Altaristafl- an er eftir einn af brautryðjendum íslenzkrar myndlistar, Þorstein Guðmundsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, sem talið er að hafi fyrstur manna farið utan til náms í myndlist með það fyrir augum að leggja listina fyrir sig og ílent- ist hann úti í Evrópu. Fremur en að spreyta LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. OKTÓBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.