Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 8
RÚNAR KRISTJÁNSSON Á SKÓGUM Fróðleikskosti fann ég mér fljótt íSkógum næga. Þjóðlífshollan blóma ber byggðasafnið fræga. Þar er gefin sögusýn sem íminni stendur. Hrifín var þar hugsun mín hátt um tímans lendur. Safnið allt er kostum krýnt, kann sitt gildi að boða. Þar er gestum sitthvað sýnt sem er vert að skoða. Þar að verki er Þórður enn, þjóðarminjum bjargar. Slyngir eru slíkir menn, slá á nótur margar. Það að efla þjóðararf þrátt er skyldan mesta. Þórður vinnur þannig starf, það sjá augu gesta. Fann ég eins og fleiri þar fróðleikskosti næga. Mér í hendur blessun bar byggðasafnið fræga. VALDIMAR BRIEM Hann gaf okkur perlurnar sálmana sína, þar sérhver lína mun við þeim skína sem þekkja innblásna andagift. Hann gaf þessa auðlegð af sálu sinni og sífellt vex hann við meiri kynni með áhrif sem aldrei dvína. Og stundum hefur það sköpum skipt í skilningi þjóðar barna, að sálmar hans geta sálum lyft og sýnt þeim þann trúar kjarna sem lífínu er leiðarstjarna. HINSTA GANGAN Einn ertu að berjast í illfæru brattra hlíða, í óveðri miklu, heltekinn feigðarkvíða. Þar sérðu ekki lengur þá leið sem þú taldir þér færa, því lemjandi hryðjurnar augu þín meiða og særa. Og dimmviðrið eykst uns sortinn um sál þína grípur og sársaukinn fullur af blóði af axigum þér drýpur. Þá hvíslar þú orð sem hverfa í öskrandi vindinn, en hvert ferð þú sjálfur sem vildir á hæsta tindinn? Höfundurinn býr á Skagaströnd. FRELSJ OG ÖRLENDI I GRETTLU EFTIR HERMANN PALSSON Ingimundur gamli talaði um ísland sem eyðisker og segar Ketill flatnefur heyrir mikið látið af landkostum hér, þá verður karli að orði: „í þá veiðistöð kem eg aldregi á gamals aldri". FYRIR nokkram áram tók ég saman dálítinn bækling um Grettlu. Hug- myndin var að túlka þessa einstæðu sögu í samræmi við þá mannúðar- stefnu sem talist getur einn af þrif- gjöfum islenskrar menningar fyrr á öldum. Mér tókst aldrei að fínna neinn sem vildi gefa kverið út og þó hefur mér dottið í hug að ýmsum unnöndum Grettlu kynni að þykja gaman að bjástri mínu. 1. í Irelsis leit Fyrsti garpur Grettlu, Önundur tréfótur, „var víkingur mikill og herjaði vestur um haf berst á móti Haraldi konungi í Haíúrsfirði, hrökklast síðan frá óðulum sínum í Noregi og gerir sér að lokum bú að Kaldbaki á Ströndum. I fljótu bragði virðist Tréfótur eiga harla fátt sameiginlegt með Þorsteini drómundi, kemp- unni í sögulok, sem leggur leið sína í þveröfuga átt úr Noregi, fer alla leið austur í Miklagarð til að hefna bróður síns, kynnist göfugri hús- -freyju á staðnum, lendir þar í mögnuðum ævintýrum, gengur að lokum í helgan stein og endar ævi sína suður í löndum, víðs fjarri heimahögum. En þegar betur er að gáð verður ljóst að hér er allt af ráði gert. Tréfótur í út- norðri er ekki einungis langafi Drómundar í landsuðri, heldur era örlög beggja engan veg- inn óskyld: báðir lenda þeir í útlegð og týna frelsi, hvor með sínum hætti. Örlendi1 og frelsi eru einnig mikilvægir þættir í ævi Grettis sjálfs, renna eins og rauðir þræðir um söguna í heild. Frásögninni af víkingnum sem missir annan fótinn í orrustu gegn einvaldi og öðlast nýja frægð með því að flýja úr Noregi, svipar til ýmissa lýsinga í Landnámu og íslendinga sög- um. Önundur tekur sér bólfestu undir snævi þöktum Kaldbaki og líktist að því leyti öðrum landnemum sem áttu mikið undir sér að hann gat valið um þrennt: að lúta valdi Haralds hárfagra og gerast „þræll“ hans, að berjast gegn ofríki konungs og falla fyrir vopnum hans á óðalsjörð sinni, ella þá að flýja land og nema sér nýjan bústað handan við Islandshaf. Með fyrsta kosti gátu menn forðast útlegð, en misstu þó frelsið um leið; þeir sem völdu annan kost fómuðu lífi sínu fyrir frelsið og fóru því alls á mis; þriðja leiðin tryggði þeim að vísu frelsi undan ánauð Haralds hárfagra, en kostaði þó útlegð og örlendi frá átthögum, ætt- ingjum og vinum. Ketill flatnefur í Laxdælu lætur orð falla á þessa lund: „Líst mér svo sem oss séu tveir kostir gjörvir: að flýja land eða vera drepnir hver í sínu rúmi.“ Bjöm austræni sonur hans er ekki í neinum vafa um hvem kostinn hann á að velja: „Eg vil gera að dæmum göfugra manna og flýja land þetta. Þykkjumst eg ekki af því vaxa þótt eg bíða heima ÞRÆLA Haralds konungs, og elti þeir oss af eignum voram, eða þiggja af þeim dauða með öllu.“ Slíkrar hugmyndar gætir raunar í Grettlu sjálfri: „Þá voru fyrir vest- an haf margir ágætir menn, þeir sem flýið höfðu óðul sín úr Noregi fyrir Haraldi, því að hann gjörði alla útlæga, þá sem í móti hon- um höfðu barist, og tók undir sig eignir þeirra“. Römm andúð á konungs valdi er fólgin skammar- yrðinu KONUNGSÞRÆLL sem var einmitt notað um þá sem þjónuðu yfirmanni sínum af trúnaði, enda segir svo í Grettlu: „Geirmundur [....] kveðst og eigi nenna að gerast konungs- þræll og biðjast þess er hann átti áður sjálfur." Að hyggju þeirra sem völdu sér frelsi í nýjum byggðum fyrir handan haf, hafði Island margt sér til ágætis: „Er mér sagt gott frá landakost- um, að þar gangi fé sjálfala á vetram en fiskur í hverju vatni, skógar miklir, en frjálsir af ágangi konunga og illræðismanna“ (Vatns- dælá). Landnemar á Islandi vora komnh- svo langt út í buskann að þeir voru öruggir jafnt fyrir Haraldi hárfagra og víkingum vestan hafs. Hin hugmyndin kemur einnig fram að vafasamur ávinningur sé í bústaðaskiptum, enda segir konungssinninn Ingimundur gamli við Sæmund fóstbróður sinn, sem barðist gegn Haraldi: „Og hefði betur verið að þú hefðir mér fylgt í Hafúrsfirði og þurfa nú eigi að fara í EYÐISKER þetta“. Þegar Ketill flatnefur heyrir mikið látið af landskostum hér, þá verð- ur karli að orði: „í þá VEIÐISTÖÐ kem eg aldregi á gamals aldri.“ Tréfótur kvartar und- an því að hann hafi flúið burt frá löndum sínum og frændum, honum þykja það léleg skipti að hreppa Kaldbak fyrir akra: Hefglöndogflöldfrænda ' flýð, en hitt er kröpp eru kaup, ef hreppi’g Kaldbak, eneglætakra. Ummæli hans minna á viðbrögð Ingimundar gamla þegar völvan spáir honum að hann muni byggja ísland og niðjar hans verða ágætir í því landi: „Þetta er af því vel sagt að það hefi eg einhugsað að koma aldrei í þann stað, og eigi verð eg þá góður kaupmaður, ef eg sel áttjarð- ir mínar margar og góðar en fara í eyðibyggðir þær“ (Vatnsdælá). En sú hugmynd er mikils ráðandi í afstöðu íslendinga til upphafs síns að flóttinn frá Noregi hingað á landnámsöld hafi leitt til nýs frelsis sem fyrirfannst ekki í norsk- um átthögum þeirra sem hingað sóttu. 2. Úr myrkvastofu Þorsteinn drómundur eltir Öngul bróður- bana sinn út til Miklagarðs; að loknum hefnd- um á heilögu þingi er hann sviptur frelsi fyrir bragðið: „Fékk Þorsteinn skjótan dóm og held- ur harðan; hann skyldi setja í myrkvastofu í dyflissu eina og bíða þar bana, ef engi leysti hann út með fé. [...] Þar var bæði fúlt og kalt.“ Þar er annar bandingi fyrir, illa farinn af langri prísund og heldur daufur í dálkinn, en Þor- steinn reynir að hressa karl: „[...] og ver- um kátir og geram GRETTIR Asmund- arson. Teikning Tryggva Magnús- sonar á íslensku spilunum. okkur nökkuð að gleði,“ fer síðan að skemmta vesaling með söng. Ymis önnur dæmi era um kappa í varðhaldi sem skemmtir föngum, svo sem í Örvar-Odds sögu og Þorsteins sögu Vík- ingssonar. Þorsteinn kvað svo hátt að gall í múmum. Söngurinn barst til eyma göfugrar húsfreyju sem hét Spes og átti leið um strætið nær dyflissunni; konan verður heilluð af söng- listinni og leysir Þorstein út. Brátt taka hugir þeirra að renna saman; eftir fengið frelsi fer hann að njóta geðs hennar og gamans, og þó átti hún sér bónda en var honum lítt unnandi. Á það hefur verið bent að frelsistap Þor- steins og björgun minnir rækilega á frásögn í Maríu sögu af öðram sómamanni í Miklagarði sem er settur „í þunga fjötra og fúla myrkva- stofu“. Báðii- era þeh- leystir úr prísund af konu; Þorsteinn af Spes húsfreyju, hinn af Maríu meyju. Um Þorstein drómund er sér- staklega tekið fram að hann var „raddmaður mikill, svo að varla fannst hans líki,“ og í dyflissunni kvað hann fúrðu hátt. Fanginn í Maríu sögu var ungur klerkur „sem var söng- maður mikill“ og „allvel raddaður"; hann er settur „náttlengis í hinn sterkasta fjötur og varðhald", en María mær barg söngmanni sín- um í tæka tíð.2 Frelsun Þorsteins hefur engan kristniblæ yfir sér, en þó skal ekki gleyma því að bjarg- vættur hans ber heiti sem minnir á Maríu mey. SPES er latneska orðið fyrir „von“, en það var einmitt notað um Maríu. Hér skal látið nægja að minna á tvo staði í fomritum til glöggvunar. í Lilju lýtur orðtakið MÍN VON SÖNN einmitt að Mariu mey.3 Og sama máli gegnir um HJÁLPA VON í Maríudrápu.4 Saklaus útúrdúr má það teljast að drepa snögglega á þriðja manninn sem gisti eina al- ræmda dyflissu í Miklagarði. í sögu af Haraldi harðráða sem gengur þar suðurfrá undir dul- nefninu Norðbrigt er vildð að kynnum hans og ungrar konu sem heitir MARÍÁ; nafn hennar er vitaskuld ekki valið af handahófi. Norðbrigt er rægður fyrir konungi, leiddur bundinn í myrkvastofu ásamt með tveim félögum sínum og hírast þar allir um hríð. „Og hina næstu nótt kemur ekkja ein ofan á dyflissuna" og bjargar þeim. Heiti hennar er ekki gefið, en hins vegar segir frá því að Haraldur (= Norðbrigt) ræðst inn í konungs höllina og nemrn- brottu MARÍU JUNGFRÚ. Spes hafði verið gefin til fjár; bóndi hennar var auðugri og ættsmærri en hún. Eftir að þau Þorsteinn og Spes höfðu lagst á hugi, fer bónda hennar að gruna að eitthvað sé á seyði, sakar hana um fjársukk og annað fleira. Þá minnir hún karl sinn á hvað hún hafði sagt þá er þau komu saman að „eg vildi vera SJÁL- FRÁÐ OG FRJÁLS allra þeirra hluta sem mér stæði vel að veita.“ Slík orð hæfa kvenskörangi, en þó er það annars konar frelsi sem Spes er frægust fyrir. Með prettum tekst henni ekki einungis að sleppa undan refsingu fyrir hórdóm, heldur einnig að sölsa undir sig auðævum kokkála síns. Framhald í næstu Lesbók. Athugasemdir: 1 Orðin ÖRLENDI (hvk.) og ÖRLENDING (kvk.) eru bæði fom, og þykir mér mun betur fara á þeim en nýyrðinu FIRRING, enda hefur því aldrei tekist að losna við þann keim sem við það loðir af orðinu ‘vitfirring’. Sögninni „að örlendast" bregður sjaldan fyrir í íslenskum nútímaritum. 2 Þessi smásaga heitir Frá pentúr einum og er í Maríu sögu. Lýsing Grettlu á Þorbjörgu í Vatnsfirði sem bergur Gretti sauðaþjóf úr gálga kotbænda minnir á frásögn Maríu sögu af Ebbo þjóf sem María veitti sömu þjónustu. Eitt sinn er Ebbo staðinn að verki, tekinn höndum, fund- inn sannur að sök „og eftir réttendum dæmdur af heiftar- lausum mönnum, þeim sem refsingar áttu fyrir stjómar sakir í því héraði, og var sá þeirra dómur að Ebbo skyldi hengja, og var snara látin að hálsi honum, en fætur hans tóku eigi jörð.“ Var þar María mey komin á vettvang hon- um til hjálpar, og lýkur frásögn með þeim hætti að Ebbo fór til munklífis og „þjónaði þar guði og hinni sælu Maríu alla ævi síðan.“ í Ectors sögu eru tvær frásagnir af konum sem bjarga manni úr myrkvastofu. f annað skiptið er það Vamaeius sem „kurteis kona“ leysir út, en í hitt er Aprival kastað í dyflissu, og um miðnætti kemur þangað „svo virðuleg jungfrú að fegurð og búnaði að öngva hafði hann áður séð slíka“. Með hjálp gamals manns bergur hún Aprival úr prísund. 3 Vef ágætu vemdarskauti, VON MÍN SÖNN, ER HJÁLPAR MÖNNUM. Li/ja, 86. v. 4 SWn með sælu sannri - sannfrétt er það - MANNA HJÁLPA VON og hreinum, hæst líf, guði hið næsta. Maríudrápa#, 9. v. Hölundurinn er fyrrverandi prófessor viö Edinborgarhóskóla. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 30. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.