Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 6
UM ORGELKONSERT JONS LEIFS RISAEÐLUR í BERLÍN EFTIR ÁRNA HEIMI INGÓLFSSON NÆSTKOMANDI fimmtu- dagskvöld verður orgel- konsert Jóns Leifs flutt- ur í fyrsta sinn á íslandi, tæpum sjötíu árum eftir að tónskáldið lauk við smíði hans. Jón taldi org- elkonsertinn ávallt vera eina af sínum merkustu tónsmíðum, enda kristallast þar í fyrsta sinn í svo stóru verki sá tónsmíðastíll sem einkenndi æviverk Jóns upp frá því. Þótt Jóni hafi þótt mikið til verksins koma voru viðtökur almennings á verkinu ekki aUtaf jafn góðar, og í raun má segja að ferli Jóns í Þýskalandi hafi lokið með látum þegar konsertinn var fluttur í annað sinn, í Berlín árið 1941. Orgelkonsert Jóns Leifs er fyrsti einleiks- konsert íslenskrar tónlistarsögu, og teldist sjálfsagt merkisáfangi í sögu íslenskrar tón- listar þótt ekki kæmi fleira til. Hann á sér þó einnig langa og merkilega sögu, sem reynt verður að gera nokkur skil hér á eftir. Verkið er passacagUa, eða tilbrigði yfir síendurtekna bassalínu, alls þrjátíu tilbrigði römmuð inn af inngangi og eftirspili. Orgel- konsertinn á rætur sínar að rekja til tónsmíðaæfinga Jóns við tónhstarháskólann í Leipzig árið 1917, þegar hann var átján ára gamaU. Þá urðu tÖ frumdrög að stefi og nokkrum tilbrigðum, en verkið þróaðist síð- an í huga tónskáldsins í þrettán ár, þar til raddskrá verksins var fullgerð þann 26. júlí árið 1930. Á þessum þrettán árum tók Jón út gífuriegan þroska sem tónlistarmaður, breyttist úr ungum nemanda með fálm- kennda tónsmíðatækni í fullþroska tónskáld sem hefur fundið rödd sína og köllun í nýstárlegum stíl þar sem einkenni íslenskra þjóðlaga gefa tónlistinni sterkan svip. Þessa þróun má kannski að nokkru leyti heyra í orgelkonsertinum sjálfum, þar sem tilbrigðin þrjátíu hljóma í nokkurn veginn sömu röð og Jón samdi þau. Þannig víkur það sem Jón kallaði „yfirhlaðinn kontrapunkt", innblásinn af tónsmíðum Bachs og Max Regers, smám saman fyrir hinum eiginlega tónsmíðastíl Jóns: samstiga fímmundum tvísöngslaganna, óreglulegri hrynjandi rímnakveðskaparins, og þríundatengdum hljómasamböndum sem gefa tónhstinni voldugan og óvenjulegan blæ. Auk ákveðinna sérkenna íslensks tón- Iistararfs í orgelkonsertinum, sem þó eru ekki beinar tilvitnanir í þjóðlög, notar Jón sálmalagið „Allt eins og blómstrið eina" í verkinu. Hann hreifst mjög af laginu við þjóðlagavinnu sína á þriðja áratugnum, skrifaði m.a. upp skreytta útgáfu af laginu (sem ekki hefur varðveist annars staðar) eft- ir gamalli konu árið 1926, og notaði lagið í fjölmörgum verka sinna, m.a. tónhstinni við Galdra-Loft op. 6, orgelforspili op. 16 og einu kirkjulaganna op. 12a. I orgelkonsertinum verða útlínur sálmalagsins smám saman greinilegri eftir því sem líður á verkið, frá óljósum ávæningi í inngangi konsertsins til glæsilep lokakafla þar sem sálmalagið er flutt með fullum styrk af málmblásturs- hljóðfærum. Þótt orgelkonsertinn taki ekki nema tæp- ar tuttugu mínútur í flutningi er verkið stór- huga og metnaðarfullt. Sú spurning hlýtur því óneitanlega að vakna, hvaðan innblástur- inn og hvatinn að svostóru verki skuli hafa komið. Það var PáU Isólfsson, þá samnem- andi Jóns við tónlistarháskólann í Leipzig, sem kynnti yngri landa sinn fyrir stórverk- um orgelbókmenntanna. Meðal þeirra verka sem voru á efnisskrá Páls meðan báðir bjuggu og störfuðu í Leipzig voru hin fræga c-moll passacaglía Bachs og f-moll passacaglía Regers, og má finna greinileg áhrif beggja verkanna í tónsmíð Jóns. Reyndar er einnig sennUegt að f-moU passacagUa Páls, sem upphaflega var skrifuð fyrir orgel en síðar færð í hljómsveitarbún- ing, hafi orðið til á svipuðum tíma. Á þessum árum hvatti PáU Jón mjög til að semja verk fyrir orgel, og skrifaði m. a. í bréfi til Jóns árið 1923: „Seinna í vetur hef jeg í huga (zwischen uns) að fara til Ameriku og halda þar orgelkonzerta. Komponeraðu því vold- SALUR Söngakademíunnar í Berlín, þar sem Jón Leifs upplifði einhverjar mestu hrakfarir á ferli sínum. Myndin er tekin árið 1939, en húsið eyðilagðist í loftárás árið 1943. tækifæri til að leika konsertinn, því í júní 1930 skrifaði hann til móður sinnar: „Eg er að klára stærðarverk fyrir orgel og orkester, eitthvað handa Páli Is. að spila, ef hann vill."3 Páll var heldur ekki af baki dottinn. Átta árum síðar skrifaði hann Jóni eftirfar- andi Unur: „Kæri Jón! Undanfarið hef eg verið að æfa orgelkonsertinn þinn. Eins og eg sagði þér - og þú auðvitað veist - þá er hann mjög erfiður að spila. Eg held samt að mér takist að „gestalte" hann sæmilega úr því Iíður á sumaríð. En segðu mér eitt: mundi vera nokkur möguleiki að spila hann í haust, t.d. í Þýskalandi? Eg hef í huga að ferðast um Norðurlönd í haust, og ef hægt væri að koma því við að leika konsertinn, þá mundi eg mjög gjarna vilja gera tilraunina, í þeirri von að mér tækist hún sæmilega."4 „STÓRf ENGLEGT USTAVERK" Að lokum var það þó þýskur orgeUeikari sem lék einleikshlutverkið í þau tvö skipti sem konsertinn var fluttur meðan Jón lifði. Kurt Utz (1901-74) var einnig fyrrum nem- andi við TónUstarháskólann í Leipzig, hafði lært orgelleik hjá Karl Straube (kennara Páls) og píanóleik hjá Robert Teichmuller (kennara Jóns og Annie, konu hans). Orgel- konsertinn, sem var gefinn út af Kistner & Siegel í Leipzig árið 1933, var frumfluttur þann 26. apríl 1935 á norrænni tónlistarhátíð í Wiesbaden, þar sem Einar Kristjánsson tenórsöngvari kom einnig fram á tónleikum. Jón Leifs hafði þá nýverið tekið við starfi tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins, en hélt utan til að vera viðstaddur flutninginn á verkinu. Orgelkonsertinn var upphafsverkið á opnun- artónleikum hátíðarinnar, sem Norræna JÓN Leifs áríð 1926. Þá átti hann f fórum sín- um skissur sem urðu að fullgerðum orgel- konsert níu árum síðar. uga passacagUu yfir íslenskt motiv handa mjer að æfa."1 Ekki varð þó af Ameríkufór- inni, og passacagUan lá ókláruð í nokkur ár enn, þótt oft væri hennar getið í bréfaskrift- um þeirra félaganna. Jón ætlaði sér stóra hluti með þessu nýja verki, og gerði sér fulla grein fyrir, að það myndi hafa nokkra sér- stöðu meðal íslenskra tónbókmennta. Til dæmis skrifaði hann í bréfi til Páls árið 1928: „Eg hefi ekki enn klárað orgelverkið op. 7 með orkestri, en það er eitt af vönduðustu verkunum, sem eg hefi samið. Þetta verk ÞÝSKI orgelleikarínn Kurt Utz. Myndin er tekin áríð 1944. mun veita þér það færi, sem þú annars hefðir ekki, til þess að representera ísland í list þinni."2 Páll átti reyndar aldrei eftir að leika einleikshlutverkið í orgelkonsert Jóns, en ekki var það vegna áhugaleysis. Hann hafði til dæmis gert sér vonir um að ef Jóni tækist að halda hljómsveitarundirleiknum tiltölu- Iega einföldum mætti flytja konsertinn í tengslum við Alþingishátíðina 1930. Ekkert varð þó úr þeim áformum Páls, enda verkið ekki tilbúið fyrr en mánuði eftir hátíðina. Þó virðist Jón hafa vonast tU að Páll fyndi annað ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.