Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 6
dæmis er þannig úr garði gerð að gesturinn getur gengið að tölvu og flett uppá ýmsu sem tengist því sem sýnt er. A danska þjóðminja- safninu geta menn sett í gang myndband sem sýnir það sem vitað er um landnám og líf nor- rænna manna á Grænlandi, svo dæmi sé tek- ið.“ Aðallega munasýning En eru hugmyndir þjóðminjavarðar og annarra forráðamanna safnsins fastmótaðar; hvers megum við vænta? „Sú hugmynd sem nú er uppi“, segir Þór, „er að safnið verði sett upp meira í sögulegu samhengi. Gesturinn gangi inn í landnámið, fari gegnum miðaldir og endi í nútímanum. Það væri líka hægt að fara hina leiðina; byrja á nútímanum, en sýn- ingargerðin er enn ekki fullmótuð." Þetta yrði aðallega munasýning, segir Þór, en innanum og samanvið mætti bregða upp ákveðnum sögulegum þáttum í hliðarher- bergjum, til dæmis svartadauða eða lýðveld- isstofnuninni. Það mætti hugsa sér baðstofu þar sem lifandi fólk léki baðstofulífið og það mætti líka hugsa sér að eiga slíkan leik á myndbandi." En á Þjóðminjasafnið að vera þannig að sýningunum sé hægt að breyta eftir skamm- an tíma? Nei, að því er ekki stefnt. Þór segir að fastar sýningar safna eigi að vísu ekki að verða meira en 10-15 ára; eftir þann tíma megi líta svo á að þær séu úreltar. En það er mjög dýrt að skipta um sýningar og þessvega er tilhneiging til þess að láta þær standa eins lengi og unnt er. Og hvað með þessa öld sem nú er næstum öll? Hversu fyrirferðarmikil á hún að vera á Þjóðminjasafni? Þór telur að það verði að vera tiltölulega ágripskennt, því sérsöfn verða annarstaðar. Breytingarnar á öldinni eru margfalt meiri en á öllum öðrum öldum DÝRGRIPIR úr kirkjum: Róðukrossar, altarisbrík og myndvefnaður. BJÖRN G. BJÖRNSSON, sýningarhönnuður og dag- skrárgerðarmaður í List & Sögu hefur vakið athygli fyrir vel út færðar sýning- ar. Leitað var álits hans á fyrirhuguðum breytingum á Þjóðminjasafninu NÝJAR SÝNINGAR ÞJÓÐMINJASAFNSINS GUÐNÝ GERÐUR GUDMUNDSDÓTTIR er safnstjóri á ÞjóSminjasafninu. Hún var beðin að gera í fáum orðum grein fyrir þeim breytingum sem fyrirhugað- ar eru og fer svar hennar hér á eftir. BJÖRN G. Bjömsson er einn reyndasti sýningarhönnuður okkar. Hann hefur hannað sýningar eins og Á Njáluslóð á Hvolsvelli, Heklumiðstöðina í félagsheimilinu Brúarlundi í Landsveit, fjarskiptasafn fyrir landsímann, en umfangsmesta sýning sem hann hefur hannað til þessa er Leiðin til lýð- veldis, sem Þjóðminjasafnið og Þjóðskjala- safnið stóðu að á 50 ára afmæli lýðveldisins 1994. Björn var í tæp tvö ár starfsmaður Þjóðminjasafns og vann þá að endurnýjun Sjóminjasafnsins í Hafnarfirði. Mér fannst hnýsilegt að heyra hvað svo reyndur sýninga- hönnuður hefði að segja um áformin á Þjóð- minjasafninu. Birni lízt mjög vel á að safnið hafí fengið fjármuni til þess að endurnýja fastasýningar sínar. Það sé stórviðburður að gera breyting- ar á húsakynnum safnsins og endurnýja sýn- ingarnar. Þetta sé í rauninni endurfæðing, enda verkefni uppá hundruð milljóna. En setur hann þá ekkert spurningamerki við neitt af þessu? Ójú, reyndar gerir hann það: „Við hönnuðir höfum velt því íyrir okkar hvort ekki ætti að bjóða út eitthvað af þessu og að safnið ætti að lýsa eftir hugmyndum, eða standa fyrir einhverri opinni umræðu um leiðir að markinu. Flestir þættir byggingar- DÓMSDAGSMYND frá Flatartungu. framkvæmdanna verða eflaust boðnir út og því ekki þá sýningargerðin? Héðan af er lík- lega of lítill tími til þess.“ Og ennfremur: „Mér skilst að teknar hafl verið fram nær 10 ára gamlar hugmyndir um fastasýningar sem ég sá þegar ég vann í safn- inu. Mér fínnst ekki alveg nægilegt að dusta rykið af áratugs gömlum hugmyndum; það hefur svo margt spennandi komið fram í sýn- ingarhönnun á síðustu árum. Mér finnst líka óvarlegt að fela svo stórt verkefni einum hönnuði, sama hver hann væri. Þess í stað hefði átt að ná saman góðum hópi, innan safnsins og utan. Hvort hér eigi annaðhvort að fara út í muna- eða sögusýningu segir Björn að hægt sé að fara milliveginn; segja bæði sögu hlut- anna og sögu fólksins með einföldum svið- setningum. Honum lízt vel á að setja sýningu ÞEGAR Þjóðminjasafn Islands verður opnað aft- ur að loknum breytingum mun sýningarsvæði safns- ins verða mun meira en það hefur verið undanfar- in ár. Jafnframt stækkar það svæði sem verður til að þjóna gestum safnsins, inngangur safnsins, kaffi- stofa og íyrirlestrarsalur verða á jarðhæð en sýn- ingarsalir á tveimur efri hæðum. Nýjar sýningar Þjóð- minjasafns eiga að gefa yfírlit yfir menningar- sögu Islendinga frá upp- hafi byggðar og fram á 20.öld. Þær eiga að sýna þann ríka safn- kost sem Þjóðminjasafnið býr yfir, gripi frá landnámsöld til hversdagshluta gær- dagsins. Safngripirnir verða í forgrunni - þeir varpa ljósi á þróun íslenskrar menn- ingar - og sýningarnar eiga að miðla þekk- ingu sem fengist hefur í rannsóknum sem stundaðar eru í safninu. Sýningamar eiga að vera fjölbreyttar, bæði að innihaldi og framsetningu og byggja á því sem nútímaleg sýningatækni býður upp á. Fjölbreytni næst m.a. með því að sýningamar verða þríþættar, grannsýning, sýningar um einstök efni og sérsýningar. Grunnsýning, sem einnig er nefnt fasta- sýning, er kjarni sýninganna. í þeirri sýn- ingu er rakinn meginþráðurinn, og þar verða sýndir flestir helstu gripir safnsins - þjóðargripir sem verða jafnan að vera til sýnis. Sýningar um einstök efni,(temasýning- ar) verða tengdar grannsýningu og þær verða endumýjaðar reglulega. I þessum sýningum er fjallað um aímörkað efni og gefst tækifæri til að sýna fleiri gripi úr eigu safnsins, t.d. einstaka munahópa og þau ótal sérsöfn sem Þjóðminjasafnið geymir. Með sýningarrými á jarðhæð sem tengist þjón- ustusvæði, gefast miklir möguleikar á að efla þenn: an þátt sýningahalds. I sérsýningum er hægt að gera ítarlegri skil á sér- stöku efni, þar má kynna söfnunarsvið eins og t.d. samtímaminjar - og gera grein íyrir niðurstöðum nýrra rannsókna. Sérsýn- ingar eiga líka að beina sjónum út íýrir eigið efni í samvinnu við önnur söfn, bæði innlend og erlend. Slíkar sýningar era mikil- vægar því þar gefst færi til að setja safngripi í nýtt samhengi og tengjast þannig öðrum þjóð- um og þjóðfélagshópum. Nauðsynlegur hluti sýningarhalds safna er fræðslustarf sem öllum safngestum mun standa til boða. Við hefðbundna fræðslu skólabarna, sem lengi hefur verið tekið á móti á skipulagðan hátt í Þjóð- minjasafninu, bætist fræðsla sem á að höfða til sem flestra, - Islendinga, útlend- inga, ungra og gamalla. Dagskrár og við- burðir í tengslum við sýningarnar era leið til að laða að nýja gesti - og halda þeim gömlu. En nútímatækni hefur líka haldið innreið sína í söfnin. Með aðstoð tölvu- tækninnar verður hægt að veita gestum aðgang að upplýsingum í skrám safnsins. Þannig verður mögulegt að skoða safn- gripi sem ekki verða í sýningarsölum þá stundina og ýmis konar margmiðlunarefni verður ítarefni við hinar hefðbundnu sýn- ingar. Þjóðminjasafnið verður opnað að nýju á aldamótaárinu 2000 - þegar Islendingar minnast 1000 ára afmæli kristnitöku og siglinga norrænna manna til Vesturheims. Þjóðminjasafnið mun taka þátt í því að minnast þessara tímamóta með því að opna fyrsta áfanga nýrra sýninga um landnám Islands og kristni og trúarlíf. SÖÐULL Ragnheiðar Vigfúsdóttur. ÝMSIR munir, þar á Islandssögunnar til samans. Alltaf er verið að skoða einhveija hluti sem era í þann veginn að verða safngripir. Svo dæmi sé tekið, nefnir Þór að til hafi verið Póst- og símasafn, sem nú hafi að vísu verið hlutað sundur vegna skiptingar fyrirtækisins í tvennt. Þessi fyrir- tæki munu sjá um að safna sínum sögulegu minjum og varðveita þær. Þjóðminjavörður er að lokum inntur eftir tímatakmörkunum; hvort náist að ljúka þessu verkefni á 19-20 mánuðum. „Skemmti- legast væri að geta opnað allt í einu með glæsibrag, en ekki er víst að það verði hægt“, segir hann. „En það er mest um vert að sýn- ingarnar skilji eitthvað eftir og verði gagn- legar fyrir erlenda jafnt sem innlenda gesti og ekki sízt fyrir börniri. meðal er hægt að sjá hvernig íslenzki kvenbúningurinn þróaðist. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Á EKKI AÐ VERA LEIKMYNDASÝNING 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 7. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.