Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 16
AÐ SPINNA ÞRÁÐINN Breski rithöfundurinn Eric Ambler lést 22. október síðastliðinn. Hann var lasburða síðustu órin en hafði gaman af að segja fró þegar hann hitti fólk. ANNA BJARNADÓTTIR °g HANSPETER BORN heimsóttu hann í London síðastliðið vor. AMBLER sat í hægindastól með viskíglas fyrir framan sig þegar ritarinn hans vísaði okkur inn til hans klukkan rúmlega ellefu á fimmtudagsmorgni. Göngu- grind stóð við hhðina á hon- um og hann var með hátal- ara um hálsinn. Hann átti nokkuð erfitt með andardrátt og talaði oft óskýrt. Ráðskonan færði okkur brauð með reyktum laxi og hvítvín. Hann spurði hvort við vildum pipar og benti á sítrónusneiðar á diskinum. Sjálfur vildi hann ekki prófa laxinn. Ég verð að vara ykkur við að ég læt stund- um móðan mása. Ég held ég verði þreyttur eftir hálftíma, en þá fer ég loks að njóta mín. Ég áttaði mig á því í ellinni að ég hef gaman af aðtala. I ævisögu þinni „Here Lies Eric Ambler“ segir þú frá því þegar þú sagðir sögur og ann- ar ríthöfundur skrifaði þær niður. Þú virðist hafa haft gaman af að tala þá. Ég hafði þegar skrifað sex skáldsögur og nokkur kvikmyndahandrit. Charles Rhodda var vinur minn. Eg kynntist honum fyrir stríð. Hann var reyndur ritjálkur. Hann flutti til Cornwall í stríðinu. Konan mín og ég fórum oft og gistum hjá honum eftir að ég losnaði úr hemum. Við bjuggum í London og það var ekki margt annað að fara fyrir utan London. Það voru allir peningalausir á þessum tíma. Charles var kominn yfír sextugt. Hann bjó mjög frumstætt. Við elduðum á olíuofni ogsát- um á kvöldin íkríngum olíulampa og drukkum bjór. Charles var staurblankur og vildi vinna en gat ekki látið sér detta neitt í hug. Svo ég byrjaði að segja honum sögur. Það var ekkert mál fyrir mig. Húsið var skammt frá leimámunum í St. Austell og stórir hólar höfðu myndast við námugröftinn. Ég var við kvikmyndagerð í hemum og var farínn að hugsa með kvikmyndir í huga. Þessir hólar vom einkar „photogéniques“. Ég byrjaði að segja honum sögu um þá. Hann hlustaði og bætti við. Á endanum stakk ég upp á að hann skrifaði söguna niður. Honum leist vel á hug- myndina, hann gæti unnið sér inn einhverja peninga. Ég var ánægður af því að hann var vinur minn. Víð kölluðum söguna „Skytip" og tókum upp dulnefnið Elliot Reed. CoIIins, bókaútgefendur hans, voru ánægðir með sög- una oggáfu hana út. Þeir vildu fleiri. Við gerð- um þrjár bækur til viðbótar. Ég sagði sögu, hann skrifaði hana niður og á endanum lag- færði ég það sem ég var ekki ánægður með. Eftir að ég var kominn á kaf í kvikmyndagerð hafði ég ekki lengur tíma til að endurskrifa sögurnar. Samstarfí okkar lauk smátt og smátt. Ég sagði að hann gæti haldið Elliot Reed nafninu. Nafnið mitt var áfram á höfundarréttin- um. Við vorum með útgefanda í Banda- ríkjunum. Það var heimilisiðnaður í Kanada á þessum tíma að taka bækur sem voru gefnar út í Bandaríkjunum, breyta öllum nöfnum og staðarheitum og selja þær bókaút- gefendum. Einn lenti illa í því. Það var búið að prenta bók eftir Elliot Reed, sem enginn kannaðist við, þegar kápuhöfundurinn las hana og hugsaði með sér: „Hann skrifar eins og Ambler.“ Hann hélt áfram að lesa og sagði: „Þetta er Ambler!“ Hann fór og fletti upp í bókum útgefandans og fann nafnið mitt á höfundarréttinum. Höfundurinn sem seldi út- gefandanum bókina var auðvitað löngu gufað- ur upp. Utgefandinn var sem betur fer nógu stór til að þola tapið. Ég hafði lent í ritstuldi áður. Variety tíma- ritið í New York benti á það í grein um bók sem hét „I hate Blondes“ og var eftir einhvern Wolfe, eða hvað hann nú hét. Variety birti langa kafla úr „Background to Danger“ eftir mig og „The Big Sleep" eftir Raymond Chandler og bar saman við „I hate BIondes“. Það leyndi sér ekki hvaðan efnið var komið. Alfred Knopf gaf út bækurnar mínar og bæk- ur Chandlers. Ég heyrði Raymond Chandler fyrst nefndan þegar „Cause for Alarm“, fjórða bókin mín, var gefín út. „The Big Sleep“ kom út um svipað leyti. Svo þú þekktir Chandler? Já, ég kynntist honum seinna. Kunnirðu vel við hann? Já, en það var erfítt að kunna vel við hann. Hann var þreytandi. Hann var fylliraftur og allir fylliraftar eru þreytandi. Það er sama hvað þeir geta verið skemmtilegir og aðlaðandi, þeir eru þreytandi. Maður býður þeim í mat og þeir koma ekki. Þeir hafa dottið í það. Chandler var svoleiðis. Hann var góður rithöfundur. Já, mjög góður. Annars hefði maður ekki nennt að hafa samband við hann. Konan hans var miklu eldri en hann. Hann var ekkert unglamb sjálfur. Hann hefur líklega verið um sextugt þegar ég kynntist honuim og hún var á níræðis aldri. Hann var alveg miður sín þegar hún lést. Það var undarlegt hjóna- band. Hún hélt honum gangandi. Og hann féll alveg saman þegar hún dó. Þú segir frá fyllirísnótt með Humphrey Bogart og konunni hans á Italíu í ævisögu þinni. Hún var alltaf að öskra á hann. Hroðaleg. Alveg hroðaleg. Hvað hét hún aftur. Manon? Eitthvað svoleiðis. Hann var giftur henni áður en hann kynntist Lauren Bacall. Hann varð allt annar maður með Lauren Bacall. Þú segir voða lítið frá Bogart í bókinni. Afþví að við lentum á svo miklu fylliríi. Ég var með John Huston. Við höfðum verið að kvikmynda og ætluðum að hvíla okkur í Napolí. Það varð ekki mikið úr hvúdinni. Humphrey Bogart átti að vera að skemmta hermönnum. Guð má vita hvaða skemmtiatriði hann var með. Alla vega ekki konuna sína. En hann var HoIIywood stjarna. John Huston hafði gert hann að stjörnu í „The Maltese Falcon“. Við duttum svo illa í það að við end- uðum með því að sofa á gólfínu í svítunni sem bandaríski herinn hafði útvegað Bogart og Mayo - hún hét Mayo. Það var skelfilegt hjónaband, ómengað rifrildi út í gegn. Alveg hræðilegt. Við áttum að vera í fríi úr stríðinu í Napolí. Það var annars háttar stríð sem við lentum í þar. Já, ég veit af hverju ég skrifaði ekki mikið um það. Ég man ekki mikið eftir því sem gerðist. Ég var með ferlega timbur- menn daginn eftir. Hvernig var Hitehcock? Hann virðist heldur ógnvekjandi. Nei. Nei, sannarlega ekki. Við vorum á varðbergi gagnvart hvor öðrum. Ég erti Hitchcock á vissan hátt þegar ég fór að vinna í Hollywood. Með því að fara að vera með Joan, að- stoðarmanni hans og seinni eiginkonu þinni? Já, líka með Joan Harrison. Ég tók hana frá honum. Hún framleiddi allar sjónvarpsmynd- imar fyrir hann og hann leit á hana sem fjöl- skyldumeðlim. Var önnur ástæða? Það fór í taugamar á honum að hann vissi að ég myndi ekki vinna með honum - hann vildi heldur ekki að ég ynni með honum. Hann vildi ódýra rithöfunda. Ég var orðinn dýr handritahöfundur. Blandaði hann sér í gerð handritanna? Hann Ias þau meira eða minna fyrir. Þú hefðir ekki sætt þig við það. Nei, og hann vissi það. Ég var kominn með mikla reynslu. Ég vissi hvað ég vildi - nú hljóma ég hrokafullur - ég vissi að ég vildi ekki vinna fyrir Hitch. Ég^ var tilbúnn að vinna með hverjum sem var. Ég hafði þegar verið tilnefndur sem Óskarsverðlaunahafí og var ekki efni í aðstoðarmann fyrir Hitchcock. Það fór í taugarnar á honum. Englendingar voru sárasjaldan tilnefndir fyrir besta handritið - ég man reyndar ekki eftir neinum öðrum. Hvað um það. Ég hlaut ekki verðlaunin. Þú skrifaðir handritið að „A Night to Re- member“ um Titanic. Hefurðu séð nýju Titanic myndina? Nei, mig langar ekki til að sjá hana. Ég fer aldrei út. Ég held að „Pretty Woman" sé síðasta myndin sem ég sá. Og ég get lítið lesið lengur. Ég skoða helst uppsláttarrit ef mig langar að lesa eitthvað. Eg hef gaman af að fletta Almanac de Gotha. Færðu þá nýjar hugmyndir? Nei, ég þarf ekki að lesa til að fá þær. Ég hef nóg af hugmyndum. Hórmangari með hjartað á réttum stað. Það er nóg af hórum með hjartað á réttum stað. En melludólgur - það er erfíðara. Því meira sem þú hugsar um það því erfíðara verður viðfangsefnið. Eða Kipling: „Ef þú getur haldið rónni þegar allir aðrir missa stjórn á sér og kenna þér um,“ og þú hugsar áfram: „Hvað ef ég missti af frétt- inni?“ Það er hægt að búa til sögu í kringum það. Já. „Ljósið við endann á göngunum gæti verið lest á leið íþína átt. “ Ég er ekki að reyna að gera tæmandi lista en ég hef gaman af svona hugmyndum nú orðið. Hefurðu skrifað eitthvað síðan „The Story so Far“ kom út árið 1993? Ég er með hálfklárað handrit á skrifborðinu mínu. Er það skáldsaga? Já. Er ólán að tala um hana? Nei. En ég klára hana örugglega aldrei ef ég tala um hana. Það hefur oft komið fyrir. Það er ein leið til að losna við sögu úr höfðinu. Bara tala um hana og þá þarf ekki að skrifa hana. Geturðu enn skrifað? Það er orðið erfítt. Ég var vanur að hand- skrifa og get það varla lengur. Sjónin er líka farin að gefa sig. Hjúkrunarkona stjanar við mig á hverjum morgni í klukkutíma. Ég verð níræður á næsta ári. Það verður haldið upp á það. Örugglega ekki hérna hjá mér. En nýir lesendur munu uppgötva þig. Bæk- urnar þínar eru núna ófáanlegar í Bretlandi. Já, ég veit. Lásuð þið „The Care of Time“? Það er inngangur í upphafí bókarinnar sem á að vera ívitnun í ævisögu Nechayevs. Ég skrifaði auðvitað þennan inngang. Þar segir „Time will take care of us all“. Inngangurinn er hluti af skáldsögunni og þaðan kemur nafn- ið á bókinni. Þeir slepptu því úr. Til að spara pappír. Þeir hugsuðu með sér: „Þetta er bara 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.