Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 14
Myndlýsing/Ámi Elfar MENNIRNIR drógu konuna fram á salerni og lokuðu dyrunum. Þá loks hljóðnuðu óp konunnar og fólkið í salnum fékk málið á ný. Það horfði til formannsins ráðvillt og vandræðalegt.. KVÖLDVAKAN SMÁSAGA EFTIR GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR Nú var komið að konunni í hvítu blússunni. Hún stóð upp með blaðabunka sinn oq kom horuðum líkamanum fyrir við hljóðnemann. Á svip hennar mátti sjá að ____jetta var stór stund. Svo ræskti hún siq nokkrum sinnum oq tók til máls, AÐ ætlaði ekki að verða marg- mennt á skemmtun kvöldvöku- félagsins Kvæðalistar þetta kvöldið. Þórður, sem var í miða- sölunni, taldi áhyggjufullur upp- úr peningakassanum og sléttaði úr upprúlluðum peningaseðlun- um um leið. Skemmtunin stæði ekki undir sér nema a.m.k. 80 manns kæmu. Nú voru innan við 60 komnir. „Þetta er kannski ekki nema eðlilegt," tautaði hann við sjálfan sig. „Félagarnir eru flestir orðnir um og yfir sextugt, menn þreytast sem vonlegt er.“ Halli, feitlaginn járniðnaðarmaður, sem ævinlega lék fyrir dansi á skemmtun félagsins, var að stilla nikkuna. Einstaka laglínur bárust um salinn, inn í samtöl þeirra tæplega 60 félaga sem sestir voru við borðin á víð og dreif um salinn. Skemmtinefnd kvöldsins var öll komin, og var sest við hið vanalega borð og farin að stinga saman nefjum. Þetta kvöld var hún skipuð tveimur mönnum og tveimur konum. Mennirnir voru rjóðir í framan í teinóttum sparifótum og fumuðu með stirðum fingrum við bækumar sem þeir ætluðu að lesa uppúr um kvöldið. Konumar tvær höfðu líka lifað sitt fegursta, önnur var fremur lág vexti og töluvert farin að fitna, klædd rósóttum kjól með prjónað sjal slegið um herðamar. Hin konan var mögur og grá, klædd í pils og hvíta blússu með löngum ermum sem horaðar hendurnar stóðu fram úr. Þær fitluðu stöðugt við blaðabunka. Þórði til gleði hélt fólk áfram að tínast inn á skemmtunina. Einn af öðmm komu félagamir í úlpum og frökkum sem þeir lögðu af sér í fata- hengið og konumar fóra úr bomsum og kulda- skóm innan við borðið fyrir framan fatahengið og fóra svo með veskin sín inn á klósett til að greiða sér. Þær höfðu um margt að spjalla en á meðan tvístigu menn þeirra með aðgöngumiðana frá Þórði í höndunum. Þeir vora þegar búnir að rita nöfn sín í gestabókina hjá Begga gamla. Halla gekk óvenjulega illa að fá nikkuna til að láta að óskum sínum. Aftur og aftur fór hann yfir tónstigann með sársaukafullar grett- ur í andlitinu, það var eins og þetta ætlaði aldrei að verða gott. Skemmtinefndin var orðin eilítið óþolinmóð og mennimir tveir pískruðu um það sín á milli hve erfitt væri alltaf að eiga við fólk, það kæmi svo seint. Formaðurinn var líka orðinn óþolin- móður. Hann var vanur að setja skemmtunina og gekk nú um með handskrifaða ræðuna í vas- anum. Ekki það að hann ætlaði að lesa hana upp, en það veitti honum nauðsynlega öryggis- kennd að vita af henni uppskrifaðri í vasanum. Halli var loks orðinn ánægður með hljóðin í harmonikkunni og fékk sér sæti á útdregnum tréstól og beið þess að formaðurinn setti skemmtunina. En nú var komið að þeim óhjákvæmilega lið kvöldsins að ritari félagsins tækist á við hátal- arakerfi hússins. Hátalarakerfið var dyntótt svo ekki sé meira sagt og verst var það þegar ritarinn kom nálægt því. Þá ískraði það og ýldi góða stund, síðan varð þögn og allir drógu and- ann léttar en þegar minnst vonum varði kvað við brak og ískur og ritarinn skrúfaði og sneri með örvæntingarfullu látbragði krómuðum hljóðnemanum á mjórri stönginni. Loks var allt tilbúið, gestirnir orðnir 78, búið að loka húsinu, fólkið sest við sín borð og for- maðurinn í dökkum fótum með alvarlegan og upphafinn svip sté upp á sviðið og tók til máls. „Góðir félagar,“ sagði hann og röddin var ekki laus við klökkva. „Enn komum við hér saman til gagns og gamans. Ég hef stundum velt því fyiir mér hvemig líf okkar væri ef félagið okk- ar væri ekki til. Svo snar þáttur hefur það ver- ið í okkar lífi að slíkar hugsanir hafa einungis leitt mig að einni niðurstöðu, líf okkar væri gleðisnauðara. Enn komum við saman til að gleðjast og fræðast, taka lagið, heyra farið með gullkom íslenskrar menningar og til að njóta þeirrar gleði sem falslaus vinátta ein getur gef- ið.“ Nú var formaðurinn kominn í geðshrær- ingu og gætti sín ekki og greip í hljóðnemann sem samstundis gaf frá sér ískur mikið. Ritar- inn fólnaði og hljóp til en formaðurinn bandaði honum frá sér, sleppti hljóðnemanum og hélt áfram klökkri röddu. „Félagar." Nú hallaði hann sér fram og af svip hans mátti ráða að geðshræringin hafði ekki minnkað. „Félagar, því eru það mín orð til ykkar. Við eigum ekki að hugsa á þann veg, hvað getur félagið gert fyrir mig heldur á félagið það margfaldlega skilið að við hugsum hvert og eitt. „Hvað get ég gert fyrir félagið." Formaðurinn hafði lokið máli sínu og félag- arnir klöppuðu sumir ofurlítið undirleitir. Næst á dagskránni vora vísubotnar. Fjöldi botna hafði borist við fyrripart kvöldsins, sem var á þessa leið. ,Aha tíma yndi vekur, elsku- lega landið mitt.“ Mesta kátínu vakti botninn frá Begga gamla: „Alveg hreint þó útaf tekur, að við getum öll gert hitt.“ Loks að öllu þessu afstöðnu var tími hinnar óþolinmóðu en taugaóstyrku skemmtinefndar kvöldsins kominn. Fyrstur steig i pontu annar mannanna í teinóttu fötunum. Hann ræskti sig, lagaði lítils- háttar bindishnútinn, tvísté og fletti svo uppá frásögn þeirri sem hann ætlaði að flytja. Þetta var frásaga um fjárrekstur fyrir liðugum 40 ár- um norður í landi. Gangnamenn hrepptu hið versta veður og frásagan gekk út á að lýsa því hvemig þeir hröktust með kindurnar fram og aftur um norðlensk öræfi. Heim komust þeir þó að lokum með allar kindurnar. Lesara var klappað lof í lófa. Næst las hinn maðurinn í teinóttu fötunum nokkrar gaman- samar frásagnir úr íslenskri fyndni og klykkti út með nokkrum útlendum brönduram af tvíræðara taginu. Þetta efni féll í góðan jarð- veg. Síðan komu tvær konur með gítar og sungu gamla slagara sem allir kunnu og sumir sungu með. Önnur söngkonan kunni að jóðla og þær luku flutningnum með því að taka eitt jóðllag, „Ut um mela og móa“. Sú sem jóðlaði náði ískyggilegri hæð á efstu tónunum. Nú var klappað hraustlega. Fólk var farið að fá sér úr vasapelum og flöskum vöfðum í plastpoka svo lítið bar á. Það hafði keypt öl á barnum og hellti svo laumulega út í það sterkari drykkj- um. Sumir voru enda farnir að hýrna í framan og kvennabósi félagsins, maður um sextugt með grátt liðað hár og lítil augu sem loguðu af kvensemi, var farinn að þreifa fimum fingrum um konurnar við borðið. Þær óku sér til, æjuðu og flissuðu og báðu hann í hvíslingum að láta ekki svona en sendu honum jafnframt uppör- vandi augnaráð. Ritari félagsins var kominn upp á svið til að lagfæra hljóðnemann eftir sönginn og stilla hann til upplestrar á ný. Eftir ískur og brak drjúga stund sleppti hann hálfnauðugur hend- inni af hljóðnemanum og gekk aftur á bak að sæti sínu. Nú var komið að konunni í hvítu blússunni. Hún stóð upp með blaðabunka sinn og kom horuðum líkamanum íyrir við hljóðnemann. A svip hennar mátti sjá að þetta var stór stund. Svo ræskti hún sig nokkrum sinnum og tók til máls. „Kæra félagar,“ sagði hún hásri röddu. „Ég ætla að lesa hér nokkur framsamin ljóð. Sum þeirra era frá því ég var telpa og ungling- ur austur á landi en önnur urðu til eftir að ég hóf saumanám í Reykjavík". Konurnar hnipptu hver í aðra og hvísluðust á um að hún hefði víst alltaf unnið á saumastof- um, núna ynni hún á saumastofunni „Elegans". Horaða saumakonan hóf nú lesturinn en viðkvæmnisleg Ijóð ungrar stúlku hljómuðu ankannalega úr barka hennar. Unga stúlkan var svo gjörsamlega horfin bak við grá hár og strengda, þurra og hrakkótta húð að róm- antískar ástarjátningar verkuðu grátbroslega. En konan varð æ ákafari í lestri sínum. Svipur hennar varð upphafinn, augu hennar Ijómuðu og hendurnar titraðu. Magur og uppþomaður líkaminn sveigðist til í hljómfalli kvæðanna og hún las og las. Þegar liðnar voru fimmtán mínútur vora aðrir félagar í skemmtinefndinni famir að ókyrrast. Mennimir í teinóttu fötun- um hölluðu sér hver að öðram og hvísluðust áhyggjufullir á. Formaðurinn var orðinn enn alvarlegri en vandi hans var og ritarinn tvísté fölur. Ætlaði hún ekki að hætta? Smám saman urðu áheyrendur þreyttir á óstöðvandi Ijóðalestrinum, fóra að aka sér til og tala saman í lágum hljóðum, einstaka gat ekki stillt sig um að hlæja og tvær ungar konur vora komnar með hláturskast og héldu hönd- um fyrir andlit sitt og máttu ekki líta hvor á aðra. En horaða konan í hvítu blússunni lét þetta sig engu skipta heldur naut þess að fá nú loks áheyrendur og nú var hún, kannski í fyrsta skipti á ævinni, miðpunktur athyglinnar. Hún las og las. Annar skemmtinefndarmaður stóð nú á fæt- ur, gekk til konunnar og kippti í annan hand- legg hennar og bað hana í lágum hljóðum að hætta. Hún hristi hann af sér og horfði starandi augum fram í salinn. Hún var hætt að lesa af blöðunum en fór með Ijóð sín, sum aftur og aft- ur. Það var sóttkenndur gljái í augunum og rauðir dflar í kinnum hennar. Fólkið í salnum sat ráðvillt og vandræðalegt, flissið var þagnað. Hvað var að konunni? Hinn skemmtinefndarmaðurinn var staðinn á fætur og formaðurinn var einnig tekinn að nálgast sviðið. Horaða konan hvorki sá né heyrði bendingar þeirra og merki. I sótthita- kenndum ákafa hélt hún áfram Ijóðaflutningn- um. Mennimir í teinóttu fötunum og formaður- inn ráðslöguðu alvörugefnir nokkra stund, síð- an gengu tveir þeirra til konunnar og báðu hana að hætta lestrinum. Hún sinnti þeim ekki, hristi þá af sér og hélt áfram. Þá kinkaði for- maðurinn til þeirra kolli og þeir gripu hvor undir sinn handlegg og reyndu að færa konuna niður af sviðinu. Hún streittist á móti og dfl- amir á mögram vöngunum urðu stærri og röddin skrækari þar til hún fór að veina móð- ursýkislega. Mennimir skeyttu því engu heldur drógu konuna hljóðandi fram eftir salnum, háu hæl- amir á skónum hennar skældust út til hliðanna og það heyrðist hvisskennt hljóð, hvíta blússan rifnaði þegar konan reyndi af öllu afli að snúa sig úr höndum mannanna tveggja. Fólkið í salnum sat sem lamað og fylgdist með hinni undarlegu hersingu sem streittist fram gólfið. Mennirnir drógu konuna fram á salerni og lokuðu dyrunum. Þá loks hljóðnuðu óp konunnar og fólkið í salnum fékk málið á ný. Það horfði til formannsins ráðvillt og vand- ræðalegt. Hann fann þögla spurn þess í loftinu og gekk uppá sviðið. Svipur hans var enn al- varlegri og klökkvari en endranær. Hann bandaði hendinni til að fá hljóð og bað síðan fólk að vera rólegt. Hann sagði því að konan sem flutt hafði Ijóð sín af svo miklu offorsi hefði verið illa fyrirkölluð, hún ætti vanda til að vera æst á taugum, hún hefði ekki þolað álagið af því að koma fram. En nú skyldu menn láta eins og ekkert hefði í skorist. Menn skyldu dansa. Halli steig fram með nikkuna sína sem loks- ins var búið að stilla og með gleiðu og inn- hverfu brosi hóf hann að leika „Komdu í kostervals, í kvöld er ég búinn til alls“. Fólkið þyrptist út á gólfið. Konurnar létu falla af öxlunum sjöl og herðaslá og skildu handtöskurnar eftir hjá plastpokunum með flöskunum og allir hristu af sér óþægindin vegna þess sem á undan var gengið með því að varpa sér í dansinn. Við borð skemmtinefndarinnar sat feitlagna konan ein með bækur sínar og það vottaði fyrir beiskjulegpm dráttum við munninn. Hún hafði ekki komist að með sitt efni og það yrði langt þangað til hún yrði skipuð í skemmtinefnd á ný. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.