Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 14
UM ÍSLENSKT, GRÆNLENSKT OG NORRÆNT ÞJÓÐERNI AÐ FORNU EFTIR GUNNAR KARLSSON Það orkar barnalegg f samfélagi þjóða nú að karpg við aðrar þjóðir um þjóðarafrek ó hæpnum forsendum og beita hundalógík til þess að heimfæra söguleg afrek upp ó eigin þjóð. Teikning eftir Bo Bojesen. VIÐ GETUM engan veginn treyst því að Norðurlandamaður um aldamótin 1000 hafi hugsað um sig sem þegn eða borgara nokkurs eins lands. Þegar við gefum slíku fólki eitt ákveðið landsfang erum við að troða upp á það hugmyndum sem tilheyra öðrum tíma. / IJANÚARMÁNUÐI síðastliðnum fann ég að því í Morgunblaðinu að forsætis- ráðuneytið hefði skipað nefnd til að gera tillögur um minningarathafnir í tilefni af þúsund ára afmæli landnáms norrænna manna í Vesturheimi, án þess að þar væri nokkur maður til nefndur sem hefði sannanlega þekkingu á efninu. í því sam- bandi reifaði ég í stuttu máli á hvem hátt þessi tímamót kæmu Islendingum við, hvaða hlut Is- land og íslenskir menn gætu talist eiga í því af- reki að efna til markvissra siglinga á milli Evr- ópu og Ameríku. I Lesbók Morgunblaðsins 19. september síð- astliðinn veittist Guðmundur Hansen, fyrrum skólastjóri, að mér fyrir að segja að það hafi verið norrænir menn sem sigldu fyrstir Evr- ópumanna yfir Atlantshaf og könnuðu austur- strönd Norður-Ameríku. Hann sakar mig um að taka undir „sögulegar rangfærslur sem koma fram í áróðri Norðmanna", sömuleiðis „stómorska stefnu gegn Islandi", því að það hafi verið „Islendingar einir sem fundu og byggðu Grænland og ekki er vitað um neina menn af öðru þjóðemi er þátt hafi tekið í landaleitan þeirri og landkönnun sem hér um ræðir“. Ég held að það sé brýnt að íslendingar þekki og skilji merg þessa máls og ætla því að nota grein Guðmundar sem kærkomið tilefni til að skýra sjónarmið mitt nánar en rúm var til í Morgunblaðsgreininni. Lög, ríkisfang eg þióðerni Guðmundur Hansen lætur eins og þetta mál sé stórum einfaldara en það er í eðli sínu. Þannig slær hann því umsvifalaust og um- ræðulaust saman að vera í lögum lands og að hafa ákveðið þjóðemi. Hann segir: Óþarft mun vera að efast um þjóðemi Leifs sonar Eiríks sem og að fjasa um „vegabréf1 í því sambandi eins og Gunnar Karlsson gerir í grein sinni, því allir þeir menn sem fæddir voru og búsettir fyrir vestan mitt haf milli íslands og Noregs á þjóðveldisöld voru í „íslenskum lög- um“ nema dæmdir skóggangsmenn. Mér kæmi ekki á óvart þótt eitthvað þessu líkt stæði einhvers staðar í ritum Jóns Dúason- ar. En kenningum hans um réttarstöðu Græn- lands að fomu hefur verið andmælt rækilega og sannfærandi af ábyrgum lögfræðingum,1 og ekki veit ég betur en þessi staðhæfing sé til- hæfulaus. Akvæðið um lagaskipti um mitt haf kemur ekki fyrir í íslenskum lögum, og engar heimildir em um að íslensk lög hafi gilt á Grænlandi eða Grænland á neinn hátt talist hluti íslénsks samfélags. Þvert á móti er Græniand talið ásamt öðrum grannlöndum Islands í Grágás, fomlögum Is- lendinga. Ef maður týnist skal hann ekki talinn af fyrr en eftir þrjú ár, „og er spurt úr Noregs- konungs veldi og Svíakonungs og Danmörk og Englandi og úr Eyjum [Færeyjum, Orkneyj- um, kannski Suðureyjum] og af Grænlandi og af Hjaltlandi, þá skal hið fjórða sumar brigða féið.“2 „Ef maður tekur fé á Grænalandi, og skal hann láta virða féið jafnt sem austur ...“,3 þ.e. eins og féð væri tekið austur í Noregi. „Ef maður verður veginn á Grænalandi, og skal það hér enn sækja sem önnur erlendisvíg, fyrir það fram að eigi er skylt að sannaðarmenn hafi út þar verið ,..“4 Hér kemur fram undantekn- ing varðandi Grænland, eins og víðar í Grágás um grannlönd. Eins er í næsta kafla á eftir ákvæði um að maður sem verður sekur á Grænlandi teljist sekur hér á landi líka. Slíkt hefði auðvitað ekki þurft að taka fram ef það hefði verið almenn regla að Grænland og ís- land væm eitt umdæmi laga og réttar, á sama hátt og til dæmis ísland og Grímsey, enda er berum orðum talað um grænlensk lög í íslensk- um miðaldaheimildum.6 I öðm lagi mundi það ekki sanna neitt um ríkisfang og þaðan af síður þjóðemi, þótt ís- lensk lög hefðu gilt vestan við mitt haf. Menn vom auðvitað, og em, háðir landslögum þar sem þeir vom útlendingar. Auk þess var það engin regla á þessum tíma að lagaumdæmi og ríki féllu saman. Norðmenn bjuggu þannig við þrenn eða fem lög langt fram á 13. öld, og Danir fengu ekki ein samstæð ríkislög fyrr en á einveldistímanum á 17. öld. í þriðja lagi vom menn á víkingaöld og mið- öldum ekki knúðir á sama hátt og fólk er nú til þess að telja sig til sérstaks ríkis, af því að formlegur ríkisborgararéttur var ekki tÚ, þótt auðvitað votti fyrir hugmyndum um borgara- rétt í miðaldalögum. Samkvæmt Grágás áttu útlendir menn sér mismikinn rétt og mismiklar skyldur á íslandi eftir því hvað þeir stóðu nærri íslendingum að uppmna og tungumáli. Danski þjóðfræðingurinn Kirsten Hastmp hef- ur lýst því hvernig íslensk lög sýna samsömun íslendinga á þremur stigum,6 og mætti lýsa því svo að þrír sammiðja hringir hafi verið dregnir utan um hvem íslenskan einstakling. Ysti hringurinn var dreginn utan um alla Norðurlandabúa:7 Ef útlendir menn verða vegnir á landi hér, danskir eða sænskir eða norrænir, úr þeirra konunga veldi þriggja er vor tunga er, þar eigu frændur þeirra þær sakir ef þeir eru út hér. En af öllum tungum öðrum en af danskri tungu þá á engi maður hér vígsök að sækja af frænd- semis sökum, nema faðir eða sonur eða bróðir Annars staðar kemur fram að enskir menn em taldir standa næst íslendingum, þeirra sem em samt utan þessa ysta hrings:8 „Nú andast enskir menn hér, eða þeir er hingað era enn ókunnari, og er eigi skylt að selja þeim [arf hins látna], nema hér hafi verið fyrr sonur eða faðir eða bróðir þeirra, og kannast þeir þá við.“ Annar hringurinn var dreginn utan um ís- lendinga og Norðmenn sameiginlega. Þannig átti allir, líklega allir útlendingar, að greiða hafnartoll á íslandi, „nema Noregsmenn".9 Þriðji hringurinn var síðan dreginn utan um íslendinga eina, eins og kemur glöggt fram í ákvæðinu um víg útlendra manna sem er vitn- að til hér á undan. Einnig má nefna tíundarlög- in, eftir að þau komust á. Islenskum mönnum var skylt að tíunda fé sitt, en útlendum mönn- um ekki fyrr en þeir hefðu verið hér í þrjá vet- ur eða gert bú. En „vorir landar" áttu að greiða tíund af fé sem þeir höfðu með sér, strax á fyrsta vetri eftir að þeir fluttust heim frá útlöndum.10 Allt þetta sýnir viðleitni til að greina réttar- farslega á milli Islendinga og útlendinga. En engin formleg heildarákvörðun var nokkru sinni tekin um einstaklinginn, hvort hann teld- ist íslendingur eða ekki. Þannig skiptir það máli, og er ekki bara fjas eins og Guðmundur heldur, að benda á að fólk bar ekki vegabréf. Þeir sem fluttust á milli landa eða áttu heima í nýbyggð, fjarri ætt sinni, þurftu ekki nauðsyn- lega að ákveða í huga sínum hvort þeir teldust til eins landsins eða annars, ekki einu sinni í þessum ríkisréttarlega skilningi. Því getum við engan veginn treyst því að Norðurlandamaður um aldamótin 1000 hafí hugsað um sig sem þegn eða borgara nokkurs eins lands. Þegar við gefum slíku fólki eitt ákveðið landsfang er- um við að troða upp á það hugmyndum sem til- heyra öðram tíma. Loks væri engan veginn hægt að ganga út frá að það ákvarðaði þjóðerni Leifs Eiríksson- ar eða nokkurs annars manns á þessum tíma, þótt við vissum til hvaða samfélags, lands, eða ríkis, hann teldist. Ríkisfang er ekki það sama og þjóðerni, og fyrir blómatíma þjóðernis- hyggjunnar, á 18. og 19. öld, var sambandið þar á milli ennþá óljósara en síðan hefur orðið. Af öllum þessum sökum værum við svosem ekkert komin áleiðis að ákvarða þjóðerni Leifs Eiríkssonar þótt við vissum hvaða lögum hann taldi sig eiga að hlýða. Um grænlenskt og norrænt þjóðerni Ég hef annars staðar fært rök að því að íbú- ar íslands hafi aldrei litið á sig sem Norðmenn. Meðan Island byggðist var verið að sameina Noreg í eitt konungsríki, og við vitum ekki til að hugmyndin um norska þjóð hafi verið til fyrr en hún varð það sjálfsagt í þeim ferli. Landnámsmenn íslands hafa því líklega frem- ur litið á sig sem Sygni, þeir sem komu úr Sogni, Hörða, þeir sem komu af Hörðalandi, Mæri, þeir sem komu af Mæri, og svo framveg- is. Þegar þetta fólk settist að á íslandi hvert innan um annað og í bland við norrænt fólk sem hafði búið á Bretlandseyjum, og kannski eitthvað af Svíum og Dönum, þá hlaut strax í upphafi að verða nærtækast að einkenna íbúa samfélagsins með því að kalla þá Islendinga, þegar á því þurfti að halda að einkenna þá á einhvem hátt.11 íslendingar vissu auðvitað að þeir væru skyldari Norðmönnum en öðram mönnum og viðurkenndu það rækilega í Land- námabók og öðram sagnaritum sínum. En beinar heimildir era um að þeir hafi ekki kallað sig norræna í þeirri merkingu sem orðið „norskur" hefur nú. Þannig segir Snorri St- urluson frá því að Hjalti Skeggjason hafi boðist til að bera sáttaboð frá Ólafi Haraldssyni Nor- egskonungi til Svíakonungs og lætur Hjalta segja:12 „Ek em ekki norrænn maðr. Munu Svíar mér engar sakir gefa.“ Landnám Grænlands bar ekki að með ná- kvæmlega sama hætti, því við vitum ekki til að þar hafi orðið sams konar þjóðablöndun og á Islandi. En ef íbúar íslands kölluðu sig íslend- inga strax í fyrstu eða annarri kynslóð hér á landi, verður að teljast í meira lagi ósennilegt að fólk af þessum fyrstu kynslóðum jafnvel hafi haldið áfram að líta á sig sem íslendinga eftir að það var sest að á Grænlandi. Miklu líklegra er að fólk hafi orðið grænlenskt um leið og það flutti bú sitt og heimili frá íslandi til Græn- lands. Þannig vora það, eftir því sem við vitum best, íslenskir menn sem námu Grænland fyrstir Evrópumanna, og þannig má segja að þeir hafi hafið landnám hvítra manna í Norður- Ameríku. Ef við trúum frásögn Grænlendinga- sögu var það líka íslenskur maður, Bjarni Herjólfsson, sem fyrstur þess konar manna kom auga á meginland Norður-Ameríku. (Eða var það einhver skipverja hans kannski? Og hver veit þá um þjóðerni hans?) En, væru það íslenskir menn sem byggðu Grænland er óhjá- kvæmilegt að segja að grænlenskir menn hafi gert fyrstu tilraun evrópuættaðra manna til þess að byggja ameríska meginlandið, það land sem þeir kölluðu Vínland. Hlýtur þetta ekki að orka á ókunnuga sem óttalega smámunasamt karp? Jú, og það stafar af því að ég hef fram að þessu sniðgengið meg- inatriði málsins, það að allir þessir menn, frá landnámsmönnum íslands til landnámsmanna Vínlands, vora norrænir menn, þó í annarri merkingu en Hjalti Skeggjason var ekki nor- rænn. Auk þess sem orðið norrænn var látið tákna íbúa Noregs, gagnstætt Svíum og Dön- um, var það notað um Norðurlandabúa í heild, svipað og nú er gert í íslensku. Þannig segir í einni af sögunum af Ólafi konungi helga frá mállausum þræl austur í Garðarííd, og vissu menn ekki hvaðan hann var, „þess gátu þó margir menn að hann myndi norrænn vera fyr- ir því, að hann gerði vopn þau jafnan og bjó, er Væringjar einir nýta.“13 Þarna er sýnilega átt við mann hvaðan sem var af Norðurlöndum. Þessi merking orðsins birtist líka í hugtakinu „norræn tunga“, sem er haft um allar norræn- ar mállýskur sameiginlega, í sömu merkingu og orðasambandið „dönsk tunga“ hefur í til- vitnun í Grágás hér á undan. Ég átti að sjálfsögðu við þessa merkingu orðsins „norrænn", þegar ég sagði í Morgun- blaðsgrein minni að „norrænir menn“ hefðu „fyrstir Evrópumanna kannað austurströnd meginlands Norður-Ameríku um aldamótin 1000“. Það merkti ekki að ég teldi þessa menn ekki grænlenska, eða suma þeirra jafnvel ís- lenska. En það er hreinlega ekki hægt að segja umheiminum með nægflegum sannfæringar- krafti, eða á eins einfaldan hátt og heimurinn vill hafa vitneskju, hvað íslenskir eða græn- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. OKTÓBER ] 998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.