Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Qupperneq 9
alltaf að labba niður að rafstöð og taka strætisvagn þaðan niður í Austurbæjar- skóla.“ Búseta fólks í dalnum var smám sam- an viðurkennd með því að hafín var inn- heimta fasteignagjalda þó ekki kæmu á móti viðurkenningar á leigu- eða eignarrétti. Nú eru öll ummerki um þessa fjölmennu búsetu horfin af því svæði sem tilheyrir dalnum, nema þar sem skilgreindar hafa verið forn- eða náttúruminjar. Er lesendum sem fræð- ast vilja frekar um Elliðaárdalinn, vísað í ný- útkomna bók, Elliðaárdalur, land og saga, eftir þá Ama Hjartarson, Helga M. Sigurðs- son og Reyni Vilhjálmsson. Er þar fjöl- breyttur fróðleikur samankominn um nátt- úrufar, sögu og mannlíf frá öndverðu til okk- ar daga. Fyrirmyndir úr náttúrwnni ,Amma málaði það sem var í nánasta um- hverfi hennar, kýmar, blómin, trén, ána, út- sýnið yfir Reykjavík og svo sjálfa sig. Hún málaði og teiknaði talsvert af sjálfsmyndum, oft í skoplegu samhengi og hún gerði tals- vert af því að teikna og mála jólakort sem hún sendi okkur ásamt skýringartextum við myndirnar. Textinn var oft mjög fýndinn og stundum spurning hvort hann hæfði tilefninu en hún var ekki mikið að hugsa um það,“ segir Guðrún. I áðumefndu viðtali í Morgunblaðinu sagði Elín um myndefni sitt og fyrirmyndir að hún málaði mest úti í náttúrunni. „Héðan frá Eddubæ, austan úr Þórsmörk, ofan frá Húsafelli, eða þá ég mála skepnurnar mínar, hesta, kýr og hunda, kerlingar og karla, eða þá eitthvað beint héðan innan úr hugar- fylgsnum mínum, eins og t.d. þessa, sem máluð er með hendingar úr Stjána bláa eftir Örn Arnarson í huga, og ég kalla: „Horfi ég út í himinblámann". Gunnar J. Árnason listfræðingur og myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins segir um myndir Elínar að hún hafi greini- lega leitað víða fanga og gripið til margra og ólíkra fyrirmynda. „Óneitanlega er viðvan- ingsbragur á myndunum en í þeim er samt meiri karakter, kraftur og líf en er í myndum margra áhugamanna sem mála eftir fyrir- myndum. Hún er ekki naívisti þar sem hún þreifar fyrir sér með ólík stílbrögð og vill greinilega mála myndir eins og þær „eiga“ að vera. Myndirnar eru litauðugar, bjartar og glaðværar og það sést ekki á þeim að kjör hennar hafi verið erfið.“ Um málverk ömmu sinnar segir Guðrún að lítið sé vitað um afdrif flestra þeirra. „Hún gaf þau á báða bóga öllum sem vildu. Henni þótti svo gaman ef einhverjum líkaði við mynd sem hún hafði málað. Vafalaust hafa margar myndanna glatast og einhverj- ar eru í geymslum hjá fólki. Sjálf á ég nokkrar myndir eftir ömmu, ásamt kortum og teikningum sem hún ýmist sendi mér eða gaf. Innan fjölskyldunnar er til nokkuð af myndum en það er einungis lítið brot af öllu sem hún málaði og ekki er vitað hvar er nið- urkomið. Af þeim myndum sem ég á eftir hana þykir mér vænst um sjálfsmyndina af henni með kýrnar sínar tvær. Það sést svo vel hvað henni þótti vænt um þær og ekki laust við að væntumþykjan skíni úr svip kúnna líka.“ ENN UM NORÐ- LÆGA BREIDD LEIFS- BÚÐA Þess hefur verið farið á leit við mig að ég lýsti í stuttu máli aðferðinni sem ég notaði og leiddi til tilgátunnar um að Leifsbúðir hafi verið á 41° N en sá breiddarbaugur liggur m.a. um New York-borg, sbr. Lesbók Mbl. 19. sept. 1998. Á þessum atriðum er byggt: a) I Eddu SnoiTa Sturlusonar (íslend- ingasagnaútg. 1954, skáldskaparmál bls. 229) segir að vetur (á við Island) hefjist þegar sól sest í eyktarstað: „Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetur til Jafn- dægris." Fyrsta vetrardag er sólar- gangur í Reykjavík sem næst 9 klst. b) Samkv. skilgreiningu í Grágás 1992 s. 24 er eykt síðasti þriðjungur útsuð- uráttar og þar með nóneyktar; þar seg- ir: „Þá er eykt, er útsuðurátt er deild í þriðjunga, og hefur sól gengna tvo hluti en einn er ógenginn". Á sólar- klukku er þetta tíminn frá kl. 15.30- 16.30. (Þeir sem sáu um útgáfu Grágás- ar 1992 segja í skýringum við þá bók, bls. 524, að eykt sé: „tímaviðmiðun, klukkan þrjú til fjögur síðdegis). c) Þegar sól sest á þessu tímabili, kl. 15.30- 16.30, hefur hún komið upp kl. 7.30- 8.30 og því verið á lofti í 9 klst. í byrjun þess en 7 klst. í lok þess. d) I Grænlendingasögu segir að í Leifsbúðum hafi sól haft eyktarstað og dagmálastað í skammdegi. Þetta er hér skilið svo, sbr. a-lið hér að framan, að átt sé við sólsetur og sólaruppkomu (sólarhæð 0°) og að sólargangur þar hafi því verið um 9 klst. þegar hann er skemmstur, þ.e. á vetrarsólhvörfum. Við þær aðstæður er auðvelt að finna breidd staðarins sem er um 41° N. e) Þessi niðurstaða ásamt staðhátta- lýsingum í Grænlendingasögu leiddi mig til þeirrar tilgátu að Leifsbúðir hafi verið í eða við New York-borg. Mér væri þökk á að fá rökstuddar athugasemdir við þessa aðferð mína. Athugasemd Páls Bergþórssonar í Lesb. Mbl. 3. okt. sl. er ekki alls kostar rökvís að minni hyggju. Hann vísar til ákvæða í nefndri Grágásarútgáfu, s. 24 og 33-34, og dregur þar af eftirfarandi ályktun: „Þegar sólin er komin yfir eyktarstað hefur hún gengið tvo þriðj- unga af útsuðurátt." Og síðan bætir hann við að sólin sé ekki alltaf á sama tíma dags yfir þessum stað og af því meðal annars stafi skekkjan í grein minni. Umræddan „eyktarstað" finnur Páll með því að leggja saman hálfa há- degiseyktina og tvo þriðju hluta nón- eyktar og útfærir sem 52.5° úr hring og svarar það til tímans 15.30 á eykta- hring þegar hann er notaður sem átta- skífa og gráðubogi en ekki sem klukka. Hann misskilur mig þegar ég lýsi ferli sólseturs frá jafndægrum til vertarsól- hvarfa og blandar því saman við feril sólarinnar frá morgni til kvölds. Síðan segir Páll: „Þegar þetta er orðið ljóst er hægt að reikna eftir stjörnufræði- formúlum að hnattbreidd Leifsbúða hafi verið rétt rúmlega 50°...“ Ég tel mig vera litlu nær um þessa niður- stöðu Páls Bergþórssonr þar sem hér er um að ræða fullyrðingu af hans hálfu sem ekki hefur verið nægum rökum studd. GUÐMUNDUR HANSEN HÉR SÉST Elínarlundur í Elliðárdalnum og hvernig ræktunarstarf Elínar sker sig enn úr umhverfinu þó gróðursælla sé um að litast í dalnum nú en þegar Elín settist þar að fyrir tæpum 60 árum. mbl/Ami Sæberg LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 24. OKTÓBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.