Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Síða 13
ar aðveitur ánna er falla frá Snæfelli, sem myndu girða fjallið í hálfhring að utanverðu. Ennfremur kynnti hann „Fossana í Jökulsá" í máli og myndum í jólablaði Austra 1990. Skarphéðinn G. Þórisson (1991) benti á mikil- vægi Eyjabakka fyrir heiðagæsastofninn, sér- staklega geldgæsir í sárum, sem voru um 13 þúsund talsins á Eyjabakkasvæðinu 1991. Hafði fjöldi þeirra margfaldast síðustu árin, og heiðagæsavarp aukist mikið á hálendinu kring- um Snæfell. Eftir auglýsingu virkjunarinnar bárust nokkrar athugasemdir við einstaka þætti hennar, en þær voru flestar lítilvægar, og í sama dúr og Náttúruverndarráð hafði áður gert. Aðalfundur NAUST var haldinn í Fljótsdal 18. ágúst 1991. Þá höfðu fyrirhugaðar raflínur frá Fljótsdalsvirlgun um Fljótsdal vakið tölu- verða athygli, og hafði undirritaður gengist fyrir undirskiiftasöfnun meðal heimamanna gegn þeim, sem stjóm NAUST hafði tekið undir og stutt. Reynt var að koma fram kröft- ugum mótmælum gegn virkjunaráformum og áminningu til Náttúruvemdarráðs á þessum fundi, en þeim var vísað til stjórnar. Afstöðu náttúruverndaraðila í þessu sam- bandi er vel lýst með eftirfarandi tilvitnun í samantekt Kristins Hauks Skarphéðinssonar fuglafræðings um Eyjabakka, okt. 1993: „Eftir að nýjar hugmyndir um virkjun Jök- ulsár í Fljótsdal komu til tals frá og með árinu 1989, hefur Náttúruverndarráð skírskotað til fyrri ákvarðana varðandi Eyjabakka, en ekki metið að nýju náttúruverndargildi þeirra. At- hugasemdir ráðsins síðustu ár hafa snúist um það hvernig draga megi úr áhrifum Fljótsdals- virkjunar, fundið hefur verið að útliti mann- virkja, línulögnum, vegarstæðum o.fl. Náttúru- vemdarmenn og samtök þeirra, svo og Nátt- úruverndarþing, hafa einnig þagað þunnu hljóði, þegar miðlunarlón á Eyjabökkum hefur borið á góma, og mótmæli þeirra hafa flest snúist um sömu atriði og Náttúruverndarráð hefur fundið að.“ Vendipunktur 1993 A Náttúruverndarþingi, sem haldið var í Reykjavík, dagana 29.-30. okt. 1993, varð vendipunktur í málefnum Fljótsdalsvirkjunar, þegar samþykkt var eftirfarandi tillaga, sem borin var fram af 12 félögum og samtökum er sæti áttu á þinginu: „Náttúruverndarþing felur Náttúmverndar- ráði að taka til gagngerðrar endurskoðunar umsögn ráðsins frá 1981, um áformaða virkjun Jökulsár í Fljótsdal, og endurmeta áhrif miðl- unarlóns á Eyjabökkum." I greinargerð segir m.a.: „Miðlunarlón á Eyjabökkum mun valda meiri og alvarlegri umhverfísspjöllum, en nokkrar aðrar orkuframkvæmdir hér á landi hingað til. Það er með ólíkindum hversu litla umfjöllun Fljótsdalsvirkjun og miðlunarlón á Eyjabökkum fengu á sínum tíma... Því er lagt til að Náttúmvemdarþing beini því til Náttúravemdarróðs, að ókvörðun um Fljótsdalsvirkjun verði endurskoðuð frá grunni, og kannað verði í þaula, hvort hægt sé að virkja Jökulsá í Fljótsdal, án þess að eyði- leggja Eyjabakka, og draga með því móti úr umhverfisspj öllum Fljótsdalsvirkj unar. “ Þrátt fyrir nokkurn eftirrekstur af hálfu þeirra sem stóðu að tillögunni daufheyrðist Náttúruverndarráð við þessum tilmælum, og í „Skýrslu um störf Náttúruverndarráðs 1993-96“, er þess ekki getið að umsögnin frá 1981 hafi verið endurskoðuð. Aðalfundur NAUST 1994 ítrekaði tillöguna, og kveður nú við nýjan tðn í þeim samtökum: ,Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Aust- urlands 1994 skorai- á orkuyfirvöld að endur- skoða útfærslu virkjunar Jökulsár í Fljótsdal. Leitað verði allra Ieiða, sem hlíft gætu Eyja- bökkum austan Snæfells. Náttúruverndarsam- tökin benda á ályktun fi-á síðasta Náttúm- verndarþingi, þar sem skorað er á Náttúru- verndarráð að endurmeta afstöðu sína til virkj- unar Jökulsár í Fljótsdal. Skorar NAUST á Náttúruverndarráð að hraða því endurmati." Hugmynd wm breytta tilhögun í fi-amhaldi af ofangreindri ályktun Náttúru- verndarþings (1993) kom fram ný og róttæk hugmynd um breytta tilhögun á virkjun Jök- ulsár í Fljótsdal. Hún felst í því að hætta við að virkja ána sérstaklega, en veita vatni hennar í þess stað í göngum yfir í fyrirhugað miðlunar- lón Jökulsár á Dal, svokallað Hálslón, sem yrði myndað með stíflu við Fremri-Kárahnjúk. Síð- an yrðu árnar virkjaðar sameiginlega, að lík- indum austur í Fljótsdal. Til að koma þessu í kring þyrfti aðeins lítið inntakslón neðan við Eyjabakkafoss, og hinu verðmæta Eyjabakka- svæði yrði þyrmt. Hins vegar myndi jökulvatn árinnar hverfa úr fai-vegi hennar eftir sem áð- ur, og fossaval hennar yrði að jafnaði aðeins svipur hjá sjón. Fyrirhugað vatnsborð Háls- lóns yrði þá líka að hækka, til að mæta aukn- ingunni. (Sjá „Virkjanir norðan Vatnajökuls". Iðnaðan’áðuneytið 1994. Bls. 33) Þrátt fyrir það myndu líklega flestir telja þetta meira viðunandi virkjunarkost. Hins veg- ar sjá virkjunaraðilar ýmis tormerki á þessari tilhögun, og em að svo stöddu ekki tilbúnir að Ijá máls á henni, enda krefst hún nýrra rann- sókna og endurskoðunar á virkjunaráætlunum fyrir Jökulsá á Dal. Sameiginleg virkjun ánna yrði risavaxið orkuver, sem krefðist stórs markaðs, svo sem risaálbræðslu, sem enginn verndarsinni getur óskað eftir. Hólendisskipwlag 1997 í maí 1997 kom út greinargerð um „Svæðis- skipulag 2015“ á Miðhálendi Islands, sem „Samvinnunefnd um svæðisskipulag Miðhá- lendis íslands" stendur að. Þar er tekið undir þá kröfu að tilhögun Fljótsdalsvirkjunar verði endurskoðuð og ef til vill tengd Kárahnjúka- virkjun: „Gildi Eyjabakkasvæðisins vegna sérstæðs gróðurfars, dýralífs, landslags o.fl., er svo mik- ið, að ástæða er til að endurskoða tilhögun virkjunar skv. gildandi lögum. Svæðið hefur einnig mikið gildi fyrir ferðaþjónustuna. Gert er ráð fyrir að skoðaðir verði til hlítar mögu- leikar á að virkja saman Jökulsá á Brú (Kára- hnjúkavirkjun) og Jökulsá í Fljótsdal, með þeim hætti að Kárahnjúkalón geti nýst sem miðlun fyrir bæði vatnasviðin" (bls. 131). Landsvirkjun mótmælti þessari „íhlutun" í virkjunaráform sín: „Varðandi þann áskilnað nefndarinnar, að skoðuð verði önnur útfærsla Fljótsdalsvirkjun- ar með Kárahnjúkavirkjun, verður að hafa hugfast, að framkvæmdir eru þegar hafnar við Fljótsdalsvirkjun. Staðfest skipulag miðað við ákveðna og auglýsta tilhögun Fljótsdalsvirkj- unar er til staðar, ásamt virkjunarleyfi ráð- herra. Hlýtur nefndin því að verða að taka tillit til þess í skipulagstillögu sinni.“ (Jóhann Már Maríusson, Sveitarstjómarmál 58. árg., bls. 16). Kröfwr wm umhverfismat Hinn 1. maí 1994 gengu í gildi „Lög um mat á umhverfísáhrifum“ (nr. 63/ 1993) og hefur Skipulag ríkisins yfirumsjón með framkvæmd þeirra. „Er þessum lögum m.a. ætlað að tryggja, að metin séu þau áhrif, sem tilteknar fram- kvæmdir hafa á umhverfið: Lífríki, vatn, and- rúmsloft, landslag, minjar, mannlíf og fleira. Hluti matsins er kynning framkvæmdar með auglýsingu, sem gerir almenningi kleift að kynna sér hana og koma á framfæri athuga-' semdum. Leiði matið í Ijós umtalsverð áhrif á umhverfið, ber að gera ráðstafanir, sem koma í veg fyrir eða draga úr þeim áhrifum eins og kostur er.“ Meðal þeirra framkvæmda sem „ávallt em matsskyldar" skv. lögunum, eru: „Vatnsorkuvirkjanir, með uppsett afl 10 MW eða meira, eða vatnsmiðlanir, þar sem meira en 3 km2 fara undir vatn, vegna stíflumann- virkja og/eða breytinga á árfarvegi." „Umhverfisráðherra getur ákveðið að meta eigi umhverfisáhrif framkvæmdar, ef talið er að hún hafi umtalsverð áhrif á umhverfi. Hver sem er getur óskað eftir slíkum úrskurði... Ef vafi leikur á um hvort framkvæmdir eru mats- skyldar ber að leita úrskurðar umhverfisráð- herra.“ Þetta er teldð úr bæklingi sem Skipulag rík- isins gaf út. I lögunum er bráðabirgðaákvæði, er segir „Þrátt fyrir ákvæði 17. greinar laga þessara era framkvæmdir samkvæmt leyfum útgefnum fyrir 1. maí 1994 ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum þessum." Ekki fer milli mála, að allar framkvæmdir, sem fyrirhugaðar eru við Fljótsdalsvirkjun, eru matsskyldar skv. ofansögðu, ef undanþága er ekki veitt. Þær kröfur gerast nú háværai-, og koma úr ýmsum áttum, að beita skuli lögum um um- hverfismat í þessu tilviki. Náttúraverndarþing 1997 ályktaði „að skora á Umhverfisráðuneyt- ið, að það sjái til þess að Fljótsdalsvirkjun fari í umhverfismat." Vorið 1998 lagði Hjörleifur Guttormsson alþingismaður fram tillögu til þingsályktunar, þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að láta umhverfismat fara fram skv. lögum. Nokkrir aðrii- þingmenn og ritsjórar dagblaða hafa tjáð sig í þá veru, svo og Arni Bragason, forstjóri Náttúruverndar ríkisins. Útslagið gerði þó yfirlýsing Náttúruvernd- arráðs (hins nýja), er það sendi Guðmundi Bjarnasyni umhverfisráðherra hinn 11. júní sl„ svo hljóðandi: „Náttúruverndarráð skorar á umhverfisráð- herra, að beita sér fyrir lagasetningu, þar sem fellt verði úr gildi leyfi Landsvirkjunai’ til að virkja Jökulsá í Fljótsdal. Nýtt virkjanaleyfi verði háð mati á umhverfisáhrifum. Því er einnig beint til umhverfisráðherra, að hann beiti sér fýrir friðlýsingu Snæfells og Vesturöræfa og umhverfis, og tilnefni Eyja- bakka sem Ramsarsvæði." í sjónvarpsviðtali sama dag, lýsti Guðmund- ur þeim vilja sínum að fullkomið umhverfismat fari fram varðandi Fljótsdalsvirkjun, og kann- að verði hvort Eyjabakkasvæðið falli undir al- þjóðlegar reglur um verndun votlendis. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra hefur látið svo um mælt, að hann sé hlynntur því að matið fari fram, en hann telur jafnframt að það breyti ekki fengnu virkjunarleyfi Landsvirkj- unar og virkjunarheimild Alþingis. Er þá spurning til hvers það væri. Ljóst þykir að Finnur geti afturkallað virkjunarleyfið, sem Jón Sigurðsson starfsbróðir hans veitti 1991, og myndu þá reglur um umhverfismat vera í fullu gildi. Hjá Landsvirkjun hefur komið fram, að fyr- irtækið sé að taka saman skýrslu um umhverf- isáhrif Fljótsdalsvirkjunar og mat á þeim, og muni hún verða tilbúin í nóvember. Er svo að skilja að hún muni samsvara þeim kröfum sem gerðar era um frummat í lögum um umhverfis- mat. Þegar skýrslan liggur fyrir mun stjórn Landsvirkjunar ákveða hvort hún verður nýtt sem grandvöllur umhverfismats skv. lögum nr. 63/1993, en það ferli tekur a.m.k. tvö ár. Ymsir baráttumenn fyrir stóriðju á Austur- landi telja að ekki gefist tími til þess að fram- kvæma slíkt mat, ef stefnt verður að tiltölulega smáu álveri (120 þús. tonn), sem fyrsta áfanga í uppbyggingu stóriðjuvers í Reyðarfirði. Ólík- legt er þó að ráðherrar taki slíka áhættu, fyrir næstu þingkosningar, þar sem greinilega er þjóðarvilji fyrir lögformlegu umhverfismati Fljótsdalsvirkjunar. Hvers mó vsenta af umhverfismati? Reynandi er að geta sér til um, hvað leiða myndi af lögformlegu umhverfismati F’ljóts- dalsvirkjunar. Eflaust myndi það kalla á frek- ari rannsóknir á ýmsum sviðum náttúrafars og endurmats á þeim þáttum sem þegar hafa ver- ið kannaðir. Frumkönnun á landslagi og gróð- urfari Eyjabakkasvæðis fór fram árið 1975. Gróðurkort var gert 1978, smádýralíf kannað 1979, og talningar hafa farið fram á gæsum og hreindýram. Eftir 1977 beindust umhverfisrannsóknir að mun stærra svæði, milli jökulsánna tveggja, sem nú er farið að kalla Snæfellsöræfi, og síð- an að Brúaröræfum. Aldrei hefur verið reynt að meta vemdargildi hinna einstöku staða á svæði Fljótsdalsvirkjunar eða gera vemdar- kort af því. Þá hafa fossar og gljúfur Jökulsár ekki verið tekin með í könnunum. Áherslur og markmið náttúruverndar hafa breyst á síðasta fjórðungi aldar. Sýnishorna- vemd er á undanhaldi. Ymsir landnýtingar- þættir hafa öðlast auldð vægi, svo sem ferða- mennska og veiðar, og tilfinningaleg sjónarmið era líka viðurkennd. Allt verður að meta út frá nýjum forsendum. Telja má nokkuð víst, að umhverfismat leiði til gagngerðra breytinga á tilhögun (hönnun) virkjunarinnar, sem til þessa hefur eingöngu miðast við að ná hámarksorku úr vatnakerfinu, með því að „blóðmjólka" hverja ásrsprænu sem til næst. Þá verða eflaust skoðaðir allir möguleikar á því að losna við hið víðfeðma miðlunarlón á Eyjabökkum. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi, skv. lögunum, að virkjunin sem heild verði lögð fyrir róða, þó slíkt hafi enn ekki gerst í sambandi við umhverfismat hér á landi. Hver á að borga brúsann? Forstjórar Landsvirkjunar hafa slegið því fram, að búið sé að eyða um 2,7 milljörðum króna á núgildi í rannsóknir og annan undir- búning Fljótsdalsvirkjunar. Auk þess hafi hún komist á framkvæmdastig árið 1991, en fram- kvæmd hafi verið frestað. Engin sundurliðun liggm- fyrii’ á þessari upphæð, og ber því að taka henni með fyrirvara. Mikið af umræddum rannsóknum eru hrein- ar grunnrannsóknir á jai’ðfræði eða landfræði NA-hálendis, sem þjóðfélaginu ber skylda til að kosta, enda geta þær hvenær sem er öðlast nýja og jafnvel hagnýta þýðingu. Þá hafa fjöl- margai’ rannsóknir er vai’ða Fljótsdalsvirkjun ekki einskorðast við hana, heldur tekið mið af öðrum vii’kjunarkostum á mun stærra svæði, allt frá Hraunum til Brúai’öræfa, og geta því gagnast við aðrar viriíjanir. Þeim fjármunum sem til rannsókna var varið hefur því ekki ver- ið á glæ kastað, þótt Fljótsdalsvirkjun verði ekki framkvæmd. Hvað varðar byrjunarfram- kvæmdir, er líklegt að göngin í Teigsfjalli geti notast við virkjun Jökulsár á Dal, ef sá kostur verður valinn að veita henni austur í Fljótsdal. Mistök stjórnarherra eru óteljandi gegnum tíðina, og þau koma ævinlega niður á þegnun- um, sem verða að borga brúsann. Ymsir vilja meina að þjóðin hafi þegar greitt fyrir þessi mistök og önnur sem orðið hafa í orkumálum, með óeðlilega háu raforkuverði. Eg efast ekki um að óspillt náttúrufar á virkjunarsvæðinu muni ávaxta sig betur - jafn- vel í krónum talið - en sjálf virkjunin, ef hún verður framkvæmd, og það ætti að vera nokk- ur sárabót. Ég þakka Skarphéðni G. Þórissyni, líffræð- ingi og kennara í Fellabæ, fyrir ómetanlega að- stoð við samningu þessarar gi’einar. Hann hef- ur útvegað heimildir og lesið textann margoft yfir. Höfundurinn er nóttúrufræðingur og býr ó Egilsstöðum. KRISTJÁN J. GUNNARSSON VANDRÆÐA STANDIÐ Grandvarir púrítanar í Guðs eigin landinu landa gáttast er náttúran háttar og afklæðist heilögum anda, lifa í stöðugum ótta við lostans ogfýsnanna fjanda ogfreistingu holdsins sem dafnaði fremur en þvarr og undrast ef Clinton ennþá lætur sér standa alveg á sama um Mr. Kenneth Starr. KVÓTABÓT Atlantshafið ætti að vera bar orðið gætu fiskifræðingar viskífræðingar og frystihúsagellurnar gengilbeinur horskar. Allir fengju kvóta utan sægreifar, - sem koma mætti fyrir á Freeport hér og þar - en þingmennirnir gætu verið þorskar. VISTVÆN ÞRÓUN (Móderniséraður vikivaki) gekk hún í skóginn grænan gimtist út að sjá sér þann er fýsti að fá sér og fegurstur var með sann, - aðeins þá einnota fann, en nú er hún búin að ná sér í náttúruvænan margnota mann. ÁFELLI Tvísýnt vorsins veldi þótt villiblómin reyni að springa út í haga og enginn veit hvort ástin enn er lífs að kveldi umhleypingadaga. RÚSSNESKA GAGN- BYLTINGIN Eitthvað í þessari einkavæðingu brást. Ó, þér trúboðar, vissuð þér ei eða hvað að rússnesk bylting er glapsýn og ginning, ófrjósöm uppgerðarást ofan við beltisstað? Höfundurinn er fyrrverandi fraeðslustjóri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. OKTÓBER 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.