Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 12
mest vemdargildi. Um það segir m.a. í skýrsl- unni: „Eyjabakkasvæðið er fjölbreytilegast og sérstæðast í heild sinni, af því landi er Fljóts- dalsvirkjun mun raska. Veldur því m.a. nálægð og reisn Snæfells, sem á þátt í þeirri gróður- sæld er einkennir svæðið... Mestan svip gefur hins vegar gróska í vot- lendi fram með Jökulsá og á Eyjum milli kvísla hennar, þar sem lítilla áhrifa gætir af beit, ólíkt því sem er t.d. í Þjórsárverum. Hin fjölmörgu smávötn, tjamir og pollar á votlendinu auka einnig á fjölbreytni og fegurð svæðisins... Þannig era það tengsl og samspil jökuls, gróðurvinjar og megineldstöðvar (Snæfells), sem ljá svæðinu fegurð og fjölbreytni í lífi og landslagi, sem óviða finnst hérlendis... Þótt erfitt sé um samanburð milli svæða, má telja Eyjabakka meðal athyglisverðustu há- lendisvinja hérlendis að náttúravemdargildi. Kemur svæðið að líkindum næst á eftir Þjórs- árveram...“ Vorið 1978 var Hjörleifur kosinn alþingis- maður Austfirðinga, og stuttu síðar varð hann iðnaðarráðherra nýrrar ríkisstjómar, sem leystist upp á haustmánuðum 1979. Þegar rík- isstjórn Gunnars Thoroddsen var sett á lagg- irnar snemma árs 1980, gerðist hann aftur ráð- herra iðnaðarmála og gegndi því starfi til vors 1983. Það kom því í hlut hans að bera fram heimildarlögin 1981, og þingsályktun um virkj- anaröð 1982. Hann lenti þarafleiðandi í því vafasama hlut- verki að vera „báðum megin við borðið", þegar málefni Fljótsdalsvirkjunar vora annars vegar. Þótt Hjörleifur væri talsmaður smárra virkj- ana, og hefði beitt sér fyrir Bessastaðaárvirkj- un, gat hann, embættis vegna, ekki lagst gegn Fljótsdalsvirkjun. Náttúraverndarráð hafði fallist á hana fyrir sitt leyti, og öll sérfræðinga- sveitin mælti með framkvæmd hennar. Flestir Austfirðingar töldu hana hið mesta hagsmuna- mál fjórðungsins, og gegn henni var engin telj- andi andstaða af hálfu heimamanna eða ann- arra. Náttúravemdarsamtök Austurlands hreyfðu engum mótmælum, né heldur önnur félög eða samtök náttúravemdarmanna. Hrossakaup Náttúruverndarráðs Náttúraverndarráð hafði tekið Eyjabakka- svæðið á skrá yfir sérstaklega vemdarverð votlendissvæði og á opinbera náttúruminjaskrá árið 1978, og þar með viðurkennt mikilvægi þess. Ráðið var því í mikilli klípu varðandi þetta mál, eins og fram kemur í umsögn þess til Raf- magnsveitna ríkisins, 31. mars 1981, sem und- irrituð var af Eyþóri Einarssyni, formanni ráðsins, en þar segir m.a.: „Eyjabakkar era gróskumikið flæðiland í fijgra umhverfi. Á hálendinu era fá gróðurlendi á borð við þá. Fyrst og fremst era það Þjórsár- ver við Hofsjökul, Hvítámes og örfáir staðir á Möðradalsöræfum. Ailir þessir staðir era .hentugir fyrir miðlunarlón vegna virkjana, en jafnframt er náttúruverndargildi þeirra mikið. Náttúraverndaráð telur ekki annað koma til greina, en þyrma einhverju þessara svæða, og því þarf að líta á þau í samhengi, þegar áform- að er að taka eitthvert þeirra undir miðlunar- lón. Þjórsárver hafa tvímælalaust mest vemdar- gildi þeirra allra, og við friðlýsingu þeirra telur ráðið verjanlegt að samþykkja miðlunarlón á einhverjum hinna, þvi tæpast er þess að vænta, að hægt verði að halda í þau öll til lengdar, vegna mikilvægis þeirra fyrir raforkuvinnsluna í landinu." Sama sjónarmið kemur fram varðandi foss- ana í Jökulsá. „Þó að enginn þeirra sé einstæður að gerð eða formfegurð, setja þeir nær allir mikinn svip á umhverfi sitt, og er tvímælalaust eftirsjá að þeim. En þar sem Náttúravemdarráð legg- ur meiri áherslu á að nokkrir stórfossar lands- ins verði varðveittir, getur það frekar sætt sig við að þessir hverfi.“ Niðurstaða ráðsins er þvi á þessa leið: „Enda þótt mikill sjónarsviptir yrði að hinu víðfeðma gróðurlendi Eyjabakkasvæðisins, færi það undir vatn, og þrátt fyrir að forðast beri að eyða þannig grónu landi, sé þess nokk- ur kostur, þá viíl Náttúruvemdarráð fyrir sitt leyti ekki leggjast gegn Fljótsdalsvirkjun, telji orkuyfirvöld hana nauðsynlega. Sú afstaða mótast m.a. af því, að samkomu- lag hefur tekist um varanlega verndun Þjórs- árvera, sem frá sjónarmiði náttúravemdar, og samkvæmt niðurstöðum rannsókna á báðum þessum svæðum eru talin enn mikilvægari há- lendisvin." í þessari vandræðalegu umsögn kemur skýrt fram, að búið var að semja um friðlýs- ingu Þjórsárvera við yfirvöld orkumála, gegn loforði um að ráðið stæði ekki í vegi fyrir því að Eyjabakkasvæðinu yrði sökkt. Hér er um hrossakaup að ræða, eins og gjaman tíðkast við pólitískar ákvarðanir, og má raunar kalla það nauðungarsamning, eins og umsögnin ber með sér. Vitandi um ómetanlegt gildi Eyja- bakka, ákveður ráðið samt að fóma þeim fyrir annað mikilvægara. Ljóst er að þessi niðurstaða speglar veika stöðu Náttúraverndarráðs á þessum tíma, en að baki liggur einnig sú hugsun, sem þá var nokkuð ríkjandi í náttúravernd, að nægilegt sé að vernda eitt sýnishom hverrar landslags- gerðar, svokölluð „sýnishornavernd". Það sem að líkindum réð úrslitum í saman- burði þessara tveggja hálendisvinja, var heiða- gæsavarpið í Þjórsárverum, en það var þá og er enn talið langstærsta heiðagæsavarp á jörð- inni. Síðan hefur varp heiðagæsa aukist á öðr- um svæðum hálendisins, m.a. á Austurlandi, og nú er Eyjabakkasvæðið einnig orðið mjög mik- ilvægt fyrir þennan fuglastofn, eins og síðar verður getið. Þjórsárver voru friðlýst skv. náttúruvernd- arlögum 3. desember 1981, og var auglýsing um það birt í Stjórnartíðindum 17. des. Það var sannkallaður Pyrrhosarsigur, því að fleira var fórnað fyrir hann en Eyjabökkum, eins og nú er að koma á daginn. Fljótsdalsvirkjun endurreist Þegar framkvæmdum lauk við Blönduvirkj- un á áttunda áratugnum, kom í ljós að töluverð umframorka var í raforkukerfí landsins, og var því að svo stöddu engin þörf fyrir virkjun Jök- ulsár í Fljótsdal. Á áranum 1986-87 upphófst ný stóriðjualda á Islandi með samningum við Atlantal-hópinn. Var þá settur aukinn kraftur í undirbúning Fljótsdalvirkjunar. Með breytingu á lögum (nr. 60/1981) um raf- orkuver, árið 1990 (nr. 74/1990) var þingsálykt- un um virkjanaröð frá 1982 felld úr gildi, og skyldi röðin ákvarðast af væntanlegri nýtingu orkunnar. I lögunum var þó ákvæði til bráða- birgða, um að ráðist skyldi í Fljótsdalsvirkjun næst, ef samningar næðust við Atlantal-hópinn um byggingu álbræðslu á Keilisnesi. Á grundvelli ofangreindra laga veitti Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra Landsvirkjun leyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun, allt að 210 MW, með bréfi dagsettu 24. apríl 1991, ásamt til- heyrandi orkuveitum. Leyfið var bundið því skilyrði að Landsvirkjun ábyrgðist úrlausn þeirra vandamála sem upp kynnu að koma vegna athugasemda um virkjunaráformin. Virkjunin var auglýst í Lögbirtingi 23. ágúst og 18. sept. það ár. Sama ár vora hafnar undirbúningsfram- kvæmdir, og útboð nokkurra verkþátta. Gert var ráð fyrir að framkvæmd virkjunar lyki 1994-95. Vinnubúðir vora reistar í Valþjófs- staðarteig, grafin um 100 m löng aðkomugöng að stöðvarhúsi inn í fjallið, vegir lagðir o.fl. Tilhögun virkjunar hafði nú verið breytt þannig, að í stað skurðar úr Eyjabakkalóni út Fljótsdalsheiði var ákveðið að leiða vatnið alla leið í jarðgöngum, um 31 km vegalengd, og steypa því niður í stöðvarhús í Teigsfjalli, mitt á milli Valþjófsstaðar og Hóls. Því var tenging Fljótsdalsvirkjunar við Bessastaðaá nú alveg rofin, og ekki gert ráð fyrir miðlun í Gilsár- vötnum eða öðram vötnum á Fljótsdalsheiði. Við þessa breytingu minnkaði uppsett afl virkjunarinnar úr 250 MW í 210 MW, og orkan úr um 1.500 í um 1.400 GWst á ári. Sem áður átti að stífla Jökulsá rétt fyrir ofan Eyjabakka- foss, með 4 km langri og allt að 25 m hárri jarðstíflu, með 150 m löngu yfirfalli austan ár. Eyjabakkalón yrði 44 ferkm, miðað við vatns- hæð 664,5 m y.s. Miðlunarrými í lóninu var áætlað um 500 G1 í stað 540 G1 áður. Uppi á Teigsfjalli yrði opin jöfnunarþró, um 30 m há yfir jörð, en stöðvarhús og spennar í þar til gerðum hellum inni í fjallinu. í Eyjabakkalón var áformað að veita vatni frá Keldá og Sauðánum báðum (Sauðárveita) með um 5,7 km löngum skurðum, og um 2 km löngum stíflum. Þá yrði Hafursá og nálægum lækjum veitt inn í lónið með um 3 km skurði frá Hafursfelli. Loks var áætlað að hirða vatn úr Hafursárkvísl og Laugará inn í veitugöngin á leiðinni, ásamt vatni úr upptakakvíslum Sauðár, Grjótár og Hölknár, vestan og NV við Snæfell, sem yrðu stíflaðar í því skyni, og vatn- inu veitt í skurðum niður í Laugará. Helsti kosturinn við þessa nýju tilhögun var sá, að göng komu í stað skurðar á aðalveituleið- inni, en að öðra leyti var flest óbreytt frá fyrri hönnun, og því hefðu ráðgerðar framkvæmdir valdið ótrúlega miklu raski og breytingum á landi og lífí á þessum slóðum, ef af þeim hefði orðið. Við sama heygarðshornið Hafi einhver búist við nýju viðhorfi Náttúru- vemdarráðs gagnvart hinni endurhönnuðu Fljótsdalsvirkjun varð sá hinn sami fyrir von- brigðum. Að vísu virðist endurskoðun á áliti ráðsins frá 1981 hafa borið á góma í mann- virkjanefnd þess 12. des. 1990, þar sem rætt var um „að slíkar umsagnir ættu ekki að gilda um alla eilífð, ef ekki yrði af framkvæmdum, og því var beint til ráðsins, að það móti sér stefnu varðandi hvaða mál teljast afgreidd af þess hálfu, og í hvaða tíma slíkar umsagnir ættu að gilda.“ Náttúravemdarþing 1990 samþykkti álykt- un „Um eftirlit með Fljótsdalsvirkjun“, þar sem bent er á að „á virkjunarsvæðunum er að fínna nokkrar af merkustu náttúraminjum Ljósm. Helgi Hallgrimsson KIRKJUFOSS í Jökulsá. Snæfell og Hafursfell í baksýn á neðri myndinni. Á efri myndinni sést efri hluti fossins. Ljósm. Helgi Hallgrímsson ÓFÆRUSELSFOSS í Jökulsá og Kleifarskógur í baksýn. þessa lands, svo sem Hólsbjarg, fossana í Jök- ulsá og Laugará, Eyjabakka og Snæfell. Beinir þingið því til Náttúravemdarráðs, að „næsta sumar verði gerð nákvæm náttúruminjaskrá fyrir virkjunarsvæðið, þar sem reynt verði að meta gildi hinna einstöku staða eða svæða, eins og gert hefur verið við önnur virkjunarsvæði, t.dv Blönduvirkjunarsvæðið." Á sama þingi var samþykkt tillaga um frið- lýsingu Snæfells og Vesturöræfa, „til að draga úr áhrifum Fljótsdalsvirkjunar og vaxandi ferðamannastraumi á náttúrafar svæðisins." Hún hefur enn ekki hlotið staðfestingu. Ekki virðast ofangreindar samþykktir hafa haft mikil áhrif á umsögn Náttúravemdarráðs til Landsvirkjunar, 7. febr. 1991, varðandi breytta útfærslu Fljótsdalsvirkjunar, en þar segir m.a.: „Það er skilningur Náttúravemdarráðs, að jákvæð umsögn ráðsins (bréf. dags. 31. mars 1981) varðandi eldri hugmyndir um virkjun, standi enn, þar með talin samþykki við því að leggja Eyjabakka undir vatn. Sú breytta verk- hönnun, sem hér er verið að óska umsagnar á, dregur veralega úr umhverfisáhrifum framar [utar?] á heiðinni. Þeir skurðir og stíflur, sem eldri hugmyndir gerðu ráð fyrir, hefðu efalítið valdið miklum sjónlýtum á umhverfi, og hindr- að for manna og skepna um heiðina. Loks er það mikils virði, að tjamir og votlendi framar [utar?] á heiðinni fái að halda sér.“ Ráðið gerir athugasemdir við Hafursárveitu og Grjótárveitu, sem ekki vora í eldri áætlun. Askilið er að eftirlitsmaður Náttúravemdar- ráðs verði hafður með í ráðum varðandi þessar framkvæmdir, svo og við námur og efnislagera. Bent er á að tilmæli ráðsins í umsögn þess frá 1981, um nýjar umhverfisrannsóknir, hafi ekki verið framkvæmdar, og óskað úrbóta í því efni. í framhaldi af þessu var Skarphéðni Þóris- syni falið að taka saman tillögur um nýjar eða endurteknar umhverfísrannsóknir á virkjunar- svæðinu. Þar er m.a. lagt til að kanna ýtarlega landslag og landmótun, greina og skrá einstak- ar náttúraminjar, kanna hreindýr og fuglalíf betur og skrásetja söguminjar. Lítið sem ekk- ert hefur verið framkvæmt af tillögum þessum. Athugasemdir og mótmæli Að þessu sinni bar meira á mótmælum gegn virkjunarframkvæmdum í Fljótsdal, en kring- um 1980. Sem dæmi má nefna, að Guðmundur P. Ólafsson ritaði harðorða grein í Morgun- blaðið (8. febr. 1990), er hann nefndi: „Til varn- ar öræfunum", og fjallar þar m.a. um Eyja- bakka. Undirritaður mótmælti áætlun Lands- virkjunar um „að girða Snæfell með skurðum“ í Austra 24. okt. 1991. Þar er átt við fyrrnefnd- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTiR 24. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.