Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 11
ásamt Sigríði Þorbjarnardóttur erfðafræðingi. rar skoða sýni um borð í Bjarna Sæmundssyni ildur Sigurðsson sjávarlíffræðingur sem, seinna ilann í Singapúr, Arnþór Garðarsson prófessor f ,gnar Ingólfsson, prófessor í vistfræði. er að þjálfa nemendur í að nálgast kennileg viðfangsefni í líffræði með gerð líkana og próf- un þeirra. Ahersla er lögð á þjálfun við gagna- öflun, tölfræðilega úrvinnslu gagna og notkun tölva við prófun stærðfræðilegra líkana. Þessi braut undirbýr nemendur fyrir rannsóknir og vinnu við kennilega og tölulega líffræði á ýms- um sviðum. Eins og áður sagði er nám til BS-prófs 90 einingar. Árið 1975 var tekið upp eins árs framhaldsnám, svokallað fjórða árs nám. Það má skipuleggja sem bóklegt nám eingöngu en flestir kjósa að vinna rannsóknaverkefni. Þetta nám gefur ekki sérstaka prófgráðu. Inn- an Háskóla íslands hefur lengi verið áhugi á að efla rannsóknatengt framhaldsnám, þ.e. nám til meistara- eða doktorsgi'áðu. Þar hafa þó tvö sjónarmið togast á, annars vegar það að deildir Háskóla Islands geti ekki boðið jafn- fjölbreytt framhaldsnám og miklu stærri skól- ar erlendis, og að íslenskir stúdentar hefðu gott af því að fara utan í framhaldsnám, slíkt víkkaði sjóndeildarhring næstu kynslóðar sem til starfa kæmi. Hins vegar er ljóst að fátt er betur til þess fallið að efla rannsóknir innan Háskólans en einmitt rannsóknatengt fram- haldsnám. I raunvísindadeild var tekið upp meistaranám (MS-nám) árið 1989 en nemend- ur þurfa enn að fara utan til að afla sér dokt- orsgráðu. Nú eru 34 nemar skráðir í MS-nám í líffræði og 27 hafa útskrifast. Allstór hluti hef- ur vinnuaðstöðu utan Háskólans þó svo um- sjónarkennari sé alltaf við líffræðiskor. MS- nemar vinna þannig að rannsóknum á Haf- rannsóknastofnun, á Keldum, Veiðimálastofn- un og Krabbameinsfélaginu. Nokkrir BS-líf- fræðingar stunda MS-nám við læknadeild. Nær allir MS-nemar við líffræðiskor sækja einhver námskeið við erlenda háskóla og sum- ir dvelja erlendis hluta námstímans. Mennlun og störf líffrseðinga á íslandi Þjóðfélagið gerh- sífellt auknar kröfur til menntunar: eitt sinn var stúdentspróf vega- bréf að góðu starfí, seinna dugði fyrra há- skólapróf (BS eða BA) en ungir líffræðingar sem vilja skapa sér starfsvettvang við rann- sóknir eða önnur sérfræðistörf verða nú að sýna fram á reynslu og þjálfun fengna með rannsóknatengdu framhaldsnámi eftir BS- próf. Ekki er til nákvæm skráning á því hve margir líffræðingar hafa lokið framhaldsnámi, enda hópurinn orðinn stór og margir erlendis. Lausleg könnun sýnir að a.m.k. 200 hafa lokið meistara- eða doktorsprófí. Til viðbótar eru ' a.m.k. 40 í doktorsnámi eða hliðstæðu námi er- lendis og 35-40 líffræðingar eru við MS-nám við Háskóla Islands. Islenskir líffræðingar hafa sótt framhaldsnám sitt víða. Líklega hafa flestir farið til Bandaríkjanna. Bretland var lengi vinsælt en há skólagjöld hafa nær stöðv- að sókn íslenskra líffræðinga þangað. Margh- hafa stundað framhaldnám á Norðurlöndum, einkum í Svíþjóð og Danmörku. Þá hafa líf- fræðingar stundað framhaldsnám á írlandi, Frakklandi, Hollandi, Þýskalandi og Sviss, nokkrir hafa farið til Kanada og einstaka enn lengra, m.a. til Nýja-Sjálands. Allar götur frá upphafi líffræðinámsins hafa heyrst raddir um að offjölgun væri yfirvofandi í stéttinni og stórfellt átvinnuleysi á næsta leiti. Guðmundur Eggertsson prófessor áætlar að um 1960 hafi menntaðir líffræðingar hér- lendis verið um 30 talsins. Því má ætla að nú hafi uppundir 700 manns lokið BS-gráðu eða hliðstæðu prófi í líffræði. Þar af eru líklega a.m.k. 50 erlendis við nám eða störf og nokkrir eru komnir á eftirlaun. Hin fyrsta kynslóð líf- fræðinga, sem aðallega lærði í Danmörku á fyrri hluta þessarar aldar, er nú horfin á braut. Segja má að Ingólfur Davíðsson grasa- fræðingur, sem lést fyrr í haust í hárri elli, hafi verið síðastur þessara frumherja til að kveðja. Könnun sem gerð var í byrjun þessa árs sýnir að a.m.k. 450 líffræðingar voru hérlendis við störf sem á einhvern hátt tengjast líffræði. Það bendir ekki til þess að stór hluti íslenskra líffræðinga gangi atvinnulaus eða hafi fundið sér starf óskylt líffræði. Líffræðinga er að finna á yfir 100 vinnustöðum (eru þá einstakar stofnanir Háskóla íslands taldir sem sérstakir vinnustaðir). Þessi staðreynd sýnir vel þá miklu breidd sem starfsvettvangur líffræðinga spannar og mikilvægi líffræði á mörgum svið- um þjóðfélagsins. Flestir starfa hjá ríkinu (363), upplýsingar fundust um 67 sem starfa hjá einkafyrirtækjum og 18 líffræðinga í þjón- ustu sveitarfélaga (2. mynd). Af ríkisstofnun- um má nefna Háskóla Islands, rannsókna- stofnanir atvinnuveganna, skóla og stjórn- sýslu. Af einstökum vinnustöðum eru flestir líffræðingar á Hafrannsóknastofnun, þá á Líf- fræðistofnun Háskólans og þar næst á Land- spítalanum (3. mynd). Hátt í 50 kenna í menntaskólum, fjölbrautaskólum og öðrum framhaldsskólum og aðrir 10 kenna í sérskól- um. Aðeins fundust þrír menntaðir líffræðing- ar við kennslu í grunnskólum. Sé litið á Há- skóla íslands sem heild er hann stærsti vinnu- staðurinn, en innan hans starfa tæplega 90 líf- fræðingar. fslensk erfðagreining er í hópi stærstu vinnustaða líffræðinga, þar voru 26 líffræðing- ar snemma á þessu ári en hefur að líkindum fjölgað síðan. Hjá Krabbameinsfélaginu voru 10 líffræðingar. Önnur einkafyrirtæki eru einkum fiskeldisstöðvar, lyfjafýrirtæki og fyr- irtæki á sviði líftækni en þau eru flest með 1-2 líffræðinga í starfí. Líffræðingar hjá sveitarfé- lögum eru t.d. heilbrigðisfulltrúar og forstöðu- menn náttúrustofa sem nú eru í Bolungarvík, Neskaupstað, Vestmannaeyjum og í Kópavogi. í ofangreindri könnun var einnig greint hvernig líffræðingar skiptust eftir starfssviði (4. mynd). Við slíka flokkun orkar ýmislegt tvímælis og upplýsingar voru ekki tiltækar um vinnu eða /annsóknir einstaklinga við allar stofnanir. Utilokað reyndist að gi-eina sundur vinnu við erfðafræði, frumulíffræði og sam- eindalíffræði lífvera annarra en mannsins ann- ars vegar, og hins vegar rannsóknir og vinnu nátengda læknisfræði og heilbrigðsvísindum (þ.e. sem tengjast manninum beint). Þessi svið voru því sett undir einn hatt. Til nýtingar nátt- úruauðlinda töldust störf tengd landbúnaði, 2. mynd. Atvinnurekendur líf- fræðinga í ársbyrjun 1998 Skipting starfa milli ríkis, sveitarfélaga og einkafyrirtækja 3. mynd. Stærstu vinnustaðir líffræðinga í ársbyrjun 1998 Hafrannsóknastofnun mmmrnm Landspitalinn Islensk erfðagreining Náttúrufræðistofnun islands Tilraunastöð Háskólans, Keldum Blóðbankinn fíannsóknastofnun landbúnaðarins Krabbameinsfélag íslands | Lifeðlisfræðistofnun HÍ | Veiðimálastofnun | fíanns. veirufræði Iðntæknistofnun Hollustuvemd 10 20 30 40 50 60 líffr. Fjöldi líffræðinga 4. mynd. Við hvað starfa líf- fræðingar? Hlutfall líffræðinga á helstu fræðasviðum sem tengjast rannsóknum, hagnýtingu og verndun í ársbyrjun 1998 ÍW Frumu- líffræði erfðafræði, órverufræði, heilbrigðis tengdstörf / Nýting náttúru- auðlinda Vistfræði og náttúruvemd sjávarútvegi, skógrækt og fiskeldi. í þriðja flokkinn féll vinna og rannsóknir tengd nátt- úru landsins sem ekki tengjast hagnýtingu, einkum á Náttúrufræðistofnun íslands, Líf- fræðistofnun Háskólans, Náttúruvernd ríkis- ins og í ráðuneyti umhverfismála. Eins og sést eru fyrri hóparnir tveir langstærstir og skipt- ast nokkuð jafnt í þá sem vinna við nýtingu líf- rænna auðlinda og í þá sem vinna að heilbrigð- isvísindum, erfðafræði, örverufræði og skyld- um greinum. Þriðji hópurinn, sá sem tengist rannsóknum og vinnu við hina lifandi náttúra landsins, er langminnstur og telur aðeins 36 líffræðinga. Þessi lága tala skýrir væntanlega hvers vegna íslendingar eru skemmra á veg komnir í rannsóknum á eigin náttúru en ná- grannaþjóðirnar. Líflreeðirannsóknir við Háskóla islands Við Háskóla íslands eru kennsla og rann- sóknir stjórnunarlega aðskilin. Líffræðiskor er sá hluti stjórnsýslu Háskólans sem sér um kennslu í líffræði en rannsóknir líffræðinga við Háskóla Islands eru innan Líffræðistofnunar háskólans. Fjárveitingar til rannsókna fastra kennara í líffræði eru skammarlega litlar. Þær hafa undanfarin ár aðeins numið um 175 þús. á hvern kennara og gefur augaleið að sú fjár- veiting leyfir ekki mikil umsvif við rannsóknir. Að þessu leyti til er miklu verr búið að Há- skóla íslands en flestum öðrum rannsókna- stofnunum þar sem líffræðingar vinna. Líf- fræðingum Háskóla íslands hefur hins vegar gengið vel að afla sér fjár til rannsókna á sam- keppnisgrundvelli með umsóknum í rann- sóknasjóði hérlendis og erlendis. Velta Líf- fræðistofnunar var þannig um 115 milljónir króna á síðasta ári, margfalt hærri en þær 6 milljónir sem ríkið veitti til hennar, og er besta vísbendingin um umfang líffræðirann- sókna við Háskóla íslands. Framtíð líffrseðikennslu og rann- sókna við Hóskóla íslands Það sem helst hefur staðið líffræðikennslu fyrir þrifum er lélegt húsnæði en þó framar öllu fátæklegur og oft úreltur tækjabúnaður. Undirgreinar líffræðinnar eru misfrekar á tækjabúnað en margar undirstöðurannsóknir er ekki hægt að stunda þannig að þær séu samkeppnishæfar án þess að hafa yfir að ráða miklum og dýrum tækjum. í sameindalíffræði stefnir í neyðarástand, þar verður ekki lengur beðið með að endurnýja og bæta tækjabúnað. Aðrar greinar líffræði, t.d. vistfræði, krefjast minni tækjabúnaðar en einnig þar vantar mik- ið á boðlegt umhverfi til kennslu. Háskólinn hefur nýtt sér hús Náttúrurannsóknastöðvar- innar við Mývatn til rannsókna og kennslu, og í Sandgerði hefur Líffræðistofnun tekið þátt í uppbyggingu aðstöðu fyrir rannsóknir í sjáv- arlíffræði. Við líffræðiskor er þó nær engin að- staða fyrir tilraunavinnu með plöntur eða stærri dýr. Háskóli íslands þarf að eiga x-ann- sóknastöð þar sem hægt er að tvinna saman kennslu og i’annsóknir á íslenskri náttúru. Er vonandi að fyrmhuguð í’annsóknastöð á Kvískei'jum muni bæta þar úr. Það er ljóst að á næstu árum verður líf- fræðileg þekking burðarás breytinga og bylt- inga á mörgum sviðum þjóðlífsins, og víða að verður leitað til líffræðinga um svör. Nýjar að- ferðir í sameindalíffræði eru í þann veginn að gjörbreyta sjálfum grundvellinum að læknis- fræði. Þær eru líka að valda byltingu í kyn- bótastarfi og gætu fljótlega haft áhrif á ís- lenskan landbúnað, t.d. í korm-ækt þar sem í-annsóknir á Líffræðistofnun ei-u í farar- bx-oddi. Líffræðileg þekking vei-ður í framtíð- inni að ráða meiru um það hvernig við nýtum auðlindir hafsins, landgræðslustarf byggir á líffræðilegum gnmni, og sömuleiðis spár og viðbrögð við auknum gx-óðurhúsaáhrifum. Um- hverfismál munu í fí-amtíðinni verða miklu meira ábei-andi á vettvangi þjóðmálanna og þar er hin lifandi náttúra í brennidepli. Fyrir- sjáanleg er miklu meii-i samvinnu þjóða um verndun lífrænna auðlinda og ef við Islending- ar ætlum að uppfylla alþjóðlega sáttmála á því sviði verðum við að stórauka rannsóknir á náttúru landsins. Allt þetta krefst þess að vel sé búið_ að lif- fræðii-annsóknum og kennslu. Háskóli Islands naut einstaks láns þegar fyrsta kynslóð líf- fræðikennara valdist þar til starfa en nauðsyn- legt er að tryggja viðunandi i-annsóknaum- hverfi til að laða áft-am að hæft fólk. Margir kennai-ar við Háskóla Islands njóta vinnu sinnar og hins akademíska umhvei-fis að því marki að þeir eru í-eiðubúnir til að starfa við lakari kjör og lægi-i laun en þeir gætu fengið annai-s staðar. Háskóli Islands er æðsta menntastofnun þjóðarinnar en n'kisvaldið kýs að sníða honum þrengri stakk en öðrum kennslu- og i-annsóknastofnunum. Það er bæði uggvænlegt og óskiljanlegt hversu illa er búið að kennslu og i-annsóknum í líffræði. Þessu verða stjói-nvöld að breyta. Þóra Ellen Þórhallsdóttir er prófessor í grasafræði við líffræðiskor og skorarformaður líffræðiskorar. tSKÓLA ÍSLANDS 30 ÁRA LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. DESEMBER 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.