Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 7
 ELÍN Blöndal með börnin sín fimm árið 1938. Frá vinstri: Ester Snæbirna, f. 1923, Pétur Blöndal, f. 1925, Ingibjörg, f. 1927, Dagbjört Sóley, f. 1932, Snæbjörn, f. 1936. Á myndina vantar yngstu dótturina, Eddu Emilsdóttur, f. 1940. ELÍN Pétursdóttir Blöndal var listfeng alþýðukona sem bjó við kröpp kjör alla ævi sína. Vi5 gróskumikinn trjálund í ofanverðum Elliðaárdal sunnan ánna er á stóran stein fest dálítil messing- plata með svofelldri áletr- un: Elínarlundur. Elfn Pét- ursdóttir Blöndal bjó hér \ Eddubæ. Hún ræktaði fpennan trjálund árin 1942-1969. HÁVARI SIGURJÓNSSYNI lék for- vitni á að vita meira um sögu þeirrar konu sem þarna er nefnd, hver var hún, hvaðan kom hún og hvað gerði hún? Fyrir réttum þrjátíu árum, hinn 20. júlí 1968, var opnuð all sérstæð málverkasýning í Reykjavík. Sýn- ingin vakti kannski ekki mikla at- hygli og ekki var brotið neitt blað með henni í íslenskri myndlistar- sögu, en málarinn, Elín Blöndal, og sýningarstaðurinn, hænsna- húsið og hlaðan í Eddubæ í Elliðaárdal, höfðu ekki komið áður við sögu í listalífi borgarinnar. Þetta var jafnframt fyrsta og síðasta sýning myndlistarkonunnar sem var 73 ára að aldri og hafði skilað drjúgu ævi- starfí þegar þetta var; stóð ung uppi ekkja með 5 börn og baslaði með kýr og hænsn í nær 30 ár í Elliðaárdalnum ofan stíflu. Elín Blöndal var listfeng alþýðukona sem bjó við kröpp kjör alla ævi sína. Hugur hennar stóð jafnt til ræktunar og búskapai- sem myndlistariðkunar og stendur Elínarlundur í Elliðaárdal eftir sem gi’óskumikill minnisvarði um ræktunarstarf hennar. Hinsvegar er fátt sem minnir á það mannlíf sem þreifst í Eddu- bæ um nær 30 ára skeið, allar menjar um hús og búskap eru horfnar þó gera megi sér í hug- arlund hvar tún og byggingar hafí staðið. Uppruni Elín Sigríður Pétursdóttir Blöndal var fædd í Tungu á Vatnsnesi í Vestur-Húna- vatnssýslu 13. júní 1895, dóttir hjónanna Péturs Lúðvíkssonar Blöndal og Dagbjartar Böðvarsdóttir. Systkini Elínai’ voru tvö, Ingibjörg Þórdís Guðbjörg er var ráðskona séra Sigurðar Norland í Hindisvík á Vatns- nesi og Björn sem síðar varð póstmeistari á Hvammstanga. í dagbókarbrot frá 1952 skrifar Elín: ELÍN í EDDUBÆ .VÆNTUMÞYKJAN skín úr svip kúnna líka,“ segir Guðrún Gísladóttir um þessa mynd Elinar af sér með kýrnar sínar. „Ég fæddist í litlu koti norður í Húna- vatnssýslu, þar var mikH fátækt, en það voru svo margir fátækir þá að maður fann ekki svo mikið til þess. Ég átti einn bróður og eina systur. Húsakynni voru léleg íþá daga á flestum bæjum. Mig langaði fljótt að komast eitthvað burt. Ég fór fyrst þegar ég var 16 ára fyrir vinnukonu að hálfu á eitthvað myndarlegasta heimilið í sveitinni, þar þótti mér gaman að vera. Svo fór ég á skóla þegar ég var nærri tvítug og var þar einn vetur og svo var ég þar ráðskona í þrjá vetur. Þar var líka gaman að vera og þar kynntist ég mörgu fólki, og þar kynntist ég manninum mínum sálaða, við giftum okkur 11. maí 1924 og svo dó hann þann þrítugasta október 1936, það var stuttur tími og yndislegur, við áttum fimm elskuleg böm, en alltaf vorum við fá- tæk.“ Elín og maður hennar Snæbjöm Guð- mundsson jámsmiður settust að á Hvamms- tanga og nefndu hús sitt Snæland. Þar hóf Elín strax það ræktunarstarf sem fylgdi henni alla tíð, gróðursetti blóm og trjáplönt- ur og kom sér strax upp svolitlum garði. Snæland á Hvammstanga er löngu horfið og engin ummerki eftir um fyrsta hús Elínar og Snæbjörns. „Amma talaði stundum um hvað henni hefði þótt leiðinlegt að eftir að þau vom farin frá Hvammstanga vom plönturn- ar hennar rifnar upp og garðurinn eyðilagð- ur. Fáfræðin var svo mikil að það var kallað kommúnismi að rækta tré og blóm!“ hefur Guðrún Gísladóttir leikkona, dótturdóttir Elínar, eftir ömmu sinni en Guðrún dvaldi langdvölum í Eddubæ hjá henni og var henni mjög náin. Flutti nær menningunni Ekki hlaut Elín mikla leiðsögn í myndlist en naut þó nokkurrar tilsagnar á unglingsár- um. I viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 19. júlí 1968 í tilefni opnunar myndlistarsýning- ar hennar segir hún svo frá: „Ég fékk ágætis tilsögn hjá Gunnlaugi Blöndal, við vorum þremenningar. Þá kenndi hann teikningu í lýðskóla, sem starfræktur var fyrir mörgum árum á Hvammstanga. Og ég var nokkuð sæmileg í teikningu, og stundum hef ég stækkað andlitsmyndir af fólki, eins og t.d. þessa af Steingrími Thorsteinssyni. Nú svo lærði ég hjá honum Stefáni Eiríkssyni myndskera um tíma, svo að þú sérð að þeir voru ekkert blávatn, kennararnir mínir." Elín dvaldi hluta úr vetri í Reykjavík 1923 og naut þá tilsagnar Guðmundar Thorsteins- sonar, Muggs, sem hún dáði mikið ætíð síð- an. Ahugi Elínar á myndlist og menningar- málum varð til þess að árið 1933 tóku þau Snæbjörn sig upp með fjögur börn og fluttu suður til Reykjavíkur. Þetta var óvissuferð og ekki laust við að nágrannar og sveitungar á Hvammstanga teldu flutninginn hálfgert flan. En Elín var ákveðin í að komast nær menningarlífmu í Reykjavík og við það sat. „Amma sagði mér að hana hefði langað svo til að komast á myndlistarsýningar," segir Guðrún Gísladóttir. Annar lólurinn styttrl „Amma var mjög sérstök kona og alls ekki allra. Hún var í aðra röndina mjög LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 24. OKTÓBER 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.