Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 10
ÍSLENDINGAR í Kaliforníu 1943. Fremsta röð, sitjandi frá vinstri: Gunnar Bergmann, Örlygur Sigurðsson (listmálari), Berta Zöega, Loftur Loftsson og Rögnvaldur Johnsen. (Þau Loftur og Berta fórust með Goðafossi árið eftir.) Önnur röð: Laufey Beck (eiginkona Gunnars Bergmans), Skúli Bjarnason, eiginkona Skúla, Guðmundur Jónsson (óperusöngvari), Guðný Matthíasson, Gunnar Matthíasson (sonur Matthíasar Jochumssonar), Helga Tryggvadóttir. Standandi í öftustu röð frá vinstri: Elín Thorarensen (dóttir Jakobs skálds), Bjarni Skúlason, Hlynur Sigtryggsson (síðar veðurstofustjóri), Sveinbjörn Þórhallsson, Einar Markússon (píanóleikari), Dóra Kristinsdóttir (býr í Las Vegas), Kristján Jónsson (kaupmaður í Kiddabúð), Jón Friðriksson, Haraldur Guðmundsson, Gunnar Valdimarsson, Oddný Björgólfsdóttir (síðar Thorsteinsson), Halldór Þorsteinsson (greinarhöf.) og Jóhannes Newton (bróðir Dýrleifar Ármann). KALIFORNÍA í NÝJU OG GÖMLU UÓSI EFTIR HALLDÓR ÞORSTEINSSON Meginþorri hvítra manna í Kaliforníu getur ekki talist smekklega klæddur og bæði svart fólk og gult er betur k lætt. Þeir hvítu leggja metnað sinn í að vera sem f íirðu- leysislegastir og kæruleysislegastir í klæðaburði, c iftast með dæmalausar derhúfur eða pottlok ó höfði og taka 1 þær ekki ofan innanhúss. SANTA Barbara, aðalbækistöð okk- ar hjóna hjá Braga Freymóðssyni og Sigríði Bíldal, konu hans, er undurfögur borg um 150-160 km fyrir norðan Los Angeles. Þetta er ekki nein stórborg. íbúafjöldinn svipaður og í höfuðborg íslands og náttúrufegm-ðin engu minni en í okkar hjartkæru Reykjavík. Borg Barböru helgu er umgirt snæviþöktum fjöllum á aðra hönd og Kyrrahafmu á hina. Hús Braga við Konungsbraut (Camino Del Rey) er steinsnar frá vinalegum berangri og dásamlegri baðströnd í einkaeign en þó öllum opin og frjáls til afnota. Hér er þannig óspillt náttúra innan seilingar og þó, því að skammt undan ströndinni rísa nokkrir olíuborpallar, sem óneitanlega valda óæskilegri sjónmengun. Hverfum nú snöggvast aftur til fjallanna, þ.e. Santa Ynez-fjallanna, sem rísa beint upp af Santa Barbara, en þetta svipmikla og snævi- þakta bákn eða glæsÖega bakvörð þekkja fæstir borgarbúar með nafni og þar með talinn Bragi, vinur minn og gestgjafí, en hann hefur verið bú- settur í Bandaríkjunum í áratugi og því samið sig að háttum og þankagangi heimamanna. Að- spurður kvaðst hann kalla fjallshlíðina Vaðla- heiðina. Það þótti mér nokkuð billega sloppið. Tengsl Bandaríkjamanna við nánasta um- hverfí og náttúruna virðast vera alls annars eðlis en okkar íslendinga. Þau eru augsýnilega miklu losaralegri og ómarkvissari en okkar. Getum við t.d. ímyndað okkur að til sé nokkur sá Reykvík- ingur sem þekki ekki Esjuna með nafni eða þá nokkur sá Akureyringur sem þekki ekki Vaðla- heiðina með nafni? Af og frá. Eg hygg að flestir íslendingar geti því tekið undir með Tómasi Guðmundssyni, er hann segir í ljóði sínu, Fjall- ganga: Rifja upp ogreyna að muna fjallanöfnin: Náttúruna. Leita og fínna eitt og eitt. Landslag yrði lítilsvirði, ef það héti ekki neitt. Upp úr þessu atriði leggjum við Islendingar miklu meira en nokkur önnur þjóð, jafnvel helst til mikið, en Bandaríkjamenn virðast hins vegar kæra sig kollótta um staðarheiti og ömefni, enda er landafræðikunnátta þeirra flestra meira og minna í molum. Gott dæmi um þetta er ótrúlegt atvik, sem henti skólabróður minn og vin, Jónas Jakobsson, sem var við nám í veðurfræði í Kali- forníuháskóla í Los Angeles. Fyrst er rétt að geta þess að á heimsstyrjaldarárunum síðari var tilfínnanlegur hörgull á veðurfræðingum í Bandaríkjunum og til þess að leysa þetta mikla vandamál var gripið til þess ráðs að velja úrvals- námsmenn, innrita þá í veðurfræði og fara yfír UPPI Á San Jacinto-fjalli. Greinarhöfundurinn ásamt eiginkonu sinni, Andreu Oddsteinsdótt- ur og Sigríði Bíldal. námsefnið eins hratt og nokkur kostur var. Ein- hverju sinni sem þeir voru að rýna í veðurkort beindi sessunautur Jónasar eftirfarandi spurn- ingu til hans: „Heyrðu, Jónas, geturðu sagt mér hvar Mexíkóflói er?“ Þetta hljómar lygilega, en er engu að síður dagsatt. Solvang eða Sólvangur Smábær þessi, sem er inni í landi, 60-70 km fyrir norðan Santa Barbara er meðal vinsælustu ferðamannastaða í Bandaríkjunum. Hann var upphaflega stofnaður af dönskum lýðháskóla- mönnum frá Miðríkjunum árið 1911, sem þótti staðurinn í skjóli Santa Ynez- og San Rafael- KALIFORNÍA: Yfir blómabeð og stöðuvatn, HEIMILI stjarnanna í Hollywood bera vott um í þetta íveruhús gamanleikarans B< NAPA-DALURINN í Kaliforníu er þekktur fyrii fjallgarðanna alveg kjörinn til að reisa þar lýð- háskóla af danskri gerð og fyrirmynd. Frumbýl- ingar þessir af gömlu aldamótakynslóðinni sáu að þarna gátu þeir líka aflað sér góðs lífsviður- væris með því að yrkja frjósama jörðina í daln- um. Byggingarlag húsanna er rammdanskt og einkennist því af bindingsverki. Það er nánar til- tekið fyllt upp í trégrindur í veggjum og göflum með múrverki. Stráþök, steint gler í gluggum, kvistir og tilbúnir storkar á skorsteinum prýða mörg húsin. Sá gamli og góði siður að halda reisugilli er enn í hávegum hafður. Auk fjölskrúðugs varnings handa ferðamönn- um, eru danskar smjörkökur, lagkökur og sér- bökuð vínaybrauð á boðstólum í öllum bakaríum bæjarins. Ymsir heldri menn Sólvangs hafa ver- ið sæmdir hinum konunglega Dannebrogskrossi, einkum og sér í lagi fyrir að hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja vináttuböndin á milli Bandaríkjamanna og Dana. í þessu sambandi sakar ekki að geta þess að Sólvangur og Álaborg eru systrabæir. I næsta nágrenni við þennan danska bæ eru tveir búgarðar, sem hljóta að vekja alveg sér- staka athygli ferðalanga frá íslandi vegna þess að á þeim er stunduð hrossarækt og eiga öll hrossin ætt sína að rekja til íslands. Þau sem við sáum virtust vera heldur illa haldin og fjarri því að geta talist góðir gripir. Annar búgarðseigand- inn, dönsk kona að ætt og uppruna, hefur orð á sér fyrir að vera argasti hrossaprangari. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. NÓVEMBER 1998 H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.