Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 12
NUTIMA ÞJÓÐSÖGU R EFTIR VILMUND HANSEN Nútíma þjóðsögur tilheyra ekki fortíðinni og best geymdar sem stafur á bók. Sögur af Dessu tagi hafa eigið lí og aðlagast nútímanum hraðar en menn átta sig á. Sama sagan getur gengið ár eft- ir ár, öld eftir öld, land úr landi og alltaf er fólk til- búið að trúa þeim. UNDANFARNA tvo til þrjá áratugi hefur áhugi þjóð- sagnafræðinga í auknum mæli beinst að sögum sem tengjast samtíðinni. Ýmsir fræðimenn á þessu sviði eru hættir að horfa til liðinna alda í leit að efni, þeir líta svo á að þjóðsagnahefðin lifí enn góðu lífi meðal manna. Það er langt frá því að fólk sé hætt að segja sögur, hvar sem fólk kemur saman má heyra alls konar skemmti- og reynslusögur. Svo virðist sem fólk sé því viljugara til að trúa sögunum því ótrúlegri sem þær eru. Ýmsar sögur um spaugileg atvik, hrakfarir, nýjungar eða nýbúa sem sagðar eru í góðri trú eru í raun ekkert annað en uppspuni og hugar- burður. Þessar sögur eiga það flestar sameig- inlegt að hafa gerst fyrir skömmu og fjalla um einhverja ónefnda persónu. Svo eru líka sagð- ar sögur af óhugnanlegum eða skelfilegum at- vikum og oftar en ekki koma þær upp um hræðslu fólks á því óþekkta. Forynjur sam- tímans taka á sig ýmsar myndir allt eftir stað og stund, þær skipta um ham líkt og tröllin í gamla daga. Fyrsta sagan af þessu tagi sem ég man eft- ir er um slátrara í Kaupmannahöfn sem var með fallhlera við afgreiðsluborðið í verslun sinni. Þegar enginn sá til lét hann einn og einn viðskiptavin detta niður um gatið og slátraði honum síðan. Kjötið var haft á boðstólum í búðinni og naut mikilla vinsælda. Afi minn Vilmundur Jónsson (f.1886) bóndi á Homafirði sagði mér oft þessa sögu og taldi hana dagsanna. Hann varaði mig aftur á móti við að leggja nokkum trúnað á sögur af tröll- um, draugum og annarri slíkri vitleysu. Nútímaþjóðsögur eru oft í formi brandara, eða þá að þær enda á hlægilegan hátt. Það er byggð upp spenna sem í lokin fær útrás í hlátri og fólk getur sagt; mikið var ég vitlaus að trúa þessu. I þessari grein er ætlunin að fjalla um nútímaþjóðsögur og kenningar þjóðsagna- fræðinga um þær, einnig em tínd til dæmi bæði innlend og erlend. Reynt er að benda á hlutverk fjölmiðla í útbreiðslu þeirra og í lok- in er reynt að finna skýringu á vinsældum sagnanna. Nútímaþjóðsögur Þrátt fyrir að hér sé notast við hugtakið nútímaþjóðsaga er það ekki gott heiti á þess- um sögum, tíminn líður og það sem er nútíma- legt í dag er gamaldags á morgun. Það má einnig benda á að margar af þeim sögum sem kallaðar eru nútímaþjóðsögur eru í raun gamlar sögur í nýjum búningi eða brandarar. Ýmis önnur heiti, eins og flökkusagnir eða flækingssögur, koma til greina en ekkert þeirra nær að höndla hugmyndina fullkom- iega. I bókinni Krampi á versta tíma segir þýski þjóðsagnafræðingurinn Rolf Wilhelm Bredn- ich að nútímaþjóðsögur eigi það sameiginlegt að byggja á þjóðsögulegum grunni. Það sem tengir þær nútímanum er að þær eru ekki einungis fluttar munnlega milli manna heldur líka með nútímatækni. Dagblöð, útvarp og sjónvarp gera það að verkum að sögumar berast hratt milli manna og jafnvel milli heimsálfa. „Hin nútímalegu einkenni sagnanna koma SAMA sagan getur gengið ár eftir ár, öld eftir öld, land úr landi og alltaf er fólk tilbúið að trúa henni. Hræðsla fólks við hið óþekkta kemur einnig fram í þessum sögum, forynjurnar sem áður bjuggu í fjöllunum birtast nú í sögum um geðsjúka morðingja. Myndin er eftir George Grosz hka fram í því að innihald þeirra er skilgetið afkvæmi líðandi stundar. Maðurinn stendur andspænis veröld mótaðri af tækni, iðnaði, umferð, rafmagni o.s.frv. Þetta setur óneitan- lega mjög sterkan svip á sögumar. [...] Oft er það svo að aðeins ytri búningur sögunnar ber með sér hin nútímalegu einkenni en þegar betur er að gáð kemur í ljós að innihald og bygging hafa sterkan svip hinnar sögulegu sagnahefðar." (Brednich, 1991,17). I svipaðan streng tekur Jan Harold Brun- vand, í formálanum að bók sinni The Vanis- hing Hitchhiker, þar sem hann fjallar um nútímaþjóðsögur. Brunvand segir m.a. að bæði efni og framsetning þessara sagna beri keim hefðbundinna þjóðsagna. Brunvand bendir einnig á þann möguleika að sumar þessar sögur endurspegli ótta eða samviskubit nútfmamanna, þetta kemur best í ljós ef skoðaðar eru sögur um bamapíur. Til em fjöldinn allur af sögum sem segja frá því að bamapían hafi sett bam í örbylgjuofn og drepið það. Hann segir að þessar sögur séu sprottnar af hræðslu foreldra við að skilja bömin eftir hjá ókimnugum. Hugmyndin um að nútímaþjóðsögur séu í raun gamlar sögur í nýjum búningi er svo sem ekkert ný af nálinni. I formálanum að Islensk- um þjóðsögum og ævintýrum frá 1862 viðrar Guðbrandur Vigfússon þessa hugmynd og seg- ir: „Menn barma sér opt yfir því, að sagnalist sé að deyja niðr í landinu, að sögumar fækki á hveiju ári eptir sem gamalt fólk, karlar og kerlíngar, kveðja veröldina; er sá barlómr mest á því bygðr, að sögumar sé fomfræði, sem ekki verði endrbætt, og hrömi eins og gamalt hús. Safh þetta mælir þessu í gegn; ef vel er athugað, em hinar fomustu sögur opt þær sem em yngstar, og sagt að hafi orðið í minni þeirra manna sem nú lifa. [...] Trúin og sá andi sem sögumar skapar, er ávalt af gömlu bergi brotin, en hjúpurinn, sem þær em í klæddar, er frá ymsum öldum, og skipta sögumar hömum öld frá öld. Hverr þáttr í bók þessari ber merki um þessi hamskipti sagnanna, og hvernig þær koma fram endurbomar öld frá öld.“ (Guðbrandur Vigfússson 1862,6). Guðbrandur segir það beinum orðum að sum- ar sögumar í saftii Jóns Amasonar séu í raun gamlar sögur sem skipt hafí um ham og aðlag- ast samtímanum. Þetta er í raun stórmerkilegt og ber vott um mikla glöggskyggni. Skipting í flokka Þjóðfræðingurinn Paul Smith hefur mikið fjallað um þjóðsögur eða flökkusagnir í fjölmiðlum. Hann hefur bent á að það sé lítill munur á því hvernig sögur berast milli manna og vitnar hann í Svíann Bengt af Klintberg sem heldur því fram að stór hluti nútímaþjóð- sagna hafi einhvem tíma verið birtur sem fréttir og sem slíkar berist þær hratt milli manna. Bengt áfellist ekki fréttamenn. Það getur reynst þjálfuðum fréttamönnum erfitt og jafnvel ómögulegt að gera sér grein fyrir öllum þeim myndum sem nútímaþjóðsagan getur tekið. Hann bendir einnig réttilega á að fréttamenn sækjast eftir því að birta skemmtilegar fréttir inni á milU. Þetta er í samræmi við það sem kom fram í stuttu viðtali við Jóhönnu S. Sigþórsdóttur. Jóhanna sagði að meðan hún var blaðamaður á DV hefði hún séð um þátt sem heitir Sand- kom og er safn smáfrétta. Eftir að Jóhanna flutti til Þýskalands komst hún í kynni við bók sem hún þýddi síðar undir heitinu Krampi á versta tíma. En að hennar sögn er í bókinni mikið af sögum sem hún birti sem sannsögu- legar í Sandkomi, eins og t.d. sagan um hnuplarann í vörumarkaðinum. Sagan fjallar um mann sem ætlar að hnupla frosnum kjúklingi í stórmarkaði með því að setja hann á höfuðið undir hattinn sinn, en kælingin á 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 30. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.