Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 11
0 Igaliku ' Garðar 1. nœtur- gisting Hvalsey (Rústir Hvals- eyjarkirkju) Upernaviarssuk Qaqortoq (julianeháb) an Garða. Hið mikla Búrfell í baksýn. SIGLT INN Eiríksfjörð. Greinarhöfundurinn horfir til sólar sýnir einstaka hluti eins og víkingaskip, kross og rústir. Listamaðurinn heitir Sven Hav- steen-Mikkelsen og verkið er frá 1970. Eftir að hafa skoðað rústirnar gengum við upp á heiðalöndin fyrir ofan Brattahlíð. Þar eru lítil vötn og í vestri sér í rönd fjarðar sem nefnist Isafjörður, enda liggur skriðjökull nið- ur í hann, fjær eru há fjöll með snjósköflum. Hátt yfir landi sveif örn eins og hann ætti all- an bláma himinsins, en á jörðinni ljómuðu blá- klukkur í sólinni. Biskupsselrið Garðar og Ijallið Nuluk Síðdegis sama dag sigldum við suður og yfir Eiríksfjörð að Görðum. Á leiðinni gaf ég sér- stakan gaum ljósleitu fjalli sem rís bratt úr sjó norðan við Garða og nefnist Búrfell. Það hefur þrjá tinda og er hæsti tindur þess 1752 m. Á áætlun stóð að yrði veður gott gætu þeir brattgengu lagt á Búrfell. Einnig mætti taka lífínu með ró og nota daginn til að skoða þær miklu norrænu rústir sem eru í Görðum og ganga á lægri fjöll. Við stigum á land í Itilleq. Þar var heima- maður á traktor með kerru. Hann bar ættar- nafnið Egede og flutti farangur okkar en við gengum létt í spori eftir Konungsveginum til Garða/Igaliko. Þessi malarvegur, sem er 4 km langur, var lagður í tilefni af komu Friðriks konungs og Ingríðar drottningar til Igaliko ár- ið 1952. Vegurinn liggur meðfram túnum bænda og hækkar jafnt og þétt. Þar sem veg- urinn er hæstur opnast útsýn yfír þorpið og innsta hluta Einarsfjarðar. Einar sá sem íjörðurinn er kenndur við var i föruneyti Ei- ríks rauða árið 985. Hann gaf bænum nafnið Garðar og þótti jörðin sú næstbesta í Eystri- byggð. Núna er byggðin dreifð og eru mörg Garðar voru einnig þingstaður og því höfuð- borg norrænna manna. Eftir að þeir hurfu frá Grænlandi fluttu inúítar til Eystribyggðar og notuðu biskupssetrið sem veiðistöð á sumrin í þrjár aldir. Þá kemur til sögunnar Norðmað- ur, Anders Olsen að nafni, sem starfað hafði við verslun og stjórnsýslu í Julianeháb. Hann var kvæntur grænlenskri konu og þau fluttu að Görðum og hófu þar sauðfjárrækt. Þau nefndu staðinn Igaliqo sem þýðir Hinn yfír- gefni eldunarstaður. Þau tóku efnið í bygging- ar úr kirkjurústinni. Það eru afkomendur þein-a sem búa nú í Görðum og hafa tekið sér eftirnafnið Egede, eftir norska Grænlandstrú- boðanum Hans Egede. Það var einkennileg og ónotaleg tilfínning að koma inn 1 kaupfélagið í Görðum. Hér minnti allt á herraþjóðina, þar sem eingöngu danskar vörur voru á boðstólum. Á Grænlandi eru engar kýr lengur en allar mjólkurvörur fluttar inn frá Danmörku. Vörunum er svo dreift til hinna afskekktu byggða með þyrlum og skipum. Núna var mik- ill ís á ijörðunum og því vörur eingöngu fluttar KALAALLIT NUNAAT (Crænland) : ^flMfkqutsbaugU* Nuuk’ Qagssiarssuk ■ i? Brattahlíð Narssarssuaq Narssaq^ GÖNGULEIÐIN eftir skaganum milli Einarsfjarðar og Eiríks- fjarðar er merkt inn á kortið. Gengið var frá Görðum, innst við Einarsfjörð, til Qaqortoq (Julianeháb), neðst á kortinu til vinstri. GRÆNLAND kvatt. Hópurinn við flugvöllinn í Narsasuaq. húsin byggð úr sérkennilegum rauðum sand- steini. Við gengum niður bratta brekku og tjölduðum á litlu nesi við fjörðinn skammt frá þorpinu. Fjöllin sem bar við himin lituðust fjólublá í kvöldkyrrðinni. Morguninn eftir var fagurt veður. Ákveðið var að ganga ekki á Búrfell heldur á fjallið fyr- ir ofan Garða, sem nefnist Nuluk og er 823 m á hæð. Sólin skein og það var fagurt útsýni yf- ir vötn, fjöll og firði. I suðvestri gnæfði í fjarska sérkennilegt fjall sem nefnist Kambur- inn og er líkast tanngarði. Við áttum eftir að sjá það aftur á göngu okkar. Annars eru fá og strjál norrænu örnefnin og því erfiðara um vik að lýsa leið og landslagi. Síðdegis skoðuðum við rústir hins forna biskupsseturs, sem var stofnað árið 1124 og stóð í fimm aldir. Fyrsti biskupinn hét Arnald- ur og var sænskur. Frá lokum 14. aldar bjuggu biskupar ekki á Grænlandi en höfðu staðgengla fyrir sig enda þótti landið mjög af- skekkt. Dómkirkjan hefur verið stór og reisu- leg bygging, 27 m á lengd og 15,8 m á breidd, byggð úr sérstökum rauðum sandsteinshnull- ungum. Nú er lítið eftir af þessari kirkju, sem helguð var heilögum Nikulási, dýrlingi sjófai’- enda. Til mai-ks um þá reisn sem þarna hefur verið á miðöldum má nefna að á biskupssetr- inu sjálfu voru fjórtán herbergi og stofan svo stór að hún rúmaði hundruð manna. með þyrlum. Ég keypti niðursoðnar danskar pylsur í kvöldmatinn. Þær voru bragðlausar. Gönguleid ■ fjórum áföngum Þann 11. júlí lögðum við af stað klukkan tíu að morgni fótgangandi til Qaqortoq. Við geng- um upp á fjalllendið suðvestan Gai-ða, tjarnir á báða bóga. Þótt þetta sé vinsæl gönguleið er hún ekki stikuð og engin slóð hefur myndast. Gönguland er hér víðast gott, klappir og grón- ir melar. Aðeins þarf að forðast mýrafláka. Þennan dag sást ekki skýhnoðri á himni og sólin skein heit og miskunnarlaus. Moskitómý- ið sveimaði hljóðlaust umhverfis okkur í still- unni. Þótt undarlegt sé vorum við stödd sunn- ar en ísland, á svipaðri breiddargráðu og Osló. Sumir fækkuðu fótum en ég var staðráðin í að láta ekki mýið sjá hörund mitt nema auðvitað andlitið sem ég makaði kremi. Best voru þær klæddar systurnar tvær sem höfðu verið í Suður-Ameríku og klæddust nú víðum síð- erma silkiblússum og léttum síðbuxum. Mikið voru þær öfundsverðar! Við gengum framhjá tveimur smávötnum, stikluðum yfir á sem rennur úr miklu vatni í 400 m hæð. Við gengum meðfram því nafn- lausa vatni norðanmegin og að enda dalsins. Þaðan má líta niður í gróðursælan dal með litlu stöðuvatni sem liggur í 310 m hæð. Þar tjölduðum við eftir átta tíma göngu við norð- vesturenda vatnsins, aðeins fólur máni á himni, í fjarska snæviþakin fjöll. Og lækurinn við tjaldborgina söng sín næturljóð. Vílcingasveit í Hvalsey hvílir lúin bein Morguninn eftir héldum við göngunni áfram eftir skaganum í þægilegum hita. Frá Vatni 310 var haldið til suðurs og hlíðum fjallsins fylgt, síðan sveigt til suðvesturs og upp í skarð nokkurt. Ur háskarðinu opnaðist ' útsýni niður að löngu vatni. Ekki héldum við þangað heldur beygðum til hægri upp að öðru nafnlausu vatni í 400 m hæð. Við gengum meðfram því sunnanmegin og tveimur öðrum vötnum. Minni gróður og meira grjót ein- kenndi landslagið. Fjær sá í Kamb, þennan sérkennilega tanngarð. Síðar opnaðist útsýn yfir Hvalseyjarfjörð. Rústir Hvalseyjarkirkju voru þó í hvarfí. Við héldum meðfram árgljúfri niður að dalbotni. Hér varð gróðursælla og víða kjaná vaxið. Við komum að Hvalsey, sem liggur við Einars- fjörð, eftir átta og hálfs tíma göngu, ákaflega göngumóð. „Þetta er aðeins fyrir víkingasveit," varð ein- um í hópnum að orði. Áður en við tjölduðum skoðuðum við kirkjurústim- ar. í Hvalsey var ein af fjór- um höfuðkirkjum miðalda, 16 m á lengd og 8 m á breidd. Þetta er heillegasta rústin á Grænlandi, því að veggir kirkjunnar standa enn og eru ákaflega þykkir, hún er gerð úr graníti og steinarnir hafa verið límdir saman. Hér hefur verið stórbýli með miklum veislu- sal. Síðasta heimildin um norræna menn á Grænlandi á miðöldum er einmitt frá- sögn af brúðkaupi í Hvals- eyjarkirkju árið 1408. Innar í firðinum er núna einn bóndabær en bóndinn var á veiðum á báti sínum. Hér er ekki gott tjald- stæði en við tjölduðum ofan við hestagerðið. Nokkur spölur var í læk og kom sér vel að einn í hópnum var með sambrjótanlegan vatns- brúsa. Um kvöldið sáum við hvíta lystisnekkju koma siglandi inn fjörðinn á milli ísjakanna. Sú sigling var svo listileg að ég skynjaði á þeirri stundu styrkleika þessar- ar miklu veiði- og siglingaþjóðar. Snekkjan lagði að lítilli bryggju, fólkið skoðaði kirkjuna um stund, kona tíndi blómvönd og fólkið hvarf síðan á braut. Nóttin læddist að á dökkum skóm. Ég lá andvaka og var hrollkalt, hlustaði; refur á ferli, kindur jörmuðu í fjalli, í fjarska heyrð- ust drunur líkastar skothljóðum þegar ísjakar byltu sér og brotnuðu. Svo kom svefninn. Um morguninn var allt grátt, þokuslæðing- ur huldi fjallatoppa. Þennan dag vorum við um kyrrt í Hvalsey og kom það sér vel. Nokkrir voru sárir á fótum, aðrir sárir eftir bakpoka og enn aðrir kvefaðir. Ein hjón ákváðu að sigla til Qaqortoq í stað þess að halda áfram göngunni, en framundan var grýttasti kafli leiðarinnar. Þennan morgun fórum við í stuttan göngutúr en síðan héldu nokkrir með veiðistangir inn í fjörðinn. Marg- ir bátar lögðu að bryggju þennan sunnudag, eins og menn skreppa á Þingvöll hér. Ég gaf mig á tal við grænlenska konu og hún reynd- ist vera að fara til íslands eftir nokkra daga til að skoða skrúðgarða. Um kvöldið borðuðum við glænýjan fisk í stað þurrmatar. Það var kul í lofti, við söfnuð- um sprekum, kveiktum eld og rauður loginn brann. Klöngrast um stórgrýti í þoku 14. júlí var rigning og þoka. Við vöknuðum að venju klukkan átta, morgunsnyrting. Ég plástraði fætur í vai-naðarskyni. Við Ilona sem er þýsk en býr á íslandi hituðum okkur vatn. Ég borðaði morgunmat Nussuaqfarans, en uppskriftina höfðum við fengið hjá Jóni Viðari á undirbúningsfundi. Blandað er sam- an ávaxtamúsli og haframjöli í sömu hlutföll- um og bætt í púðursykri, mjólkurdufti og salti. Svo er hellt heitu vatni yfir einn og hálf- an dl af blöndunni og tilbúinn er næringarrík- ur morgunmatur. Heitt teið kemur hita í lík- amann. Ég smurði flatkökur í nesti, stakk súkkulaði og þurrkuðum ávöxtum í vasann. Svo var blautt tjaldið fellt og öllu komið hag- anlega fyrir í bakpokanum, tjaldinu ofan á lokið og dýnan fest undir pokann. Við gengum fyrst um þétt og blautt kjarr- lendi vestur með ströndinni. Við óðum yfir á skammt frá fjörunni. Síðan var haldið upp á hálsinn vestan við Hvalsey upp í skarð í 340 m LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.