Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 6
9 Ljósm.Lesbók/GS. STÖRIN bylgjast á Pollenginu við Tungufijót, einhverju bezta flæðiengi landsins, en það hefur nú ekki verið nýtt í marga áratugi. HJÓNIN í Bræðratungu, Sigríður Stefánsdóttir og Sveinn Skúlason, hafa búið á jörðinni síðan 1954. sig á eigin hugverki hefur Þorsteinn kosið að mála eftir hinni frægu kvöldmáltíðarmynd Leonardos da Vinci. Ekki er þó víst að hann hafi átt völ þar um, því myndin var gefin kirkjunni og Þorsteinn var fenginn til verks- ins. Naumast verður séð af þessari altaristöflu að málarinn frá Hlíð hafi haft mikla listþjálf- un að baki. Engu að síður er verðmætt að eitt af örfáum verkum sem vitað er um eftir Þorstein, skuli vera varðveitt í Tungukirkju og að sjálfsögðu ber það af innantómum og fjöldaframleiddum biblíumyndum frá Dan- mörku, sem margar íslenzkar kirkjur sátu uppi með. Predikunarstóllinn er jafn gamall kirkju- byggingunni og hefur Greta Björnsson skreytt hann með postulamyndum samkvæmt gamalli hefð. Þar til þessi kirkja var byggð, voru í Tungukirkju tveir stórir kertastjakar úr járni. Matthías Einarsson þjóðminjavörður kaus hinsvegar að þeir væru fremur varð- veittir á Þjóðminjasafni en í kirkjunni og voru þeir reiddir frá Tungu á baggahesti og ekki annað á honum. Sérkennilegt er, að á hliðarveggjum hanga fjögur málverk; myndefnið úr hinni helgu bók. Þau voru ásamt róðukrossi gjöf til kirkj- unnar frá eiganda jarðarinnar, Sven Poulsen, sem átti þá alla Tungutorfuna um árabil eins og áður hefur komið fram. Þetta eru áferðar- fallegar myndir en fóru samt eitthvað fyrir brjóstið á kirkjufeðrum sem sýndist innihald verkanna fullkaþólskt. Varla munu leikmenn átta sig á því og myndirnar hafa fengið að vera á sínum stað. Þremur legsteinum - hver þeirra er á stærð við allstóra borðplötu - hefur verið komið fyrir á steyptum stöpli til hliðar við stíginn að kirkjunni. Þegar kirkjan var byggð höfðu þessir legsteinar verið látnir mynda stétt að kirkjunni og hafði svo verið lengur en elztu menn mundu. Samt er ekki að sjá á þeim slit undan ágangi, enda sauðskinnsskór fyrri tíma mjúkir viðkomu. Það þótti samt ófært að gengið væri á minjum um fræga ábúendur í Tungu og var þeim komið fyrir á grunni kirkj- unnar, undir gólfinu. Þar gátu þeir að vísu varðveizt, en talsvert rask varð að gera til þess að sjá þá. Svo fór að 1990 voru þeir teknir undan gólfinu og færðir á stöpulinn í kirkjugarðin- um þar sem þeir eru vel sýnilegir, en hins- vegar óvarðir fyrir áhrifum veðrunar. Steinninn í þeim er talinn vera frá Borgund- arhólmi og má ímynda sér fyrirhöfnina við að koma þessum níðþungu legsteinum upp að Tungu með þeirra tíma flutningatækni. Ekki var þó horft í slíkt þegar fyrirfólk og höfð- ingjar áttu í hlut. Nútímafólk á ef til vill erfitt með að lesa það sem á steinunum stendur, en í árbók Fornleifafélagsins 1894 hefur sá texti verið skrifaður upp og hljóðar svo áletrunin á steini Hákonar Gíslasonar: Her hviler under /sá ættgöfugi- og gudhrædde/hofdinsmann Hakon/ Gíslason hvor edvar syslumadur/Rangvellinga hvorn Gud bort/ kallade a 39.are hans aldurs/ than 28. septembris 1652/ (Fyrir neðan skjöld með tveim englum stend- ur:) Hans dygdarika ektakvinna sú gofuga hofdings matrona Helga Magnusdottir Iet þen/an liikstein utflitia hvor sidar í Jesu Chi/sto sætlega sofnade þann 2. no/vembris 1677 a 54 are sins aldurs biidandi hier a/ samt sinuiii ektamanne/ og undanfornum bornum/ gledelegrar upprisu./ Á steini Jarþrúðar Hákonardóttur stendur: D.O.M.S./Her under hviler gudhrædd ætt- gofug og/ dygdug hofdingskvinna Jarþrud- ur/ Hakonardotter hveria drottinn í H./ ektaskap leisti fra þremur lifsfostrum en/ med því fíorda í himneska dird innleiddi far/sallega a sinu 35 aldurs are, þann 3. maij 1686 ad/ kvóddum sinum epterlatnum sorg- ande ekta/ manne Magnuse Sigurdssine og odreu þeirra folke talande þessum ordum si- dast: Fader í þinar hendur fel eg minn anda. Luc, 23. Mat. 31. Ennfremur stendur undir skildi sem tveir englar halda: En eg trui þad þo ad eg mune/ fa ad sia god- semd drottens a iord/ Iitande manna Mat 27/ Meritus Mæstiss. Tvö þeirra sem þarna eru nefnd, Helgu Magnúsdóttur og Magnús Sigurðsson, þekkja flestir íslendingar, annarsvegar í tengslum við harmsögu jómfrú Ragnheiðar í Skálholti, en hinsvegar úr íslandsklukku Halldórs Kilj- an Laxness. I næstu Lesbók verður gluggað í sögu Bræðratungu. • • ÞRJAR ORSOGUR EFTIR ELISABETU KRISTINU JÖKULSDOTTUR DAUÐAR HEIÐAGÆSIR Það var á ósköp venjulegum degi sem búið var að setja örlítinn stein á útidyra- tröppurnar við hvert einasta hús hér í bæ eða það leit helst út fyrir það, varla höfðu steinarnir orðið til þarna af sjálfu sér og enn ólíklegra að þeir hefðu dottið af himn- um. En þegar fólkið í húsunum vaknaði og yfirgaf heimilin til að fara í vinnuna, hnaut það um steininn litla sem lá fyrir utan og sparkaði honum frá sér, en þá heyrðist spling einsog þegar hamrað er á steðja. Einn ætlaði að taka steininn upp en þá hreyfðist hann úr stað. Annar reyndi að grípa hann en þá valt steininn áfram og þannig koll af kolli og fólkið gat ekki að sér gert að elta steinana og streymdi úr bænum, hvort sem það var úr vogunum, breiðholtinu, laugarásnum eða af melun- um, hver eltandi sinn stein og steinarnir rúlluðu, ultu og skoppuðu yfir heiðina, sveitir og sanda, hraun og jökla og sem leið lá upp á öræfi og þar staðnæmdust þeir og breyttust í titrandi tár og í hverju einasta tári synti dauð heiðagæs. MAÐURÍ SPILUNUM Spákonan spáði í beinni útsendingu í út- varpinu og gerði sér far um að hugga hlustendur, og engu líkara en hún setti að jöfnu, huggun og vinsældir. Einu sinni fataðist henni flugið þegar kona nokkur hringdi, ekkert frábrugðin því örmagna fólki sem ráfar um veröldina með tólið undir vanga, vitnandi í skáldið að hver manneskja þurfi ofurlitla huggun dag hvern. Spákonan byrjaði vel einsog jafn- an: Erfiðleikarnir eru liðnir hjá, það er bjart framundan, þú átt eftir að taka stjórnina í þínar hendur, rífa þig upp, ryðja öllum hindrunum úr vegi, spóla upp- úr hjólfarinu, þú kemst af stað, tekst að vakna á morgnana og þú kemst í tengsl við áður óþekkta orku innra með þér, það brunar eldur um æðarnar, taugaendarnir gneista, vöðvarnir stríkka, húðin hitnar, hjartað hamast í brjóstinu, augun glóa í myrkri, varirnar titra, nasavængirnir þenjast, munnvatnið freyðir einsog kampavín, hugsanir þínar skjótast einsog rakettur, höfuð þitt uppljómast og það kemur blossi, skær blossi, og þú skilur til hlítar allar gátur í heiminum. En bíddu hæg, hér kemur babb í bátinn. Það er hérna maður, því miður. Það er maður í spilunum og hann er rétt ókominn. STÆRÐ- FRÆÐIDÆMIÐ Einu sinni var ung stúlka sem varð fyrir ástvinamissi. Hún ákvað að hugsa sem minnst um það og þótt hún fyndi fyrir til- gangsleysi þegar frá leið fullyrti hún að líf- ið yrði að hafa sinn gang. Eftir árið var hún farin að leggja saman tölur og var ekki mönnum sinnandi því hún var að reikna út dómsdag, af bílnúmerum, ritningargrein- um, lottótölum og öðrum tölum sem á vegi hennar urðu. Hún ruglaðist svo oft í sam- lagningunni að hún kveið fyrir hverjum komandi degi. En þótt útkoman þvældist fyrir henni og hún yrði að reikna allt uppá nýtt, þóttist hún vita uppá hár á hverjum morgni að þetta mundi vera sjálfur dóms- dagur en leið svo dagurinn án þess að drægi til tíðinda. Þegar hún fór að mínusa létti henni ögn, en varð um og ó, þegar hún byrjaði að margfalda þessi lifandis ósköp. Hún var komin upp í svimandi upphæðir og það var ekki fyrr en útkoman sýndi fimm milljarða að það fór að rofa til í höfð- inu á henni og hún byrjaði að deila. Fyrst var það einsog hvert annað fálm út í loftið en svo var það einsog sannkallað krafta- verk þegar hún fékk eldingu í hausinn og bókstaflega fann á sér að hún ætti að deila fimm fiskum og tveimur brauðum í millj- arðana fimm. Þetta deilingardæmi er henni afskaplega hugleikið, svo ekki sé far- ið nánar út í þá sálma. En það sem mest er um vert, er að hún finnur ekki lengur fyrir tilgangsleysi, ekki nema þegar illa gengur með stærðfræðina. Höfundurinn er skáld í Reykjovík. HELGI INGÓLFSSON TVÖ UÓÐ ÚR GRÍSKRI GODAFRÆÐI Raunakvak Þamyrisar Hér áður fyrraföllum skáldum bar ég og engím stóð mér jafnfætis um söng. Svo bruggur um yfirburði var ég, að ódauðleika hlytu ljóð mín löng. Því afréð ég að egna þær tii keppni sem allar níu mynda fagran kór. Ég treysti mjbg á hæGleika og heppni, en hreykti mér um of - því fór sem fór. Hve vandalítið verðlaunin þær hirtu! Já, varla varð að Jeikslokunum spurt. Þær kstu blindu, ljósinu mig Grriu og ljóðsnilldinni einnig sviptu burt. M gagnskus er mín fimi, glötuð sjón. Égget ei framar sungið hreinan tón. Samkvæmt grískri goðafræði stóð bragsmiðurinn Þamyrís flestum framar að skáldgáfu og sönghæfi- leikum, en hann ofmetnaðist og skoraði á menntgyðjurnar níu í keppni. Þegar menntagyðj- urnar (músurnar) sungu í kór var söngurinn sagður óviðjafhanlegur, enda sjálf tónlistin við þær kennd og kölluð músik. Áður en söngkeppni þessi hófst var samið um að sigurvegarinn mætti svipta hinn sigr- aða því sem hann lysti. Vitaskuld báru menntagyðj- urnar hærra hiut og að launum fyrir dirfskuna sneyddu þær Þamyris skáldgáfunni, sönglistinni og sjóninni að auki. Híbýli Kelóne Eg ætíð fann í einsemdinni frið og undi aidrei vel igkum oggleði. Frá heimsins önn égheima kaus mérgrið, mér hæfði ei við aðra að blanda geði. Er brullaups til mér buðu æðstu goð, íbráðræði mér varð það á að skrópa. Ég hefði betur þegið þeirra boð, en þóttist þurfa að vera heima og sópa. En undanbragía óðara éggalt, því ógnarhviða yGr héloft þeyttist og eldingar (logum Jýstu allt með Mturgkmpa skærum - uns ég breyttist. Nú ber ég hús á bakinu sem skel og bústað einn mér á - hvar sem ég dvel. Samkvæmt grískri goðafræði var dísin Kelóne heimakær mannafæla, sem sjaldan nennti að níæta til mannfagnaðar. Þegar boðið var til brúðkaups hinna æðstu guða, Seifs og Heru, bjó Kelóne sér til þá afsökun að hún þyrfti að þrífa heima hjá sér. I refsingarskyni breyttu hinir máttku guðir henni í skjaldböku, svo að hún gæti borið hús sitt með sér hvert sem hún færi. Höfundurinn er riftiöfundur í Reykjavík. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 24. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.