Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 11
Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson -L að austan, séð þvert yfir Eyjabakka frá Hraunum. FIMMTÍU ÁRA FERILL FUÓTSDALSVIRKJUNAR EFTIR HELGA HALLGRÍMSSON Ljósm. Skarphéðinn G. Pórisson ni) og Austurkvísl Jökulsár. Snæfeilsnes, hægri. Ljósm.: Skarphéðinn G. Pórisson SYÐRI HLUTI fyrirhugaðs lónstæðis á Eyjabökkum (1994). Myndin er tekin yfir Eyjafelli í norður. Eyjafellsflói, Austurkvísl Jökulsár og Austureyjar. Efst til hægri sést í Folavatn. Þegar Hjörleifur Guttormsson varð iðnaðar- ráðheiTa 1978 tók hann upp hanskann fyrir Bessastaðaárvirkun, og í okt. 1979 ákvað hann „að ráðist skuli í virkjun Bessastaðaár, sem fyrsta áfanga Fljótsdalsvirkjunar" (Austri 19.10. 1979). Sama haust afturkallaði Bragi Sigurjónsson, sem þá var orðinn iðnaðaráð- herra í stjóm Alþýðuflokksins, þessa ákvörð- un. Fljótsdalsvirkjun hin fyrri Á meðan þessu fór fram héldu starfsmenn Orkustofnunar áfram að kanna möguleika á miklu stærri virkjun í Jökulsá í Fljótsdal, beggja vegna Norðurdals, því að Múlavirkjun var þá aftur komin á dagskrá, og þótti liggja betur við nýtingu vatns af Hraunasvæði. í sáttmála ríkisstjórnar Gunnars Thorodd- sen, sem mynduð var í febrúar 1980, var ákvæði um „að stefnt verði að hringtengingu aðalstofnlína á næstu árum og næsta virkjun vegna landskerfisins verði utan eldvirkra svæða.“ Sú hringtenging varð að veruleika á . næstu árum, og þar með má segja að botninn hafi verið sleginn úr Bessastaðaárvirkjun, þar sem ekki var miðað við Austurlandsmarkað lengur. Vegna stærðar var Fljótsdalsvirkjun talin hagstæðari kostur enda var henni í raun slegið saman við Bessastaðaárvirkjun. Var því lagður aukinn kraftm- í að rannsaka hana og ganga frá hönnun hennar. I bæklingi Rafmagnsveitna ríkisins „Kynn- ing á Fljótsdalsvirkjun" (1980) er virkjunartil- högun lýst. Jökulsá skyldi stífluð rétt fyrir of- an Eyjabakkafoss, og aðalmiðlunarlón yrði á Eyjabökkum, 48 km2. Inn í það var áætlað að veita vatni af ofanverðum Hraunum, allt frá Sauðárvatni (Sauðárveita). Ur Eyjabakkalóni yrði vatninu veitt í skurði, um 26 km löngum, er liggja myndi í hlíðarrótum Hafursfells að Laugafelli, undir það í jarðgöngum, þaðan út Fljótsdalsheiði, um nokkm- vötn, út í Gilsárlón, v en flatarmál þess var áætlað 22 km2. I skurðinn var áætlað að taka vatn úr þverám á skurðleiðinni: Hafursá, Hafursár- kvísl og Laugará. I Gilsárlón voru áætlaðar sömu aðveitur og áður fyrir Bessastaðaárvirkj- un. Ur Gilsárvötnum átti að veita vatninu í skurði niður í Hólmalón, sem tæki yfir Hólma- vatn og Garðavatn, og þaðan í göngum og skurðum niður á Teigsbjarg, þar sem því yrði steypt í lóðrétt fallgöng að stöðvarhúsi inni í fjallinu, spölkorn fyrh’ innan beitarhúsin í Hvammi á Valþjófsstað. Stærð Fljótsdalsvirkj- unar var áætluð 250 MW með um 1.500 GWst framleiðslu á ári. Þessi virkjunartilhögun var lögð til grund- vallar 4. júní 1981, þegar Alþingi samþykkti „Lög um raforkuver" (nr. 60/1981), þar sem Landsvirkjun var heimilað að reisa og reka virkjun Jökulsái’ í Fljótsdal (Fljótsdalsvirkj- un), ásamt ýmsum öðrum virkjunúm sunnan- og norðanlands. Hagkvæmnireikningar sérfræðinga og tölvulíkön höfðu nú fengið mikið vægi í ákvarð- antöku um virkjanir, og samkvæmt þeim var virkjanai’öðin: Blanda-Fljótsdalur- Sultartangi ótvírætt talin hagkvæmust, jafnvel án tillits til stóriðjuframkvæmda. Þingsályktun um þessa röðun var samþykkt 6. maí 1982. Eftir mikið stímabrak og samningaþóf við heimamenn var Blönduvirkjun ákveðin og framkvæmdir hafn- ar 1982. Skyldi Fljótsdalvirkjun þá koma næst á eftir henni. Rafmagnsveitur ríkisins sömdu við Fljóts- dalshrepp 1981, um ýmislegt vai’ðandi virkjun- ina, þar á meðal um túnrækt niðri í dalnum í stað beitarlands er myndi tapast. Þátlur Hjörleifs Guttormssonar Einn skeleggasti baráttumaður nóttúru- verndar á íslandi á áttunda áratugnum var Hjörleifur Guttormsson liffræðingur, stofnandi og fyrsti forstöðumaður Náttúrugi-ipasafnsins í Neskaupstað. Hann hafði einnig stofnað Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST) ái’ið 1970, og var formaður þeirra allan áratug- inn, eða til hausts 1979. Vorið 1972 var Hjör- leifur kosinn í Náttúruverndarráð, á fyrsta Náttúruvemdarþingi, og sat þar til 1978. Á vegum NAUST hafði hann gengist fyrir um- hverfisrannsóknum í sambandi við Lagai-foss- vh-kjun, og leitt það mál farsællega til lykta. Á árunum 1974-1980 stóð Náttúrugripasafn- ið í Neskaupstað fyrir náttúrufarskönnun á virkjunarsvæðum Bessastaðaár og Jökulsánna í Fljótsdal og á Dal, og höfðu komið út nokkrar skýrslur um það efni þegar Fljótsdalsvirkjun var heimiluð 1981. Suma þætti þessara rann- sókna annaðist Hjörleifur sjálfur, og var með- höfundur og ritstjóri helstu skýi-slnanna. Kemur þar ótvírætt fram, að Eyjabakka- svæðið er meðal þeirra hálendisvinja sem hafa 'l VIUA KVEÐIÐ HAFA LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. OKTÓBER 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.