Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Side 10
+ BÆRINN Qaqortoq er byggður á hæðum. Ljósmyndir: Greinarhöfundur GÖNGUFERÐ Á GRÆNLANDI TJARNIR einkenndu fjalllendið suðvesti EFTIR GERÐI STEINÞÓRSDÓTTUR í júlímánuði 1997 efndi Ferðafélag íslands í fyrsta sinn til gönguferðar á Grænlandi. Gengnar voru fjórar dag- leiðir á fimm dögum og gönguleiðin var til suðvesturs eftir skaganum milli Eiríksfjarðar og Einarsfjarðar. VIÐ FLUGUM í vestur yfir stærstu eyju jarðar. Á dimmbláum sjónum mátti greina rekís £ sólinni. Með- fram ströndinni risu upp hvassar fjallseggjar en í norðri sá á innlandsjökul- inn, hvítan kúptan skjöld. Við lentum a flugvellinum í Narsarsuaq síð- degis 8. júlí 1997 eftir tæplega þriggja tíma flug frá Reykjavíkurflugvelli. Sautján manna hópur frá Ferðafélagi Islands, níu konur og átta karlar, undir fararstjórn Jóns Viðars Sigurðssonar jarðfræðings, var kominn hing- að í tíu daga gönguferð um Suður-Grænland. Við ætluðum að sækja heim söguslóðir nor- rænna manna í Eystribyggð á Grænlandi; Brattahlíð, Garða og Hvalsey og ganga eftir skaganum milli Eiríksfjarðar og Einarsfjarð- ar um 65 km leið (miðað við loftlínu) með all- an búnað, frá Görðum/Igaliko til Juli- aneháb/Qaqortoq, taka síðan ferjuna til baka inn Eiríksfjörð til Narsarsuaq. Þetta var fyrsta gönguferð Ferðafélagsins á Græn- landi. Það var sól og óþægilegur hiti þegar við lentum á flugvellinum. Við keyptum okkur krem gegn blóðþyrstu moskitómýi , sem er allalgengt á þessum slóðum. Sjálf hafði ég þungar áhyggjur af mýinu við undirbúning ferðarinnar. Á upplýsingablaði fyrir þátttak- endur hafði fararstjórinn varað okkur ræki- lega við mýinu: „Hér er komið að viðkvæmu máli en flestir hafa heyrt einhverjar trölla- sögur um skaðræðis moskitómý á Suður- Grænlandi. Því miður eru þessar tröllasögur sannar. Þessar moskitómýflugur eru stærri og blóðþyrstari en þær mýflugur sem við þekkjum á íslandi. Flugurnar eru með 5-6 mm langan stunguodd. Þær nota tækifærið hvar sem þær sjá bert hold eða þunna flík.“ Eftir að hafa litast um á hótelinu, skoðað minjagripi og mátað selskinnspelsa öxluðum við þunga bakpokana, settum á okkur mýflugnanet og gengum fylktu liði niður að bryggju. Hún er spölkorn frá flugvellinum en þaðan fer bátur yfir Eiríksfjörð að Brattahlíð, um tuttugu mínútna sigling. Brattahlíð birtist okkur í kvöldsólinni, lítil húsaþyrping undir lágu felli með klettabelti. Þarna er nokkurt undirlendi enda þótti Brattahlíð besta jörðin í Eystribyggð á tímum norrænna manna. Við slógum upp tjöldum ná- lægt kirkjugarði, kveiktum á bensínprímus- um og hituðum einfalda kvöldmáltíð. Síðar um kvöldið hlýddum við á fararstjórann greina frá jarðfræði og sögu landsins. Jón Viðar er mildll áhugamaður um Grænland, hefur ferð- ast víða um landið, flutt fyrirlestra um ferðir sínar og sýnt myndir. Eirfks saga rauða Fyrsti norræni maðurinn sem sagan kann frá að greina að séð hafl Grænland hét Gunn- björn. Hann hrakti af siglingaleið og fann nokkrar eyjar sem hann kallaði Gunnbjarnar- sker og hafa legið fyrir austurströnd Græn- lands. Við hann er kennt hæsta fjall Græn- lands sem er 3733 m að hæð. Ég hafði með mér Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða í kilju. Það var sérstök til- fínning að lesa bessar sögur á Grænlandi. Ei- ríkur rauði sigldi líklega árið 982 til Græn- lands en hann hafði frétt af ferð Gunnbjarnar. Svo segir í Eiríks sögu: „Hann kom utan að jökli þeim er heitir Bláserkur. Hann fór þaðan suður að leita ef þar væri byggjandi. Hann var hinn fyrsta vetur í Eiríksey, nær miðri hinni LISTAVERK í Brattahlíð til minningar um byggð norrænna manna. eystri byggð. Um vorið eftir fór hann til Ei- ríksfjarðar og tók sér þar bústað." Eiríkur dvaldist þrjá vetur á Grænlandi, kannaði land- ið allvel, en sigldi að því búnu til íslands og sagði frá landafundi. Hann kallaði landið Grænland svo að menn fýsti þangað. Hann hefur verið mikill áróðursmaður því að sumar- ið eftir sigldu 25 skip frá íslandi og náðu 14 landi. - Kona Eiríks rauða er minna þekkt en hún hét Þjóðhildur. Það var Leifur heppni sonur þeirra sem boðaði kristni á Grænlandi að tilhlutan Ólafs konungs Tryggvasonar. Þjóðhildur hreifst af hinni nýju trú: „Eiríkur tók því máli seint að láta sið sinn, en Þjóðhild- ur gekk skjótt undir og lét gera kirkju eigi all- nær húsunum. Það hús var kallað Þjóðhildar- kirkja. Hafði hún þar fram bænir sínar og þeir menn sem við kristni tóku.“ Þessi ágreiningur hjónanna hafði þær afleiðingar að „Þjóðhildm- vildi ekki samræði við Eirík síðan hún tók trú, en honum var það mjög á móti skapi.“ Á blómatíma norrænna manna á Grænlandi bjuggu í Eystribyggð um fimm þúsund manns. En í lok 14. aldar hurfu þeir sporlaust af sjónarsviðinu. Afdrif þeiira eru fræðimönn- um hulin ráðgáta. Örn ylir Brattahlið Morguninn eftir var mistur yfir firði og fjöll- um en það létti fljótlega til og sólin tók að skína. Við skoðuðum rústirnar af bæ Eiríks rauða og afkomenda hans, en bærinn hefur verið dæmigerður þjóðveldisbær. En mesta athygli vakti tóft Þjóðhildarkirkju, fyrstu kirkjunnar sem reist var á Grænlandi, og nú er grasi gróin. Hún hefur verið fjarska lítil, 3,5 m að lengd og 2 m á breidd. Rétt hjá rústun- um er sérkennilegt listaverk úr málmi til minningar um byggð norrænna manna. Það í BOTNI Eiríksfjarðar. Fyrir ofan Garða rís fjallið Nuluk til hægri. ÞYRLA flytur danskar vörur í kaupfélagið í Brattahlí 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.