Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 19
HUÓMSVEIT ÚR STEINLEIR í GALLERÍI HORNINU Morgunblaðið/Asdís GERÐUR Gunnarsdóttir myndhöggvari á vinnustofu sinni umkríngd hluta htjómsveitarinnar sem hún sýnir í Galleríi Horninu. SPILAR Á LEIRINN EINS OG HUOÐFÆRI GERÐUR Gunnarsdóttir opnar högg- myndasýningu í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, í dag, laugardag, kl. 16. Viðfangsefni Gerðar að þessu sinni eru hljóðfæraleikarar og nefnir hún sýninguna Hljómsveitina. Þar gefur að líta flautuleikara, fiðlara, sellóleikara og fleiri tónlistarmenn. Verkin, sem eru úr steinleir, eru unnin á síðastliðnum tveimur árum - með höndunum og hníf, eins og myndhöggvarinn orðar það. Hún segist byrja á því að vinna verkin lítu og stækka þau svo upp. Upphaf hljómsveitarinnar rekur Gerður til þess þegar merkisafmæli stóð fyrir dyrum hjá frænku hennar, sem er píanóleikari, og hún fór að velta fyrir sér hvað hún ætti að gefa af- mænsbarninu í tilefni dagsins. „Ég hef unnið mikið með mannslíkamann og hef ofsalega gaman af hreyfingu, höndum og fótum. Pað eina sem kom í huga mér voru hendurnar á henni, svo ég gerði hendurnar hennar á nótnaborði. Mér fannst það svo gaman að út frá því kviknaði heil hljómsveit," segir hún. Heilluö af samspilinu Gerður fer gjarnan á sinfóníutónleika og hlustar þá ekki bara heldur horfir með athygli á hreyfingar hljóðfæraleikaranna þegar þeir spila. Hún segist vera heilluð af samspilinu og þeirri heild sem myndast þegar allir eru komn- ir í takt. Oft hlustar hún á tónlist á vinnustof- unni og segir að steinleirinn sé í raun hennar hljóðfæri. „Það var alltaf miMl músflc í Vest- mannaeyjum, þar sem ég ólst upp. Ég á þrjá bræður sem spila allir á hljóðfæri og faðir minn söng mikið. I Eyjum er mjög kátt fólk og gaman að alast upp. Sem unglingur var ég öll í landslaginu, teiknaði og málaði mikið," segir Gerður. Seinna sneri hún sér að járni og stáli, vaxi og steinleir - en í millitíðinni lærði hún reyndar snyrtifræði og vann hjá Flugleiðum í 20 ár. Nú hefur hún snúið sér alfarið að listinni. Gerður lauk námi frá skúlptúrdeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1993 og hefur auk þess sótt námskeið í Myndlistaskól- anum í Reykjavík og Accademia di belle arti „Pietro Vannucci" í Perugia á ítalíu. Sýningin í Galleríi Horninu er fyrsta einkasýning henn- ar en áður hefur hún tekið þátt í samsýning- um í Perugia og í Galleríi Art-Hún, þar sem hún er jafnframt með vinnustofu. Sýningin stendur fram til sunnudagsins 8. nóvember og verður opin alla daga kl. 11-24, en sérinngangur í galleríið er opinn kl. 14-18. MARGRÉT Reykdal í vinnustofu sinni. FRÁSAGNIR í NORRÆNA HÚSINU Margrét Reykdal opnar sýningu á málverkum í Norræna húsinu í dag, laugardaginn 24. október. Margrét sýnir rúmlega þrjátíu verk, flest þeirra unn- in á undanförnum 2-3 árum. „Titill sýningar- innar, Frásagnir, skírskotar bæði til forms og innihalds. Á einn eða annan hátt fjalla þessi verk um tíma, fjarlægð og sögu en myndmálinu sjálfu er þó ætlað aðalhlutverk- ið. Mér finnst það alltaf skipta meginmáli í málverkinu," segir Margrét Reykdal. „Mér fannst yfirskriftin samt hæfa ágæt- lega þar sem ég leita að hluta til efnis í minni persónulegu sögu og einnig sögu lands og þjóðar. Svo eru líka verk sem tengjast nútímanum og í mínum huga tengj- ast verkin auðvitað öll þó þau virðist kannski nokkuð ólík innbyrðis." Margrét segir að efni og samsetning sýn- ingarinnar beri öðrum þræði keim af því að að hún staldri ögn við og minnist þess að í ár eru liðin 30 ár síðan hún hélt utan til mynd- listarnáms. „Þetta er þó ekki yfirlitssýning því flest verkin hef ég málað á þessu ári og þau elstu eru frá 1994. Ennfremur hef ég til- einkað sýninguna minningu foreldrav minna." ' Margrét hefur starfað að myndlist sinni í Noregi frá því hún stundaði nám við listahá- skólann í Osló 1968-73. Einnig lauk hún hlutaprófi í listasögu við Óslóarháskóla og kennaraprófi í myndmennt. „Mér hefur tek- ist að búa svona lengi erlendis með því að halda alltaf góðu sambandi við ísland og vera alltaf á leiðinni heim," segir Margrét. Þetta er 10. einkasýning Margrétar, flest-,"' ar hefur hún haldið á íslandi. Auk þeirra hefur hún tekið þátt í ýmsum samsýningum, bæði hér heima og í Noregi. Framundan er stór sýning árið 2000 í Oslo Kunstforening og segist Margrét þegar vera farin að huga að undirbúningi hennar. Margrét hefur um árabil starfað við listfræðslu við söfn og aðr- ar stofnanir í Noregi, lengst af við Riksutstillinger, þar sem hún undanfarin ár hefur einnig unnið við samsetningu farands- sýninga. Sýningu Margrétar Reykdal í Nor- ræna húsinu lýkur þann 8. nóvember. SONGLOG OG ANTIK- ARÍURÍ SIGURJÓNS SAFNI INGVELDUR G. Ólafsdóttir mezzosópran- söngkona og Atli Heimir Sveinsson tón- skáld halda tónleika í Sigurjónssafni sunnudaginn 25. október kl. 17. Á efnisskrá eru sönglög úr leikritum Shakespeares, ítalskar antíkaríur og sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson og Johannes Brahms. Ingveldur stundaði söngnám í Tónlistar- skólanum í Reykjavík, í Amsterdam og í Torontó. Hún hefur sungið ýmis hlutverk í óperum, m.a. Angelicu í óperu Puccinis, So- ur Angelica, og Unni í Tunglskinseyju Atla Heimis Sveinssonar, sem var flutt í Kína og í Þýskalandi. Þá hefur hún sungið á ljóða- tónleikum og komið fram í útvarpi og sjón- varpi. Atli Heimir Sveinsson tónskáld hefur samið fjölda tónverka fyrir hljómsveit, söngvara og einleikara og unnið fyrir leik- hús. Hann hlaut tónskáldaverðlaun Norður- landaráðs 1976. Efnt til Styrktarfélags Sveinssafns Morgunblaðið INGVELDUR G. Ólafsdórtir og Atli Heimir Sveinsson æfa dagskrá sunnudagsins. EFNT verður til stofnunar styrktarfélags Sveinssafns að lokinni messu í Krýsuvík- urkirkju á sunnudaginn kl. 14, en þá verður altaristöflumynd kirkjunnar tekin niður og færð til vetursetu í Sveinshús, þar sem Sveinn heitinn Björnsson listmálari vann að listsköpun sinni. Messugestum gefst kostur á að skoða vinnustofu og híbýli Sveins Björnssonar, list- málara, í húsinu hans bláa við Gests- staðavatn í Krýsu- vík. Húsið, sem er eign Hafnarfjarðar- bæjar, hafði Sveinn til fullra afnota í rúm tuttugu ár. Hann gerði það upp og setti svipmót sitt á það, sem lýsir sér m.a. í því að hann málaði myndheim sinn á innihurðir, veggi og loft hússins. Hugmyndir eru uppi um að Sveinshús verði varðveitt í þeirri mynd, sem listamaðurinn skildi við það og það falið um- sjá Sveinssafns. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar, mun ávarpa messugesti í Sveinshúsi, en Hafnarfjarðarbær vinnur um þessar mundir að stefnumörkun í málefnum Krýsu- víkur.Að lokinni skoðun Sveinshúss verður farið í messukaffi í Krýsuvíkurskóla Séra Gunnþór Ingason, sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju, messar í Krýsuvík og verður boðið upp á akstur frá Hafnarfjarð- arkirkju kl. 13. Listina ú» til fólksins •« Hugmyndin er sú að styrktarfélagar greiði ákveðna upphæð á ári til safnsins en fái í staðinn eina mynd að láni úr fórum þess og hafi hjá sér í eitt ár. Að auká yrðu styrktarfélagar boðnir á sýningar, sem safhið hyggst gangast fyrir í framtíðinni, fengju vildarkjör á því efni sem gefið verður út, hefðu forgang að fyrirhuguðum „kvöldvökum í Krýsuvík", svo eitthvað sé nefnt. Formlega' verður félagið stofnað þegar nauðsynlegum undirbúningi er lokið. Þeir sem hafa áhuga á að gerast styrktarfélagar en komast ekki til Krýsuvíkur geta skráð sig í síma/fax 5525235 eða sent tölvupóst til: verstodinÉvortex.is. Morgunblaðið/Árn! Sæberg SVEINSHÚS I Krýsuvfk. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. OKTÓBER 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.