Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 8
•^; ^-m J/fM I r f ' I V MARTRÖÐ. Elín var jafnlítið fyrir kindur og henni þótti vænt um kýrnar. Þessi mynd af sauðfé er dreifir sér um Elliðaárdalinn var í hennar huga hálfgerð martröð. barnsleg og einlæg, en svo gat hún líka ver- ið ákveðin og ströng ef þannig stóð í bólið hennar. Mér fannst hún alltaf svo fyndin og skemmtileg. Hún gat tekið upp á ótrúleg- ustu hlutum. Einu sinni eftir að hún var orðin ein í Eddubæ boðaði hún alla stórfjöl- skylduna þangað upp eftir á miðjum vinnu- degi. Kallarnir, synir og tengdasynir, tóku sér jafnvel frí úr vinnu því hún sagði tilefnið svo merkilegt. Þegar allir voru komnir og hún búin að traktera okkur á kaffi og vöffl- um þá leiddi hún hópinn út að garðshliði við fjósið og tók sér stöðu við hliðið, horfði yfir í Breiðholtsásinn og sagði yfir öxlina á sér: „Svona hef ég staðið og horft upp í ásinn á hverjum degi í mörg ár og samt hef ég aldrei tekið eftir því fyrr en í morgun að hægri fóturinn á mér dinglar alltaf svona og tyllir ekki í jörðina þegar ég stend hér. Nú spyr ég ykkur hvort þetta sé eðlilegt eða haldið þið kannski að hann sé styttri en sá vinstri?" Henni stökk ekki bros og virtist fullkomin alvara. Kallarnir náðu ekki upp í nefið á sér yfir þessari vitleysu í gömlu kon- unni en okkur krökkunum fannst þetta óborganlega fyndið. Ég veit ekki enn hvort henni var einlæg alvara með þessu eða hvort hún var bara að gera grín að okkur öllum. Svona var hún." Eftir að til Reykjavíkur kom tók lífsbar- áttan við, hörð og óblíð, svo tækifæri Elínar til að sækja menningarviðburði urðu vafa- laust færri og stopulli en vonir hennar höfðu staðið til. ,^mma hafði alla tíð brennandi áhuga á listum og menningarmálum og hún safnaði úrklippum úr dagblöðum og tímarit- um sem hún límdi inn í gamlar símaskrár og útlenda verðhsta. Svo skrifaði hún athuga- semdir inn í bækurnar og bætti við alls kyns hugdettum sínum svo það er mjög gaman að fletta þessum bókum," segir Guðrún. Af úr- klippubókunum má glöggt sjá að áhugi Elín- ar hefur fyrst og fremst beinst að umræðum um menningu og listir en einnig hefur hún fylgst vel með öllu er snerti andleg og dul- ræn mál. Ekkfa með fimm börn Elín og Snæbjörn fengu í fyrstu úthlutað dálitlum landskika í neðanverðum Elliðaár- dal, þar sem nú er Blesugróf og reistu sér húskofa og nefndu Snæland. I ársbyrjun 1936 fengu þau úthlutað svokölluðu nýbýla- landi í Fossvogi og hugðu gott til glóðarinnar með búskap þar. Hlaut það líka nafnið Snæland og er þaðan komið Snælandsnafnið í Kópavogi sem skólinn ásamt fleiru er nefndur eftir. En haustið 1936 urðu snögg umskipti og örlagarík á högum fjölskyldunn- ar því Snæbjörn lést 30. október, langt fyrir aldur fram, og stóð Elín þá ein uppi með börnin fimm, hið elsta tólf ára og hið yngsta tæplega þriggja mánaða gamalt. Þegar Elín var orðin fyrirvinnulaus töldu bæjaryfirvöld samninginn um landið í Foss- vogi ógildan og vildu segja henni upp jarð- Ahugi Elínar á myndlist og menningarmálum varð tilpess að árið 1933 tóku pau Snœbjörn sig upp með fjögur börn ogfluttu suð- ur til Reykjavíkur. Þetta var óvissuferð og ekki laust við að nágrannar og sveitungar á Hvamms- tanga teldu flutninginn hálfgertflan. næðinu en henni tókst að halda því og byggja þar hús tveimur árum síðar með að- stoð Emils Jónssonar sem þá var orðinn sambýlismaður hennar. Ári síðar seldu þau landið í Fossvogi og voru á hálfgerðum hrak- hólum til ársins 1942 að Elín og Emil ásamt börnum settust að á bökkum Elliðaáa ofan við Árbæjarstíflu, reistu sér þar hús úr nán- ast engu og hófu búskap með kýr og hænsn. „Það var ekkert komið hér. Þetta var bara mýrarsvakki," sagði Elín síðar í blaðavið- tali.(Tíminn 15.9.1960) „Meira að segja, við settum okkur niður í versta dýkið þá um vet- urinn því það var snjór og við sáum ekki hvernig landið var. Oní keldu! Svo var þetta ræst fram. En það er rakt hérna. Það er nú gallinn." Staðinn nefndi Elín Eddubæ eftir sjötta barninu sínu, dóttur sem henni og Emil fæddist 1940. Elín hafði fullan hug á að nefna nýja bæinn Snæland en fékk ekki leyfi til þess. „Ég gat ekki fengið nafnið á þetta hér, þeir voru orðnir svo leiðir á þessu rugli og sögðu að ég ætti ekki að fylla allt af Snælðndum. Svo við skírðum þetta Eddu- bæ," sagði Elín. I Eddubæ var Elín um kyrrt til æviloka í 27 ár. „Hún hafði engan samning um þetta land og settist því þarna að í einhvers konar óþökk bæjaryfirvalda," segir Guðrún Gísla- dóttir. „Ég hef dálítið verið að skoða skjöl og pappíra borgarinnar frá fimmta og sjötta áratugnum og það er ekki annað að sjá en horft hafi verið algjörlega framhjá því að á þessu svæði, í Elliðaárdal ofan Arbæjar- stíflu, þjuggu á árunum 1940-1960 um 300 manns. Þjónusta borgarinnar við svæðið var engin, mamma og systkini hennar urðu t.d. EUNARLUNDUR I ELUÐAÁRDAL Iviðtali við Elínu sem birtist í Tímanum 1960 segist hún ekki hafa keypt eina einustu trjáplöntu, heldur fengið þær gefins eða ræktað upp af fræjum. Elín- arlundur er nú hluti af fólkvanginum í Elliðaárdal og heyrir undir embætti garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri varð góðfúslega við þeirri bón að ganga um Elínar- lund og benda á það markverðasta sem þar er að finna af trjám og plöntum. „Elín hefur greinilega verið dugleg við garð- yrkjuna en lundurinn ber það með sér að hún hefur ekki haft aðgang að öðrum plöntum en þeim sem voru hér á almennum markaði á síð- ustu árunum fyrir stríð," segir Jóhann þegar við hefjum gönguferð um lundinn. „Það var ekki fyrr en uppúr 1950 sem skipti töluvert um tegundir í görðum Reykvíkinga en þær eru ekki hér í elsta hlutanum. Hér eru aðallega birkitré, reyniviður og gljávíðir og örfá greni- tré sem hægt er að tímasetja því þau komu ekki til sögunnar fyrr en 1947. Gljávíðirinn veitir mesta fyllingu í þann hluta lundarins sem næstur er bflveginum og hann er greini- lega afkomandi gamla gljávíðisins sem Schier- beck landlæknir gróðursetti í gamla kirkju- garðinum við Aðalstræti á árunum 1886-90. Þingviðir og hindber Það sem er þó einstakt við Elínarlund er þingvíðirinn sem fmnst ekki annars staðar í Eftir ao Elín Blöndal var sest að í Eddubæ hóf hún ræktunarstarf fyrir alvöru, gróðursetti fjölda trjáplantna, auk þess sem hún kom sér upp dáfallegum blómagaroi. borgarlandinu. Þingvíðir var á þessum árum langalgengasta trjá- eða runnategundin í Reykjavík. Þetta er stórvaxinn trjárunni og stærsta plantan hér í Elínarlundi er líklega nær 7 metra há. Þingvíðirinn fór mjög illa í vorhretinu 1963 og þurrkaðist hérumbil út á Suður- og Vesturlandi. Fyrir norðan og aust- an eru til stór þingvíðitré, á Hallormsstað er eitt nær 10 metra hátt. Þingvíðirinn nýtur sín einmitt mjög vel á svona opnu svæði og hann verður einnig sérstaklega fallegur á haustin þegar löng og íþjúg blöðin verða svo fallega gulbrún á litinn." Jóhann segir að ekki sé vitað hvaðan þing- víðirinn er upprunninn...... fyrst varð vart við hann í Alþingishúsgarðinum og af því dregur tegundin nafn. Þingvíðirinn er auð- vitað löngu horfmn úr þeim garði en ég hef séð myndir úr garðinum sem taka af allan vafa. Þingvíðinum má ekki rugla saman við aðra víðitegund sem mikið var ræktuð rétt á undan honum og hét Vesturbæjarvíðir. Það er reyndar merkilegt að enginn Vesturbæj- arvíðir skuli vera hér í Elínarlundi," segir Jóhann. „Þingvíðirinn er geysilega harðgerð planta en veikleiki hans er sá að ef gerir hlý- indakafla að vetri þá fer hann fljótt að bruma og það gerðist einmitt vorið 1963. Þá kom mjög hlýr síðvetrarkafli og síðan gerði hörkufrost svo þingvíðirinn þurrkaðist út nema hér í Elínarlundi." Þegar gengið er niður stíginn í gegnum lundinn verður fyrir stór breiða af lágvöxnum hindberjarunna norðan við malbikaða göngu- stíginn. Jóhann segir að Reykvíkingar hafi gert ítrekaðar tilraunir til að rækta hind- berjarunna á fjórða áratugnum en gengið illa að fá hann til að þroska ber. „Núna eru komin afbrigði sem gefa af sér reglulega uppskeru en fái runninn ekki frjóvgun frá öðru afbrigði verður hann sjálfgeldur. Hindberjarunninn þroskar ber annað hvert ár, fyrra árið þrosk- ar hann laufið og seinna árið þroskar hann blóm og ber. Það skrýtna við þennan runna hérna er að í allri þessari miklu breiðu virðist enginn stöngull vera frá því í fyrra. Þetta virðist vera alveg sérstaklega viðkvæmt af- brigði sem nær ekki að halda stönglinum lif- andi á milli ára. Þetta eru allt fyrsta árs stönglar sem hér eru." Skógarboln og garðplönlur „Jóhann bendir inn á milli trjánna og segir að þarna sé gaman að rölta því þar sé kom- inn fullkominn skógarbotn, með því gróður- fari sem þar þrífst. „Ríkjandi plöntur í skóg- arbotninum í Elínarlundi eru geitkál og skógarkerfill. Einnig er ætihvönn farin að skjóta upp kollinum en hún er svo vinsæl beitarplanta að hún var algjörlega horfin úr Elliðaárdalnum áður en hann var friðaður. Það væri líka gaman að koma hér fyrir fleiri skógarbotnsplöntum því nú eru skilyrðin fyr- ir hendi." I miðjum lundinum er opið svæði þar sem hús Elínar stóð og blómagarður. „Hér eru plöntur sem eru greinilega ættaðar úr garði Elínar og voru algengar garðaplöntur fyrir og um miðja öldina. Þarna er stór breiða af sigurskúf sem er upprunaleg íslensk planta og var mjög útbreiddur fyrir landnám en þoldi ekki beitina. Hann verður slæmt ill- gresi ef hann fær tækifæri til að breiða úr sér óheftur. Hann var á tímabili nokkuð vin- sæll sem garðplanta. Hérna er einnig garða- brúða og randagras ásamt garðafbrigði af silfurhnappi sem var mikið ræktaður í görð- um á þessum tíma," segir Jóhann og látum við þar með þessu rölti um Elínarlund lokið. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.