Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 6
ÍRSKA UNDRIÐ - öld ofbeldis og skáldskapar EFTIR BJÖRGViN G. SIGURÐSSON Tvennt hefur öðru fremur einkennt sögu írlands síðustu öldina; ófriður og glæstur skáldskapur. Irland hefur alið af sér fjögur Nóbelsskáld á öldinni, W.B. Yeats, George Bernard Shaw, Samuel Beckett og nú síðast Seamus Heaney. Og þá eru ótaldir þeir Oscar Wilde og James Joyce sem eru ekki síður þekktir en Nóbels- skáldin fjögur og fjöld i annarra skálda sem gert hafa garðinn frægan innan Irlands og utan. SAGA ÍRSKU skáldanna hefst meö Jonathan Swift, sem skrif- aði hina sígildu bók Ferðalög Gullivers, sem enn lifir góðu lífi og er almennt talin til meistaraverka bókmenntasög- unnar. Hefðina sækja írsk skáld í brunna fyrri alda, fyrir innrás Dana árið 800 og Breta og Norð- manna á 12. öld. Fyrir þann tíma ríkti mikil siðmenning á Irlandi þar sem munkar og skáld ritu glæstar bókmenntir, en þangað rekja Irar þá miklu skáldagáfu sem býr með þjóðinni. Nítjándu öldinni lauk með nýju upphafi í írskum skáldskap. Þá komu fram á sjónar- sviðið menn á borð við Oscar Wilde, George Bemard Shaw og W.B. Yeats, sem hver með sínu sniði átti eftir að marka djúp spor í bókmenntasögu tuttugustu aldarinnar. Þeir voru snillingar hver á sinn mátann. Oscar Wilde í sínum mögnuðu háðsádeilum á bresku yfirstéttina, Shaw var ekki síðri meistari orðsins og barðist fyrir sósíalisma og bættu mannfélagi í hinum gríðarlega vinsælu leikritum sinum. Nóbelsskáldið í hópnum, W.B. Yeats, reit hinsvegar ljóð og hafði ómetanleg áhrif á þá sem eftir komu með skáldskap sínum og var einn helsti leiðtogi hreyfingarinnar á fyrstu árum 20. aldarinnar. SÝÐUR Á KEYPUM írska skáldahreyfíngin, svo kallaða, var merki um þá ótrúlegu sköpunargáfu sem bjó með þjóðinni á eyjunni grænu við lok 19. aldarinnar. Sköpunargáfu sem kom fram í mikilli gerjun í skáldskap, stjórnmálum og listsköpun almennt. Þegar írska þjóðin var að uppgötva uppruna sinn og rætur, sér- stöðu sína og menningu. Á síðari hluta 19. aldarinnar reið mikil pólitísk vakning yfir Irland. Þjóðernishreyf- ingin Irska bræðralagið var stofnuð 1858 og í kjölfarið fylgdi krafan um heimastjórn og árið 1874 átti sú hreyfing 60 þingmenn í þinginu. Á eftir kom landstríðið sem fólst í því að írskir leiguliðar neituðu að borga leigu til landeigenda, sem að mestu leyti voru breskir og leiddi til þess að landlögin voru sett sem breyttu írskum bændum úr leiguliðum í smábændur á eigin skikum. Rithöfundarnir áttu margvíslegar rætur í Dublin sem var á margan hátt í ætt við Aþenu til forna, þar sem rann saman allra handa frjó listsköpun og menningarvakning og gróska einkenndu mannlífið sem var að vakna úr dróma þeim sem hörmungar lið- inna alda höfðu í för með sér. Sú gerjun sem einkenndi Dublin á þeim tíma endur- speglast á einkar eftirminnilegan hátt í bók- um á borð vid Hail and Farewell eftir Geor- ge Moore, Dublinarbúar eftir James Joyce og í bók Oliver St. John Gogartys, As I was going down Sackville Street. En oft sauð á keipum og fram fór mikil, grimm og á köfl- um hatursfull rökræða á milli kaþólskra lýðveldissinna og mótmælenda sem vildu halda tryggð við Englendinga. Um langt bil höfðu mótmælendur af breskum uppruna ásamt Englendingum stjórnað landinu og haft þar tögl og hagldir. Þess má geta að mótmælendur voru innan við 10% af íbúum írlands en sátu nær undantekningarlaust að kjötkötlum landsins á meðan kaþólsk al- þýðan leið skort og svalt. Svo ekki sé meira sagt þegar horft er til hungursneyðarinnar miklu 1845 sem hafði í för með sér að millj- ónir Ira fiuttu til Bandarikjanna og rúm milljón svalt til bana. Hinir rammírsku rithöfundar á borð við P.D. Moran voru tortryggnir í garð þeirra skáldbræðra sinna sem voru af ensku bergi brotnir og mótmælendur í þokkabót, á borð við W.B. Yeats og héldu því fram að sönn írsk menning væri einungis kaþólsk. Sjón- armið sem síðar átti eftir að ýta undir flótta írskra rithöfunda til Englands, þar sem þeir áttu bágt með að þola þann yfirgengilega mikla sess sem trúarbrögðin áttu eftir að skipa í írsku þjóðlífi. Það voru samt sem áð- ur kaþólskir rithöfundar á borð við James Joyce og George Moore sem sýndu írum raunsanna mynd af þjóðinni, þar sem hetju- dáðir ofbeldisins voru víðs fjarri. SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN Heimastjórn var samþykkt árið 1914 en frekari umbótum var frestað vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar, sem mikill fjöldi íra barðist í undir merkjum Breta. Þrátt fyrir almenna andúð þeirra á öllu sem breskt gat talist. Árið 1916 gerðu lýdveldissinnar uppreisn, páskauppreisnina, en hún var brotin á bak aftur og fimmtán af leiðtogum hennar voru teknir af lífi. Sú aftaka olli gríðarlegri reiði á Irlandi og leiddi til stórsigurs Sinn Fein í kosningunum 1918; hvers helsta markmið var frjálst Irland. Á eftir fylgdi þriggja ára stríð á milli Irska lýðveldishersins og breskra hersveita 'sem lauk 1922 með samn- ingnum um að 26 sýslurnar á sunnanverðri eyjunni fengu sjálfstæði, lýðveldið írland, DUBLIN að kvöldlagi. Seamus Heaney en sýslurnar sex í norðri voru áfram undir breskri stjórn. Þar var, og er, búsettur meirihluti mótmælenda á Irlandi og eru þeir tæplega tvöfalt fleiri en kaþólikkar á Norð- ur-írlandi. Nýja stjórnin í lýðveldinu þurfti svo að takast á við borgarastyrjöld í kjölfarið á milli þeirra sem vildu að allar 32 sýslurnar sameinuðust í frjálsu írlandi og þeirra sem sættu sig við samninginn sem gerður hafði verið. Þaraa var komið upphafið að því sem við þekkjum sem írska ófriðinn. Alla tíð síð- an 1922 hafa mótmælendur markvisst kúgað hinn kaþólska minnihluta með því að láta 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.