Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 3
LESBðK MORGUVBLAÐSINS - MENNING LISTIB 4. TÖLUBLAÐ - 74.ÁRGANGUR EFNI Orgelkonsert Jóns Leifs, fyrsti einleikskonsert íslenskr- ar tónlistarsögu, verður fluttur í Hall- grímskirkju á fimmtudagskvöld - í fyrsta sinn á Islandi, tæpum sjötíu árum eftir að tónskáldið lauk við smíði hans. Jón taldi orgelkonsertinn ávallt vera eina af sínum merkustu tónsmíðum, en viðtökur almenn- ings á verkinu hafa ekki alltaf verið jafn góðar, og í raun má segja að ferli Jóns í Þýskalandi hafi Iokið með látum þegar konsertinn var fluttur í annað sinn, í Berlín árið 1941. Eric Ambler breski rithöfundurinn lést 22. október síðastliðinn. Hann var lasburða síðustu ár- in en hafði gaman af að segja frá, þegar hann hitti fólk, eins og lesa má út úr hcimsókn Önnu Bjarnadóttur og Hanspet- er Born til hans í London í fyrravor. „Ókyrleiki og plága af vondum anda“ er yfirskrift á 2. hluta í greinaflokki Ólínu Þorvarðardóttur um brennuöldina á Islandi. Hér er fjallað um galdraofsóknirnar á 17. öld sem spruttu af galdrafári úti í Evrópu talsvert áður. Hæst risu þessar ofsóknir á Vestfjörðum og mest fyrir atbeina Páls Björnssonar í Selárdal og Þorleifs Kortssonar sýslu- manns. Regnskógafólkið í Astralíu - frumbyggjarnir - hefur ekki átt sjö dagana sæla framundir þetta, en nú er heldur að rofa til. í Cairns, vinsælum ferðamannastað á norðausturhorni Ástralíu, er risin Tjapukai-menning- armiðstöðin, sem frumbyggjar standa sjálfir að. Þar var Sólveig K. Einarsdóttir á ferðinni og gefur innsýn í þessa fram- andi menningu, sem kannski verður nú hægt að bjarga. Nútíma þjóðsögur Eru þær til? Jú, svo segir Vilmundur Han- sen og um þær fjallar hann í grein. Þær tilheyra ekki fort.íðinni, heldur eiga þær sitt eigið líf og aðlagast nútímanum hrað- ar en menn átta sig á. Sama saga getur gengið ár eftir ár, öld eftir öld, land úr landi. FORSÍÐUMYNDIN: Forsíðumynd ina tók Kristinn af orgeli Hallgrímskirkiu, en ó fimmtudagskvöld leikur Björn Steinar Sólbergsson þar m.a. einleik í orgelkonsert Jóns Leifs. ÞORSTEINN GÍSLASON ÞJÓÐTRÚ A Finnafjallsins auðn - þar liíir ein í leyni sál. Við lækjaniðsins huldumál á Finnafjallsins auðn hún sefur langan sumardag, en syngur þegar haustar lag á Finnafjallsins auðn. í fyrstu er lagið ljúft og stilt; er lengir nóttu ært og trylt á Finnafjallsins auðn. En snýst í vein í vetrarbyl, er veðrin standa’ um Ulagil á Finnafjallsins auðn. Pað hefur marga’ afvegi vilt og voðasjónum hugi fylt, - á Finnafjallsins auðn menn segja’, að fordæmd flakki sál, sem fírrist vítis kvöl og bál á Finnafjallsins auðn. Þorsteinn Gíslason, 1867-1938, vor skáld, bókaútgefandi og ritstjóri Lögréttu 1906-36 og Morgunblaðsins 1920-24. Hann var auk þess afkastamikill þýðandi. MANNASIÐIR Á TÖLVUM RABB IKJÖLFAR aukinnar notkunar tölvupósts hafa menn í vaxandi mæli velt því fyrir sér hvort atvinnurek- endur hafi rétt til að skoða tölvupóst starfsmanna eða hvort starfsmenn njóti þar persónuverndar, og munu reglur um slíkt vera í mótun hér á landi skv. umíjöllun í viðskiptablaði Morgunblaðsins 26. nóvember sl. Minna hefur hins vegar borið á umræðu um sam- skiptavenjur fólks á tölvupóstinum. Þar ætti ekki að vera þörf á nýjum reglum enda auðsýnt að almennar kurteisisreglur í samskiptum fólks á milli eigi að heimfæra upp á tölvusamskipti. En þar er víða pott- ur brotinn. Einn af fjölmörgum kostum tölvupósts- ins er að með notkun hans hefur fólk greiðan og yfirleitt milliliðalausan aðgang að öðrum, m.a. með fyrirspurnir af ýmsum toga, tillögur og athugasemdir. Tölvupóst- ur dregur úr líkum á því að skilaboð mis- farist og gerir sem tjáskiptaform ekki þá kröfu að viðtakandi og sendandi séu sam- tímis á sitthvorum enda línunnar. Það má líka leiða getum að því að þeir sem noti tölvupóst hafí meiri stjórn á því sem þeir sendi frá sér, geti spáð í skilaboðin, breytt þeim, tekið afrit og geymt á marga vegu, ólíkt því sem gerist til dæmis í símasam- tali. En því fer fjarri að allir noti tölvupóst- inn á svo yfirvegaðan hátt. Margir virðast skrifa tölvubréf til þess að fá útrás íyrir tilfínningar sínar og láta þar ýmislegt flakka sem þeir myndu ekki gera augliti til auglitis við viðtakandann. Ég man eftir að hafa lesið skoðanakönnun sem hugbúnað- arfyrirtækið Novell lét gera hjá breskum notendum tölvupósts. Þar kom í ljós að Bretar þykja óagaðir tölvupóstnotendur og gjarnir á að láta skammarbréf flakka til samstarfsaðila, undir- eða yfirmanna. I kjölfar könnunai-innar gaf Novell út leiðbeiningar um notkun tölvupósts þar sem mælt var með því að notendur létu af þeim sið að lemja lyklaborðið í geðshrær- ingu. Bent var á að ör samskipti krefjast agaðra vinnubragða notenda því þar með er tekinn af mönnum sá umþóttunartími sem ferð með bréf í póst gefur, svo dæmi sé tekið. Sá sem sendir tölvupóstinn upp- lifír samskiptin kannski eins og hann eigi í símtali við móttakandann, en þar er grundvallai-munur á. I símtali mótast það sem þú segir af orðum viðmælandans. Það er ekki eins líklegt að þú haldir fímmtán mínútna óslitinn reiðilestm- við einhvern í símann eins og það er að þú setjist við tölvuna og látir gamminn geisa. Einn ágætur maður hélt því fram að tölvupóstur kallaði fram sömu viðbrögð hjá fólki, óþægilegan skort á kurteisi, og akstur í borgarumferð. Hver kannast ekki við, sagði hann, að hafa muldrað í barm sér eða hrópað upphátt skammir um næsta bílstjóra, sem er óþolandi glanni, fái'ánlegur silakeppur eða eitthvað þar á milli? Bflstjóri, sem steytir hnefann og lýs- ir skoðunum sínum á öðrum vegfarendum, myndi aldrei láta sömu orð falla augliti til auglitis. Það sama á við um tölvupóst. Þar situr hver og einn við sinn stjórnvöl og lætur alls konar orð falla, sem í þessu til- viki skila sér að vísu til hinna í tölvuum- ferðinni. Og ef einhver kvartar, sendh' póst og segist ekki hafa kunnað að meta reiði- lesturinn, þá er svarið ef til vill bara að þetta hafi nú átt að vera með léttum tón (sem skilai' sér afar illa á tölvuskjá), eða að viðkomandi hafí verið undir álagi og farið offari. Alagsskýringin er sérstaklega vinsæl meðal tölvupóstnotenda, enda gefur hún vísbendingu um mikilvægi viðkom- andi. Eitt er hörkulegur reiðilestur og helber dónaskapur og annað skortur á almennri kurteisi við notkun tölvupósts. Til allrar hamingju fæ ég ekki oft reiðilestur yfir mig, en ýmis klaufaleg, jafnvel mjög dóna- leg, bréf birtast á skjánum. Það sem fer einna mest fyrir brjóstið á mér er þegar fólk vill fría sig vinnu með því að varpa henni yfir á mig. Bláókunnugt fólk sendir flókna fyrirspum í löngu máli og klykkir svo út með því að skrifa: „Hringdu í mig og láttu mig vita hvernig þér líst á.“ Og stundum fylgir jafnvel ekki símanúmer með eða fullt nafn viðkomandi. Viðbrögð mín eru oftast nær þau að hringja ekki, heldur bíða þess að sá sem átti erindið hringi. Sem betur fer era margir sem vita hvað er vænlegast til árangurs. Þeir enda bréfin á því að biðja mig að íhuga málið og að þeir muni svo hafa samband eftir nokkra daga til að ræða það nánar. Annað sem alla jafna er vænlegt til árangurs er að hafa skilaboðin skrifuð svona á nokkurn veginn skamm- lausri íslensku. Kveðja í upphafi og niður- lagi tölvubréfs ætti líka að vera sjálfsögð. Flesth' létta sér störfin með tölvupósti og könnun hér á landi hefur sýnt að boðmiðlun er betri innan fyrirtækja sem nota tölvupóstkerfi og starfsánægja því meiri. Hins vegar verður að gæta þess að láta ekki hraðvirkni tölvupóstsins villa sér sýn. Ef eitthvað kveikir viðbrögð, reiði eða særindi, kann ekki góðri lukku að stýra að setjast við lyklaborðið, hamra allar hugs- anir sínar á blað og senda af stað, til við- skiptavina, yfirmanna eða undirmanna. Standið upp, teygið úr ykkur, fáið ykkur kaffíbolla og athugið eftir nokkra stund hvort orðalagið var ekki óþarflega harka- legt. Betri er bið en bráðræði. HANNA KATRÍN FRIÐRIKSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. JANÚAR 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.