Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 19
.. <r KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN VERK EFTIR ÞRJÁ MEIST- , ARA í BÚSTAÐAKIRKJU ADAGSKRÁ fjórðu tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju á morgun, sunnudag kl. 20.30, verða flutt verk fyrir píanó, fiðlu, knéfiðlu og lágfíðlu. Flytjendur eru Tríó Reykjavíkur ásamt Sigurbirni Bern- harðssyni lágfiðluleikara. Tríó Reykjavíkur er skipað þeim Guðnýju Guðmundsdóttur, fiðluleikara, Gunnari Kvaran, knéfiðluleikara og Peter Maté píanóleikara. Á fyrri hluta tónleikanna verður flutt Tríó í c-moll eftir Ludwig van Beethoven og Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í a-moll eftir Maurice Ravel. Eftir hlé verður fluttur Kvartett fyrir píanó, fiðlu, lágfiðlu og knéfiðlu í A-dúr eftir Johannes Brahms. Um efnisskrána segir: „Beethoven lærði ungur að leika á sembal, píanó, fiðlu, lágfiðlu og orgel og kom í fyrsta sinn fram á tónleik- um 8 ára gamall. Hann varð varamaður org- anistans í hirðkirkjunni í Bonn 12 ára. Næsta ár samdi hann fyrsta lag sitt, sem vitað er um. Árið 1792 fluttist Beethoven frá Bonn til Vínar, 22 ára gamall, og bjó þar síðan alla ævi. Mozart var þá dáinn ári fýrr. Beethoven fékk tilsögn í tónsmíðum hjá Joseph Haydn, áhrifamesta og frægasta tónskáldi þess tíma. En þeim samdi ekki nema miðlungi vel. LJúfmennið Haydn kallaði Beethoven „stór- mógúlinn" vegna þess, hversu sjálfráður hann var í skoðunum. Beethoven varð brátt kunnur í Vín sem ágætur píanóleikari og efnilegt, frumlegt tónskáld. Árið 1795 komu út eftir hann þrjú ný píanótríó, sem að þeirra tíma hætti voru gefín út í einu sem opus 1. Þetta era ekki byrjendatónsmíðar. Beet- hoven átti þá í fórum sínum mörg eldri tón- verk, sem voru gefin út síðar. Tríóin minna að sjálfsögðu á Haydn og Mozart, en þar kynnir Beethoven sjálfan sig, svo að ekki verður um villst. Hið sama á við þrjár píanósónötur, op. 2, sem komu út á sama ári, tileinkaðar Joseph Haydn. Tríóið op. 1.3 hefur aðeins einu sinni áður verið flutt í Kammermúsíkklúbbnum. Það gerðu Ingvar Jónasson (fiðla), Pétur Þorvaldsson (knéfiðla) og Guðrún Kristinsdóttir (píanó) árið 1966. Ravel er venjulega kenndur við „im- pressionismann“, listastefnu, sem átti sér rætur í franskri myndlist við lok 19. aldar. Þar var lögð aukin áhersla á að túlka hug- hrif, en síður að lýsa ákveðnum fyrirmynd- um. Seinna var farið að nota þetta heiti TRlÓ Reykjavíkur ásamt Sigurbirni Bernharðssyni á æfingu í Bústaðakirkju. Morgunblaðið/Þorkell einnig á sviði tónlistar. Frönsku tónskáldin Debussy og Ravel era einna kunnastir tónskálda, sem nefnd era „impressonistar". Tónverk Ravels era afar vandlega unnin og líka vandfundin. Ravel var sjálfur píanó- leikai'i og hafði lengi ætlað sér að semja píanótríó og glíma við þau vandkvæði að láta hljóðfæri hljóma vel saman, sem era stillt á mismunandi veg, svo sem píanó og strengi. Þegar harm eitt sinn var spurður, hvað verk- inu liði, svaraði hann, að því væri eiginlega lokið, nema hvað stefin væra ókomin. Hvað sem þessu Iíður, þá virðist svo, að aðeins þrjú af kunnustu tónskáldum á þess- ari öld hafi samið píanótríó, eitt hvert, Ravel, Fauré og Shostakovich. Ef Brahms væri rólfær og meðal okkar, mætti hann vel við það una, hversu vel arf- leifð hans hefur dugað eftirlifandi kynslóð- um. Og hann myndi ekki lengur óttast skugga Beethovens, heldur gleðjast yfir einu, sem öðram hefur sárnað. Áður en hann hvarf úr heimi hér, eyðilagði hann allt það tónlistarefni, sem hann hafði ekki birt, og það var ekkert smáræði. Brahms var með af- brigðum vandlátur í eigin skáldskap, og tón- verkin sem hann lét frá sér, era óvenjulega jöfn að gæðum. Píanókvartett verður til, ef lágfiðlu er bætt við píanótríó. Strengjahljómurinn verð- ur þéttari. Hann fær meira jafnvægi við of- urvald flygilsins og gefur kost á auknum blæbrigðum. Brahms gaf út þrjá slíka kvartetta. Sá í A- dúr hefur ekki áður verið fluttur í Kamm- ermúsíkklúbbnum." C Áfangar á kyrru hafi ÞETTA eru olíumálverk unnin á tré eða striga á síðastliðnum tveimm- áram,“ segir Guðbjörg Lind Jóns- dóttir listmálari sem opnar sýn- ingu í dag, laugardag kl. 15 í Lista- safni ASÍ, Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýningin ber yfirskriftina „Afangar á kyrru hafi“. Að sögn Guðbjargar hefur vatnið og hin síbreytilega mynd þess verið frá upphafi eitt af meginviðfangsefnum málverka hennar. Framan af vora myndefnin einkum tengd fossum en í seinni tíð hafa viðfangsefnin Morgunblaðið/Kristinn GUÐBJÖRG Lind Jónsdóttir sýnir olíumálverk í Ásmundarsal. tekið hægfara breytingum og beinst í aukn- um mæli að fleti sjávar, þar sem ímyndaðar eyjar fljóta á yfírborðinu. „Eyjarnar eiga sér engar raunveralegar fyrirmyndir, þær eru loftkenndar og ímyndaðar. Þó var ég við Breiðafjörð í fyrrasumar og á einni mynd má kannsld sjá áhrif frá þeirri dvöl,“ segir Guðbjörg. Síðastliðið sumar setti Guðbjörg upp sýningu í eyjunni Vigur í Isafjarðar- djúpi, sem hún kallaði „Eyjar og vættir“. Á þeirri sýningu voru verkin þjóðsagnalegs eðlis og tileinkuð sæfarendum og vættum sjávar og verða nokkur verkanna úr Vigur til sýnis í Ásmundarsal. „Tíminn hefur allt aðra merkingu í eyjum en annars staðar og kannski er hægt að finna fyrir eins konar tímaleysi í myndunum, sem eru áhrif frá dvölinni í Vigur í íýrra," segir Guðbjörg. Guðbjörg Lind tileinkar sýninguna minn- ingu föður síns, Jóns Hermannssonar (14.11. 1930-4.1.1999) Guðbjörg Lind útskrifaðist frá málunar- deOd Myndlista- og handíðaskóla Islands vorið 1985. Hún hefur haldið mai-gar einka- sýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Einnig hefur hún ^ starfað að félagsmálum myndlistarmanna og verið formaður FÍM síðan 1996. Sýningin í Ásmundarsal stendur til sunnudagsins 14. febrúar og er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 30. JANÚAR 1999 1 $ /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.