Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 17
4 ívitnun“ og gáfu sér ekki tíma til að kanna hvort ívitnunin tengdist sögunni á einhvern hátt. Hún gerði það sannarlega. Titill bókar- innar er út í hött án ívitnarinnar. Ég reiddist. Gaf Fontana bókina út? Já, Fontana. Ég hugsaði með mér: „Til fjandans með þá“ og kallaði inn allar bækurn- ar. Við komumst að því að bækur eftir mig í fyrstu útgáfu eru rándýrar. Það hlakkar í mér að vita það. Ég græði samt ekkert á því, ég á ekki þessar bækur. Þær fara á hlægilega háu verði á uppboðum hjá Sotheby’s og svoleiðis stöðum. Finnst þér ekki slæmt að heil kynslóð les- enda fari á mis við að geta keypt bækurnar þínar? # A vissan hátt. Ég er kominn með nýjan útgefanda. Macmillan’s. Þeir ætla að # Vgefa út allar bækurnar, þær byrja að koma út næsta vor. Og í millitíðinni seljast bækurnar mínar mjög vel í Þýskalandi. Þjóðverjar kunna að meta mig af einhverri ástæðu. Hvað finnst þér um fræðimenn sem skrifa doktorsritgerðir um þig? Oh, ég móðgaði einn þegar ég vildi ekki svara spurningalista sem hann sendi mér. Steinbeck átti stimpil sem hann notaði þegar hann fékk þessa spurningalista: „Skrifaðu sjálfur helv. ritgerðina þína.“ M segir að þér komi á óvart að Þjóðverjar kunni að meta þig. Þú veist sjáifur að þú ert mjög góður rithöfundur. Oh, já. Ég held að ég sé það. En það þurfa ekki allir að vera á sama máli. Ég bjóst ekki við að verða tekinn alvarlega í Englandi. Eng- lendingar eru merkilegir með sig. Það er oft vitnað í Graham Greene utan á bókunum þínum. Hann sagði að þú værir „besti hrollvekjuhöfundurinn". Sumir fullyrða að þú sért betri rithöfundur en hann. Ég veit ekki. Graham Greene tók lifíð mjög alvarlega. Ég hef alltaf litið á mig fyrst og fremst sem skemmtikraft. Ég hef aldrei getað sætt mig við að vera kallaður njósnahöfundur. Ég skrifaði varla nokkurn tímann um njósn- ara. Njósnarinn í einu bókinni sem hefur orðið njósnari í titlinum „Epitaph for a Spy“ er lítil- væg aukapcrsóna. Ég náði vinsældum í Bandaríkum með „A Coffín for Dimitrios". Bandaríkjamenn voru enn ekki komnir inn í stríðið og bækurnar mínar virtust leið til að nálgast hugsunarháttinn í Evrópu. Alfred Knopf ritskoðaði bækurnar mínar. Ég komst ekki að því fyrr en mörgum árum seinna. Allt vinstrisinnað var tekið út? Já, allt sem hét „Marxist" var tekið út. Þetta var mjög vel gert. Knopf meinti örugg- lega vel. Allavega slapp ég undan MaCarthy. Vinstrisinnar í Evrópu voru á sama tíma ekki beint hrifnir af mér. Ut af „Judgment on Deltchev" þar sem þú gagnrýnir sýndarréttarhöld Stalíns? Það vakti litla lukku. Þú varst einn fyrsti rithöfundurinn til að vekja athygli á því sem var að gerast á bak við járntjaldið. Kom „Deltchev" út á undan „Darkness at Noon“ eftir Arthur Koestler? Þær komu út um svipað leyti. Kom bók Koestlers ekki út á sjötta áratugnum? Romain Gary, franskur vinur minn, sem var í frönsku utanríkisþjónustunni fylgdist með Petkoff réttarhöldunum þegar hann varí Búlgaríu eftir stríð og sagði mér frá þeim. Hann sagði mér að sjúklingi hefði verið neitað um insúlín. Það vakti athygli mína. Hann hjálpaði mér að komast inn á fundi hjá Sam- einuðu þjóðunum í París. Ég man eftir hvað það var þreytandi að hlusta á Vishinsky, hann var leiðtogi rússnesku sendinefndarinnar. Vishinsky sem var saksóknari í sýndarrétt- arhöldunum og seinna utanríkisráðherra? Já. Ég heyrði hann reyna að útskýra ein- hver hroðaverk. Ég man ekki hvaða. Hann talaði í endalausum lögfræðifrösum. Það var yfírmáta þreytandi að hlusta á hann. Fólk gafst upp. Ég gafst upp. Ekki að hann ynni mig yfír á sitt band, en ég skil vel fólk sem gafst upp og sagði: „Já, hvað sem þú segir.“ Skelfílegur maður. Hann var saksóknaiinn í sýn darréttarh öldunum. Ábendingin um insúlínið og að hlusta á Vishinsky nægðu mér í bók. Það var það sem ég meina með að hafa efni í sögu. Og með þessar upplýsingar skrifaðir þú helstu skáldsöguna um sýndarréttarhöld Stalíns? Koestler vissi miklu meira en ég. En ég hafði vissa reynslu í að spinna þráðinn. Það var erfítt að skrifa þessa bók. Hún var fyrsta bókin hjá mér eftir tímabil í kvikmyndagerð. Ég endurskrifaði hana oft. Það var ýmiss kon- ar þrýstingur á mér - mestur frá Bandaríkj- unum. Ég var nafn þar. En bókinni var á end- anum ágætlega tekið. Hver finnst þér vera besta bókin þín? „Dr.Frigo“ Hún er um einræði í Karabíska hafinu. Hef- urðu verið mikið þar? Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Ekki oft. Aðallega í franska hlutanum, á Martinique og Guadeloupe. Konan mín og ég vorum þar þegar allt var í algjörri niðurmslu. „St. Paul-les-Alyzeés“ í bókinni er eiginlega Guadeloupe. Það var ágætur Gskmatstaður hin- um megin á eynni frá hótelinu þar sem við gist- um, það var lélegt hótel. Við fórum fíest kvöld með leigubú á þennan matstað af því að matur- inn á hótelinu var óætur. Hugmyndin að matar- eitruninni, „the island beast“ í bókinni er það- an. Við áttuðum okkur smám saman á því að það voru litlar tckjur af fískistaðnum. Eigand- inn lifði af því að innheimta gjöld fyrir samtök í Bandaríkjunum fyrir tónlist sem varspiluð í út- varpinu. Það fannst mér alveg makalaust. The Intercom Conspiracy" gæti gerst í dag. Skrifaðir þú hana eftir að þú fluttir til Sviss frá Bandaríkjunum? Já, ég skrifaði hana eftir eftirminnilega reynslu af lögfræðingum í Zúrich og Laus- anne. Hvaðan kom Nató hugmyndin? Ég man það ekki. Það voni margar her- stöðvar í Frakklandi og þetta var um það leyti sem Frakkland fór út úr herráði Nató. Fylgistu með fréttum? Ekki að neinu ráði. Maður verður vitlaus af því að reyna að skilja það sem er til dæmis að gerast á Balkanskaga. Hvað varð um Herzegóvínu? Hvað um breska pólitík? Gallinn við hana er að hún er svo hund- leiðinleg. Og Tony Blair. Hann virðist vera lofsverður, ungur rnaður. Margaret Thatcher var við stjórn þegar þú fluttir hingað frá Sviss. Já, hræðilegt. Hún var ein af þessum pils- vörgum sem styðja íhaldsflokkinn. íhalds- konur eru hræðilegar. Sumir karlarnir eru í lagi, en konurnar, úff. Ég áttaði mig á þessu í fyrstu kosningunum eftir stríð. Konan mín og ég ákváðum að sækja alla kosningafundi í okk- ar kjördæmi svo að hún gæti gert upp hug sinn. Hún hafði bara kosið einu sinni og það var í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Við fórum á alla fundi. Ihaldsfíokkurinn höfðaði sannarlega ekki til okkar, sérstaklega ekki konumar! Svo þú kaust Verkamannaflokkinn? Já, éggerði það. En það var af sannfæringu, ekki útaf því sem ég lærði á fundunum. Fram- bjóðendur Verkamannafíokksins voru jafn slæmir og íhaldsmennirnir. Tókstu þátt í kosningum eftir að þú fluttir aftur til Englands frá Sviss? Nei. Flestar bækurnar þínar gerast á fjarlægum slóðtun - í Asíu, Miðjarðarhafsríkjunum, aldrei í Bretlandi eða Bandaríkjunum. Það er rétt. Staðir verða stundum áhuga- verðir eftir að Bandaríkjamenn eru komnir og farnir. Eins og til dæmis í Indónesíu. Ég fór þangað á sjötta áratugnum, uppreisnin gegn HoIIendingum var enn í fullum gangi. Ég var á Java. Það var hættulegt að vera þar. Maður varð aðpassa að ganga ekki um í hvítri skyrtu. Hollendingar gengu í hvítum skyrtum. Éf þú varst í blárri skyi-tu varstu ekki í sömu hættu. Kostulegt. / Eg kynntist starfí Unicef og Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) dálítið þar. Það var mikið af mönnum sem vildu vel í kringum Unicef en Unicef olli miklum skaða á Java. Það voru miklir erfiðleikar í landinu og börn voru illa stödd. Unicef kom með öllu sínu valdi. Barnalæknar sögðu að það ætti að gefa börnum þurrmjólk og app- elsínusafa. Fram að því höfðu þau fengið fískistöppu úr físki sem lifði á hrísgrjóna- svæðinu og papayadjús. Papayadjús er miklu vítamínríkari en appelsínusafí og papaya vex eins og illgresi á Java. En allir tóku sér- fræðinga Unicef hátíðlega. Skip komu hlaðin þurrmjólk og appelsínusafa til landsins. Svo illa vildi til að það varð hungursneyð í Ind- landi. Unicef rauk þangað. Bingó! Állir farn- ir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafði verið að sprauta börn gegn berklum og hélt því áfram. Börnin voru hraust en næringarlaus. Ibúarnir, ótrúlegir einfeldningar, höfðu tekið Unicef hátíðlega - orðum amerísku lækn- anna var trúað eins og nýju neti. Þurrmjólk og appelsínusafí hélt áfram að berast til landsins en Ienti á svarta markaðnum. Fólk eyddi mánaðartekjum í dós af þurrmjólk. Ég hafði óbeit á Unicef eftir þetta. Velgjörðar- mennirnir vildu fyrst og fremst vera í sviðsljósinu. Þú tekur fram að það voru aðallega karlar í kringum Unicef á þessum tíma. Þú skrif- ar sjaldan um konur. Aðalpersónan í hálfkláruðu bókinni þarna inni er kona. Lögfræðingur. Ég er mjög hrif- inn af konum. Þær eru góðir stjómendur. Ég myndi frekar vilja vinna fyrir konu en kari. Mér hefur aldrei þótt konur neitt einkennileg- ar. Mér fínnst þær frábærar. Mér fínnst karl- ar afturámóti einkennilegir og „baroque“. Ég hef auðvitað kynnst undarlegum konum en mér semur yfirleitt vel við konur. Þegar lög- fræðingurinn okkar hætti að vinna og fíutti til Dordogne ætlaði hann að láta samstarfsmann sinn taka okkur yfír. Ég vildi það ekki. Ég kaus að fá kvenlögfræðing. Þú skrifar um völd og peninga en sjaldan um ást og kynlíf. Nei, líklega af þvi ég hef alltaf haft gaman af kynlífí. Eg hef aldrei Utið á það sem valda- báráttu. Ég held að það sé vandinn í mörgum hjónaböndum. Og eitthvað sem veitir þér bara ánægju á ekki erindi í bók? Bara ánægju? Mikla ánægju. Mig langaði aldrei að eignast börn. Sálfræðingur sagði einu sinni: „Þú segir það en þú átt bækurnar þínar.“ Mér fannst það ágæt sálgreining. Við sátum fyrir framan bókaskáp fullan af bókum eftir Ambler í þýðingum á fjölmörg tungumál. Hann vissi ekki hvar íslensku bæk- urnai• voru. Hann hafði varla dreypt á viskíinu. En hann var þreyttur. Hann hafði talað við okkur í tæpar þrjár klukkustundir. Hádegismaturinn beið hans í borðstofunni og ferðaútvarp. Hann hafði misst af hádegisfrétt- unum í þetta sinn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. JANÚAR 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.