Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Síða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Síða 20
«■ IKJALNESINGA SÖGU segir frá því að Búi Andríðsson, sem er skírður mað- ur í heiðnu samfélagi, vegur son höfð- ingjans og brennir hof heiðinna manna. í leikritinu Búa sögu eftir Þór Rögn- valdsson heimspeking, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á litla sviði Borgarleikhússins í kvöld, segir frá því að Búi Andríðsson, sem er uppreisnargjarn nýútskrifaður stúdent árið 1969, vegur son eins af „máttarstólpum samfélagsins" og brennir hof auðvaldsins, sjálfstæðishöllina - sem birtist reyndar í líki Morgunblaðshússins á sviðinu. Með þessu hefst mikið hugmyndalegt upp- gjör þar sem andstæðir pólar hugsjónar og raunsæis takast á, eða skapandi hugsjónar og viðtekinnar venju. Að ráði Esju, móður sinnar og verndarvættar, flýr Búi til Noregs þar sem hann kvænist Fríði, dóttur kunns heimspeki- prófessors. í átakamikilli samræðu við pró- fessorinn um grundvallarandstæður mann- legs lífs, annars vegar hina góðu samvisku eða ^framkvæmdakraftinn og hins vegar skyldu- ræknina eða dómhörkuna, öðlast Búi nýja, dýprí og almennari lífssýn, hann ákveður að hverfa frá dómhörku hugsjónabaráttunnar og tileinka sér starfsgleði hins raunsæja. Þegar Búi hverfur aftur til Islands gerist hann því héraðshöfðingi, heildsali, þingmaður og ráð- herra - hann gengur með öðrum orðum til liðs við sína fyrrum fjandmenn. Hugsjónamaðurinn er líka raunsæismaður Þór byggir leikrit sitt að hluta á Kjalnes- inga sögu en verkið hefur um leið sterka skírskotun til Antígónu Sófóklesar og ekki síður til verka Halldórs Laxness og þýsku heimspekinganna Nietzsches og Hegels. Eins og höfundur rekur í ítarlegri grein um verkið -rií leikskrá eiga Kjalnesinga saga og Antígóna ýmislegt sameiginlegt, bæði verkin lýsa eilífu andófí einstaklingsvitundarinnar við opinber- um boðum og bönnum valdhafans. „Antígóna og Búi Andríðsson eru bæði hugsjóna- og uppreisnannenn sem hika ekki við að virða viðteknar venjur og lög samféiagsins að vettugi.“ Leikrit Þórs fylgir atburðum Kjalnesinga sögu nokkum veginn. Örlög Búa í fornsög- unni eru hin sömu og í leikritinu og lýst var hér að framan en Þór leggur út af sögunni á annan hátt. í fyrmefndri grein segir Þór: „Höfundur Kjalnesinga sögu skilur [] sinna- skiptin eingöngu neikvæðum skilningi. Búi gengur sínum fyrrum andstæðingum á hönd og bregst þannig trúnaði sinna raunsönnu velunnara; fyrst og fremst Fríðar og þeirra ^yætta sem undirheima byggja. Og hér er mik- ilvægt að árétta að Fríður er ekki bara full- tníi undirheima (eins og Antígóna). Fríður er ofjarl Búa í siðferðisefnum og fulltrúi hins góða í skilningi sögumanns - þ.e. í kristnum skilningi - enda þótt hún byggi Dofraheima. í Kjalnesinga sögu er Búi Andríðsson því raunsannur svikari sem selur sál sína (ekkert síður en nafni hans Árland). Hann er and- hetjan sem ofmetnast; veraldargengið stígur honum til höfuðs." Þór skilur umskipti Búa hins vegar jákvæð- um skilningi. Sáttargerðin við raunsæið og hin veraldlegu viðhorf eru ekki afneitun á hugsjóninni - þetta eru tvær hliðar á sama ■*tening: „Hinn raunsanni hugsjónamaður er líka raunsæismaður - og öfugt. Hugsjón og veruleiki em að sönnu andstæður - eins og hvítt og svart; óaðskiljanlegar andstæður sem tjá hvor sína hliðina á sama inntakinu. Itaun- verulegt inntak sinnaskiptanna í Búa sögu er Búa saga eftir Þór Rögn- valdsson hlaut fyrstu verð- laun í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur sem efnt var til í tilefni af eitt hundrað óra afmæli fé- lagsins. Verkið er byggt ó Kjalnesingg sögu og hefur um leið sterka skírskotun til Antígónu Sófóklesar og ekki síður til verka Hall- dórs Laxness og þýsku heimspekinganna Nietzsches og Hegels. ÞRÖSTUR HELGASON fylgdist með æfingu ó verkinu sem verður frum- sýnt ó litla svið Borgarleik- hússins í kvöld kl. 20. ÞORSTEINN Bachmann í hlutverki hugsjóna- og andófs- mannsins Búa And- ríðssonar því einfaldlega þetta: Kappinn Búi grætur. Isklakinn í hjarta hans bráðnar,“ eins og Þór tekur til orða. Hamskiptasaga Þór kallar leikrit sitt hugmyndadans á titil- blaði enda vindur frásögninni fram í átökum hugmynda og kenninga um rök mannlegrar breytni. Þorsteinn Bachmann fer með hlut- verk Búa í sýningunni og tekur undir það að verkið sé krefjandi. „Það tekur vissulega á þegar kafað er ofan í manninn og hugmyndir hans um sjálfan sig. Þetta er hamskiptasaga því að hugmyndir Búa um sjálfan sig og heiminn kollvarpast. Hann þróast frá einberri dómhörku á heiminn til þess að taka honum eins og hann er, gerast sáttargjörðamaður við heiminn og reyna jafn- vel að mjaka honum eitt hænufet áfram með því að verða einn af arkitektum hans. Þetta eru ekki lítil umskipti á einum manni en leik- ritið gerist á tuttugu og fimm árum. Hann er ungur og uppreisnargjarn hippi þegar leikrit- ið hefst, svarinn andstæðingur auðvalds- hyggjunnar, heiftin er rauðglóandi í honum. Hann getur ekki sætt sig við það hvernig HOFVERJAR, máttarstólpar samfélags- ins. Tákn hins illa og spillta í huga Búa. heimurinn er og er þannig málsvari guðanna laga sem eru andstæð mannanna lögum. Áður yfir lýkur sættist hann hins vegar við heiminn og lög hans. Hann lætur af dómhörkunni, læt- ur af síngirninni og gerir sátt við heiminn. Boðskapur verksins er kannski einmitt sá að fólk þarf að láta af egóismanum." Þorsteinn segir að það hafí verið skemmti- legt að glíma við þetta heimspekilega verk. „Maður hefur þurft að skoða hlutina svolítið upp á nýtt, snúa veröldinni í nokkra hringi og sjálfum sér með. Verkið hefur þannig vissu- lega skírskotun til samtímans en það er líka tímalaust. Með því að láta verkið gerast á ákveðnu árabili, frá 1969 til 1994, er höfundur fyrst og fremst að búa ti! ferðalag úr sögu Búa - það er auðveldara fyrir fólk að sjá fyrir sér þróun ef hún gerist í tíma og rúmi. Við Morgunblaðiö/Ásdís kynnumst því Búa á þremur tímabilum í ævi hans. Eg lít hins vegar ekki svo á að þó að verkið gerist einmitt á þessu árabili þá sé það fyrst og fremst uppgjör við 68-kynslóðina eða hugmyndabaráttu kalda stríðsins. Verkið hef- ur víðari skírskotun en svo, raunar má segja að það gerist jafnt á hinu andlega, heimspekilega og pólitíska sviði. x Aðrir leikendur í sýningunni eru Rósa Guðný Þórsdóttir, Pétur Einarsson, Valgerð- ur Dan, Björn Ingi Hilmarsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Theodór Júlíusson. Leikstjóri og höfundur leikmyndar er Ey- vindur Erlendsson. Hljóð annast Baldur Már Arngrímsson. Tónlist gerir Pétur Grétarsson. Lýsing er í höndum Kára Gíslasonar og bún- inga gerði Una Collins. DOMHA HUGSJÓ OG STARl RAUNS » 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.